Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 17
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FAGOTT er gott. Það er djúpi tónninn meðal tréblásaranna, mildur, sveipaður þokka og jafn- vel svolítilli dulúð. Fagottið hefur lengi verið vinsælt í kamm- ertónlist og það á sitt sæti í sinfón- íuhljómsveitinni, en fyrir utan það heyrist ekki svo oft í því einu og sér. Allir þekkja stef afa gamla úr Pétri og úlfinum – það er eitt af stóru „breikum“ fagottsins í tón- listarsögunni. Kristín Mjöll Jak- obsdóttir er einn fárra fagott- leikara landsins og á tónleikum í tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs í Salnum kl. 13 á morgun verður þetta allt of hóg- væra hljóðfæri í öndvegi. En hvernig vegnar fagottinu annars í nútímanum? Kristín segir að nýtt líf hafi færst í fagottið á 20. öld, þegar farið var að semja fleiri einleiksverk fyrir það, og Kristín er sjálf að láta semja fyrir sig tvö verk; annað smíð- ar Anna Þorvaldsdóttir en Sveinn Lúðvík Björnsson hitt. „Mér fannst biðin eftir nýj- um fagottverkum orð- in löng.“ Meðal tónskálda sem mest hafa hampað fagottinu eru Vivaldi, Mozart, Stravinskí, Prokofiev og Sjostakovitsj, en verkin á tónleik- unum eru eftir Vivaldi, Lárus Hall- dór Grímsson, Pál P. Pálsson og Jean Françaix, en verk hans er að sögn Kristínar meðal skemmtileg- ustu verka sem samin hafa verið fyrir fagott í einleikshlutverki. Strengjasveit samkennara Kristínar við TK leikur með henni á tónleik- unum. Fagott er flott og gott en vannýtt Kristín Mjöll Jakobsdóttir leikur ein- leik í verkum fyrir fagott í Salnum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 17 MENNING LEIKMINJASAFN Íslands stendur fyrir sýningu á ís- lenskum leikbrúðum í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg á morgun, laugardag, og laug- ardaginn 1. desember. Lifandi leikbrúðusýningar verða á staðnum, auk þess sem gestir geta skoðað sýningu á brúðum og öðrum listaverkum Jóns E. Guðmundssonar, frumherja í íslensku brúðuleikhúsi, en einnig verða sýnishorn af leikbrúðum yngri brúðulistamanna á staðnum. Sýningin verður opin frá kl. 13 til 17, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Leiklist Brúðulist í Heilsu- verndarstöðinni Jón E. Guðmundsson TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Norræna húsinu kl. 14 á morg- un, laugardag. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem hófst fyrr í vetur, en fyrstu tónleikarnir voru helgaðir nor- rænum tónskáldum. Nú er hins vegar komið að Vínarbarokk- inu og mun Jóhannes Ágústs- son byrja á að tala um barokk- tónlist í Vínarborg. Bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar munu svo flytja tónlist á tónleikunum og á efnisskrá eru verk eftir Fux, Bononcini, Conti, di Rossi og Caldara. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónleikar Vínarbarokk í Norræna húsinu Jóhannes Ágústsson BANDALAG þýðenda og túlka heldur sitt árlega þýðingahlað- borð í kaffihúsi Saltfélagsins, Grandagarði 2, kl. 15 á morg- un. Að þessu sinni talar Bjarni Jónsson um þýðingu sína á Krabbagangi eftir Günter Grass, Ísak Harðarson fjallar um Í landi karlmanna eftir Hisham Matar, Sigrún Árna- dóttir um Kæra Gabríel eftir Halfdan W. Freihow og Þorgerður Agla Magn- úsdóttir talar um vinnuna við að koma Harry Potter til íslenskra aðdáenda á mettíma. Hjalti Rögnvaldsson leikari mun svo lesa kafla upp úr nýju biblíuþýðingunni. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir Frá Biblíunni til Harry Potter Harry Potter Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra, til- kynnti í gær í Listasafni Íslands að myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson yrði fulltrúi Íslands á Fen- eyjatvíæringnum árið 2009. „Nefndin hefur valið listamann sem hefur náð skjótum þroska og frama á ferli sínum og hefur óvenju- sterk og skýr höfundareinkenni svo jafnvel þekkist úr á alþjóðlegum vettvangi. Hann á djúpar rætur á Íslandi en starfar um allan heim auk þess sem hann fellir inn í starf sitt hin ýmsu listform, tónlist, leikhús og auðvitað myndlistina. Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslend- inga á Feneyjatvíæringnum 2009,“ sagði Þorgerður er hún tilkynnti valið. Nefnd sem stóð fyrir valinu er skipuð fagráði Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar, sem í sitja Christian Schoen, Hafþór Ingvarsson og Rúrí, auk Halldórs Björns Runólfssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Þorgerður sagði alla vera að rifna úr monti yfir framlagi Steingríms Eyfjörð á Feneyjatvíæringnum í ár. „Hans framlag er að mínu mati ómetanlegt. Okkur hefur auðnast það að taka þátt með ýmsum hætti í Feneyjatvíæringnum og það skiptir miklu máli að það sé vandað til þátt- töku okkar í honum. Við eigum að sýna metnað í þessa veru,“ sagði ráðherrann. Samkvæmur sjálfum sér „Vissulega kom þetta mér á óvart. Ég er spenntur, hræddur og auð- mjúkur og líka hugrakkur gagnvart því tækifæri sem mér býðst með þessu,“ segir Ragnar Kjartansson um að vera valinn á Feneyjatvíær- inginn 2009. „Ég hef farið tvisvar á tvíæring- inn sem gestur, núna í ár og fyrir tveimur árum þegar Gabríela Frið- riksdóttir var fulltrúi Íslands. Þetta er ótrúlega flott og öðruvísi sýning og gaman að fá að vera þátttakandi í henni.“ Ragnar segir að það eina sem bíði hans nú sé að leggja hausinn í bleyti og reyna að fá góðar hugmyndir fyr- ir tvíæringinn. „Maður verður nú að gera einhverja bombu,“ segir hann og hlær. „Ég ætla fyrst og fremst að vera samkvæmur sjálfum mér og halda mínu striki. Það er samt alltaf smá keppni í þessu svo auðvitað kitl- ar mig að reyna að toppa Steingrím. Vonandi opnar þessi sýning ný tækifæri fyrir mig, það er að segja ef ég geri almennilega sýningu, þá er tekið eftir því. Það er eins gott að standa sig,“ segir Ragnar og kveðst vera í hálfgerðri sæluvímu þessa stundina. „Annars á eftir að ráðast hvernig ég spila þetta. Þótt það sé heillangt í sýninguna þá er þetta í raun og veru aðeins eitt og hálft ár. Þetta er hið eina sanna stóra dæmi, svo ef eitthvað þarf að víkja fyrir því þá víkur það.“ Ragnar Kjartansson verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2009 Spenntur, hrædd- ur og auðmjúkur Í HNOTSKURN » Steingrímur Eyfjörð varfulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum 2007 með sýning- una Lóan er komin. Sýningin stóð frá 10. júní til 21. nóvem- ber. » Um 30.000 manns komu í ís-lenska skálann á þeim tíma. » Lóan er komin kemur íListasafn Reykjavíkur í jan- úar 2008. Listasafnið hefur jafn- framt keypt eitt verka Stein- gríms, Álfakindina, af sýningunni. Ánægður Ragnar Kjartansson myndlistarmaður tekur við hamingjuóskum frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eftir að hún tilkynnti að hann yrði fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum eftir tvö ár. Morgunblaðið/Brynjar Gauti VERÐLAUN fyrir verstu kynlífs- lýsingu í skáldsögu verða afhent í London þann 27. nóvember. Meðal þeirra sem eru tilnefndir í ár er rithöfundurinn Ian McEwan, fyrir víst mjög flata kynlífslýsingu í bók sinni On Chesil Beach. Meðal annarra tilnefndra eru Jeanetta Winterson fyrir lýsingu í The Stone Gods, Ali Smith fyrir Girl Meets Boy og Gary Shteyngart fyrir Absurdistan. Verðlaunin eru ekki mjög eft- irsótt en stofnað var til þeirra í upphafi til að draga athygli að óvönduðum og smekklausum kyn- lífslýsingum í skáldsögum. Bad Sex Award, eins og þau heita upp á ensku, hafa verið veitt árlega í fimmtán ár. Sigurvegarinn fær í verðlaun ab- strakt styttu af fólki að eiga mök á sjötta áratugnum og flösku af kampavíni, það er ef hann mætir, en mæting verðlaunahafa hefur verið nokkuð góð í gegnum árin. Sigurvegari síðasta árs var Iain Hollingshead en það var rokk- söngkonan Courtney Love sem af- henti honum verðlaunin. Kynnar á verðlaunaafhendingunni í gegnum árin hafa meðal annars verið Mick Jagger, Jerry Hall, Sting og Ger- maine Greer. Verðlauna slæma kyn- lífslýsingu FRANSKI dans- höfundurinn Mau- rice Bejart lést í gær, áttræður að aldri. Bejart hafði átt við erfið veik- indi að stríða og lést hann á sjúkrahúsi í Laus- anne í Sviss, en hann hafði búið í borginni frá árinu 1987. Bejart fædd- ist í Marseille árið 1927 og lærði dans í Lundúnum og París. Hann gat sér gott orð sem danshöfundur í heima- landinu á sjötta áratugnum, en vakti fyrst verulega athygli fyrir túlkun sína á Vorblóti Stravinskys í Brussel árið 1959. Í kjölfarið stofnaði hann ballett sem að lokum var nefndur eft- ir honum; Bejart Ballet Lausanne. Hann setti meðal annars upp verk fyrir tískuhönnuðinn Gianni Versace og verk sem var samið við tónlist hljómsveitarinnar Queen. Síðasta verk Bejarts, Around the World in Eighty Minutes, verður frumsýnt í Lausanne 20. desember nk. Maurice Bejart Bejart látinn Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is JÓN Þorsteinsson tenórsöngvari og Hörður Áskelsson organisti héldu ný- verið tónleika með íslenskum sálma- lögum í Hallgrímskirkju og hlutu þeir afburðadóm gagnrýnanda Morg- unblaðsins, Jónasar Sen. Nú eru þeir komnir aftur á stjá og syngja á hátíð- inni Tónað inn í aðventu í Neskirkju kl. 20 í kvöld. Þar verður Jóhann Seb- astian Bach í forgrunni, Fünf geist- liche Lieder – fimm andlegir söngvar. „Aðalumræðuefni Bachs í söngv- unum er Jesús Kristur, og sál- arspurningin um hvort Guð sé á lífi eða ekki,“ segir Jón. „Af hverju ef- astu sála mín, gerðu það ekki. Hann er alltaf í kringum þig.“ Jón segir að þessi verk Bachs séu því miður allt of sjaldan flutt og að fyrir sig, gamlan Bach-söngvara, séu þau erfið. „Fyrir marga söngvara er það svipað með söngva Bachs og Schuberts; því meira sem maður syngur þá, því erfiðari verða þeir. Í mínum huga þarf maður styrk og þroska til að syngja þá. En ég elska að koma þeim frá mér, því þeir eru ríkidæmi og ótrúlega ólíkir inn- byrðis. Mér þykir svo vænt um þessa tón- list.“ Jón segir ekki gott að segja til um hvort Bach hafi litið á verkin sem sönglög eða sálma. „Ég hugsa að hann hafi bara litið á þá sem styrk- ingarsálma við heimasamkundur. Á þessum árum var mikið um heimatrú- boð og heimaguðs- þjónustur. Ég get mér til um þetta. En veraldlegu söngv- arnir hans eru fáir. Margir halda að lag- ið Bist Du bei Mir sé trúarlegt, en það er andlegt og eitt það fegursta,“ segir Jón. Á tónleikunum flytja þeir Hörður einnig nokkra af íslensku sálmunum, sem nú eru komnir út á plötu. Á sunnudag kl. 15 halda þeir Jón og Hörður tónleika í Skálholts- dómkirkju. Jón Þorsteinsson og Hörður Áskelsson flytja söngva Bachs Mér þykir svo vænt um þessa tónlist Jón Þorsteinsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.