Morgunblaðið - 21.12.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 21.12.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU HÆGT er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með framleiðslukostnað um 15% með því að draga úr pró- teinnotkun og auka fitu. Þá er hægt að lækka fóður- kostnað með því að nota ódýrara fiski- mjöl og hrá- efni úr jurta- ríkinu í fóðrið, aðallega hjá stærri fiski, að því er fram kemur í rannsókn á þróun sjófiskafóðurs. Verkefnið: Þróun sjófiskafóðurs er samstarfsverkefni Matís, Fóðurverksmiðjunnar Laxár, Háskólans á Hólum, Versins á Sauðárkróki og Háskólans á Akur- eyri. Það var styrkt af AVS rann- sóknasjóði. Jón Árnason, deildar- stjóri á eldisdeild Matís, segir mikilvægt að rannsaka sérstaklega fóður fyrir fiskeldi því það sé lang- stærsti einstaki kostnaðarliður eld- isfyrirtækja vegna framleiðslunnar, eða í kringum 55% af rekstrar- kostnaði við framleiðslu á hvert kg af þorski. Nýjar rannsóknir nauðsynlegar „Stór hluti rannsókna á fóðri á heimsvísu hefur hingað til verði unninn innan fóðurfyrirtækja og þess vegna eru niðurstöður oft ekki opinberar. Því skiptir miklu máli fyrir fiskeldisfyrirtæki hér á landi að fá í hendur nýjar rannsóknir um hvernig þau geti lækkað kostnað,“ segir Jón. Hann segir að þorskur bregðist við mismunandi hráefnum í fóðri; hann hafi þörf fyrir ýmis nær- ingarefni en einkum mikla þörf fyrir prótein, sem sé nauðsynlegur þáttur til uppbyggingar á fiskholdi. Pró- teinið er hins vegar dýrasta meg- inhráefnið í fóðurgerð. „Það skiptir þorskinn ekki öllu máli að fá allt próteinið úr hágæða fiskimjöli heldur getur hann að vissu marki nýtt sér aðrar gerðir fiskimjöls og prótein úr jurtarík- inu,“ segir Jón. Niðurstöður til- rauna með mismikið prótein í fóðri sýna að ekki sé tölfræðilegur munur á vexti ef prótein er aukið umfram 48% í 70 g fiski. Þá sé ekki ávinn- ingur að því að auka prótein um- fram 39-43% í fóðri fyrir 600 g fisk. Það er því hægt að lækka hráefn- iskostnað með því að lækka prótein- innihald í fóðri frá því sem er í dag án þess að það komi niður á vexti. Ýmsir möguleikar Þá segir Jón að aukning fitu í fóðri valdi einhverri aukningu í lifr- arprósentu hjá 500-800 g þorski en hún sé innan þess sem fundist hafi í villtum þorski við landið. Þó sé marktækt hærri lifrarprósenta í smærri þorski við aukna fitu í fóðri. Þetta þýðir að hægt er að skipta út próteini fyrir fitu upp að vissu marki. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi til þess að lækka fóðurkostnað. Hægt sé að nota mis- munandi hráefni og lækka prótein miðað við notkun dagsins í dag. Þá er ennfremur mögulegt að nota meiri fitu, einkum í stærri fiski. Jón segir að afrakstur rannsókna á fóðri fyrir þorskeldi hér á landi sé ótví- ræður. „Niðurstöður benda til þess að hægt sé að lækka fóðurverð um 30% og lækka þar með framleiðslukostn- að á þorski um 15%, ef tekið er mið af hráefnisverði frá því fyrr á þessu ári. Þá eru tækifæri til þess að lækka fóðurkostnað enn frekar með því að stilla nákvæmlega af hlutföll hráefna í fóðri með hliðsjón af melt- anleika næringarefnanna í þeim.“ Hægt að lækka fóðurverð um 30% BÁTSMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði hefur afgreitt nýjan Cleo- patra-bát til Kjøllefjord, í Finn- merkurfylki í Noregi. Kaupandi bátsins er Striptind AS. Eigendur Striptind AS eru Frode Lyngdal, Tor Petter Krogh og Jonny Ped- ersen sem jafnframt verða skip- verjar á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Vårliner. Báturinn mælist 15 brúttótonn og er af gerðinni Cleo- patra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38. Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 715hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn full- komnum siglingatækjum af gerð- inni Furuno og Simrad. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Bát- urinn er útbúinn til línu- og neta- veiða en mun auk þess stunda veið- ar á kóngakrabba hluta úr ári. Búnaður til línuveiða er frá Beiti ehf., netaveiðibúnaður kemur frá Rapp í Noregi. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking- björgunarbúnaði. Rými er fyrir 11.660 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakka- geymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skip- stjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í janúar. Fyrst á línu fram á haust og skipti svo yfir á net. Ný Cleopatra 36 til Finnmerkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.