Morgunblaðið - 07.12.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 37
✝ Katrín IngibjörgArndal fæddist í
Hafnarfirði 15. febr-
úar 1920. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Níelsína
Árný Ásbjörnsdóttir
Arndal, f. á Akranesi
30. jan.1899, d. 27.
nóv. 1983, og Krist-
ínus Finnbogason
Arndal, f. á Bíldudal
12. okt. 1897, d. 1.
apríl 1973. Katrín átti tvær alsyst-
ur, Elísabetu Þóru, f. 26. des. 1917,
d. 3. nóv. 1991, og Ásu Sigríði, f. 18.
des. 1918, d. 11. apríl 1919, einn
bróður sammæðra, Helga Angan-
týsson, f. 29. sept. 1926, og þrjú
systkin samfeðra, Guðbjörgu, f. 28.
apríl 1930, Stefán Guðna Jóhannes,
f. 26. ágúst 1931, og Finnboga, f. 9.
nóv. 1932.
Katrín giftist 31. mars 1944 Júl-
íusi Th. Helgasyni, f. 1. júlí 1921, d.
11. maí 1983, og bjuggu þau alla tíð
á Ísafirði. Foreldrar hans voru Sig-
mundur Óli Helgason, sonur þeirra
er Benjamín, f. 2005, búsett í
Grindavík. d) Kjartan Árni, f. 1985,
búsettur í Reykjavík. 3) Kjartan, f.
6. júlí 1950, d. 12. jan. 1984, maki
Gunnhildur Elíasdóttir, búsett á
Akranesi. Þau eignuðust tvö börn,
Helga Steinar, f. 1973, d. 1996, og
Katrínu, f. 1977, maki Ólafur Jóns-
son, búsett í Kópavogi. 4) Kristín, f.
22. maí 1956, búsett á Akranesi,
maki Hrólfur Ólafsson. Þau eiga
tvær dætur, Önnu Margréti, f.
1989, og Guðbjörgu Ásu, f. 1992.
Fyrir á Kristín Þórarin Snæfeld Jó-
hannsson, f. 1982, og Hrólfur á son-
inn Kristin Óla, f. 1981. 5) Harald-
ur, f. 6. júlí 1964, búsettur á Ísafirði,
maki Ingibjörg Einarsdóttir. Þau
eiga fjögur börn, Ármann, f. 1989,
Júlíönu, f. 1991, og tvíburana Mar-
geir og Þorberg, f. 1997.
Katrín lauk prófi úr Hjúkrunar-
kvennaskóla Íslands vorið 1943 og
hóf þá störf á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði. Síðan var hún að
mestu heima meðan börnin voru
ung en vann af og til ýmis störf, t.d.
hjá Hjartavernd. Lengi var hún
gjaldkeri í stjórn SÍBS á Ísafirði.
Hún vann svo á rannsóknarstofu
Fjórðungssjúkrahússins síðustu
starfsár sín og hætti þar 74 ára
gömul.
Útför Katrínar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
ríður Jónasdóttir, f. í
Reykjarfirði við Arn-
arfjörð 24. des. 1897,
d. 8. apríl 1981, og
Helgi Þorbergsson, f.
á Bíldudal 2. okt.
1895, d. 17. júlí 1964.
Katrín og Júlíus eign-
uðust fimm börn, þau
eru: 1) Helgi, f. 14.
okt. 1945, búsettur í
Reykjavík. 2) Sigríður
Katrín, f. 5. jan. 1948,
búsett á Stöðvarfirði,
maki Albert Ómar
Geirsson. Þau eiga
fjögur börn, þau eru: a) Júlíus Al-
bert, f. 1974, maki Helga Hjörleifs-
dóttir. Þau eiga þrjá drengi, Helga
Steinar, f. 2000, Bergsvein Ómar, f.
2003, og Sæþór Karl, f. 2006, búsett
á Hornafirði. Fyrir á Helga þrjú
börn, Unnar Örn, Freydísi Hrund,
sonur hennar Magnús Orri, og
Lindu Hrönn. b) Ari Páll, f. 1976,
maki Lilja E. Kristjánsdóttir. Þau
eiga þrjá drengi, Albert Elías, f.
2000, Árna Dag, f. 2002, og Ágúst
Örn, f. 2004, búsett í Hafnarfirði. c)
Hjördís Sigríður, f. 1980, maki Guð-
Mamma mín er látin og ekkert
verður eins og það var þegar hún,
sem var fasti punkturinn í lífi svo
margra, er farin með öll sín góðu ráð
og sína óbilandi þolinmæði. Hún var
enn sterk og óbuguð þótt hún hafi síð-
ur en svo farið varhluta af erfiðleik-
um og sorg í lífinu. Ég læt hér fara
með orð sem hún sagði sjálf rétt fyrir
dauða sinn: „Ég hef átt yndislegt líf
þrátt fyrir allt og ég vil senda þakkir
til allra.“ Sjálf naut ég þeirrar gæfu
að ná að dánarbeði hennar fyrir and-
lát og sú stund mun ávallt vera mér í
minni sem heilög stund, því slíkur var
styrkur og trú mömmu að með ólík-
indum er. Hún fór í þeirri fullvissu að
hún væri aðeins að skipta um aðset-
ur, fyrir henni var dauðinn ekki enda-
lok heldur eilift líf. Langar mig að
setja hér inn síðasta versið úr sálmi
nr. 190 eftir Valdimar Briem en það
lýsir vel þeirri friðarstund sem við
áttum saman.
Lát opnast himins hlið
þá héðan burt ég fer,
mitt andlát vertu við
og veit mér frið hjá þér.
Þá augun ekkert sjá
og eyrun heyra’ei meir
og tungan mæla’ei má,
þá mitt þú andvarp heyr.
Á tímamótum sem þessum reikar
hugurinn víða og þá gjarnan til æsku-
áranna. Mamma var hjúkrunarkona,
hún útskrifaðist vorið 1943 og fór þá
til vinnu á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Þar kynntist hún ungum manni, Júl-
íusi Helgasyni, og þau felldu hugi
saman og varð þá ekki aftur snúið og
bjó hún á Ísafirði til æviloka en það
hafði nú ekki verið ætlunin í upphafi.
Samband mömmu og pabba var alla
tíð mjög innilegt og tel ég að það hafi
orðið mér gott veganesti út í lífið að
upplifa hvernig þau voru hvort við
annað. Mamma hefur nú verið ekkja í
24 ár og veit ég að einmitt þessi árs-
tími, aðventan, jól og áramót, hefur
alla tíð verið henni erfiður eftir að
pabbi fór. Það var yndislegt að upp-
lifa rétt fyrir andlát mömmu að hún
brosti, leit í kringum sig og sagði:
„Nú fer ég að fara, þeir eru komnir að
sækja mig,“ og átti þar við pabba,
Kjartan bróður og Helga Steinar son
hans, sem allir eru farnir á undan
henni.
Í æsku minni vann mamma ekki úti
og heimilishald því í föstum skorðum
og mamma alltaf til staðar fyrir okk-
ur. Skemmtilegast þótti mér þegar
hún spilaði fyrir okkur á píanóið og
við dönsuðum í kringum sófaborðið.
Þá hétu lögin í okkar huga „hlaupa-
lagið“ eða „göngulagið“ eftir því hvað
takturinn var hraður. Eins man ég
eftir sorglegum lögum eins og „Litli
vin“, „Til eru fræ“ o.fl. og voru þá oft
felld tár yfir textunum sem mamma
útskýrði fyrir okkur. Alltaf voru vinir
okkar velkomnir á heimilið og glatt á
hjalla í kringum mömmu, hún var
eins og ein af okkur, alltaf til í að
spjalla, spá í bolla fyrir okkur vinkon-
urnar, spila gömlu jómfrú eða hjóna-
sæng eða bara vera til staðar. Það
eru margar góðar minningar frá
þessum tíma og þar er mamma með á
hverri mynd. Það hefur oft komið upp
í hugann síðustu daga „já þetta verð
ég að segja mömmu“ en svo kemur
raunveruleikinn í ljós – það verða
ekki fleiri símtöl við mömmu.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim
sem reyndust mömmu vel á lífsleið-
inni bæði í sæld og þraut og sérstakar
þakkir færi ég starfsfólki.
Sigríður Katrín Júlíusdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Amma mín Katrín verður lögð til
hinstu hvíldar dag.
Það er skrítið að hugsa til þess að
þegar ég kom og hitti þig á Landspít-
alanum um daginn væri það í síðasta
skipti sem ég talaði við þig. Eftir
stutta sjúkrahúslegu kvaddirðu
þennan heim 29. nóvember. Ég var
ekki frekar en aðrir í fjölskyldunni
undir það búin, því þú varst alltaf svo
hress og ég man aldrei eftir að hafa
heimsótt þig á spítala áður.
Að missa þig, elsku amma mín, er
miklu meira heldur en að missa
ömmu. Þú hefur alltaf verið einn
minn besti vinur og tenging við föð-
urfjölskylduna mína. Ég á eftir að
sakna þess sárt þegar ég kem næst á
Ísafjörð að geta ekki rennt til þín á
Hlíf, fengið ísblóm og horft á Leið-
arljós.
Alveg síðan ég var lítil stelpa þá
gat ég alltaf leitað til þín með allt milli
himins og jarðar.
Þegar ég settist niður til að skrifa
þessa grein þá komu strax nokkur
minningabrot upp í hugann.
Kistan þín með skrítnu lyktinni þar
sem alltaf kom eitthvað nýtt og
spennandi í ljós, kjallarinn á Engja-
veginum sem hafði alveg ótrúlegustu
hluti að geyma, þú að kenna mér að
hekla utan um herðatré, sem ég get
trúað að hafi reynt á þolinmæðina og
svo auðvitað allar Blámýrarferðirnar
sem voru alltaf svo líflegar og
skemmtilegar.
Ég veit að núna hefurðu fengið
hvíldina þína og ég veit að feðgarnir
taka vel á móti þér.
Elsku amma mín, hvíl í friði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín,
Katrín.
Sæl nafna, þannig eru ávarpsorð
nöfnu minnar, þegar ég slæ á þráðinn
til að frétta það nýjasta að vestan. Við
höfum þekkst ærið lengi og síðustu
árin höfum við mest haldið sambandi
gegnum símann. Við kynntumst þeg-
ar ég kom vestur hér um árið 1988 og
hóf að vinna á rannsókn á FSI. Hún
var mín hjálparhönd alla tíð og sýndi
mér alveg takmarkalausa þolinmæði.
Hún sá um að öll sýni og póstur væri
rétt frá genginn og kæmist í tæka tíð
með honum Gutta út á völl.
Það var ómetanlegt að hafa hana
sér við hlið, reynda hjúkrunarkonu
sem gat gengið í öll verk fumlaust og
af öryggi. Sumir voru nú ekkert allt
of hrifnir af því að láta stinga sig,
börnin þá sérstaklega, þá kom Katrin
Arndal og spurði hvort ekki mætti
sýna þeim smádót og fór svo að segja
þeim sögu. Umræður inni á rannsókn
voru oft ansi fjörlegar, sérstaklega
þegar við fengum skemmtilega
kúnna í heimsókn. Það var aldrei
neinn asi en samt gekk allt fumlaust
og átakalaust fyrir sig. Það sem ein-
kenndi Katrínu Arndal öðru fremur
var hve hún var réttsýn, sanngjörn,
yfirveguð með skemmtilega kímni-
gáfu sem kom best í ljós í góðra vina
hópi. Hún var kletturinn, sem stóð
föst þrátt fyrir holskeflur og ólgusjó.
Hún missti maka, son og sonarson,
alla úr sama sjúkdómnum, en bugð-
ast ei. Þessi erfiða lífsreynsla gerði
það að verkum að allur hégómi og eft-
irsókn eftir vindi var henni víðs fjarri.
Hún hafði yndi af því að fá fjöl-
skylduna í heimsókn og þegar hún
bjó í húsinu sínu við Engjaveginn þá
var hún með boð hver áramót á gaml-
ársdag, þá komu allir í fjölskyldunni.
Ég var svo lánsöm að komast einu
sinni í þetta boð og man ennþá hvað
purusteikin var góð. Hún naut þess
að hafa alla hjá sér, það var gleði og
allir fóru saddir heim.
Það kom líka alltaf einn pakki fyrir
jólin frá jólasveininum fyrir vestan til
stelpunnar minnar. Stundum fylgdu
líka með heklaðir pottaleppar sem
komu í góðar þarfir. Það var oft erfitt
að finna eitthvað til að gefa henni,
hún sagði oftast: „Þú átt ekkert að
vera að gefa mér, ég á allt.“ Eitt árið
datt mér í hug að hún hefði gaman af
að lyfta sér upp þegar hún kæmi suð-
ur. Sendi henni gjafabréf með leik-
húsmiðum. Hún var ánægð með það.
Við hittumst síðast núna í haust
þegar hún kom suður og var um tíma
í íbúðinni sinni á Bræðraborgarstígn-
um. Við áttum góðar stundir og hún
sagði mér að nú ætlaði hún að koma
fljótlega suður aftur seinna í vetur.
Mig langar að þakka fyrir það að
hafa fengið að kynnast henni nöfnu
minni. Við náðum að halda góðu sam-
bandi með hjálp símans og aldrei leið
langur tími án þess við heyrðumst.
Í vikunni sem leið sló ég oft á þráð-
inn en enginn ansaði.
Var að hugsa hverju sætti. Óraði
ekki fyrir hver ástæðan væri.
Að lokum langar mig að senda öll-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur. Megi góður guð veita ykk-
ur styrk á erfiðum stundum.
Þú sæla heimsins svalalind
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
(Kristján Jónsson)
Katrín Þorsteinsdóttir.
Katrín Ingibjörg
Arndal
✝ GuðmundurBragi Jóhanns-
son fæddist í
Reykjavík 21. ágúst
1964. Hann lést á
heimili sínu, Berg-
vegi 20 í Keflavík,
30. nóvember síð-
astliðinn. Forelrar
hans eru Auður
Helga Samúels-
dóttir, látin og
Jóhann Levi Guð-
mundsson. Guð-
mundur á stóran
systkinahóp. Sam-
feðra eru Sigrún, Aðalsteinn
Heimir, Dagný og Jóhann Levi.
Sammæðra eru Garðar Reynis-
son, María Reynisdóttir, Grétar
Sverrisson, Reynir Sverrisson og
Sigurður Sverrisson.
Sambýliskona Guðmundar til
margra ára er Katr-
in O. Johannesen, f.
29.5. 1972. Dætur
þeirra eru Auður
Elísabet, f. 28.10.
1991, Hrafnhildur
Rósa, f. 24.4. 1993
og Álfheiður Snæ-
dís, f. 9.9. 1998.
Börn Guðmundar
eru Árný Rósa, f.
15.8. 1982, Sigur-
laug Helga, f. 8.9.
1982, Elsa Valdís, f.
10.2. 1992 og Bjarni
Jón, f. 12.8. 1993.
Guðmundur var þúsund þjala
smiður, lengst af vann hann við
bíla, keyrði og gerði við þá.
Guðmundur Bragi verður jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem.)
Nú ertu farinn, farinn frá mér en
þú ávallt munt vera á góðum stað, í
hjarta mér.
Elsku pabbi söknum þín sárt, far
þú í friði.
Ástarkveðjur
Bjarni Jón og Elsa Valdís.
Guðmundur
Bragi Jóhannsson
t.d. öll ættarmótin og allar heim-
sóknirnar. Og þú varst mér svo
miklu meira en bara föðurbróðir.
Þú varst sá eini sem fékk að kalla
mig Guddu en það fær enginn.
Skagafjörður fagra sveit,
frá þér sindrar líf og kraftur
Frá efsta tind’ að ysta reit,
þig allir þrá að líta aftur.
Frá innsta dal á ystu nafir
þú öllum veitir dýrðargjafir.
Þú hefur fóstrað fyrr og nú
fagrar meyjar, væna syni.
Fólk sem dáir tryggð og trú,
traustan stofn af góðu kyni.
Allir þínir niðjar njóti
náðar guðs og blessun hljóti.
(Haraldur Hjálmarsson.)
Með söknuði kveð ég þig. Að-
standendum hans öllum votta ég
samúð mína.
Þín
Guðrún Elín Björnsdóttir.
Við Níels rákum saman bifreiða-
verkstæði í Vesturvörinni í rúman
aldarfjórðung. Á vináttu okkar og
samstarf bar aldrei skugga. Níels
var ljúflingur og hafði góða nær-
veru. Ég minnist með söknuði allra
góðu stundanna er við áttum saman
á verkstæðinu og ásamt öðrum fé-
lögum sem sinntu ýmsum störfum í
nágrenni við okkur. Á kaffistund-
unum er við áttum saman voru ým-
is mál krufin til mergjar og glatt
var oft á hjalla í þorrablótum og
skötuveislum. Við Níels fórum
ásamt fleirum í margar veiðiferðir
og þá var Níels jafnan kokkurinn
og kom okkur hinum oft mikið á
óvart með kræsingum sem hann
reiddi fram. Ég vil þakka vini mín-
um Níelsi samfylgdina og sendi
jafnframt innilegar samúðarkveðj-
ur til ástvina hans.
Hörður Þorvaldsson.
Kveðja frá Stefnisfélögum
Enn hefur verið höggvið skarð í
litla vinahópinn. Þriðjudaginn 27.
nóvember barst hörmuleg andláts-
frétt, Níels vinur okkar hafði látist
þá um daginn. Þó hann hafi átt við
erfið veikindi að stríða sl. ár koma
slíkar fréttir oftast öllum að óvör-
um eins og vorið 2002, en þá lést
Guðlaugur Halldórsson félagi okk-
ar langt um aldur fram.
Það hefur verið árið 1970 sem
Nilli, eins og hann oftast var kall-
aður, gekk til liðs við Björgunar-
sveitina Stefni í Kópavogi, sem var
deild innan Slysavarnafélags Ís-
lands. Þetta var lítill en traustur fé-
lagsskapur og bundust menn þar
vináttuböndum sem halda enn þann
dag í dag. Það kom strax í ljós að
Skagfirðingurinn var bráðlaginn í
bíla- og í tækjaviðgerðum.
Fljótlega eftir að Nilli kom til
starfa í Stefni hóf hann nám í bif-
vélavirkjun og nýttust kraftar hans
því vel í sveitinni, þar sem tæki
sveitanna voru oftast gömul og slit-
in, enda ekki til peningar til að
kaupa nýja hluti. Hann var sér-
staklega laginn við akstur í snjó og
var aðdáunarvert hversu góða til-
finningu hann hafði fyrir þeim
tækjum og tólum sem hann stjórn-
aði.
Nilli var fljótt valinn til ábyrgð-
arstarfa fyrir sveitina, hann var um
tíma gjaldkeri og formaður, auk
þess sem hann var fulltrúi í Al-
mannvarnanefnd Kópavogs.
Nú síðastliðið vor hittumst við
gömlu félagarnir eins og við reynd-
ar höfum gert undanfarin ár, og
áttum frábæra kvöldstund saman
ásamt eiginkonum okkar. Þó að
ljóst væri að Nilli gengi ekki heill
til skógar, var kátt yfir hópnum.
Þegar nafn eins okkar var dregið
úr hattinum og ljóst var að næst
skildum við hittast austur á Kirkju-
bæjarklaustri, en þar býr einn af
okkar gömlu félögum, datt engu
okkar í hug að þetta væri í síðasta
skiptið sem við hittumst öll saman.
Með þessum orðum þökkum við
Nilla samfylgdina og vottum Guð-
björgu konu hans, börnum og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúð.
Einar Vilhjálmsson.