Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 15 ICELANDAIR Cargo, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við aðila í Kanada um fraktflug til og frá Gander á Nýfundnalandi. Um er að ræða flutninga á fersk- um sjávarafurðum og hlutum tengd- um olíu- og gasiðnaði. Farnar verða fimm reynsluferðir á milli Keflavík- ur og Gander í nóvember og desem- ber. Mikil eftirspurn Í tilkynningu frá Icelandair Cargo segir að stjórnvöld á Nýfundnalandi hafi efnt til átaks í útflutningi, meðal annars á ferskum sjávarafurðum í samstarfi við þarlenda framleiðend- ur. Mikil eftirspurn sé eftir ferskum fiski í Evrópu, en erfitt hafi verið að koma honum í flug þar til að nú hafi opnast leið fyrir vörurnar um Kefla- víkurflugvöll. Flogið verður frá Gander á föstu- dögum með Boeing 757-200-frakt- þotu og verður fiskinum dreift frá Keflavík á markaði í Bretlandi og meginlandi Evrópu. Segir í tilkynningunni að heppnist þessi tilraun sé stefnt að reglu- bundnu flugi frá byrjun næsta árs. Fyrsta flugið Ásamt flugstjóra og flugmanni í fyrstu ferðinni sjást fulltrúar Icelandair Cargo og stjórnvalda í Nýfundnalandi. Icelandair Cargo flýgur með fisk milli Nýfundnalands og Evrópu AÐILAR beggja vegna borðsins í deilunni um það hvort seðlabanki Bandaríkjanna eigi að lækka stýri- vexti gátu fundið rök málstað sín- um til stuðnings í fundargerð frá síðasta fundi bankastjórnar seðla- bankans. Einkum voru það ummæli bankans um að ólíklegt væri að hagvöxtur gæti farið mikið yfir 2,5%, en þessi orð skilja menn svo að bankinn telji ekki ástæðu til vaxtalækkunar ef hún geti ekki haft áhrif til aukningar á hagvexti. Hins vegar kemur fram í fund- argerðinni að bankastjórnin hafi meiri áhyggjur af minnkandi hag- vexti en af vaxandi verðbólgu og það ætti að gera bankann líklegri til að lækka stýrivexti. Olía lækkar en gull hækkar Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í gær en verðið hafði verið nærri því að fara yfir 100 dollara daginn áð- ur. Lokaverð á hráolíu nam 96,90 dölum í gær en nam 99,29 daginn áður. Verð á gulli hækkaði hins vegar í gær og nam verð á gullúnsunni 802,70 dölum en viðskipti með málminn voru að vísu ekki mikil í gær. Óvissa um fyrirætlanir bandaríska seðlabankans Vatnsendahvarf – Tónahvarf II Atvinnuhúsnæði Úthlutun á byggingarétti Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á lóðum 1, 3, 5 og 7 við Tónahvarf II* undir atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum. Lóðirnar eru frá u.þ.b. 4800 m2 til 6400 m2. *Athugið að götuheitið Tónahvarf II er ekki endanlegt. Smáralind Vatnsendahvarf Kópavogskirkja 1 3 5 7 Kambavegur Tónahvarf Tónahvarf II Skipulagssvæðið er hluti af heildarskipulagi Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg. Ætlast er til að atvinnuhúsnæðið falli vel að umhverfi svæðisins og fyrirhugaðri og núverandi byggð í Vatnsendahvarfi. Af lóðunum greiðast gatnagerðar– og yfirtökugjöld. Yfirtökugjöld vegna lóða eru kr. 14.300 á m2 í lóð en gatnagerðargjöld kr. 9.988 á m2 í húsnæði. Gjöldin taka mið af byggingavísitölu sem er 376,7 stig og breytast með henni. Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir verði byggingar- hæfar í september–október 2008. Úthlutunargögn fást afhent á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð. Einnig er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu Kópavogs www.kopavogur.is. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15.00 mánudaginn 3. desember 2007. Vakin er athygli á að fyrirtækjum sem sækja um er skylt að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2006. Byggingarétti á lóðum verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt aðal- og deiliskipulags. Bæjarstjórinn í Kópavogi P IP A R • S ÍA • 7 23 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.