Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 33

Morgunblaðið - 07.12.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 33 SAMTÖKIN Heilaheill stóðu nýlega fyrir heilablóðfallsdegi. Tilgangurinn var að vekja athygli á heilablóðfalli og upplýsa um áhættuþætti og algengustu ein- kenni sjúkdómsins Heilablóðfall er al- gengasta orsök fötl- unar á Vest- urlöndum, önnur algengasta ástæða heilabilunar og þriðja algengasta dánarorsökin. Ný- gengi (ný tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári) heilablóðfalls á Vesturlöndum hefur farið lækkandi frá miðri síðustu öld. Ekki er til einhlít skýring á því en breyttir lífshættir og betri og al- mennari meðferð við háþrýstingi á síðustu áratugum eiga þar hlut að máli. Hins vegar er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því að þeim sem fá heilablóðfall hefur fjölgað og mun fjölga vegna breytinga á aldurssamsetningu vestrænna þjóða. Miklu fleiri ná sjötugsaldri á Íslandi nú en fyrir hálfri öld og líkur benda til þess að meðalaldur þjóðarinnar fari áfram hækkandi á næstu áratug- um. Nú er talið að í Evrópu noti sjúklingar með heilablóðfall að jafnaði 10-20% bráðarúma sjúkrahúsanna og fjórðung rúma á langlegudeildum og hjúkr- unarheimilum. Um fjórðungur þeirra sem fá heila- blóðfall er undir 65 ára aldri. Heildarbyrði heila- blóðfalls er mjög mismunandi eftir löndum. Í sumum Austur-Evr- ópulöndum er ný- gengi tvisvar til þrisvar sinnum hærra en í þeim löndum Vestur- Evrópu þar sem það er lægst. Dánarhlut- fall (hlutfall sjúklinga sem deyja fyrstu 28 dagana eftir áfallið) er einnig mismunandi eftir löndum. Í sum- um löndum Austur-Evrópu er það allt að 50% en þar sem best er í Vestur-Evrópu um 10-15%. Sjúkdómurinn er talsvert vægari á Norðurlöndum en í Austur- Evrópu. Þessar staðreyndir gefa hug- mynd um hvílík byrði heilablóð- fall er fyrir einstaklinga, að- standendur og þjóðfélagið. Því er ljóst að víðtækt forvarnar- og fræðslustarf, ásamt greiningu og meðferð þeirra sem fá heilablóð- fall, er gríðarlega þýðingarmikið fyrir einstaklingana og þjóð- arhag. Ef ekki er spyrnt við fót- um verða afleiðingar heilablóð- falls stöðugt þungbærari og kostnaðarsamari. Mjög mikilvægt er að þeir sem veikjast af heilablóðfalli leiti strax á sjúkrahús. Það er enn mikilvægara nú síðustu árin eftir að farið var, í völdum tilvikum, að beita sk. segaleysandi með- ferð við blóðtappa í heilaslagæð. Slíkri meðferð verður að beita innan þriggja klukkustunda frá því veikindi hófust. Helsta orsök þess að sjúklingar koma seint á sjúkrahús er að þeir eða að- standendur þeirra gera sér ekki grein fyrir einkennum heilablóð- falls, þar eð lítið hefur verið gert til að fræða almenning um vana- legustu einkennin. Eftirfarandi einkenni ættu flestir að kannast við:  Skyndileg máttminnkun öðr- um megin í andliti, handlegg eða fótlegg.  Skyndilegir örðugleikar að tala.  Skyndilegir örðugleikar að ganga, truflað jafnvægi.  Skyndileg sjónskerðing á öðru eða báðum augum. Hafa ber í huga að sjúklingur getur vaknað með þessi einkenni. Þegar eitt eða fleiri þessara ein- kenna koma skyndilega er rétt að hringja á sjúkrabíl. Meginástæður heilablóðfalls eru tvær. Annars vegar blóðtappi sem stíflar slagæð í heilanum og verður þá drep í heilavef handan stíflunnar. Hins vegar blæðing, æð brestur og blóð þrýstist út í heilavefinn og veldur skemmd- um. Blóðtappi er níu sinnum al- gengari en blæðing. Stundum er talað um skammvinn blóðþurrð- arköst (TIA) og er þá átt við ein- kenni heilablóðfalls sem standa skemur en 24 klukkustundir. Slíkt ber að taka alvarlega og bregðast við með viðeigandi hætti til að fyrirbyggja, eftir því sem hægt er, alvarlegra áfall síð- ar. Sjúklingar með heilablóðfall voru skráðir á Borgarspítalanum og síðar á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur á árunum 1996 til 2001. Út frá þeim tölum sem þar fengust má áætla að a.m.k. 600 einstaklingar fái heilablóðfall hérlendis árlega. Meðalaldur karla sem fengu heilablóðfall var tæp 70 ár en meðalaldur kvenna nokkrum ár- um hærri. Karlar voru heldur fleiri en konur. Heildarfjöldi, ald- ur og kynjahlutfall virtist svipað og lýst hefur verið á hinum Norð- urlöndunum. Athyglisvert var að 70 til 80% sjúklinganna gátu út- skrifast aftur heim eftir meðferð. Um tíundi hluti alls hópsins þarfnaðist vistunar á hjúkr- unardeild eftir dvöl á spítalanum. Rúmlega 10% létust meðan á spítaladvölinni stóð vegna veik- indanna. Þessar athuganir á af- drifum heilablóðfallssjúklinga benda til þess að sjúkdómurinn sé frekar vægur hér á landi líkt og á hinum Norðurlöndunum. Heilablóðfall er algengur sjúk- dómur sem þarfnast fleiri sjúkra- rúma á hverjum tíma en nokkur annar sjúkdómur. Hann getur leitt til alvarlegrar fötlunar eða dauða. Tilfellum mun fjölga á komandi árum og áratugum með hækkandi aldri þjóðarinnar. Nú er hins vegar hægt að gera mikið fyrir þá sem veikjast og bata- horfur eru mun betri en áður. Með átaki á sviði forvarna er sannarlega hægt að hafa áhrif á nýgengi sjúkdómsins. Hollt er að hafa í huga að heilablóðfall er til- tölulega vægur sjúkdómur á Ís- landi. Síðar verður meðferð þessara sjúklinga á sérstökum heilablóð- fallseiningum lýst. Mikilvægt er að þekkja fyrstu einkenni heilablóðfalls Einar Már Valdimarsson segir frá orsökum og afleiðingum heilablóðfalls »Helsta orsökþess að sjúkling- ar koma seint á sjúkrahús er að þeir gera sér ekki grein fyrir einkennum heilablóðfalls. Einar Már Valdimarsson Höfundur er læknir við Tauga- lækningadeild Landspítalans. FLESTIR vita hversu oft á að fara til tannlæknis. Hins vegar vita fæstir hversu oft á að fara til augn- læknis, þrátt fyrir að augun séu svo dýrmæt að í mörgum rannsóknum hafi kom- ið í ljós að sjónin sé það sem við viljum síst missa. Augun eru við- kvæm líffæri en sem betur fer er nú á dög- um hægt að koma í veg fyrir sjónmissi vegna margra sjúk- dóma sem á þau herja. Til þess að sjúkdóm- arnir uppgötvist þarf að fara í heimsókn til augnlæknis sem skoð- ar augun með sér- stakri smásjá, sem kallast raufarlampasmásjá. Hver og einn ætti að velja sinn augnlækni sem fylgist með augunum reglulega og getur þá borið saman nið- urstöður á milli ára. Þetta mætti kalla augnheilsugæslu, þar sem eitt af því fáa sem heimilislæknar hafa ekki tök á að sinna eru augnskoð- anir. Lítið hefur farið fyrir umræðu um augnheilsugæslu hér á landi en víða erlendis hafa verið settar fram skýrar reglur þar að lútandi. Í þess- ari grein er farið yfir helstu ráð- leggingar um augnheilsugæslu sem hafa verið gefnar út af stærstu sam- tökum augnlækna heims, Int- ernational Council of Ophthalmo- logy (ICOPH) og American Academy of Ophthalmology (AAO). Heilsa Íslendinga er góð. Við er- um langlíf þjóð, tíðni burðarmáls- dauða er lág og aðgangur að heil- brigðisþjónustu almennt góður. Gott starf hefur verið unnið á ýms- um sviðum heilbrigðismála, svo sem fræðslu á skaðsemi reykinga, nauð- syn brjóstakrabbameinsskimunar, aukin vitund á ristilkrabbameini o.fl. Önnur svið hafa ekki fengið eins mikla umfjöllun og er augn- heilsugæsla þar á meðal. Einn sjúk- lingur minna sagði eitt sinn: „Ég nota augun mjög mikið“. Þetta varð mér minnisstætt, ekki síst fyrir þær sakir að við notum sennilega ekkert skynfæra okkar jafnmikið og augun, frá því við opnum þau á morgnana þangað til við lokum þeim á kvöldin. Allir nota því augun mjög mikið. Í bókinni „Blindu“ eftir Jose Sara- mago er fjallað um þjóðfélagsleg áhrif þess að heims- byggðin verður skyndi- lega blind. Í þessari bók koma glögglega fram þau gríðarlegu áhrif sem það hefur á einstakling og um- hverfi hans að missa sjónskynjun. Við þurf- um að hugsa vel um þessi viðkvæmu líffæri. Alls kyns sjúkdómar geta herjað á þessar dýrmætu perlur, sem mælast einungis rúmir tveir sentímetrar að þvermáli. Margir kannast við glákublinduna, sem herjaði á allnokkra Íslendinga fram á öndverða tuttugustu öld, þegar framfarir í augnlækningum tók miklum framförum og dró mjög úr blindutíðni vegna gláku. Glákan er þó hvergi nær horfin, hún lúrir ávallt handan við hornið og ef ekki er farið reglulega til augnlæknis kann hún að valda óbætanlegum skaða á augum. Hún ræðst fyrst og fremst á sjóntaugarnar, kapalinn sem tengir augað við heilann, og skemmir þar taugafrumur sem ekki geta myndast á ný. Einn dropi í augun af glákulyfi á dag getur hindrað sjónskerðingu og blindu, ef nógu snemma er gripið inn í. Elli- hrörnun í augnbotnum er annar sjúkdómur sem herjar fyrst á fremst á aldraða einstaklinga, eins og nafnið gefur til kynna. Ellihrörn- unin skemmir sjónhimnuna þar sem skarpa sjónin býr. Með nýrri tækni er hægt að hjálpa miklu fleirum en áður var unnt. Því er mikilvægt að fylgjast vel með augnbotnum með reglulegum skoðunum hjá augn- lækni. Ský á augasteini er ein al- gengasta orsök sjóndepru hér á landi. Augasteinsaðgerðir eru orðn- ar að algengustu aðgerðum á mannslíkamanum hér á landi og taka ekki nema 10 mínútur í fram- kvæmd. Þessar aðgerðir má fram- kvæma hvort sem er innan eða utan spítala og vinnur heilbrigðisráðu- neytið nú að því að útrýma biðlist- um í aðgerðina með því að heimila aðgerðirnar utan spítala. Fjöldi annarra augnsjúkdóma er ótalinn hér, en með reglulegu augneftirliti má stundum afstýra sjónskerðingu og jafnvel blindu. Margir hafa þjáðst af þurrum augum og hvarma- bólgu í fjölda ára sem gæti verið til- tölulega einfalt að bæta úr. Vert er og að geta þess að aðrir líkamlegir sjúkdómar, s.s. hár blóðþrýstingur, MS-sjúkdómur og sykursýki, grein- ast oft fyrst hjá augnlæknum, áður en viðkomandi hefur orðið var við einkenni annars staðar í líkamanum. Augnlæknar gegna lykilhlutverki við varðveislu augnheilsu. Nauðsyn- legt er að einstaklingar hugi vel að augnheilsu sinni og fari reglulega til augnlæknis. Hér fylgja ráðleggingar al- þjóðlega augnlæknaráðsins (ICOPH) og amerísku augnlækna- samtakanna (AAO) um hversu oft einstaklingar eigi að fara til augn- læknis: Undir 40 ára aldri: Á 5-10 ára fresti 40-54: 2-4 ára fresti 55-64: 1-3 ára fresti 65 ára og eldri: 1-2 ára fresti Að sjálfsögðu ber að hafa sam- band við augnlækni sem fyrst ef eitthvað kemur upp á, s.s. missir sjónar, aflögun á línum, flygsur, glampar, verkir í augum, aðskota- hlutstilfinning, roði og tvísýni. Settu augun í öndvegi og farðu reglulega til augnlæknis. Hversu oft á að fara til augnlæknis? Augnheilsugæsla er sjálfsögð segir Jóhannes Kári Kristinsson » Við þurfum að hugsavel um þessi við- kvæmu líffæri. Alls kyns sjúkdómar geta herjað á þessar dýrmætu perlur, sem mælast einungis rúmir tveir sentímetrar að þvermáli. Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er augnlæknir. ÞAU ánægjulegu tíðindi bárust nýlega frá Sameinuðu þjóðunum að Íslendingar væru í efsta sæti á lífs- kjaralista samtakanna, Human Development Report 2007. Í þessu sam- bandi var þó sér- kennilegt að heyra til sumra þingmanna, bæði í ræðu og riti, blanda Evrópu- umræðunni á Íslandi inn í þennan árangur. Staðreyndin er nefni- lega sú að það hefur lítil áhrif á röðun á þennan lista hvort Ís- land er fullgildur með- limur í Evrópusam- bandinu eða ekki. Lífskjaravísitala Sameinuðu þjóðanna notar þrjá mælikvarða til að meta árangur. 1. vísitölu langlífis sem nýfædd börn eiga í vændum. 2. vísitölu mennt- unar sem ræðst að einum þriðja af full- orðinsfræðslu og tveimur þriðju af sam- anlagðri skólasókn á öllum skólastigum. 3. vísitölu kaupmáttar þjóð- artekna á mann. Evrópusambandið er samstarf sjálfstæðra ríkja sem hafa ákveðið að vinna náið saman á ákveðnum sviðum, meðal annars í atvinnu- og efnahagsmálum. Í þessum mála- flokkum þurfa löndin að lúta ákveð- inni yfirstjórn ESB. Hins vegur kemur Evrópusambandið lítið ná- lægt uppbyggingu á heilbrigðis- og menntamálum í aðildarlöndunum nema þá óbeint í gegnum samstarf í gegnum mennta- og lýðheilsuáætl- anir sambandsins. Það er því ljóst að tveir fyrstu mælikvarðar S.Þ. á lífskjaralistanum hafa lítið sem ekk- ert með Evrópusambandsaðild að gera. Þátttaka Íslands í Evrópusam- runanum, þá sérstaklega aðild okk- ar að EES, er að flestra mati einn lykilþátturinn í þeirri miklu lífs- kjaraaukningu sem átt hefur sér stað á Íslandi und- anfarin ár. Þó hafa margir hagfræðingar og forráðamenn í ís- lensku atvinnulífi bent á að ójafnvægi í hag- kerfinu og að örmyntin króna skapi óþarfa flækjustig og dragi þar með úr verðmæta- sköpun hér á landi. Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur meðal annars birt rannsóknir sem sýna að aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptaka evru myndi auka þjóðarframleiðslu um 4% og erlend við- skipti um 12%. Þetta sýnir, þvert á fullyrðingar margra andstæðinga Evrópu- sambandsaðildar á Ís- landi, að það myndi hafa jákvæð efnahags- leg áhrif á Íslandi að ganga í ESB. Innganga í sambandið myndi því eingöngu styrkja stöðu okkar á toppi lífs- kjaralista Sameinuðu þjóðanna. Svarið við fyrirsögn minni á þessari grein liggur því í augum uppi. Aðild að Evrópusambandinu hefur lítið sem ekkert með ungbarnadauða að gera. Með sömu rökum og þessir þingmenn hafa beitt mætti einnig færa sönnur á að fjarvera Íslands úr Alþjóðakjarnorkumálastofn- uninni hefði tryggt okkur fyrsta sætið á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna! Mun ungbarna- dauði aukast við inngöngu í ESB? Andrés Pétursson skrifar um lífskjör Andrés Pétursson » Árangur á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna hefur lítið sem ekkert með Evrópusam- bandsaðild að gera. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.