Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 23
AUSTURLAND
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Maður Lifandi Hæðarsmára 6,
Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Krónan Mosfellsbæ
Nóatún Hafnarfirði
Í dagsins önn
Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum
og C-vítamíni í jurtabelgjum
LANDIÐ
sauðfjárbændur í sýslunni hefur
Sigurbjörg Þórunn Jónsdóttir í
Litladal ávallt gert.
Fern verðlaun voru veitt á sviði
nautgriparæktar og komu þar við
sögu ábúendur á Torfalæk II fyrir
að eiga afurðamestu kúna og Auð-
ólfsstöðum fyrir að eiga fallegustu
kúna. Brúsastaðir lögðu inn mestar
afurðir og Brandaskarðsbóndinn
lagði inn þyngsta nautgripinn.
Fimm viðurkenningar voru veitt-
ar af hálfu sauðfjárbænda og hlutu
ábúendur á Akri verðlaun fyrir
gimbrahjörð og á Hæli fyrir að eiga
fallegasta lambhrútinn sem ber
nafnið 100 og er svartur á lit. For-
sæludalur fékk viðurkenningu fyrir
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Bændur og félagar í
hestamannafélaginu Neista í A–
Húnavatnssýslu fjölmenntu til
uppskeruhátíðar sinnar um helgina
í félagsheimilinu á Blönduósi.
Tvíeykið „Hundur í óskilum“ sá
um skemmtiatriði og veislustjórn en
Potturinn og pannan um matföng á
hátíðinni. Eins og venja er á svona
hátíðum eru veittar viðurkenningar
fyrir ýmis afrek á landbúnaðarsvið-
inu. Svartir sauðir sigruðu, fallegar
kýr, kindur, hestar og hirðar þeirra
hlutu viðurkenningar. Verðlaun
voru með ýmsu móti og er gaman að
geta þess að verðlaunagripi fyrir
að eiga verðmætasta lambið, reynd-
ar er eigandi þessa lambs ung
stúlka, Arndís Þórudóttir, barna-
barn ábúenda. Litlidalur átti besta
hrútinn í afkvæmarannsókn og
Grund fékk verðlaun fyrir mestu
framfarir hvað varðar kjötmat á
milli ára.
Hrossin voru ekki undanskilin á
hátíð þessari og veittar viðurkenn-
ingar til knapa sem og fyrir árang-
ur hrossa í hinum ýmsu aldurs-
flokkum. Sunnukvistir á Skaga-
strönd var valið Hrossaræktunarbú
sýslunnar. Félagar úr hestamanna-
félaginu Neista völdu úr sínum röð-
um besta knapann og þann sem vel
vann fyrir félagið á árinu.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Kúabændur Afhent voru verðlaun fyrir nautgriparækt, sauðfjárrækt og hrossarækt á uppskeruhátíð bænda og
hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu. Hér eru fulltrúar kúabænda hlaðnir verðlaunum.
Verðlauna kýr, kindur
og hesta og hirða þeirra
Eftir Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | Vímuvarnarsamningur
hefur verið gerður á milli Íþrótta-
félagsins Völsungs, knattspyrnu-
iðkenda á vegum félagsins og for-
eldra þeirra. Um er að ræða alls
um 40 drengi og stúlkur sem fædd
eru á árunum 1993 og 1994.
Að sögn Lindu Baldursdóttur,
formanns Völsungs, heita þessir
ungu knattspyrnuiðkendur því að
halda sig frá öllum vímugjöfum
fram yfir keppnisferð sem stefnt
er að fara í til útlanda sumarið
2009. „Auðvitað er það von okkar
sem komum að þessum samningi
að hann verði til þess að seinka til
muna notkun barnanna okkar á
vímugjöfum, hvaða nafni sem þeir
nefnast,“ segir Linda og bætir við
að þetta hafa gefið mjög góða
raun.
Samið um
vímuvarnir
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Stemmning Þjálfararnir Unnar Þór Garðarsson og Áslaug Guðmunds-
dóttir ásamt Arnþóri Hermannssyni og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Rýni Rannsóknaniðurstöður um samfélagsleg áhrif virkjunar og stóriðju á
Austurlandi kynntar, Hjalti Jóhannesson, Háskólanum á Akureyri, fremstur.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
ÁHRIF af virkjun og stóriðju eru
mjög mikil á miðhluta Austurlands
og íbúar þar telja tekjur sínar og
möguleika síns svæðis meiri en íbúar
höfuðborgarsvæðis og nærsvæða
þar. Íbúar á sunnanverðu Austur-
landi telja svæðið hafa fengið minna í
sinn hlut af jákvæðum áhrifum en bú-
ist var við. Á Norðausturlandi virðast
skoðanir fólks á áhrifunum jákvæðar
og má e.t.v. rekja það til væntinga um
álver á Húsavík. Áhrif af virkjun og
stóriðju dreifast á fremur lítið svæði
og vekur spurningar um landfræði-
legar aðstæður á Austurlandi.
Þetta kom fram á fundi nú í vik-
unni, þar sem kynntar voru niður-
stöður rannsóknarinnar Úrtakskönn-
un meðal almennings vorið 2007, sem
ætlað er að varpa ljósi á hvaða breyt-
ingar kunna að hafa átt sér stað í
samfélaginu samhliða stóriðjufram-
kvæmdunum á Austurlandi og gerð
var á landsvísu. Er þetta hluti rann-
sóknarverkefnis sem stendur yfir
fram til 2009.
Fram úr höfuðborgarsvæðinu
Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur
við Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri, segir upplýsingar um nið-
ursveifluna á sunnanverðu Austur-
landi eitthvað sem stjórnvöld ættu að
grípa á lofti og athuga hvað þar gæti
betur farið.
„Við sjáum mikla bjartsýni á mið-
hluta Austurlands og þar er ánægja
með flestöll búsetuskilyrði. T.d. telja
49% svarenda þar að framkvæmdirn-
ar hafi bætt fjárhagsstöðuna og þar
ríkir mest ánægja með framboð
starfa á landinu ef undan er skilið
höfuðborgarsvæðið. Á Miðaustur-
landi eru menn ánægðari með at-
vinnutekjur sínar en íbúar höfuð-
borgarsvæðis. Á aðaláhrifasvæði
framkvæmdanna er þó athyglisvert
að sjá áhyggjur af ruðningsáhrifum,
þ.e. búferlaflutningum af viðkomandi
svæði og áhrif á hefðbundnar at-
vinnugreinar,“ segir Hjalti og telur
einnig skoðunarefni að íbúum á Mið-
austurlandi finnst heilsugæsla ekki
standa undir væntingum, líklega af
álagi á heilbrigðiskerfið vegna mik-
illar fjölgunar fólks. Könnunin náði til
landsins alls og m.a. áhrifasvæðis
Reykjavíkur, þ.e. úr 45 mínútna akst-
ursvegalengd til borgarinnar. Þegar
spurt var hvort viðkomandi hefði
mikla eða litla trú á jákvæðri þróun
síns byggðarlags kemur á óvart að
íbúar á Miðausturlandi hafa meiri trú
á sínu svæði en íbúar áhrifasvæðis
höfuðborgarinnar. Hjalti segir þær
upplýsingar sláandi. Rannsóknin
bendir til að áhrif virkjunar og stór-
iðju hafi áhrif á tiltölulega þröngt
svæði og bæta verði samgöngukerfið
á Austurlandi til að ná meiri dreif-
ingu á jákvæðum áhrifum fram-
kvæmdanna.
Jákvæð áhrif bundin
miðhluta Austurlands
Í HNOTSKURN
»Virkjunar- og stóriðju-framkvæmdirnar á
Austurlandi hafa mikil jákvæð
áhrif hjá íbúum á miðhluta
Austurlands.
»Jákvæð áhrif af fram-kvæmdunum virðast ekki
ná til suðurhluta Austurlands.
»Styrking samgöngukerfisAusturlands virðist nauð-
synleg til að jákvæð áhrif
framkvæmdanna komi fleiri
byggðarlögum til góða.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
„ÉG SÉ ekki að fjármagn (til heil-
brigðismála á Austurlandi) hafi
verið skorið niður, það er ekki
raunin samkvæmt mínum upplýs-
ingum, en menn hér telja þörf fyrir
aukið fjármagn því svæðið sé í
vexti,“ segir Guðlaugur Þór Þórð-
arson heilbrigðisráðherra. Hann
var á Austurlandi í gær og skoðaði
aðstöðu Heilbrigðisstofnunar Aust-
urlands (HSA) á Fljótsdalshéraði og
í Fjarðabyggð. Jafnframt undirrit-
aði hann framhaldssamning um
styrk til námskeiðahalds á Austur-
landi í hugrænni atferlismeðferð.
Stórfelldur fjárhagsvandi HSA var
ræddur við ráðherrann, sem segir
rekstrarerfiðleika heilbrigðisstofn-
ana á landsbyggðinni verða skoð-
aða í samhengi. Nú sé verið að at-
huga rekstrarþætti
heilbrigðisþjónustunnar yfir landið
allt og það muni taka tíma. 227
milljónir króna vantar í rekstur
HSA í ár og mikill niðurskurður
þjónustu óumflýjanlegur verði ekki
breyting á fjárhagsstöðu.
„Það mun hafa umtalsverðar
breytingar í för með sér að kostn-
aðargreina þjónustuna meira og
skilja á milli kaupenda- og seljenda-
hlutverka. Ég tel líklegt að í fram-
tíðinni munum við sjá þróun í þá átt
að sjúkrahús m.a. á landsbyggðinni
sérhæfi sig á ákveðnum sviðum og
nýti sér þau sóknarfæri sem þau
hafa,“ segir Guðlaugur Þór.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kætast Halla Eiríksdóttir hjúkrunarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra undirrita samning um hugræna atferlismeðferð.
Ekki niðurskurður