Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 23
vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 23 Davíð Hjálmar Haraldsson las aðsjö íslenskar álftir með gervihnattasenda tækju þátt í grunnrannsóknum til undirbúnings nýjum vindorkuverum í Skotlandi. Og hann yrkir: Svanirnir mínir! Um heiðloftahöll, hátt yfir bylgjuna vota, bara þið tækjuð með álverin öll austur til Breta og Skota. Hólmfríður Bjartmarsdóttir eða Fía á Sandi grípur það á lofti og kastar fram fyrriparti: Hálslónsstífla á flugi fór með fuglunum til Bretalands. Séra Hjálmar Jónsson botnar: Ætli virkjun, væn og stór, verði reist í landi Sands? Þá Pétur Stefánsson: – Eftir situr urð og mór, og Austfirðingar tveggja blands. Og Ólafur Stefánsson: Vitleysan er víð og stór, Vinstri grænna kreppubands. Konráð Erlendsson: Álftir syngja í einum kór úti á túni í landi Sands. Loks Hólmfríður sjálf: Fannst þeim einkar fagur sjór flæða um dali austan lands. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af svönum og álverum Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Undir lok síðustu aldar komnýr hópur víngerðarhúsafram á sjónarsviðið á svæð- unum St. Emilion og Pomerol í Bor- deaux sem fljótlega hlaut nafnið bíl- skúrshreyfingin eða „les garagistes“. Má rekja nafngiftina til þess að þekktasti vínblaðamaður Frakklands Michel Bettane lýsti þessum víngerð- um svo í grein að þær ættu það flest- ar sameiginlegt að starfsemin rúm- aðist hæglega í bílskúr. Ólíkt hinum stóru og þekktu vín- gerðarhúsum Bordeaux eða Chateau- um sem ráða yfir vínekrum er þekja oft tugi hektara leituðu þessir vín- gerðarmenn uppi agnarsmáa bletti þar sem aðstæður til vínræktar voru nær fullkomnar og lögðu síðan allt undir í víngerðinni. Þessi litlu hús vöktu fljótt mikla athygli og verðið á mörgum þeirra rauk fljótt upp úr öllu valdi. Má nefna þar nefna Le Pin, Va- landraud, Mondotte og Le Dome. Einn þeirra sem hafa verið leiðandi í þessari þróun er Bretinn Jonathan Maltus (raunar fæddur og uppalinn að hluta í Afríku) sem festi kaup á vínhúsinu Chateau Teyssier 1994. Maltus er stór og mikill vexti og mað- ur veltir því fyrir sér er maður hittir hann hvort bílskúrinn þurfi ekki að vera ansi stór til að hann nái að at- hafna sig. Vínin endurspegla mann- inn því vínin hans Maltusar eru engin smásmíði og hafa vakið mikla athygli. Hann er verkfræðingur að mennt en ákvað við upphaf tíunda áratugar- ins að skipta um starfsvettvang. Hann leitaði um skeið að góðri eign í Bordeaux og varð Chateau Teyssier í St. Emilion að lokum fyrir valinu. Teyssier sameinaði það tvennt að þarna var fallegt hús sem hann vildi búa í og vínekrur sem hann taldi búa yfir miklum tækifærum. Maltus framleiðir nokkur vín í Bor- deaux og þekktast þeirra er ofurvínið Le Dome sem keppir við þau allra bestu í Bordeaux. Breska víntímaritið Decanter valdi það besta vín St. Emi- lion 2005 ásamt Chateau Ausone og það er vissulega ekki ódýrt, rúmlega 14.000 kr. í vínbúðunum. Séu menn að leita að víni í þessum flokki má þó gera margt vitlausara en að fjárfesta í Le Dome. Ég snæddi kvöldverð með Maltus fyrr á árinu og var boðið upp á Dome 2000 með aðalréttinum sem sýndi svo sannarlega að vínið keppir í efstu deild. Tröppugangurinn hjá Maltus er raunar allur spennandi, en hann byrjar á víninu frá Chateau Teyssier, sem er með betri kaupum sem hægt er að gera í Bordeaux- vínum í dag en það kostar um 2.600 kr. Sjálfur er ég ekki síður hrifinn af Grand Destieu sem er þúsundkall- inum dýrara en þeir árgangar sem ég hef smakkað, 2004 og 2005 eru báðir þéttir og vínið afskaplega aðgengilegt þrátt fyrir stærð. Þeir sem vilja svo fara enn ofar en ættu að líta á Chat- eau Laforge sem er nokkrum þrepum ofar Destieu í stærð jafnt sem verði, kostar á sjöunda þúsund krónur. Vissulega ekki ódýr vín en þó ekki dýr miðað við sambærileg vín frá Bordeaux úr þessum árgangi. Þetta eru með fyrstu hágæða Bor- deaux-vínunum frá hinum magnaða 2005 árgangi sem berast til Íslands- lands og ættu unnendur góðra vína að njóta hans á meðan færi gefst. Maltus lét sér hins vegar ekki nægja að fjárfesta í Bordeaux heldur fór fljótlega að svipast víðar um. Hann velti fyrir sér Kaliforníu en endaði í Ástralíu þar sem hann setti á laggirnar vínhúsið Colonial í Barossa. Þau eru gjörólík Bordeaux-vínunum, flest úr þrúgunum Shiraz, Grenache og Mourvedre. Dökk, þykk, þung og djúp. Á toppnum trónir Exile sem Robert Parker (sem alla tíð hefur haldið mikið upp á vín Maltusar) gaf nýlega 96 punkta. Víngerðarmaður Jonathan Maltus. Litli risinn í St. Emilion Morgunblaðið/Steingrímur Veigarnar Vínin frá Maltus eru stór eins og maðurinn sjálfur. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Konan áður Háski og heitar tilfinningar á Smíðaverkstæðinu eftir Roland Schimmelpfennig Skilaboða- skjóðan Uppselt fram til jóla. Örfá sæti laus á auka- sýningu í dag kl. 18! Síðustu forvöð Söngleikurinn Leg aukasýning 28/11 kl. 20 allra síðasta sýn. 29/11 kl. 20 uppselt Óhapp! 24/11 kl. 20 örfá sæti laus 30/11 kl. 20 uppselt síðasta sýn. 9/12 kl. 20 Hjónabandsglæpir 23/11 kl. 20 uppselt 29/11 kl. 20 örfá sæti laus síðasta sýn. 7/12 kl. 20 Hamskiptin í uppfærslu Vesturports 24/11 kl. 20 örfá sæti laus 30/11 kl. 20 örfá sæti laus síðasta sýn. 1/12 kl. 20 örfá sæti laus Gott kvöld síðasta sýning fyrir jól sun 25/11 kl. 13.30 örfá sæti laus M jú kd ýr Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00 C O N C E P T S T O R E Anima Steiff Sigikid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.