Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er góð hugmynd hjá Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, að breyta þyrfti starfs- heiti ráðherra þannig að konur geti borið titilinn án þess að vera „herr- aðar“. Það gerir hugmyndina svo enn betri að Steinunn skuli stinga upp á því að það verði jafnvel verk- efni þjóðarinnar allrar að finna ráðherrum nýtt starfsheiti. Því að hvað finnst Íslendingum skemmti- legra og meira um vert en rífast um hvað hlutirnir eigi að heita? Það er alveg hárrétt hjá Stein- unni að starfsheitið „ráðherra“ er alveg ótækt eftir að konur fóru að gegna þessum embættum. Það er ennfremur hárrétt hjá Steinunni að ef starfsheitið hefði verið kvenkyns hefði því verið breytt um leið og fyrsti karlinn tók við embætti. „Ef orðin ráðherra og sendi- herra væru t.d. „ráðfrú“ og „sen- difrú“ hefði eflaust einnig þótt sjálfsagt að breyta starfsheitinu um leið og fyrsti karlmaðurinn tók að sér slíkt embætti. Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefð- bundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðherra- embætti eiga ekki að vera eyrna- merkt körlum,“ sagði Steinunn í greinargerð sem hún lagði fram með þingsályktunartillögu sinni um þetta efni. Varla hafði mbl.is sagt frá tillögu Steinunnar á miðvikudagskvöldið en fréttabloggin tóku að hlaðast á fréttina eins og grýlukerti í vetr- artíð. Ég skal viðurkenna að ég er að mestu hættur að nenna að lesa fréttablogg, en af fyrirsögnum blogganna mátti ráða að flestum bloggskríbentum finnist þetta fá- ránleg hugmynd – megnið af þess- um skríbentum var karlkyns, sem kann að útskýra eitthvað. En að minnsta kosti varð alveg ljóst, strax og þessi frétt birtist, að þarna er á ferðinni mál sem getur orðið mikið hitamál og áhugamál þjóðarinnar, hvort heldur menn og konur eru á móti því að breyta starfsheitinu eða fylgjandi. Og þeir sem eru fylgjandi breyttu starfs- heiti (ég er í þeim hópi) geta síðan farið að velta því fyrir sér hvað skuli koma í staðinn. Vísast geta orðið deildar meiningar um það. Þetta þarf alls ekki að verða tímafrekt eða dýrt. Nýyrðið sjálft væri hægt að fá ókeypis með því einfaldlega að fjölmiðlar birti fréttatilkynningar þar sem al- menningur er beðinn um að senda tillögur á eitthvert netfang alþing- is. Síðan myndu þingmenn ræða þetta eins og hvert annað þingmál og samþykkja lög um breytinguna. Ég er alveg handviss um að það yrðu ekki miklar deilur um þetta á þinginu. Það er í rauninni alveg sjálfsagt mál að breyta þessu, því að eins og Steinunn segir enn- fremur: „Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega úti- lokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú. Orðið herra merkir tvennt samkvæmt ís- lenskri orðabók, annars vegar titil karlmanns og hins vegar húsbónda eða yfirmann og ljóst er að síð- arnefnda merkingin er frá þeim tíma þegar aðeins karlar gegndu slíkum stöðum. Það er því mikið réttlætismál að þessum starfs- heitum verði breytt.“ Þetta er eiginlega alveg skothelt. Og þegar einhverju er haldið fram með skotheldum rökum hlýtur maður að fallast á það. Kannski mætti þó velta því fyrir sér hvort að merking orðsins „herra“ sé að einhverju leyti orðin tvíræð, og það sé farið að merkja bæði „herramaður“ (sem eingöngu getur átt við karlkyns manneskju) og einnig „yfirmaður“ (sem getur átt við hvort heldur sem er karl- kyns eða kvenkyns manneskju). Þannig að í samhenginu „ráðherra“ hafi orðhlutinn „herra“ í rauninni breytt um merkingu og eigi ekki lengur eingöngu við um karlkyns manneskju. Ég skal játa að samkvæmt minni eigin máltilfinningu er orðið „ráð- herra“ af einhverjum ástæðum ekki sérlega karlkynjað. En það getur vel verið að þetta sé einfald- lega vegna þess að ég er karlkyns. Ég viðurkenni fúslega að mér finnst dálítið skrítið ef karlmaður er titlaður „hjúkrunarkona“. Grun hef ég um að mörgum körlum þyki það skrítið. Þannig að ég trúi því vel að konum finnist skrítið að Þor- gerður Katrín sé titluð herra, svo dæmi sé tekið. En hvaða orð á þá að koma í staðinn? Ekki blasir það við. Mig langar þó að gera að tillögu minni að farin verði einfalda leiðin og orðhlutinn „herra“ einfaldlega skorinn af orðinu „ráðherra,“ þannig að eftir verði einfaldlega „ráð“. Fínt hvorugkynsorð, og breytingin verður ekki mikil. Úr „Geir Haarde forsætisráðherra“ í „Geir Haarde forsætisráð.“ Ef úr verður að þessi tillaga mín hlýtur náð fyrir augum þingheims og samþykkt verður stjórn- arskrárbreyting þess efnis að starfsheitið „ráð“ komi í stað „ráð- herra“ mun ég senda reikning upp á eina milljón til Árna Matthiesens fjármálaráðs. (Athugið að í nefni- falli er þetta alls ekki „ráður“ held- ur „ráð“ – hvk). En án gamans: Það væri alveg eitursnjallt af alþinginu að sam- þykkja þessa breytingu á starfs- heiti ráðherra og ganga frá henni án þess að ráða í verkið einhverja meinta fagmenn sem rukka stórfé fyrir. Auðvitað blasir við að þarna er tækifæri fyrir þingmenn eða ráðherra til að gauka peningum skattborgaranna að vildarvinum sínum undir því yfirskini að um sé að ræða þóknun, en vonandi slepp- ur þetta mál við að atast af slíkum auri. Hér er einnig tækifæri fyrir ís- lenska rithöfunda og aðra orða- smiði að komast á spjöld stjórn- arskrárinnar með því að búa til gott orð í staðinn fyrir „ráðherra“. En ég vona að þessir sömu rithöf- undar og orðasmiðir séu tilbúnir til að rukka ekki krónu fyrir orðið. Er ekki nóg að fá heiðurinn og tilhugs- unina um að eiga orð í stjórn- arskránni – þó ekki sé nema eitt orð, það er meira en flestir eiga. Burt með „herrann“ »Ég viðurkenni fúslega að mér finnst dálítiðskrítið ef karlmaður er titlaður „hjúkr- unarkona“. Þannig að ég trúi því vel að kon- um finnist skrítið að Þorgerður Katrín sé titl- uð herra, svo dæmi sé tekið. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is BRYNJÓLFUR Þórðarson skrifar ljóta og ósanna grein í Morgunblaðið 18. nóvember sl. sem hann kallar „Gengið gegn gleðinni“. Honum er mjög í nöp við bæna- göngu þá sem fram fór í Reykjavík 10. nóv- ember síðastliðinn. Mikill fjöldi fólks safn- aðist fyrir framan Hall- grímskirkju og bæna- gangan hófst kl. 14. Engin spjöld voru borin af fólkinu nema eitt sem ég sá og stóð á „Guð er friður.“ Margir héldu á krossum. Bænaefnin sem fólk kom til að biðja í göng- unni voru mörg; að leysa ungt fólk undan valdi fíkniefnanna, að ofbeldi linnti, að biðja fyrir því að fólk losnaði und- an fargi skuldafens, að sjálfsvígum linnti og bæn um að losa fólk undan margri andlegri og líkamlegri áþján. Upphafsmaður göngunnar, Baldur Einarsson, er ungur maður nýslopp- inn úr klóm eiturefnanna, vegna þess að hann frelsaðist og tók á móti frels- ara sínum Jesús Kristi og hóf þá sam- stundis gjörsamlega nýtt líf. Hann og móðir hans búa í Ármúla 23 og fengu samtímis þá köllun að gera íbúð sína að bænahúsi fyrir alla þá sem áttu um sárt að binda vegna vanmáttar síns og alla aðra sem áhuga hefðu. Á skömmum tíma fjölgaði fólkinu sem kom á samkomur í Ármúla 23 og menn og konur frelsuðust eða öðl- uðust nýtt líf með trúnni á Jesús Krist. Hann sem tók á sig bölið sem hvíldi á þeim og þau eignuðust vin í Frelsara sínum, þann, sem sviki þau aldrei. Fólkið komst ekki lengur fyrir í Ármúla 23 og fékk leyfi til að halda samkomur í bænahúsinu í Grens- áskirkju og þar eru samkomur á mánudags- og föstudagskvöldum kl. 20. Þúsundir manna söfnuðust saman og gengu niður Skólavörðustíg 10. nóv. og sá trúarstyrkur og gleði sem ríkti í þessari göngu verður ógleym- anlegur. Það sem var svo stórkostlegt er að þarna safnaðist saman fólk frá öllum trúarfélögum landsins; þjóð- kirkjunni og frjálsu söfnuðunum. Foreldrar komu með börnin með sér og alls staðar skein gleði og von úr andliti fólksins. Þegar litið var til baka í göngunni í Bankastræti náði gangan eins langt og augað eygði upp Skólavörðustíg. Að minnsta kosti þrjú þús- und manns gengu og þegar á Austurvöll var komið var hann þétt- skipaður fólki allt frá Alþingishúsinu að Café Reykjavík í norður og frá Hótel Borg að Landssímahúsinu í vestur. Baldur Ein- arsson hefur farið eins og logi yfir akur og frelsað fólk, því alls staðar þar sem hann hefur farið með félögum hefur fólk frelsast. Þeir fóru einn dag til Keflavíkur og héldu þrjár samkomur og frelsuðust um 15 manns. Það var sunginn sálmur á leiðinni í göngunni og sá sami aftur niðri á Austurvelli. Tveir prestar frá þjóðkirkjunni ásamt herra Sigurbirni Einarssyni, fyrrv. biskupi, og Baldur og Geir Jón, yfirlögreglustjóri Reykjavíkurborgar, sem er hjálpari í starfsemi Baldurs, stóðu með fána- borg fyrir framan Alþingishúsið. Baldur talaði fyrstur og það er eins og þegar þessi ungi maður byrjar að biðja til Frelsara síns að enginn kom- ist hjá því að hrífast. Og Brynjólfur Þórðarson, það var ekki aðeins sumt fólk sem lyfti aðeins upp annarri hendi þá heldur mjög margir sem réttu upp í mikilli gleði báða hand- leggi! Tveir þjóðkirkjuprestar, maður og kona, héldu ræður. Síðan talaði okkar virti og mikli trúarleiðtogi herra Sigurbjörn Einarsson, sem hvert einasta mannsbarn þessarar þjóðar dáir og sagði eins og venjulega styrkmikil, falleg og sönn orð um trú og trúfesti. Og það vil ég segja Brynj- ólfi Þórðarsyni að ef hann ætlar sér að fara aftur með slíkt fleipur og nið- urlægjandi orð um þennan mjög svo mikilsvirta mann íslensku þjóð- arinnar á hann ekki von á virðingu frá þjóð sinni. Herra Sigurbjörn Ein- arsson hefur aldrei staðið einmana á neinum palli og síst af öllu hefur hann snúið sér undan eftir bænir sínar eins og Brynjólfur Þórðarson lýsir á mjög niðrandi hátt í grein sinni. Í sömu andrá bið ég kærleika og fyrirgefn- ingu Jesús Krists Frelsara okkar að vera með Brynjólfi Þórðarsyni og gefa honum vernd og blessun í námi sínu í Kennaraháskóla Íslands. Ég hitti herra Sigurbjörn Einarsson á leiðinni frá Austurvelli og heilsaði honum innilega þar sem hann gekk tígulegur með barnabarni sínu. Í Laugardagshöll var mikill fjöldi fólks um kvöldið 10. nóvember. Margar sálma- og gospelsöngvahljómsveitir spiluðu til skiptis á sviði íþóttahall- arinnar. Var gaman að hitta kunn- ingja frá ýmsum söfnuðum. Hjá frjálsu kirkjunni er alltaf safnað pen- ingum því að þar er ekki um nema takmörkuð fjárframlög að ræða frá því opinbera. Fólk ræður hvort það vill styrkja viðkomandi söfnuð eða ekki. Í Biblíunni stendur skrifað að maður eigi að greiða tíund af tekjum sínum til safnaðar síns og það eru margir sem gera það. Enginn úr ríkisstjórn Íslands kom í bænagönguna og ekki forsetinn. Hvorki sjónvarpsvélar RÚV né Stöðvar 2 höfðu tekið myndir af göngunni eða frá athöfninni á Aust- urvelli. 10. nóvember gekk jafnmargt fólk niður Skólavörðustíginn niður á Austurvöll og gekk niður Laugaveg- inn niður á Austurvöll með Ómari Ragnarssyni til að mótmæla Kára- hnjúkavirkjun. Og þá voru sjónvarps- myndavélarnar óspart á ferðinni. Bænaganga Valgerður Þóra Benediktsson skrifar um nýafstaðna bæna- göngu og svarar grein Brynj- ólfs Þórðarsonar »… þarna safnaðistsaman fólk frá öllum trúarfélögum landsins; þjóðkirkjunni og frjálsu söfnuðunum. Foreldrar komu með börnin með sér og alls staðar skein gleði og von úr andliti fólksins. Valgerður Þóra Benediktsson Höfundur er háskólaborgari. ÞAÐ voru ánægjulegar fréttir, sem lesa mátti fyrir skömmu í blaðinu Vikudegi á Ak- ureyri og Morg- unblaðinu, þar sem bæjarstjórinn Sigrún Björk Jakobsdóttir tók af skarið um að ekki yrði byggður Hag- kaups-stórmarkaður á Akureyrarvelli, þó svo að ég sé ekki sammála henni að öðru leyti hvað varðar uppbygg- ingu á Vellinum. Auð- vitað væri hagkvæm- ast, fljótlegast og langódýrast að fyrir væntanlegt landsmót, að snúa Vell- inum örlítið og byggja hann upp þannig með tilskyldum fjölda hlaupabrauta, en ekkert þyrfti til að byrja með að hugsa um stúkubygg- ingu, eða huga að öðru umhverfi Vallarins svo stórfenglegt sem það er frá náttúrunnar hendi. Eins og kunnugt er hér fyrir norð- an benti Kristján Þór Júlíusson, fyrrv. bæjarstjóri og sá maður, sem að mínu mati hefur hvað mest verið til óþurftar fyrir Akureyrarbæ, Jó- hannesi kenndum við Bónus á, að sækja um fyrir Hagkaupsverslun á Akureyrarvelli. Kristján Þór hafði auðvitað enga heimild til að ráðstafa svæðinu upp á sitt eindæmi, en hann var ekki óvanur slíkum vinnubrögð- um að fara á bak við samstarfsflokk sinn í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta er trúlega fáheyrt ef ekki einsdæmi að boðinn sé aðalíþróttaleikvangur eins bæjarfélags fyrir stórmarkað, sem í þokkabót stend- ur, að sagt er, í vafa- sömum viðskiptahátt- um með vöruverð. En Sigrún Björk bæjarstjóri tók af skar- ið eins og fyrr segir og er það henni til sóma og framdráttar, ekki síst vegna þess að gengið hefur manna á milli hér í bæ að hún láti alfarið stjórnast af Kristjáni Þór og sann- aði hún hið gagnstæða, og er hún manneskja að meiri fyrir. Jóhannes gefur og Jóhannes tekur Jóhannes kenndur við Bónus brást illa við í viðtölum við fyrr- greind blöð og telur sig hafa verið dreginn á asnaeyrunum sl. 4-5 ár, en það verður hann alfarið að eiga við Kristján Þór, sem í umboðsleysi bauð honum íþróttavöllinn og jafn- framt að eiga það við hann þetta með asnaeyrun. Ég verð að viðurkenna fákunnáttu mína hvað varðar viðskiptahætti auðmanna, en þar sýnist engu eirt þegar græðgin, hrokinn, yfirgang- urinn, frekjan og gróðahyggjan situr í fyrirrúmi fyrir öllu mannlegu, þó svo gefið sé með annarri hendinni, en tekið með hinni. Mér er sagt, að fyrrgreindur Jóhannes hafi gefið einhverjar krónur til ungs íþróttafólks, sem er í öðru íþrótta- félaginu hér í bæ, en ætlar síðan að hirða af því íþróttaaðstöðuna með hinni hendinni og skil ég svo sann- arlega ekki slík „góðverk“. En síðan barst honum liðsauki því Ragnar kaupmaður Sverrisson, talsmaður Akureyrar í öndvegi, virðist vita ým- islegt um samskipti Jóhannesar við Akureyrarbæ hvernig svo sem á því stendur, og telur að með því að neita Hagkaupsverslun um svæðið sé ver- ið að stuðla að fleiri kjarnasvæðum í bænum og slík verslun hefði tengt saman Glerártorgs-verslunarmið- stöðina og miðbæinn. Þvílíkt rugl hef ég sjaldan heyrt, hvaða tenging hefði þetta orðið? Ég er ansi hræddur um að þarna liggi annarlegar hvatir að baki hjá Ragnari. Hann segir í Vikudegi að framkoman við Hagkaup sé smán- arleg, en ef framkoma Ragnars við Akureyrarbæ er ekki smánarleg þá er hún í hæsta máta óeðlileg og talið að eitthvað búi þar undir. Sigrún Björk ómerkti orð Kristjáns Þórs Hjörleifur Hallgríms skrifar um skipulagsmál á Akureyri »Ég verð að við-urkenna fákunnáttu mína hvað varðar við- skiptahætti auðmanna. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er framkvæmdastjóri og Akureyringur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.