Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 43 SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR * Gildir á allar sýningar í Háskólabíói merktar með rauðu 450 KRÓNUR * Í BÍÓ Stærsta kvikmyndahús landsins Rendition kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Wedding Daze kl. 6 B.i. 10 ára Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna Síðustu sýningar kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára eeee - R. H. – FBL eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Sýnd kl. 6 og 8 Hættulega fyndin grínmynd! Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock ENGIN MISKUN Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 Með ísl. tali Ver ð aðeins 600 kr. Hlaut Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 7 og 10 B.i. 16 ára HVERNIG TÓKST EINUM BLÖKKUMANNI AÐ VERÐA VALDAMEIRI EN ÍTALSKA MAFÍAN? eeee ,,Virkilega vönduð glæpa- mynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS Miðasala á www.laugarasbio.is STÓRSKEMMTILEG RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ JASON BIGGS ÚR AMERICAN PIE MYNDUNUM OG ISLA FISHER ÚR WEDDING CRASHERS A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM. “Óskarsakademían mun standa á öndinni.” ...toppmynd í alla staði.” Dóri DNA - DV eeee ,,American gangster er vönduð og tilþrifamikil” - S.V., MBL www.haskolabio.is Sími 530 1919 -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 Með ísl. tali Ver ð aðeins 600 kr. Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Áhrifamikil mynd um aðferðir Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Áhrifamikil mynd um aðferðir Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Skrekk, hæfileikakeppni ÍTR fyrirgrunnskólana í Reykjavík, lauk þriðju-daginn síðastliðinn með sigri Hlíða- skóla. Ég horfði á hluta úrslitanna og varð eiginlega undrandi á því hversu mikið var lagt í atriðin og hversu fagmannlegir krakk- arnir/unglingarnir voru, bæði í söng, leik og dansi. Mér skilst að margir ef ekki allir grunnskólanna hefji undirbúning fyrir keppni á vormánuðum og það leynir sér ekki að krakkarnir leggja sig öll í atriðin. Þetta eru listamenn framtíðarinnar. Gagnrýni á íslenskt samfélag var áberandi í keppninni, á lífsgæðakapphlaupið, kven- ímynd í fjölmiðlum og önnur þjóðfélagsmein sem augljóslega eru ungu fólki hugleikin enda steðja að því ýmsar hættur; eiturlyf, át- röskun o.fl. sem getur leitt þau á glapstigu.    Það er hreinlega aðdáunarvert hversuófeimnir krakkarnir eru við að láta í sér heyra og benda á hvað megi betur fara í samfélaginu, oft á tíðum brengluð gildi nú- tímamannsins. Krakkarnir láta sér heldur ekki nægja að gagnrýna heldur benda einnig á lausnir. Eitthvað sem hinir fullorðnu gera nú ekki alltaf. Það var líka virkilega gaman að sjá hvernig grunnskólanemarnir hrærðu saman ólíkum listgreinum í atriðum sínum, sum hver voru hreinir og klárir smásöng- leikir og textar á fyrirmyndaríslensku. Að þjóðfélagsádeiluatriðunum ólöstuðum fannst mér atriði Austurbæjarskóla einna best, af þeim sem ég sá. Ég skemmti mér kon- unglega yfir því, þó svo erfitt væri að átta sig á boðskapnum. Ungur maður varð dauð- hræddur við epli, rauðklæddar verur döns- uðu og spörkuðu í rassinn á annarri í húðlit- um galla, o.s.frv. Bráðskemmtilegur súrrealismi. Ég bið Austurbæjarskóla afsök- unar ef atriðið átti ekki að vera súrrealískt. Í Skrekk vinna nemendur í 8., 9. og 10. bekk saman að því að semja atriði og flytja. Skrekkur er því ekki aðeins keppni heldur kjörinn vettvangur til að þjappa krökkum saman, efla andann og styðja við oft á köfl- um brothætta sjálfsmynd unglinga. Krakk- arnir læra að koma verki frá hugmynd að framkvæmd, þurfa að stíga á svið og það oft í fyrsta sinn á ævinni, jafnvel á aðalsvið Borgarleikhússins. Ég hef það fyrir satt að mörgum kennurum þyki Skrekkur á við heilu námskeiðin gegn einelti. Krakkarnir finna að þau hafa eitthvað að segja, að ein- hver hlustar á þau. Hvað gæti verið mik- ilvægara en það?    Skrekkur er mjög mikilvæg keppni. Listinsprettur ekki upp úr engu, þó svo að margir haldi það. Einhvers staðar verður áhuginn að kvikna, það þarf að sá fræum í frjóan svörð. Að lokum vil ég minnast á frá- bæra stemningu í sal Borgarleikhússins á úr- slitakvöldinu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Páll Óskar steig á svið og söng diskó- ástarlög sem allir kunnu og tóku kröft- uglega undir. Þarna hlýtur að hafa verið slegið met í góðri stemningu. Páll Óskar er í þeirri merkilegu stöðu að vera jafnvinsæll og hann var meðal þessa aldurshóps fyrir einum 13-14 árum. Geri aðrir betur. Skapandi Skrekkur AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » Þarna hlýtur að hafaverið slegið met í góðri stemningu. Ljósmynd/Karl Petersson Epli Atriði Austurbæjarskóla var hin besta skemmtun og ekki skorti dramatíkina í fjölmörg önnur, enda dramatíkin aldrei jafnmikil í lífinu og á gelgjuskeiðinu, er það ekki? helgisnaer@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.