Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 37 Krossgáta Lárétt | 1 fara sér hægt, 4 hrósum, 7 geigur, 8 set- ur, 9 duft, 11 vesælt, 13 púkar, 14 dapurt, 15 blýkúla, 17 sýll, 20 svifdýr, 22 gagnslítil, 23 varkár, 24 þula, 25 korn. Lóðrétt | 1 rándýr, 2 af- kvæmum, 3 leðju, 4 ávöl hæð, 5 myndtákn, 6 vegg- ir, 10 margt, 12 áhald, 13 matur, 15 karldýr, 16 horfum, 18 dáin, 19 mannsnafn, 20 spil, 21 smáalda. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 munntóbak, 8 linan, 9 eldar, 10 nei, 11 tyrfa, 13 tuðra, 15 klára, 18 ágang, 21 lóm, 22 stund, 23 ærðir, 24 mannvitið. Lóðrétt: 2 unnur, 3 nunna, 4 óbeit, 5 andúð, 6 flot, 7 þráa, 12 far, 14 urg, 15 koss, 16 ámuna, 17 aldin, 18 ámæli, 19 auðri, 20 garg. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er næstum ómögulegt að upplifa lífið á meðan maður reynir að skrásetja það. Þess vegna er enginn ljósmyndari í eigin brúðkaupi. Lifðu líf- inu í kvöld. (20. apríl - 20. maí)  Naut Er það ímyndun í þér eða rekst einhver á þig einum of oft til að það sé tilviljun? Þú ert ekki að ímynda þér neitt – einhver er að verða mjög skotinn í þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Af þér stafar ljós. Ekki fela það undir lampaskermi. Haltu áfram að skína. Fólk í kringum þig sér hæfileik- ana jafnvel þegar þú leggur þig lítið fram. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert í takti og samhljómi við umhverfi þitt. Einhvers konar tónlist vellur út úr þér. Syngdu í bílnum eða spilaðu lag á takkana á símanum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Trúðu á galdur hugboðanna. Þú sérð fyrir þér myndir eða finnur líkam- lega fyrir því sem gera skal næst. Það er svona sem hjartað þitt talar við þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Er ekki skrýtið hvernig þú laðar að þér athygli einmitt þegar þú vilt vera í friði? Notfærðu þér það. Náðu stjórn á krafti aðdráttaraflsins með fálæti. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú finnur að ábyrgðin er aftur að færast á þig. Breytingarnar sem vinnu- félagarnir tilkynna ættu að gleðja þig – en því miður eru þeir að biðja þig að leysa öll vandamálin. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert að verða stressaður. Hver þarfnast skynsemi? Þú finnur á þér að tækifærin liggja í næturlífinu í kvöld, auk þess sem stuð spillir aldrei. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sambönd eru bæði góð og slæm um þessar mundir. Í stað þess að skipta út slæmu fyrir gott, er betra að bæta það slæma og öllum líður betur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekkert getur skemmt góða skapið þitt. Þú eignast vini hvert sem þú ferð, ekki síst í þeim sem eru jafnflipp- aðir og þú. Já, leyfðu þér að vera flipp- aður! (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þegar þú missir úr takt, skaltu gleypa kökkinn í hálsinum og halda áfram að dansa. Það gengur vel. Allir aðrir sjá bara hversu vel þú skemmtir þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Stjörnurnar fíla ósamræmi. Vertu rómantískur þegar þú átt að vera hagsýnn, ástríðufullur þegar skynsemi er besti kosturinn. Komdu fólki á óvart og sjáðu niðurstöðurnar! stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7 8. Bd3 dxc4 9. Bxc4 g6 10. 0-0 Bg7 11. Dc2 0-0 12. Bb3 De7 13. Re4 e5 14. Rc3 a5 15. a3 Kh7 16. Hfe1 b6 17. Had1 Bb7 18. d5 Hac8 19. d6 De8 20. h4 f5 21. e4 f4 22. Ra4 Bf6 23. g3 Bd8 24. Kg2 Hf6 25. g4 Ba6 26. g5 Hf8 27. gxh6 Kxh6 28. Hg1 c5 29. Bd5 b5 30. Rc3 b4 31. Re2 Rb6 32. Kh2 Hh8 Staðan kom upp á minningarmóti Tals sem er nýlokið í Moskvu í Rússlandi. Azerinn Shakhriyar Mamedyarov (2.752) hafði hvítt gegn Vassily Ivansjúk (2.787) frá Úkraínu. 33. Bf7! Dxf7 34. Rxe5 De8 35. Rxg6 Rd7 36. Rexf4 Re5 37. d7! Rxd7 38. e5 Dxe5 39. Rxe5 og svartur gafst upp. Minningarmótið var í 20. styrkleikaflokki og meðalstig kepp- enda voru hvorki fleiri né færri en 2.741. Vladimir Kramnik (2.785) varð efstur á mótinu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Spólað til baka. Norður ♠872 ♥ÁD5 ♦Á73 ♣G932 Vestur Austur ♠ÁD1094 ♠65 ♥G92 ♥1083 ♦964 ♦K10852 ♣K5 ♣864 Suður ♠KG3 ♥K764 ♦DG ♣ÁD107 Suður spilar 3G. Vestur hefur sagt spaða og kemur þar út með tíuna. Sagnhafi fær fyrsta slaginn á spaðagosa, fer inn í borð á hjarta og svínar í laufi. En vestur á laufkónginn og skiptir yfir í lítinn tígul. Hvað nú? Nú væri gott að geta spólað til baka og byrjað upp á nýtt. Í þessari stöðu verður sagnhafi að veðja á tíg- ulsvíningu eða jafna hjartalegu – hann getur ekki prófað báða mögu- leika. En það var hægt í upphafi með því að spila hjarta þrisvar og enda í borði áður en svíningin var tekin í laufi. Þá hefði níundi slagurinn sann- ast á hjarta og tígulsvíningin ekki komið til greina. En nú þarf sagnhafi að giska og er vís með að giska rangt, því líkur á 3–3 legu eru 36% en svíning er þó 50%. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri Samtakaiðnaðarins. Hver er hann? 2 Hvaða bók trónir efst á bóksölulista Morgunblaðs-ins? 3 Tvær systur fagna samtals 45 ára rithöfundaafmælium þessari mundir. Hverjar eru þær? 4Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi mun taka við stjórn-arsæti í einu helsta fyrirtæki Noregs. Hvaða fyrir- tæki? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvaða skóli vann hæfileikakeppni grunnskólanna, Skrekk? Svar: Hlíðaskóli. 2. Sex sóttu um embætti ríkissaksóknara. Hver er fráfarandi saksóknari? Svar: Bogi Nilsson. 3. Hvað heitir mats- fyrirtækið sem lýsti neikvæðum horfum í lánshæfismati ríkissjóðs? Svar: Standard & Poor’s. 4. Sveitarfélag hefur ákveðið að flokka allt heimilissorp sem til fellur frá 20. janúar nk. Hvaða sveitarfélag? Svar: Stykkis- hólmur. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR LISTAVERKALMANAK Lands- samtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2008 er komið út. Það prýðir myndir eftir grafíklistakonuna Magdalenu Mar- gréti Kjartans- dóttur. Að venju er almanakið einnig happ- drættismiði þar sem vinningar eru myndir eftir nokkra af fremstu listamönnum þjóðarinnar á sviði grafíklistarinnar. Dregið verður mánaðarlega. Ágóði af sölu almanaksins rennur til reksturs samtakanna og stendur undir stórum hluta hans. Almanakið er selt í öllum stærstu bókaverslunum á höfuðborgar- svæðinu og á skrifstofu samtak- anna Háaleitisbraut 13. Þá er einn- ig hægt að panta það á heimasíðu samtakanna www.throskahjalp.is Almanaks- happdrætti Þroskahjálpar STYRKTARFÉLAGIÐ Göngum saman veitti í fyrsta sinn styrk til grunnrannsókna á brjóstakrabba- meini. Að þessu sinni var styrkurinn veittur í minningu sem lést 6. sept- ember sl. af völdum brjóstakrabba- meins. Styrkinn, 3 milljónir, hlaut rann- sóknarstofa Jórunnar Erlu Eyfjörð, prófessors við Læknadeild HÍ, vegna þriggja verkefna þar sem rannsakendur eru Ásta Björk Jóns- dóttir, Ólafur Andri Stefánsson og Sigríður Klara Böðvarsdóttir. Þau eru öll doktorsnemar við Háskóla Ís- lands. Styrktarfélagið Göngum saman samanstendur af hópi 22 kvenna, sem tók þátt í göngunni Avon Walk for Breast Cancer sem fram fór í New York dagana 6. og 7. október sl. til styrktar rannsóknum og meðferð á brjóstakrabbameini. Til að taka þátt þurfti hver þátttakandi að safna 1.800 dollurum og lagði hópurinn samtals 41.514 dollara í Avonsjóðinn sem eru um 2,5 milljónir íslenskra króna. Veita árlega styrki úr sjóðnum Göngum saman hópurinn vildi gera enn betur og styðja einnig við íslenskar rannsóknir og var því ákveðið í upphafi að safna a.m.k. jafnhárri upphæð og færi til Avon- samtakanna. Söfnunin tókst vonum framar og vill hópurinn koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa stutt verkefnið, segir í fréttatilkynningu. Rannsóknarsjóð- ur hefur verið stofnaður og mun fé- lagið Göngum saman stefna að því að veita úr sjóðnum árlega, segir í fréttatilkynningu. Styrkur til rannsókna á brjóstakrabbameini Minningarsjóður stofnaður KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna heldur sinn árlega jólabasar á morgun, laugardaginn 24. nóv- ember, kl. 13-15 í Kristniboðs- salnum, Háaleit- isbraut 58-60. Á boðstólum verða kökur, handunnir mun- ir, jólakort, hlut- ir frá Afríku, skyndihapp- drætti o.fl. Einn- ig verður hægt að fá keypt kaffi og súkkulaði og nýbakaðar vöffl- ur. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðs- sambandsins í Kenýa og Eþíópíu, þar sem íslenskir kristniboðar eru að störfum. Allir hjartanlega vel- komnir. Jólabasar Kristniboðs- félags kvenna Börn í Pókothéraði í Kenýa þar sem ís- lenskir kristniboð- ar hafa starfað ár- um saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.