Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„ÉG SÉ ekki betur en að það þurfi
að stöðva undirbúning virkjana í
neðrihluta Þjórsár,“ segir Álfheiður
Ingadóttir, þingmaður Vinstri
grænna, en Ríkisendurskoðun sendi
frá sér greinargerð í gær þar sem
fram kom að samkomulag íslenska
ríkisins og Landsvirkjunar um yf-
irtöku vatnsréttinda í neðri hluta
Þjórsár væri ekki bindandi fyrir rík-
issjóð þar sem leita hefði þurft sér-
stakrar lagaheimildar til að ráðstafa
réttindunum.
Samkomulagið var gert 9. maí sl.
og undirritað af iðnaðar-, landbún-
aðar- og fjármálaráðherra. Það fól í
sér að Landsvirkjun yfirtæki tíma-
bundið vatnsréttindi ríkisins í neðri-
hluta Þjórsár, eða í allt að 15 ár.
Í greinargerð Ríkisendurskoð-
unar, sem var unnin að beiðni VG,
segir að rétt og eðlilegt hefði verið
að setja inn í samkomulagið fyr-
irvara um samþykki Alþingis. Þó að
Landsvirkjun sé í eigu ríkisins, og að
litið hefði verið svo á að sam-
komulagið fæli ekki í sér eig-
endaskipti eða framsal, þá væri ljóst
að ríkinu yrði örðugt að nýta sér
réttindin á einhvern hátt næstu
fimmtán árin.
Ráðuneytin fallast á að orðalag
samkomulagsins sé á köflum til þess
fallið að skapa misskilning en árétta
að markmiðið hafi aðeins verið að
Landsvirkjun gæti haldið áfram
undirbúningi sínum á virkjununum á
svæðinu, sem aftur hafi staðið um
áratuga skeið.
Var alltaf háð virkjanaleyfi
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra tekur undir það og segist ekki
vera ósammála niðurstöðu ríkisend-
urskoðanda. „Ég hef aldrei litið svo
á að þetta samkomulag væri bind-
andi þar sem það er háð því skilyrði
að Landsvirkjun fái virkjanaleyfi,“
segir Árni og bætir við að hefði
Landsvirkjun fengið virkjanaleyfið
og eignast vatnsréttindin hefði klár-
lega þurft að bera málið undir Al-
þingi.
Álfheiður Ingadóttir segir hins
vegar að þetta þýði að forsendan
sem iðnaðarráðuneytið hafi gefið
sér, þ.e. að samkomulagið væri
nauðsynlegt til að Landsvirkjun
gæti haldið áfram virkjanaundirbún-
ingi, sé brostin. „Þetta staðfestir í
einu orði þær efasemdir sem við
Vinstri græn höfðum uppi um að
þessi gerningur væri ólögmætur,“
segir Álfheiður og bætir við að sam-
komulagið hafi kippt samningsstöð-
unni undan heimamönnum enda
Landsvirkjun haft 93% vatnsrétt-
inda og farið fram sem hún ætti þau.
„Allar samningaviðræður sem eru
byggðar á þeirri forsendu að Lands-
virkjun eigi réttindin eru því út úr
myndinni. Það verður að byrja þetta
mál upp á nýtt.“
Virkjanir í Þjórsá stöðvaðar?
Fjármálaráðherra sammála niðurstöðu Ríkisendurskoðunar Leit aldrei svo
á að samkomulag við Landsvirkjun um yfirtöku vatnsréttinda væri bindandi
Árni M.
Mathiesen
Álfheiður
Ingadóttir
HALDIÐ var upp á 25 ára afmæli Kvennaathvarfsins í
gær. Dagurinn var tileinkaður konunum sem komið
hafa í Kvennaathvarfið og þeim til heiðurs var haldin
afmælisgleði í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Afmælisgleðin var haldin sem sigurhátíð, með því að
varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningabrotum
starfskvenna og dvalarkvenna þann aldarfjórðung sem
athvarfið hefur starfað.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sigurhátíð eftir 25 ára starfstíma
Kvennaathvarfið fagnar tímamótum
„SAMNINGURINN milli Landsvirkj-
unar og ríkisstjórnarinnar er tíma-
bundinn og með honum fær Lands-
virkjun vilyrði
fyrir afhendingu
réttindanna, til
að geta samið við
landeigendur um
bætur og breyt-
ingar. Lands-
virkjun mun að
sjálfsögðu halda
áfram öllum und-
irbúningi máls-
ins, s.s. rannsóknum, hönnun og
samningaumleitunum við landeig-
endur, en að sjálfsögðu byrjum við
ekki virkjunarframkvæmdir fyrr en
lagaheimild og leyfi liggja fyrir,“
segir Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar. Hann segir það
hafa legið ljóst fyrir að ekki sé hægt
að afhenda vatnsréttindin til eignar
án lagaheimilda, enda hafi það aldr-
ei staðið til.
Landsvirkjun
heldur áfram
undirbúningi
Friðrik Sophusson
ELLÝ K. Guð-
mundsdóttir,
forstjóri Um-
hverfisstofn-
unar, er meðal
fimmtán um-
sækjenda um
stöðu sviðsstjóra
Umhverfis- og
samgöngusviðs
Reykjavík-
urborgar. Ellý
var sviðsstjóri umhverfissviðs áð-
ur en hún var valin úr hópi um
40 umsækjenda hjá UST og sæk-
ist nú eftir starfinu aftur eftir
tæplega ársdvöl hjá UST. Ellý
tjáir sig ekki um starfstíma sinn
hjá UST.
Umsóknarfrestur um sviðs-
stjórastöðuna rann út 23. nóv-
ember og eru aðrir umsækjendur
eftirtaldir:
Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir
verkefnastjóri, Bjarni P. Hjarðar
deildarforseti, Björg Gunnars-
dóttir umhverfis- og kynning-
arfulltrúi, Björn Guðbrandur
Jónsson framkvæmdastjóri, Bryn-
dís Bjarnarson námsmaður, Einar
Valur Ingimundarson ráðgjaf-
arverkfræðingur, Garðar Lár-
usson rafmagnstæknifræðingur,
Gunnar H. Gunnarsson deild-
arverkfræðingur, Jakobína Ing-
unn Ólafsdóttir doktorsnemi,
Kristín Svavarsdóttir sérfræð-
ingur, Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir sérfræðingur, Soffía B.
Guðmundsdóttir framkvæmda-
stjóri, Steinn Kárason sérfræð-
ingur og Örn Sigurðsson, settur
sviðsstjóri.
Vill sviðs-
stjórastöðuna
Ellý K.
Guðmundsdóttir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur fallist á kröfu lögreglustjórans á
Suðurnesjum um að karlmaður á
fertugsaldri, sem grunaður er um
að hafa orðið valdur að banaslysi í
Reykjanesbæ á föstudag fyrir viku,
sæti áframhaldandi gæslu-
varðhaldi.
Maðurinn var upphaflega úr-
skurðaður í fimm daga gæslu-
varðhald, sem rann út síðdegis í
gær. Krafist var áframhaldandi
gæsluvarðhalds til loka næstu viku
en dómari úrskurðaði að gæslu-
varðhaldið yrði ekki lengra en til
þriðjudagsins 11. desember.
Maðurinn neitar sök.
Enn í gæslu-
varðhaldi
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tæp-
lega fertugan karlmann, Ara Krist-
ján Runólfsson, í átta ára fangelsi
fyrir tilraun til manndráps en hann
stakk annan mann í brjóstkassann
með hnífi í apríl sl. Maðurinn var
einnig dæmdur til að greiða fórnar-
lambinu 1,2 milljónir króna í bætur.
Með dómi sínum þyngdi Hæstiréttur
dóm héraðsdóms um tvö ár.
Ákærði játaði að hafa veist að
manninum og stungið hann tvívegis
en mennirnir höfðu ásamt fleirum
setið við drykkju í íbúð í Reykjavík
og horft á knattspyrnu í sjónvarpi.
Hæstiréttur segir í dómi sínum að
ekkert hafi komið fram í málinu sem
varðaði Ara og hugarástand hans
þegar hann framdi verknaðinn þann-
ig að leitt gæti til lækkunar refsingar
hans. Hafi komið í ljós að atlaga hans
hafi verið slík að hending ein hafi
ráðið því að hinn maðurinn lést ekki
samstundis.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Garðar
Gíslason og Markús Sigurbjörnsson.
Hlaut átta
ára dóm
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KARLMAÐUR, pólskur ríkisborg-
ari sem er einn þeirra sem eru
grunaðir um að hafa nauðgað ungri
konu á Selfossi í haust, fór úr landi í
fyrradag og braut þar með gegn
farbannsúrskurði sem rennur út 17.
desember. Lögreglan á Selfossi
hafði ekki látið lögregluna á Suð-
urnesjum, sem fer með löggæslu í
Leifsstöð, vita af því að maðurinn
væri í farbanni.
Lögreglan á Selfossi sagði frá því
á lögregluvefnum í gær að fimm
Pólverjar sættu farbanni, þar af
hefði einn, Przemyslav Pawel
Krymski, farið úr landi. Hann er
ásamt tveimur öðrum grunaður í
umræddu nauðgunarmáli.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður á Selfossi, sagði að embættið
hefði átt að vanda sig betur við að
láta önnur embætti vita af því að
maðurinn væri í farbanni. Eftir að í
ljós kom að Krymski hafði farið úr
landi, nánar tiltekið til Kaupmanna-
hafnar, var öðrum lögregluembætt-
um sagt frá því að hinir fjórir væru
einnig í farbanni.
Lögreglan á Selfossi er með
vegabréf þeirra allra en það dugði
ekki til að koma í veg fyrir brottför.
Í sjálfu sér var heldur ekki við því
að búast enda er ekki vegabréfseft-
irlit á Schengen-landamærum.
Ólafur Helgi sagði ekkert laun-
ungarmál að lögreglan hefði helst
viljað hafa manninn í gæsluvarð-
haldi. Þá væri augljóst að farbann
væri ófullnægjandi kostur.
Jóhann R. Benediktsson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, sagði að
embættinu hefði gengið vel að
koma í veg fyrir að fólk í farbanni
kæmist úr landi. „En það er ekkert
launungarmál að við viljum að úr-
ræði okkar í þessu eftirliti verði
aukin.“
Grunaður
nauðgari slapp
♦♦♦
NOKKRIR lífeyrissjóðir skertu
greiðslur sínar til öryrkja nú um
mánaðamótin en Tryggingastofnun
hefur vakið athygli lífeyrisþega á
því að í mörgum tilfellum geti þeir
sem hafa orðið fyrir skerðingu feng-
ið hana bætta að hluta til í formi
hærri bóta frá TR. Áætlað er að
þetta geti átt við um 1.200 lífeyr-
isþega.
Guðbjörg Guðmundsdóttir, kynn-
ingarfulltrúi hjá TR, segir mikil-
vægt að einstaklingar skili sem allra
fyrst breyttri tekjuáætlun fyrir árið
2008 til Tryggingastofnunar hafi
þeir ekki gert það nú þegar, þannig
að þeir fái skerðinguna að hluta til
bætta frá og með janúar á næsta ári.
TR sendi öllum lífeyrisþegum
tekjuáætlun fyrir árið 2008 um miðj-
an nóvember sl. Frestur til að skila
breytingum á áætlun stofnunarinn-
ar rennur út 10. desember. Lífeyr-
isþegum er einnig frjálst að senda
TR nýja tekjuáætlun hvenær sem er
innan næsta árs og verða greiðslur
þá leiðréttar til samræmis við það.
1.200 gætu
fengið
hærri bætur
RÍKISENDURSKOÐUN mun ráð-
ast í stjórnsýsluúttekt á Þróunar-
félagi Keflavíkurflugvallar og sölu
þess á eignum varnarliðsins. Þetta
kom fram í máli Lúðvíks Berg-
vinssonar, þingflokksformanns Sam-
fylkingarinnar, á Alþingi í gær. Út-
tektin fer fram í kjölfar þeirrar
umræðu og tortryggni sem ríkt hefur
um málið.
Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í
gærkvöldi sagði Atli Gíslason, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, að hann teldi ekki
rétt að ríkisendurskoðandi færi í þá
vinnu. „Vegna þess að ríkisendur-
skoðandi […] er endurskoðandi þessa
einkafyrirtækis, einkahlutafélags
þróunarfélags Keflavíkur. Hann hef-
ur unnið þar endurskoðunarvinnu.“
Atli sagði ennfremur að Vinstri
græn myndu leggja fram tillögu á Al-
þingi þess efnis að sjálfstæð rann-
sóknarnefnd yrði skipuð til að fara í
heildarúttekt á málinu. | 12
VG vill skipa
rannsókn-
arnefnd