Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Níels RafnNíelsson fæddist á Hofsósi 19. desem- ber 1944. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Níels Hermannsson frá Ysta-Mói í Fljót- um, f. 27. júlí 1915, d. 5. september 1997, og Hrefna Skagfjörð frá Hofs- ósi, f. 13. júní 1921. Þau skildu þegar Níels var fjögra ára. Eldri bræð- ur Níelsar eru: Hermann Páll, f. 1. október 1941, og Björn Jón, f. 18. nóvember 1942. Systkini Níelsar, börn Hrefnu og Þórðar Kristjánssonar, f. 27. september 1926, d. 21. október 1988, eru: Halldóra Kristbjörg, f. 4. nóv- ember 1949, Þórður Pálmi, f. 2. júní 1953, og Guðrún Elín, f. 26. apríl 1960, d. 11. febrúar 1961. Systir Níelsar, dóttir Níelsar og Steinunnar Jóhannsdóttur, f. 27. desember 1918, d. 14. janúar 2005, er Hanna, f. 15. júní 1954. Níels Rafn kvæntist 30. desem- ber 1966 Guðbjörgu Elsu Sigur- jónsdóttur frá Sauðarkróki, f. 25. september 1946, dóttur Sigurjóns Þóroddssonar frá Alviðru í Dýra- firði f. 16. september 1914, d. 23. nóvember 1997, og Huldu Sig- urbjörnsdóttur frá Grófargili í Seyluhreppi, f. 4. september 1922. Börn Níelsar og Guð- bjargar eru: 1) Sig- urjón Ómar, f. 9. september 1965, 2) Anna Björg, f. 29. janúar 1970, maki Sigurður Sigurðs- son, f. 11. desember 1971, börn þeirra eru Arnar Bjarki, f. 3. maí 1992, Glódís Rún, f. 12. febrúar 2002, og Védís Huld, f. 5. janúar 2004, og 3) Níels Birgir, f. 4. október 1978, sambýliskona Svanborg Gísladóttir, f. 6. apríl 1978. Níels gekk í barnaskólann á Hofsósi og unglingaskóla í Reyk- holti, en lauk síðan miðskólaprófi frá Laugarvatni. Níels vann fram- an af í byggingarvinnu í Skaga- firði með föður sínum á sumrin, en var á vertíðum á vetrum. 1965 fluttu Níels og Guðbjörg til Reykjavíkur og síðar í Kópavog. Níels hóf nám í bifvélavirkjun meðfram vinnu, og rak til margra ára Bifreiðaverkstæði Harðar og Níelsar í Kópavogi ásamt Herði Þorvaldssyni. Níels var virkur fé- lagi í Björgunarsveitinni Stefni í Kópavogi og sat m.a. í almanna- varnanefnd Kópavogs. Níels og Guðbjörg bjuggu alla tíð í Kópa- vogi, lengst af í Brekkutúni 1, sem þau byggðu sjálf. Útför Níelsar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Það er með söknuði sem ég skrifa þessar línur til að minnast þín. Kallið kom svo fljótt og þó að þú værir orðinn svona mikið veikur var ég samt svo óviðbúinn. Það var sárt að vera svona langt í burtu þegar þú kvaddir þetta líf. Ég hefði viljað vera hjá þér á þeirri stundu, en því miður varð það ekki þannig. Ég er þakklátur fyrir síðasta dag- inn sem við áttum saman. Þann dag kvöddumst við með kossi og faðm- lagi og ósk þinni um að ég myndi gera góð viðskipti í ferð minni. Sennilega vissir þú þá að stutt væri eftir og að þetta væri okkar síðasti dagur saman. Ég er þakklátur fyrir þessa stund með þér og fannst við ná vel saman. Það var gott að geta orðið við ósk þinni og fært þér bók- ina sem þú baðst um áritaða af höf- undi. Ég náði reyndar ekki að klára mín viðskipti í þessari ferð, en náði samt að koma á samböndum sem gætu orðið gott upphaf að ein- hverju nýju, þökk sé þér. Það var ekki gott upplifa hvað þú varst kvalinn og veikur síðustu dagana og að vita að þér fannst þetta ekki vera neitt líf sem þú áttir síðustu vikurnar. Því er það í sjálfu sér léttir að þú þurftir ekki að upplifa meira af slíku. Þú varst alltaf sjálf- stæður og vanur að sjá um þig og þína sjálfur og því hefði þér þótt erfitt að vera upp á aðra kominn eins og stefndi í. Það koma margar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til þín og þær eru allar góð- ar. Það var gott að eiga þig sem föður og ég lærði svo sannarlega margt af þér og er ég þakklátur fyrir það. Þú bjóst yfir miklum hæfileikum sem þú fórst alltaf svo vel með og ég held að það sé næst- um ekki neitt sem þú ekki gast eða kunnir. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið eitthvað af þínum hæfi- leikum, því þeir hafa nýst mér vel. Þú hafðir lag á að gefa manni laus- an tauminn til að prófa sig áfram og gera tilraunir, en ef maður var á rangri leið gat maður treyst á hjálp þína til að komast á rétta sporið. Það verður gott á komandi tíma að geta yljað sér við þær góðu minningar sem ég á um þig. Það var svo margt sem við gerðum saman í gegnum tíðina. Öll ferða- lögin sem við fórum eiga sinn stað í minningunni. Ég held að það sé varla til sá staður á landinu okkar sem þið mamma fóruð ekki með okkur á. Ekki er hægt að gleyma ferðunum sem við fórum saman með björgunarsveitinni, bæði á æf- ingum, ferðalögum og í leitum. Sem strákgutti upplifði ég sumar þess- ara ferða sem svaðilfarir, en veit í dag að alltaf var farið af öryggi. Ég mun bara eiga og geyma góð- ar minningar um þig, pabbi minn, ásamt þakklæti fyrir allt sem þú gafst af þér. Það er gott til þess að vita að þú þarft ekki að kveljast lengur og þarft ekki að upplifa það að verða öðrum algjörlega háður. Ég veit að það var þér eins og okk- ur öllum erfitt síðustu dagana að fá þær fréttir að mamma væri orðin veik líka. En þú mátt vita að við munum standa saman með henni og að reynslan sem við öðluðumst í þínum veikindum mun nýtast okk- ur til að sigrast á hennar baráttu. Elsku pabbi, takk fyrir mig og allt það sem þú gafst mér. Þinn sonur Ómar. Ég var og er pabbastelpa, enda eina dóttir föður míns. Þegar ég var lítil notaði ég hvert tækifæri til að kúra hjá honum. Á kvöldin þeg- ar við horfðum á sjónvarpið, sat ég við hægri hlið pabba og hann lagði höndina yfir axlir mínar. Ég beið við gluggann eftir að hann kæmi heim frá vinnu, og þegar hann keyrði inná planið stökk ég niður stigana til að fagna honum. Svona leið æskan. Pabbi var hetjan mín. Pabbi var bílakall. Hann tók gamla bíla og gerði upp sem nýja. Einn af þeim var Range Rover, sem við eignuðumst. Þennan bíl endur- byggði hann tvisvar sinnum og á honum ferðuðumst við um landið. Það er varla til sá staður sem við komum ekki til. Foreldrar mínir eru úr Skaga- firði, þangað var farið á hverju sumri og alltaf í Fljótin, þar sem pabbi ólst upp að hluta. Ég fann að Fljótin voru honum afar kær og þó ég hafi aldrei verið þar lengur en í sumarfríum eru þau mér það einn- ig. Ég held að honum hafi liðið best þegar hann var þar að veiða. Þegar Arnar Bjarki sonur minn var orð- inn nógu gamall til að halda á stöng var honum boðið með afa og ömmu til veiða í Fljótum. Þar fékk hann maríulaxinn sinn. Beit veiðiuggann af eins og afi sagði til um og missti sína fyrstu barnatönn í leiðinni. Elsku pabbi minn, þegar ég kynntist Sigga tókuð þið mamma honum strax opnum örmum og við fórum fljótlega að búa í kjallaran- um í Brekkutúni. Sú aðstoð sem þið veittuð okkur þá var ómetanleg, sem og allt sem þið mamma hafið gert fyrir okkur í gegnum tíðina. Þegar við fluttum í okkar fyrstu íbúð var gott að eiga þig að pabbi, því allt sem þú gerðir var unnið af mikilli vandvirkni og yfirvegun. Einhvern veginn gengur maður út frá því vísu að foreldrar manns verði fjörgamlir. Að maður hafi nægan tíma með þeim. Að börnin manns fái að njóta þeirra lengi og skapa með þeim góðar minningar. En Glódís Rún og Védís Huld eru svo litlar að þær hafa ekki fengið sinn tíma með afa. Ég mun ekki láta þær gleyma þér. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og að ég var hjá þér síðustu dagana. Ég hugga mig við að þú sért á góðum stað og að það sé eitthvað þarna fyrir handan sem taki við. Elsku pabbi, minning þín lifir í hjörtum okkar. Anna Björg. Kveðja til bróður Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Já, tíminn líður hratt og við erum orðin fullorðin, og núna ert þú far- inn frá mér, stóri bróðir. Þegar ég sest niður til að skrifa þessar línur er erfitt að finna orð til að lýsa hvernig það er að kveðja þann sem í mörg ár var stór hluti af lífi mínu. Þú varst næstum 10 ára þegar ég stormaði inn í líf þitt, pabba, Bjössa og Hermanns. Þið tókuð mér eins og sönnum herra- mönnum sæmir, sem lítilli prins- essu, og gáfuð ykkur alltaf tíma til að tala, hlusta og leika. En ekki minnst að gantast, því það er þann- ig sem ég man þig, alltaf að gera að gamni þínu og viljugur að leika og tala við litlu systur. Ég man eftir eftirvæntingunni þegar von var á þér í jóla- eða páskafrí. Það var erfitt að bíða, en ég sat þolinmóð við stofugluggann sem sneri í suður og fylgdist með öllum bílum sem keyrðu í átt að Hofsósi, það varð oft löng bið, svo löng að ég var löngu sofnuð þegar þú komst. Næstu daga var glatt á hjalla, við spiluðum á spil og töluðum saman. Núna erum við fullorðin og þú ert horfinn úr þessu lífi, en við sem þekktum þig komum til með að bera minninguna um þig með okk- ur um ókomin ár. Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, Og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Bugga, Ómar, Anna Björg, Níels Birgir og fjölskyldur, við biðjum algóðan Guð að vera með ykkur á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði, kæri bróðir, þín Hanna og fjölskylda. Elsku Níels frændi, eða Brói, eins og hann var oftast kallaður. Þá er komið að kveðjustund, svo allt of fljótt. Síðustu vikurnar voru þér erfiðar, en þú stóðst þig eins og hetja og kvartaðir aldrei, gerðir að gamni þínu ef þér leið aðeins betur. Það sýndi sig þegar ég heimsótti þig á líknardeildina og það er ég þakklát fyrir. Þú varst mér alltaf svo góður og umhyggjusamur. Það var mér ómetanlegt þegar þú komst fárveikur í jarðarför dóttur minnar. Ég á góðar minningar með þér og eru þær óteljandi eins og Níels Rafn Níelsson✝ Frænka okkar, RAGNHEIÐUR HERMANNSDÓTTIR, fv. deildarstjóri í Landsbanka Íslands, andaðist á Droplaugarstöðum v/Snorrabraut að kvöldi 5. desember. Systkinabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGFÚSSON, Stafholtsey, lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 5. desember. Sigríður Blöndal, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐJÓNSSONAR rafvirkjameistara, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Brautarlandi 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Arndís Guðjónsdóttir, Guðjón Magnús Jónsson, Sigríður Þorláksdóttir, Margrét Katrín Jónsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Björn Baldvinsson, Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, Halldór Kjartansson Björnsson, Arndís Guðjónsdóttir, Magnús Örn Guðmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Eva Björg Torfadóttir, Hrafn Eyjólfsson, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Halldór Ingi Hákonarson, Jón Örn Eyjólfsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, Árni Hilmar Holm, Seftjörn 20, lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd dætra, barnabarna og barnabarnabarna, Ingibjörg Sigtryggsdóttir. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, JÓHANN VALDIMAR KJARTANSSON, Grundargötu 64, Grundarfirði, sem lést á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Stærra-Árskógskirkju, Dalvíkurbyggð, laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Kjartan Jakob Valdimarsson, Auður Anna Gunnlaugsdóttir, Valgeir Hólm Kjartansson, Anna Júnía Kjartansdóttir, Ágústa Bjarney Kjartansdóttir, Valdimar Kjartansson, Kristin Jakobsdóttir, Gunnlaugur Konráðsson, Valborg María Stefánsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, Ólafur Böðvarsson, Skógarási, lést fimmtudaginn 5. desember. Inga Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.