Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 22
matur 22 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Íslensku nemarnir tveir úr Mennta-skólanum í Kópavogi stóðu sig vel í ár-legri nemakeppni Evrópusamtaka hót-el- og ferðamálaskóla sem haldin var í ferðamannabænum Jesolo, nærri Feneyjum, í liðnum mánuði. Nemakeppnin er liðakeppni þar sem saman koma þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Íslenski bakaraneminn Aron Egilsson keppti í eft- irréttagerð ásamt fulltrúum frá Tyrklandi og Ítalíu í liði og Tinna Hrund Gunnarsdóttir, nemi á ferðalínu MK, hreppti gullverðlaun í keppni í ferðafræðum ásamt fulltrúum frá Hollandi og Svíþjóð. Ráðstefna og nemakeppni Evrópusamtök hótel- og ferðamálaskóla voru stofnuð 1988 með 24 skólum frá 16 Evr- ópulöndum. Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og eru nú á fjórða hundrað skólar frá 39 lönd- um í samtökunum. Stór ráðstefna og nema- keppni er haldin í október ár hvert og skiptast aðildarlöndin á um gestgjafahlutverkið. Að þessu sinni voru ráðstefnugestir um 600 tals- ins, þar af rúmlega 300 nemendur frá 130 skól- um í 30 þátttökulöndum. MK hefur sent nem- endur í keppnina frá 1998 með góðum árangri því íslenskir ferðanemar og bakaranemar hafa gjarnan raðað sér í fyrsta til annað sætið. Ingólfur Sigurðsson, fagstjóri í bakstri, og Ásdís Ó. Vatnsdal enskukennari hafa lengst af séð um að þjálfa og undirbúa nemendur fyrir keppnirnar auk þess sem þau hafa nokkrum sinnum tekið þátt í dómgæslu. Frumleg nálgun í vínekrum Tinna Hrund stefnir á að útskrifast sem stúdent af ferðamálabraut MK um næstu jól og stefnir þá helst á nokkurra vikna spænsku- nám í Mexíkó. Í keppninni var keppendum uppálagt að rannsaka ferðaþjónustumöguleika Jesolo með tilliti til styrkleika, veikleika, ógn- ana og tækifæra. Þeir áttu að koma með til- lögur til úrbóta og leggja fram hugmyndir um hvernig hægt væri að markaðssetja staðinn betur í formi fyrirlesturs og glærusýningar. „Okkar frumlega nálgun snerist um að víkka ferðamannatíma Jesolo, sem er mikill djamm- staður, með vínekrum og tilheyrandi vínrækt því góð skilyrði munu vera þarna fyrir slíka ræktun. Og í stað þess að vera í samkeppni við Feneyjar lögðum við til samstarf og samvinnu sem báðir staðir gætu haft hag af,“ segir Tinna. Hún sigraði í undankeppninni hér heima með því að kynna túristaborgina Queenstown á Nýja-Sjálandi þar sem hluti af hinni frægu „Lord of the Rings“-kvikmynd var kvikmyndaður, en Tinna var einmitt skipti- nemi á bóndabæ á Nýja-Sjálandi veturinn 2004/2005 þar sem hún fékk m.a. ágæta reynslu af framsögn og kynningum ýmis kon- ar. Ætlar að baka í Flórídasólinni „Ég tek sveinsprófið í desember og þá standa bara allar dyr opnar. Planið er að læra eitthvað meira, en ég stefni á að fara til Or- lando á Flórída eftir áramót þar sem ég er bú- inn að ráða mig í vinnu hjá Reyni bakara sem rekur þar bakarí í samstarfi við aðra,“ segir Seyðfirðingurinn Aron Egilsson, sem lenti í öðru sæti í Kornax-bakarakeppninni hér heima. „Ég fékk hins vegar að keppa úti á Ítal- íu fyrir hönd skólans þar sem sigurvegarinn í undankeppninni var valinn í íslenska hand- boltalandsliðið á sama tíma og tók það fram yf- ir bakarakeppnina,“ segir Aron, sem bakaði tvenns konar eftirrétti fyrir Daglegt líf. Súkkulaðihindberjakaka Vanillukex: 65 g ósaltað smjörlíki 30 g flórsykur 2 harðsoðnar eggjarauður 1 vanillustöng 85 g hveiti ½ g lyftiduft Hita ofninn í 165°C. Blanda hráefnum sam- an og hnoða þar til samfellt. Kæla deigið og fletja svo út í þriggja mm þykkt. Bakað á bök- unarplötu í 10-15 mín. Súkkulaðikaka: 35 g 70% súkkulaði 2,5 g kakó 45 g eggjarauður 20 g strásykur 56 g eggjahvítur 19 g sykur Hita ofninn í 175°C. Bræða súkkulaðið í vatnsbaði. Þeyta rauður og sykur þar til ljóst og létt. Þeyta kakói saman við og þeyta svo eggjahvítur og sykur í stífan marengs. Blanda bráðnu súkkulaðinu saman við rauðurnar, síð- an marengsinum. Setja deigið í fituborið köku- form og baka í 10-12 mín. Kæla vel. Súkkulaðifylling: 60 ml rjómi 60 ml mjólk 11 g strásykur 20 g eggjarauður 11 g sykur 90 g 70% súkkulaði Setja rjómann, mjólkina og sykurinn í pott og hitað að suðu. Látið kólna. Þeyta svo saman eggjarauður og sykur og blanda saman við rjómablöndu. Setja aftur yfir hita og elda þar til blandan þykknar. Hella blöndunni í skál með brytjuðu súkkulaði þar til súkkulaðið hef- ur bráðnað alveg. Plastfilma sett yfir skálina og kælt þar til kremið hefur stífnað. Súkkulaðihjúpur: 33 ml rjómi 38 g 60% súkkulaði 4 g ósaltað smjör 8 g sykursíróp Rjómi hitaður að suðu og hellt í skál ásamt súkkulaðinu. Hrært þar til orðið samfellt. Kælt. Smjöri og sykursírópi hrært saman við. Hindberjafylling: 118 ml fersk hindber 7,5 ml hindberjamauk 7,5 ml sykurvatn 1 g matarlím Matarlím lagt í bleyti. 2 msk. vatn og 4 msk. sykur soðið saman. Matarlím brætt á pönnu og hráefnunum blandað saman með töfrasprota. Hindberjasósa: 55 fersk hindber 7 g strásykur 14 g flórsykur Öllum hráefnum blandað vel saman með töfrasprota. Þrýst í gegnum sigti. Vanillukexið skorið út eftir formi sem er um 15x10x3 sm að stærð. Kexið sett í botninn á forminu. Helmingnum af súkkulaðifyllingunni sprautað yfir. Súkkulaðikakan skorin út og sett varlega á súkkulaðifyllinguna. Hindberja- fyllingunni sprautað á súkkulaðikökuna og af- ganginum af súkkulaðifyllingunni sprautað varlega á hindberjafyllinguna. Sléttað og fryst. Bananamús með vanillu créme brulée Appelsínukanilkex 44 g möndlumjöl 44 g flórsykur 1 g kanill 2 g fínsaxað appelsínuhýði 45 g eggjahvítur 18 g strásykur Ofninn hitaður í 190°C og smjörpappír sett- ur á plötu. Blanda saman möndlumjöli, flór- sykri, kanil og appelsínuhýði. Eggjahvítur og sykur stífþeyttar saman. Öllu blandað varlega saman að lokum. Sprautað á plötu í litlum hringjum. Bakað í 7-10 mín þar til ljósgult. Kælt. Bananamauk 96 g banani 12 g sítrónusafi 3,5 g matarlím 24 g vatn 68 g strásykur 30 g eggjahvítur 100 g rjómi Matarlím lagt í bleyti í kalt vatn í 15 mín. Bananinn, sítrónusafinn og matarlím sett á pönnu og hitað þar til matarlímið er bráðnað. Hakkað með töfrasprota. Vatn og sykur soðið saman í 120°C eða þar til þykkt. Sykurblönd- unni hellt varlega í eggjahvíturnar og svo stíf- þeytt. Léttþeyttum rjómanum bætt í banana- blönduna og síðan marengsinum. Créme brulée: 187 g rjómi 1 vanillustöng 30 g eggjarauður 30 g strásykur Vanillustöngin klofin og skafið úr henni. Hún sett í rjómann og hitað að suðu. Eggja- rauður og sykur þeytt saman þar til samfellt. Smávegis af heitum rjómanum er hellt í eggja- rauðurnar og hrært vel. Eggjablöndunni er síðan hellt yfir í restina af rjómanum og hrært vel saman. Sett aftur yfir hita þar til þykknar. Sett í grunnt form og bakað í vatnsbaði við 140°C í 35-40 mín. Sýrð karamellusósa: 25 g vatn 71 g sykur 19 g smjörlíki 85 g sýrður rjómi Vatni og sykri blandað saman á pönnu og hitað á miðlungshita. Hitinn hækkaður og eld- að þar til orðin er til karamella. Tekið af hit- anum og smjörlíkinu bætt út í. Sett aftur á lág- an hita og sýrða rjómanum bætt saman við í skömmtum. Hrært, sigtað og kælt. Súkkulaðinetinu sprautað á plaststrimla og þeir settir á sex litla járnhringi. Sex appels- ínukexbitar skornir út og látnir í botninn á járnhringjunum. Bananamús sprautað í um það bil helminginn af forminu, créme brulée skorið út og látið ofan í miðju formsins. Fyllt með bananamús. Fryst. Rétturinn er svo tek- inn úr járnforminu og plastið tekið af. Borið fram með karamellusósu. join@mbl.is Lystugir eftirréttir með listilegu handbragði Morgunblaðið/G.Rúnar Nemarnir Aron Egilsson, bakaranemi, og Tinna Hrund Gunnarsdóttir, ferðamálanemi við MK. Velgengni hefur fylgt íslensk- um nemum við MK sem tekið hafa þátt í alþjóðlegum nema- keppnum í ferðafræðum og eftirréttagerð. Jóhanna Ingv- arsdóttir forvitnaðist um ný- afstaðna keppni og bragðaði á eftirréttum í formi listaverka. Eftirréttirnir Súkkulaðihindberjakakan og bananamús með vanillu créme brulée. Einbeittur Það getur verið mikil nákvæmn- isvinna fólgin í gerð fagurra eftirrétta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.