Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 19 MENNING x13 GPS Garmin Forerunner 305 Fullt verð 29.990 kr. Safnkortshafar borga aðeins 16.990 kr. auk 1000 punkta Frábært æfingatæki. Forerunner æfingatölvan er hönnuð jafnt fyrir byrjendur og atvinnumenn. Tölvan fylgist stöðugt með púlsinum, hraðanum, vega- lengdinni og kaloríubrennslunni. Frábær jólagjöf. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast. Safnkortstilboðin fást á þjónustustöðvum N1 og í verslun N1 Bíldshöfða 9. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Gætið að því að skraut s.s. borðar eða greinar séu aldrei of nærri kertaloganum og að skrautið sé staðsett neðan við kerti þannig að kertaloginn nái ekki til þess jafnvel þegar kertið hefur brunnið til hálfs Munið að slökkva á kertunum i KAMMERKÓRINN Carmina var stofnaður árið 2004 með það fyrir augum að flytja kórtónlist frá end- urreisnartímanum. Listrænn stjórn- andi kórsins, Árni Heimir Ingólfsson hefur verið mikilvæg vítamínsprauta í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem tónlistarfræðingur, kennari og stjórnandi. Hann er einn afkasta- mesti fræðimaður nútímans á sviði íslenskrar tónlistar og hefur átt stór- an þátt í þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur undanfarin ár um mikilvægi þess að varðveita íslensk- an tónlistararf og rannsaka hann af nákvæmni. Lögin á þessum hljómdiski eru öll upp úr hinu merka söngvasafni Mel- odía frá 17. öld. Flestir textarnir eru trúarlegs eðlis, ýmist sálmar, kvæði eða kvæðaþýðingar en einnig bregð- ur fyrir veraldlegum viðfangsefnum eins og ást og drykkju. Sum eru sungin af einum söngvara án undir- leiks en mörg eru sett í búning sem hæfir tímabilinu, ýmist í útsetn- ingum sem fylgdu lögunum eða líkja eftir fornum stíl og eins er notast við gömul hljóðfæri við flutninginn. Eins og segir í inngangi Árna Heim- is er vitað til þess að klavikord og kammerorgel hafi verið til hér á landi um það leyti sem melódía var rituð og er því kammerorgel eða semball í sumum lögunum. Einnig er leikið á strengi og lútu á plötunni sem valin voru vegna þýðs hljóms þeirra og ljá þau diskinum án tví- mæla aukna fegurð. Þær útsetn- ingar sem voru gerðar sérstaklega fyrir þessa hljóðritun eru mjög sann- færandi og trúar þeim stíl sem þeim er ætlað að líkja eftir. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og engu ofaukið. Hvað einsönginn á plötunni snert- ir er mjög erfitt að gera upp á milli söngvaranna, þar sem þeir eru allir svo frábærlega góðir og trúir við- fangsefninu. Samsöngurinn er einn- ig með allra besta móti, tær og hreinn. Augljóst er að algerrar fag- mennsku hefur verið gætt við gerð þessa hljómdisks, allt frá lagavali og flutningi til skrifaðs texta og ytri umgjarðar. Fínleiki, nákvæmni, alúð og allt- umvefjandi fegurð einkenna flutn- inginn á þessum hrífandi tónum og textum og því ætti þetta stórkost- lega en þó látlausa listaverk ekki að skilja neinn eftir ósnortinn. Tímalaus fegurð endurvakin TÓNLIST Smekkleysa Söngvarar kammerkórs Carmina flytja lög úr sönghandritinu Melodía ýmist sem einsöngvarar eða í ýmsum samsetningum undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar. Kammerkórinn Carmina – Melodía  Ólöf Helga Einarsdóttir SIGRÚN Eldjárn hlaut í gærkvöldi Dimmalimmverðlaunin fyrir bestu myndskreytingu í barnabók á þessu ári. Verðlaunin hlaut hún fyrir myndirnar við ljóð Þórarins bróður síns í bókinni Gælur, fælur og þvælur. Sigrún er stödd í Ed- inborg og komst því ekki á verð- launaafhendinguna, en var hæst- ánægð með verðlaunin. „Þetta er mikill heiður og hvatning til að halda áfram á sömu braut.“ „Ég er stanslaust með bækur í bígerð,“ segir Sigrún. „Ég er með ýmsar hugmyndir og á eftir að gera alveg heilan helling. Það er mjög skemmtilegt og mikilvægt starf að gera bækur fyrir krakka. Þetta eru lesendur frantíðarinnar og það þarf að ala þau upp á ein- hverju almennilegu.“ Hún segir ekki vanþörf á að hvetja höfunda barnaefnis til dáða. „Stundum finnst okkur barnabóka- höfundum að við séum ekki eins mikils virt og þau sem eru að skrifa fyrir fullorðna. Okkur finnst við náttúrulega ekkert síður merki- leg.“ Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur að verðlaununum, auk Myndstefs og Pennans. Í Gerðu- bergi stendur nú yfir sýning sem byggist á myndskreytingum frá 30 ára ferli Sigrúnar. Gælurnar best myndskreyttar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heiður Grímur Hjörleifsson, sonur Sigrúnar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd. Hér er hann ásamt Dimmulimm og Aðalsteini Ingólfssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.