Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 38

Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 38
Coach Carter, hún peppar mann upp… 44 » reykjavíkreykjavík GUÐBERGUR Bergsson rithöf- undur, Ólöf Arnalds tónlistarkona og Sigurður Guðjónsson myndlist- armaður eru meðal þeirra sem rit- höfundurinn Sjón valdi til að koma fram á íslensku kvöldi listastefn- unnar Crossing Border sem nú fer fram í den Haag í Hollandi. Í raun býður Sjón upp á íslenskt bað- stofukvöld á hátíðinni sem er eins konar fjöllistahátíð þar sem reynt er að varpa ljósi á stefnur og strauma í ritlist, tónlist, mynd- og sjónlist. Íslenska baðstofukvöldið fer fram á föstudaginn þar sem Guðbergur les upp úr Svaninum, Ólöf flytur lög af Við og við og Sig- urður sýnir kvikmynd sína Bleak við lifandi undirleik. En þá er það ekki upptalið því einnig koma fram: Jesse Bell og Þórdís Björns- dóttir og lesa upp úr bókinni Vera and Linus sem kom út fyrir síðustu jól, tónsveitin Adapter flytur verk eftir Atla Ingólfsson og Asmus Trautch en sveitin leikur einnig undir söng Ásgerðar Júníusdóttur er hún frumflytur nýtt tónverk eft- ir Þuríði Björnsdóttur samið við ljóð Guðbergs Bergssonar „Í dag er kvöld“. Var lagið sérstaklega pantað fyrir baðstofukvöld Sjóns í tilefni af 75 ára afmæli skáldsins. Þá mun Sjón sjálfur lesa upp úr Skugga-Baldri og að lokum má nefna tónleika hljómsveitarinnar Ghostigital. Fjölmargir þekktir listamenn koma fram á hátíðinni fyrir hönd síns lands en þar má nefna Patti Smith, Rufus Wainwright, Salman Rushdie, Andrei Makine, Kula Shaker, Chuck Palahnuik, Super Furry Animals, Alasdair Gray og Anouar Braheim. Sjón býður til baðstofu Morgunblaðið/Eggert Fjölskylduferð Ásgerður Júníusdóttir, söngkona og eiginkona Sjóns, syngur nýtt verk eftir Þuríði Björnsdóttur á baðstofukvöldinu í den Haag.  Listahátíðin Crossing Border fer nú fram í Haag í Hol- landi  Fjöldi íslenskra listamanna kemur fram í kvöld  Rithöfund- urinn Ágúst Borgþór Sverr- isson tekst nú á við bloggefann hrikalega. Hann segir að sér hafi á sínum tíma verið bent á að bloggið yki umtal og gæti þar af leiðandi aukið bóksölu en til lengdar finnist honum það ótækt að halda stórum hópi fólks uppi á fríu lesefni ef nán- ast enginn úr hópnum kaupir bæk- urnar hans. Hyggst hann blogga fram í febrúar þegar sölutölur verða birtar og komi engin sölu- aukning í ljós hótar hann að hætta að blogga. Sem sagt, Ágúst Borg- þór ætlar að snúa baki við bloggles- endum sínum kaupi þeir ekki bók- ina hans. Þetta getur ekki klikkað, eða hvað? Ný markaðsherferð í bókmenntaheiminum  Íslenskar hljómsveitir geta nú skráð sig í hljómsveitakeppnina „Global Battle of the Bands“. Til að geta tekið þátt þarf hljómsveitin að skrá sig til þátttöku á vefnum www.gbob.com. Undankeppnin fer fram á Gauki á Stöng í næstu viku. Hljómsveitabardagi  Dr. Gunni er með skemmtilegri pennum landsins, hvort sem hann stingur sér niður í bloggheimum eða í blöðum. Á dögunum þótti hon- um tilefni til að líkja Einari Bárð- arsyni við kölska sjálfan en bætir svo um betur í pistli sínum á bak- síðu Fréttablaðsins í gær þar sem hann fjallar um íslenskt mál og stingur upp á því að nafni Luxor verði breytt í Launsynir Lúsífers. Vélavirki djöfulsins virðist hins vegar vel smurt um þessar mundir því Luxor-platan streymir úr búð- um. Launsynir Lúsífers Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „KVEIKJAN að því að ég skrifaði þessa bók eru trúarbragðaátökin sem hafa einkennt Vestur- lönd og arabaheiminn síðustu sex árin,“ segir Óttar M. Norðfjörð sem sendi nýverið frá sér bókina Hnífur Abrahams. „Hugmyndin að bók- inni kom 2004 þegar ég var í mastersnámi í heimspeki. Mastersritgerðin mín fjallaði um hvernig hægt er að leysa úr átökum ólíkra menningarsamfélaga. Ég las því mikið af bókum um átök siðmenningar, það tengdist inn í heim- ildarvinnu bókarinnar, sem var mjög mikil.“ Fórstu á slóðir sögunnar? „Ég fór ekki til Ísraels en ég hafði komið til New York. Kærastan mín var í námi á Spáni þannig að ég ákvað frekar að búa þar og skrifa bókina en að ferðast til staðanna.“ Óttar skrifaði Hníf Abrahams í Sevilla á Spáni en þar blandast menning íslam og kristni. Seinna komst Óttar að því að Dan Brown hafði einmitt fengið hug- myndina að Da Vinci lyklinum í Sevilla. Finnur fyrir þröngsýni Hnífi Abrahams hefur nokkuð verið líkt við Da Vinci lykilinn. Hvernig leggst það í þig? „Íslendingar þurfa alltaf að setja alla í hólf og ef það hjálpar fólki að hugsa með sér að þetta sé Dan Brown-bók þá er mér alveg sama. Auðvitað hafði ég áhyggjur af því að allir væru komnir með nóg af slíkum sagnfræðilegum spennusög- um. En átökin á milli íslams og kristni eru enn mikið mál í heiminum. Ég tel að ástæðan fyrir vinsældum slíkra sagnfræðilegra skáldsagna sé sú að fólk upplifir að það sé ekki allt með felldu í kristinni menningu og meðan fólk er haldið svona mikilli efahyggju held ég að slíkar bækur eigi alltaf upp á pallborðið.“ Áður hafa komið frá þér bækur í dálítið öðrum dúr eins og Ævisaga Hannesar Hólmsteins og Barnagælur. Finnst engum þú vera að svíkjast undan fyrri stíl með svona hefðbundnari sögu? „Jú, það er engin spurning. Ég varð strax var við þröngsýni hjá ákveðinni bókmenntaelítu. Fólk sem mér fannst víðsýnt þegar ég var að skrifa tilraunakenndar bækur og ljóð verður þröngsýnt þegar ég fer út í svokallaðar vin- sældabókmenntir. Eins og ég sé að svíkja lit. Ég skrifa bara þær hugmyndir sem koma til mín,“ segir Óttar. „Næsta bók verður í svipuðum stíl og Hnífur Abrahams en ég er líka með fullt af hugmyndum sem eru langt frá því að vera svona, t.d. er ég nýbúinn að gefa út Ævisögu Hannesar Hólmsteins 2.“ Ekkert formbrot Sögusviðið í Hníf Abrahams er erlent og per- sónurnar erlendar. Óttar segir að hann hafi ómögulega getað látið söguna passa inn í ís- lenskan raunveruleika. „Efnið á ekki heima hér, sagan er ekki íslensk og hún hefði liðið fyrir það hefði ég reynt að kremja hana inn í íslenskan veruleika. Reyndar er ein sögupersónan hálf ís- lensk en það bara varð að vera einhver íslensk tenging.“ Hefur verið mikill áhugi á bókinni erlendis frá? „Bókin er í ítarlegum lestri hjá sænsku og norsku forlagi og danskt forlag hafði nýverið samband. ZikZak keypti síðan kvikmyndarétt- inn, hvort sem þeir gera mynd eða ekki.“ Í sögunni er mikið af staðaltýpum sem lesand- inn hefur hitt oft áður í glæpasögum og spennu- þáttum, var það meðvituð persónusköpun? „Ég vildi ekki skrifa bók sem væri mikið form- brot. Ég var búinn að lesa mikið af glæpasögum og horfa á glæpaþætti og þá síast inn ákveðnar týpur. Svona glæpasögur eiga að vera aðgengi- legar, því er þægilegt að hafa týpurnar sem allir kannast við.“ Hnífur Abrahams hefur fengið rífandi sölu frá því að hún kom út, hvernig er að taka þátt í met- sölubókaslagnum? „Það er eiginlega mjög stressandi, þetta er svolítið skrítinn heimur. Ég er allt í einu farinn að fylgjast með metsölu- listum, roðna þegar ég sé bókaauglýsinguna í sjónvarpinu og er eftirsóttur í upplestra og við- töl. Þetta er veruleiki sem ég hef ekki þekkt, skemmtilegur en líka yfirþyrmandi.“ Yfirþyrmandi veruleiki  Dan Brown Íslands, Óttar M. Norðfjörð, fjallar um átök kristni og íslam í Hnífi Abrahams  Finnur fyrir þröngsýni hjá bókmenntaelítunni í landinu Morgunblaðið/Golli Óttar M. Á tvær nýútkomnar bækur, Hníf Abrahams og Ævisögu Hannesar Hólmsteins 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.