Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 334. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
KONUNGUR VEGA
NÝR LAND CRUISER KEMUR BRÁTT OG 300
MANNS HAFA PANTAÐ SLÍKAN >> BÍLAR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
KAUPÞING stóð að baki því að ákveðið var að gengi á
viðskiptum Baugs við FL Group yrði 14,7, þegar fast-
eignasafni Baugs verður rennt inn í FL Group. Lands-
bankinn og ákveðnir hluthafar í FL Group töldu að geng-
ið ætti að vera hærra, eða 19, eins og lagt hafði verið til sl.
föstudag.
Ólíkir hagsmunir bankanna réðu mismunandi afstöðu
þeirra til þessa máls.
Landsbankinn var því fylgjandi að gengi FL Group
héldist hátt, því bankinn hefur lánað mikla fjármuni til
einstakra hluthafa í FL Group. Hluthafarnir hafa sett
bréf sín í FL að veði og við það gífurlega verðfall sem
orðið hefur á bréfum í FL Group standa bréfin ein ekki
lengur undir veðsetningu lána vegna þeirra.
Samkvæmt upplýsingum úr Landsbankanum telur
bankinn að hluthafar í FL hafi aukið nægilega við trygg-
ingar sínar vegna lána í bankanum. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins eru stjórnendur Kaupþings og
Landsbankans þokkalega sáttir við þá niðurstöðu sem
fékkst með hlutafjáraukningu í FL Group. Ánægja mun
ríkja með það innan Landsbankans, að stjórnendur FL
Group hafa sett öll hlutabréfin í Tryggingamiðstöðinni
inn í Landsbanka, sem tryggingu fyrir lánum félagsins í
bankanum.
Búist er við því að eignarhlutur annarra hluthafa en
Baugs í FL Group muni enn minnka á næstunni, því
ákveðnir hluthafar munu verða að selja bréf sín til þess
að geta staðið í skilum.
Fons, eignarhaldsfélag í eigu þeirra Pálma Haralds-
sonar og Jóhannesar Kristinssonar, keypti í gær tæp 7%
í FL fyrir rétt rúma 10 milljarða króna, og seljendur voru
Hannes Smárason og þeir Magnús Ármann og Þorsteinn
M. Jónsson, sem eiga Sólmon ehf., dótturfélag Materia
Invest sem átti 9,23% í FL Group.
Kaupþing réð því að
gengið í FL varð 14,7
Kaupþing og Landsbankinn höfðu ólíka hagsmuni að verja í gengismálum FL
Bankarnir | Miðopna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
HVAÐ gerist þegar fólksbíll sem
ekið er á 212 kílómetra hraða á
klukkustund lendir í árekstri? „Ég
held að allir þeir sem eiga aðild að
slíku atviki láti lífið, það er alveg
hægt að fullyrða það. Því þessi bless-
aði líkami okkar þolir aðeins tiltekið
högg. Það er því klárt mál að það yrði
aðeins ein niðurstaða úr slíkum
árekstri.“
Þetta segir Sigurður Helgason hjá
Umferðarstofu.
Sautján ára pilturinn sem ók á 212
km hraða á Reykjanesbraut í fyrri-
nótt þarf að fara fyrir dómara sem
mun taka ákvörðun um gildistíma
ökuleyfissviptingar og upphæð sekt-
ar. Pilturinn fær sekt að lágmarki 150
þús. krónur, verður sviptur ökuleyfi í
minnst þrjá mánuði og fer í aksturs-
bann sem felur í sér að hann þarf að
fara á námskeið þar sem farið er yfir
afleiðingar áhættuhegðunar í um-
ferðinni og lögð áhersla á að skerpa
ábyrgð ökumannsins. Í framhaldinu
þarf pilturinn að taka ökupróf að nýju
með tilheyrandi kostnaði. Hann var
með mánaðargamalt ökuskírteini og
var þ.a.l. með bráðabirgðaskírteini
sem yfirleitt gildir í þrjú ár. Í raun er
litið svo á að pilturinn hafi ekki stað-
ist „ökuprófið“ úti í umferðinni og
þurfi að taka það aftur. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um það hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum hvort
ákvæði laga sem heimilar upptöku
bifreiða verður beitt í málinu.
Dregið hefur úr ofsaakstri
Góðu fréttirnar eru þær að dregið
hefur úr ofsaakstri undanfarin þrjú
ár og hefur meðalhraði í umferðinni
minnkað um 3 km/klst. „Þótt þetta sé
ekki há tala hefur þetta umtalsverð
áhrif á umferðaröryggi,“ segir Sig-
urður. Skýringarnar felast fyrst og
fremst í hertum viðurlögum sem og
ítarlegri ökukennslu.
Langflestir ungir ökumenn eru til
fyrirmyndar í umferðinni, t.d. hefur
tjónatíðni 17-19 ára ökumanna lækk-
að undanfarin ár meira en hjá öllum
öðrum aldurshópum.
Morgunblaðið/Júlíus
Náðist Piltur sem ók á ofsahraða á
Reykjanesbraut fer fyrir dómara.
Stóðst
ekki öku-
prófið
Tjónatíðni ungra öku-
manna hefur lækkað
HAGNAÐUR
ársins af hluta-
bréfum í kaup-
höll OMX á Ís-
landi er horfinn,
ef mið er tekið
af úrvalsvísitöl-
unni sem í gær
náði sínu lægsta
gildi á árinu.
Vísitalan lækk-
aði í gær um 1,99% og endaði í
6.380 stigum en stóð í 6.410 stig-
um eftir viðskiptin 2. janúar síð-
astliðinn. Hefur vísitalan því
lækkað um 0,5% á árinu en grein-
ingardeildir höfðu áður spáð allt
að 40% hækkun á árinu.
Flest félög lækkuðu í kauphöll-
inni í gær, 365 hf. mest, eða um
7%, bréf FL Group lækkuðu um
4,3% niður í 15,65, Kaupþing
lækkaði um 2,7% og Exista um
2,6%.
32 milljarða rýrnun
Það sem af er ári hefur mark-
aðsvirði skráðra eigna Existu
lækkað um ríflega 32 milljarða
króna sem skýrir meðal annars
mikla gengislækkun félagsins að
undanförnu. Stærsta eign Existu,
finnska tryggingafélagið Sampo,
hefur lækkað áberandi mest – um
17,8 milljarða króna.
Hækkun
ársins er
horfin
Viðskipti | 6 og 14
Leikhúsin í landinu
Bjóddu elskunni
í leikhús >> 48
á www.jolamjolk.is
Frábærir vinningar!
Taktu þátt í
skemmtilegum jólaleik
ALVARLEGT umferðarslys varð á
Reykjanesbraut síðdegis í gær til
móts við álverið í Straumsvík. Jeppi
og lítill sendibíll rákust saman og
slösuðust þrír, þar af tveir alvar-
lega og lágu þeir þungt haldnir á
gjörgæsludeild Landspítalans í
gærkvöldi. Mikil hálka var þegar
slysið varð.
Morgunblaðið/Júlíus
Harður árekstur
„VIÐ GERUM ekki ráð fyrir að þetta
verði stórt hlaup,“ sagði Gunnar Sig-
urðsson, vatnamælingamaður og
verkfræðingur hjá Orkustofnun, í
samtali við fréttavef Morgunblaðsins
í gærkvöldi um hlaup sem hafið er í
Skeiðará. Gunnar hafði þó þann fyrir-
vara á að slíkt vissi maður aldrei með
fullri vissu fyrirfram.
Gunnar segir að rennsli og rafleiðni
hafi vaxið í Skeiðará undanfarna daga
auk þess sem órói mældist á jarð-
skjálftamælum Veðurstofu Íslands í
Grímsvötnum aðfaranótt fimmtu-
dags. „Þá fór ekkert á milli mála að
komið var af stað Skeiðarárhlaup.“
Hlaup í Skeiðará fara af stað þegar
vatn úr Grímsvötnum stendur nægi-
lega hátt til að brjóta sér leið undir
Skeiðarárjökul. Síðast hljóp úr
Grímsvötnum fyrir þremur árum og
fylgdi því eldgos.
Rennsli árinnar í gær var talið álíka
mikið og gott sumarrennsli og brenni-
steinslykt fannst á Skeiðarársandi.
Skeiðarárhlaup hafið
Morgunblaðið/RAX
Skeiðará Seinasta hlaup var árið
2004 og gaus þá í Grímsvötnum.