Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sem á mjög undir högg að sækja fyrir Kevin Rudd, leiðtoga Verkamannaflokksins, varð fyrir enn einu áfallinu í gær, aðeins tveimur dögum fyrir þingkosning- arnar í landinu. Þá kom það upp, að háttsettir menn í flokki Howards, Frjálslynda flokknum, höfðu dreift upplognum áróðri um Rudd. Í flugmiðum, sem bornir voru í hús í mikilvægu kjördæmi í Sydney var því haldið fram, að Verka- mannaflokkurinn hefði sýnt hryðju- verkamönnum, sem sprengdu upp næturklúbb á Balí 2002 og urðu meira en 200 manns að bana, mikla samúð. Var miðinn útbúinn sem eins konar þakkarávarp frá ísl- ömskum sam- tökum. Fréttaskýr- endur segja, að Frjálslyndi flokkurinn hafi síst mátt við þessu hneyksli á síðustu dögum kosningabarátt- unnar en How- ard segir, að hvorki hann né flokks- forystan hafi haft nokkra hugmynd um tiltækið. Vegna þess hafi nú tveir menn verið reknir úr flokkn- um. Kannanir sýna, að Rudd nýtur nú fylgis 55% kjósenda en Howard 45%. Upploginn áróður enn eitt áfallið fyrir John Howard John Howard VAXANDI hætta er talin á farsóttum og hungursneyð á þeim svæðum sem urðu verst úti í fellibyl sem gekk yfir Bangladesh í vikunni sem leið. Starfsmenn hjálparstofnana sögðu í gær að forgangsverkefni þeirra núna væri að koma nægum matvælum til fólks sem hefur orðið uppiskroppa með mat og drykkjarvatn. Erfiðlega hefur gengið að flytja matvæli á ham- farasvæðin vegna þess að margir vegir eyðilögðust og fallin tré lokuðu þröngum siglingaleiðum. A.m.k. 3.400 manns biðu bana í óveðrinu, flestir þeirra af völdum sex metra hárrar flóðbylgju, og þúsunda manna til viðbótar er enn saknað. Matarskortur Konur og börn bíða eftir mat í þorpi í Bangladesh. AP Hætta á hungursneyð og farsóttum í Bangladesh HÆSTIRÉTTUR Pakistans ákvað í gær að vísa frá kröfu um að ógilda forsetakjör Pervez Musharrafs og greiddi þar með fyrir því að hann segði af sér sem yfirhershöfðingi og sværi embættiseið borgaralegs forseta. Ákvörðunin kom ekki á óvart þar sem dómstóllinn er skip- aður stuðningsmönnum Musharrafs sem vék nokkrum dómurum frá þegar hann setti neyðarlög, að öll- um líkindum til að koma í veg fyrir að hæstirétturinn ógilti forseta- kjörið. Helsti lögfræðilegi ráðgjafi hershöfðingjans sagði að nú væri engin lagaleg fyrirstaða fyrir því að Musharraf héldi völdunum. Forsetakjör staðfest AP Í hlekkjum Neyðarlögum mótmælt. ANDERS Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í gær stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar flokks síns, Venstre, og Íhaldsflokks- ins. Vakti mesta athygli að Rasmussen sagði að efnt yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu á kjörtímabilinu um undanþágur Dana í samstarfi Evrópusam- bandslandanna, þar á meðal um það hvort Danir tækju upp evruna, en gengi krónunnar fylgir nú gengi evrunnar. Undanþágurnar ná til varnarmála, dómsmála og innanríkismála auk myntsamstarfsins. Danir felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2000 tillögu um að taka upp evru. Stjórnmálaskýrendur segja að Rasmussen vilji m.a. efla þátt Dana í ESB til að eiga sjálfur möguleika á því að hreppa háa stöðu hjá sambandinu, ef til vill væntanlegt embætti forseta ráðherraráðsins. Ráðherrann boðaði einnig umtalsverðar breytingar í efnahagsmálum. Verður skattur af hæstu launatekjum lækkaður, útgjöld til aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum hækkuð og þróunaraðstoð aukin. Samsteypustjórn flokkanna tveggja hélt naumlega velli í þingkosningunum nýverið. Fogh boðar kosningar um hvort taka skuli upp evru RAUTT kjöt er óhollt og krabbameinsvaldandi og alveg sérstaklega kjötá- legg. Er það álit einhverra kunnustu krabbameinssérfræðinga í heimi, sem hafa ekki fyrr tekið jafn djúpt í árinni um þetta. Vísindamennirnir, sem starfa við Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóð- inn, WCRF, og Bandarísku krabbameinsstofnunina, AICR, segja, að enginn ætti að neyta meira en 300 g af rauðu kjöti vikulega en forðast kjötálegg með öllu. Hefur þetta álit vísindamannanna vakið eftirtekt í Danmörk, því mikla kjötneyslulandi, en þar er vikulegur skammtur af rauðu kjöti á mann um 900 g. Með rauðu kjöti er átt við allt kjöt annað en fuglakjöt. Bannfæra allt rautt kjöt Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, átti í fyrradag símaviðtal við leiðtoga Ísraels, Egyptalands og Palestínu um friðarráðstefnuna, sem hefst í Annapolis í Bandaríkjunum í næstu viku. Vonast hann einlæglega til, að hún beri þann árangur, að stofnað verði sérstakt, palestínskt ríki innan árs eða áður en hann lætur sjálfur af embætti. Horfurnar eru þó ekki allt of góðar enda má heita, að Ísraela og Palestínumenn greini á um flest mikilvægustu málin. Meginkrafa Palestínumanna er sú, að landamæri Ísraels verði þau, sem þau voru fyrir 1967, en með að- skilnaðarmúrnum og mörgum byggðum gyðinga hafa Ísraelar í raun innlimað hluta af Vesturbakk- anum. Palestínumenn krefjast þess einnig, að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg ríkis þeirra en ekkert bendir til, að Ísraelar fallist á það. Í málamiðlunarskyni hafa stórveldin lagt til, að A-Jerúsalem verði sett undir alþjóðlega stjórn vegna mik- ilvægis hennar fyrir múslíma, kristna menn og gyðinga, en Ísraelar hafa heldur ekki léð máls á því. Nýjasta útspil Ísraela er svo það, að það verði fyrsta mál á dagskrá á ráðstefnunni í Annapolis og eins konar skilyrði fyrir framhaldinu, að Ísrael verði viðurkennt og skilgreint sem ríki gyðinga. Hefur sú krafa reitt Palestínumenn til reiði og kynt undir spennu milli gyðinga og arab- íska minnihlutans í Ísrael. Talsmað- ur Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, segir, að krafan sé ófrávíkj- anleg og eiginlega ekki til umræðu. Óttast að verða í minnihluta Þessi krafa á rætur sínar í þeim ótta gyðinga, að þeir geti orðið í minnihluta í sínu eigin landi og meg- intilgangur hennar er að koma í veg fyrir, að palestínskir flóttamenn, sem hröktust á sínum tíma frá Ísr- ael, geti snúið þangað aftur. Arabar í Ísrael eru nú um 20% landsmanna, sem eru alls um sjö milljónir, og þeir segja, að krafan um, að Ísrael verði skilgreint sér- staklega sem ríki gyðinga, muni enn auka á það misrétti, sem þeir séu beittir. AP Múrinn Lega aðskilnaðarmúrsins hlýtur að verða rædd í Annapolis. Lítil bjartsýni á ráð- stefnuna í Annapolis Krafa um að Ísrael verði skilgreint og viðurkennt sem sérstakt ríki gyðinga vekur reiði meðal Palestínumanna BRESKIR og þýskir vísindamenn hafa fundið stóra steingerða kló úr sjávarsporðdreka sem talið er að hafi verið um 2,33-2,59 metra langur og lifað fyrir 255-460 milljónum ára. Er þetta stærsta liðdýr sem fund- ist hefur til þessa, að því er fram kemur í breska tímaritinu Biology Letters. „Þetta er stórmerkileg upp- götvun,“ sagði Simon Braddy, vís- indamaður við Bristol-háskóla. „Við höfum vitað í nokkurn tíma eftir rannsóknir á steingervingum að til voru ferlegar þúsundfætlur, ofur- stórir sporðdrekar, heljarmiklir kakkalakkar og tröllvaxnar dreka- flugur en fyrst núna gerum við okk- ur fulla grein fyrir því hversu stór sum þessara kvikinda voru.“ Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvers vegna liðdýrin urðu svona stór. Sumir segja að dýrin hafi notið góðs af mjög súrefnisríku lofti en aðrir telja að þau hafi stækkað til að geta veitt fiska, sem höfðu einnig stækkað, eða vegna þess að sam- keppnin frá hryggdýrum um fæðuna var minni en nú. Liðdýrin voru firnastór #$%&'( )*+$%'),'-.'/01 7  '( '  '  ' ' "# '  '   '(   ' '"''' '( '# ' '-13' '"  '' ' '= '''   '( ' ,1' > >'# '  ' , ''" '#'  3/  :2                    !       " #      $       !        ?   '(   %   &  ' (     )*  @ ' #    UM ÞESSAR mundir, eða frá 22. nóvember til 13. jan- úar, stendur yfir mikil vetrarhátíð í borginni Brügge í Belgíu. Þar fá listamenn að leika lausum hala og keppa í því að búa til fjölbreyttar ævintýramyndir úr ís og snjó. Raunar fer engum fréttum af fannfergi eða frost- hörkum á staðnum enda ekki þörf á því á tæknitímum. Reuters Skrípitröll í hugmyndaskógi Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 06 0 08

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.