Morgunblaðið - 07.12.2007, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Það er ítalskt þema þessavikuna þótt fyrstu víninséu reyndar frá AchavalFerrer, sem að margra
mati (og ég myndi skipa mér í
þann hóp) er besta vínhús Argent-
ínu. Það er mikill árangur, ekki
síst í ljósi þess að ekki er áratugur
liðinn frá því að fyrirtækið var
stofnað af fjórum vinum, Argent-
ínumönnunum Santiago Achaval,
Manuel Ferrer Minetti og Ítöl-
unum Roberto Cipresso og Tiziano
Siviero, árið 1998. Þeir byrjuðu
smátt í Mendoza með fjóra hekt-
ara af 80 ára gömlum Malbec-
vínvið en ráða nú yfir þremur vín-
ekrum upp á samtals 49 hektara.
Áherslan er enn á Malbec og því-
líkan Malbec. Þetta eru vín í al-
gjörum heimsklassa, enda mega
þau vera það miðað við verð. Þess
má geta að þeir Cipresso og Si-
viero eru einnig mennirnir á bak
við vínhúsið La Fioritta í (Brunello
di) Montalcino í Toskana.
Achaval Ferrer Quimera 2003
Ítalskir og
argentínskir
kraftaboltar
Morgunblaðið/Sverrir
Engar kristilegar hátíðirkoma fyrir í Sautjándan-um, hvorki jól né páskar,og það meira að segja
þótt sagan gerist á tímabilinu 17.
mars til 17. júní. Á þeim tíma kem-
ur ýmislegt spennandi fyrir, brúð-
kaup er haldið, fólk er svikið og
konu rænt enda er þetta glæpasaga
eða öllu heldur spennusaga, reynd-
ar án morðs. Framinn er glæpur á
gráu svæði. „Það eru engar blóð-
slettur í bókinni. Ég er meira að
velta fyrir mér hversu langt fólk er
tilbúið að ganga, til góðs eða ills.
Og kikkinu sem það gefur fólki að
stíga út úr þægindum hversdags-
ins,“ segir Lóa.
Matarvenjur sögu-
persóna og höfundar
Svolítið er þarna komið inn á
matarvenjur vinkvennanna sem
sagan snýst um. „Aðalpersónan
Ylfa hefur svipaðan matarsmekk og
ég,“ segir drottning ruslfæðisins,
eins og Lóa er stundum kölluð.
„Hún myndi ekki flíka því en hefur
ánægju af að fá sér hamborg-
arajukk ólíkt Lindu Dögg, vinkonu
sinni, sem er mikill matgæðingur
og bakar sjálfa brúðkaupstertuna í
lok bókar.“
Snúum okkur að lífi rithöfund-
anna tveggja. „Fyrir tveimur árum
ákváðum við að koma okkur upp
hefð til að slá á stressið á aðfanga-
dag. Við fórum í göngutúr um Þing-
holtin og niður að Tjörn fyrir há-
degi á aðfangadag og komum heim
í nýbakað brauð og kakó. Ég var á
fréttavakt á aðfangadag í fyrra og
verð aftur í ár, svo það er víst varla
hægt að kalla þetta hefð ennþá!“
Lóa segir að þau séu alltaf með
sama jólamatinn. „Það er ég sem
ræð honum, hamborgarhrygg a la
Skúli Hansen úr Þjóðviljanum árið
1978, minnir mig. Þegar sósan hans
Skúla er komin í pottinn eru jólin
komin. Fengi Sigfús að ráða værum
við líklega með villibráð en hann
veit hvað „Skúli“ skiptir mig miklu
máli.“
Sigfúsarkryddið og
marenstertan
Sigfús er ættaður frá Sandi í Að-
aldal og þau Lóa eru þar með að-
setur á sumrin, enda Sigfús önnum
kafinn við „kryddgerð“. Hann
ræktar blóðberg sem er önnur
tveggja kryddtegunda sem hann
framleiðir. Hin er Villikrydd, sem
er blanda af ýmsum íslenskum
kryddjurtum.
„Við notum kryddið mikið á villi-
bráð, kjúklinga, fisk og í brauð. Ég
baka oft brauð fyrir norðan í sum-
arfríinu og nota þá blóðbergið
mitt.“ Lóa býður upp á kjúklinga-
bringu með kryddi Sigfúsar, Villik-
ryddsbrauð, tortilla snittur og loks
marenstertu.
„Þetta er uppáhaldstertan mín,
sem ég lagði ekki í að baka fyrr en
fyrir tveimur til þremur árum. Þá
ákvað ég að herða mig upp og próf-
aði hana og hún næstum lukkaðist!
Uppskriftin er upphaflega komin
Rithöfundajól Þau Sigfús Bjarnason og Lóa Pind Aldísardóttir fara gjarnan í göngu á aðfangadag.
Hefur svipaðan matarsmekk og
Í Þingholtunum búa tveir rithöfundar. Annar þeirra er Sigfús Bjartmarsson sem hefur þegar skapað sér frægð og gefið út
margar bækur. Hinn er Lóa Pind Aldísdardóttir sem gefur nú út sína fyrstu bók, Sautjándann. Margt bendir til þess að hún eigi
framtíðina fyrir sér sem rithöfundur en dagsdaglega er hún fréttamaður á Stöð 2. Lóa bauð Fríðu Björnsdóttur að bragða á
léttum málsverði sem hæfir vel í aðdraganda jólanna, í hádegi á aðfangadag eða í annan tíma.
Blóðbergskjúklingur Blóðbergið í réttinum er úr „kryddgerð“ Sigfúsar. Marengsterta Uppskriftin kom upphaflega frá föðurömmu Lóu.
Morgunblaðið/Sverrir
matur
vín