Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nei, takk, ekki húfuna, Jón minn, sjóhatturinn hefur dugað mér hingað til. VEÐUR Í jólablaði Vísbendingar er viðtalvið Þór Vigfússon, einn af þeim „efnilegu mönnum“ sem Einar Ol- geirsson handvaldi til náms í Aust- ur-Þýskalandi um miðjan sjötta ára- tuginn. Þetta voru „menn sem áttu að mennta sig að sósíalískum hætti og koma svo heim og verða dyggir liðsmenn í því að gera Ísland að sósíalísku ríki“, segir Þór. „Svona var þetta þótt það væri aldrei sagt upphátt á þessum árum, aldrei.“     Það er hverjumhollt að heyra lýsingu Þórs á samfélag- inu austan tjalds. Þór lærði hag- fræði í Leipzig og í „öllu náminu var gengið út frá því að kenningar Marx og Engels í hagfræði væru upphaf og endir alls, en lítillega var minnst á menn eins og Adam Smith og Ric- ardo, sem hefðu gert eitt og annað ágætt sem Marx hefði stórlega end- urbætt … Mikið var hlegið að Malthusi og kenningum hans …“     Erfiðara var að flétta hug-myndafræði Marx og Engels inn í hagnýtari greinar, svo sem bók- færslu og tölfræði, en þó man Þór eftir því að tölfræðikennarinn „sagði í fyrsta tímanum að tölfræðin væri byltingarkennd teoría af marx- lenínískum toga“.     Eftir heimkomuna vann Þór hjámiðstjórn Alþýðubandalagsins. Eftir að Morgunblaðið birti kafla úr SÍA-skýrslunum árið 1962, sem námsmenn höfðu sent Einari, lagði Þór ásamt Hjalta Kristgeirssyni hart að Einari Olgeirssyni að segja að austurþýska ríkið væri í raun ein stór lygi. „Einar samsinnti öllu sem við sögðum en sagði alltaf: Þetta er allt rétt sem þið segið en við skulum ekki gera neitt núna.“ Sjálfur hélt Þór áfram að verja hugmyndina og hin sósíalísku fræði um langt skeið, þar til sósíalisminn datt af honum, „en ég varði aldrei A-Þýskaland op- inberlega nema þá með þögninni“. STAKSTEINAR Þór Vigfússon Ísland og sósíalisminn í austri SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                     ! "#$#  %# %  #$#  %# %  &"" 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        !             :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %  % % '% % % % %  % %  %'  %  % % %'  '%                          *$BC ####                            !   "  #$  $          %  &     #   '  *! $$ B *! ($) * # #) #    +, <2 <! <2 <! <2 (* #- " .#/  0 C -                 B  D 8    2!  (  !   $         )        !     *    *  D6 B  %!    # ('  #          ! $ % '  /      $  +         %       1& #$#22  #+ $#3  +#- " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ómar R. Valdimarsson | 20. desember Vetrarsólstöður á laugardaginn Samkvæmt Wikipediu verða vetrarsólstöður stundvíslega kl. 06:08 á nk. laugardag. Geri ráð fyrir því að það þýði að nóttin verði ekki svartari en akkúrat þá og að eftir það taki dag að lengja. Guði sé lof. Sá um daginn sérstakan lampa í Elko sem líkir eftir dagsbirtu. Þar er líka hægt að kaupa sérstakan útvarpsvekj- ara með lampa, sem líkir … Meira: omarr.blog.is Þorsteinn Siglaugsson | 20. desember Ekki merki um samráð Lítill verðmunur er alls ekki merki um samráð. Mörgum hefur orðið tíð- rætt um krónumuninn á Bónus og Krónunni og talið hann merki um verðsamráð. Það er hins vegar fjarri því að vera endilega rétt skýring, því miklu nærtækara er að skýra verðmuninn þannig: 1. Bónus hefur lýst yfir þeirri stefnu að vera ávallt með lægsta verð á markaðnum. 2. Þegar verðstríð hafa komið … Meira: tsiglaugsson.blog.is Jóhann Elíasson | 20. desember Hæpið að verðbólgumarkmið náist … Þetta getur nú hver maður sagt sér sjálfur. Gengismálin VERÐA að jafna sig, gengi krón- unnar þarf að lækka og það verður líka að verða stöðugt. Það er ekki hægt að bjóða nokkurri atvinnugrein eða almenningi upp á þann óstöð- ugleika, sem ríkt hefur hér á landi síð- ustu mánuði og … Meira: johanneliasson.blog.is Þorsteinn Ingimarsson | 20. desember Jólaskap hjá mér en ekki bankanum mínum Jæja þá held ég bara að ég sé loksins kominn í jólagírinn. Kreditkortið ennþá opið og jólatréð komið inní stofu, bíður eftir að vera skreytt. Bú- inn að setja upp allar seríurnar úti og inni, þær síðustu fóru upp á þriðjudagskvöldið þegar loksins lygndi. Þá er bara eftir að huga að jóla- matnum og gjöfunum. Er í smá dilemma varðandi eina barnagjöf sem ég þarf að kaupa, spurning er á ég að kaupa hana í Toys „R“ sem komu á markaðinn og lækkuðu verðið eitthvað lítillega eða á ég að fara í „Just4Kids“ sem virðast vera ódýrari en hafa að vísu okrað á okkur hingað til!! Þetta er efinn. Nágranninn virðist vera kominn í jólaskap líka, en hann bankaði uppá hjá mér áðan og gaf mér poka af þessu fína jólakaffi. Aha. NB þetta var ekki nágranninn sem ég ætlaði að búta niður um daginn með keðjusög- inni heldur hinn. Bankinn minn er ekki alveg að finna sig í jólastemmningunni þetta árið. Í fyrra sendi hann mér jólagjöf, hélt fyrst þegar ég sá hana að það væri húfa en fékk svo að vita að það væri brauð- karfa. En fyrir þessi jól þá var jólagjöfin lítið borðdagatal svona eins og liggur frammi á borðum gjaldkeranna. Minna gat það nú ekki verið fyrir öll þjón- ustugjöldin og vaxtaokrið sem ég hef styrkt hann í þetta árið (eins og hin reyndar líka). En bankanum mínum er svosem vorkunn enda árið ekki það bezta fyrir hann og vízt lítið um bón- usgreiðslur. Annars er mér alveg sama. Læt svo fylgja með hugljúfa jólasögu til að enda þetta fína jólablogg hjá mér. Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á afturfótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlingsálfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tíma- áætlun. Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að … Meira: thorsteinni.blog.is BLOG.IS GLEÐILEG JÓL Ármúla 23 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.