Morgunblaðið - 21.12.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.12.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HALDIÐ var upp á þau tímamót víðsvegar um Evrópu í gær að Schengen-svæðið stækkaði veru- lega á miðnætti í nótt, úr 15 ríkjum í alls 24. Íbúafjöldi stækkaða svæðis- ins er alls um 400 milljónir manna, en samningurinn um Schengen tryggir einstaklingum frjálsa för um innri landamæri samstarfsríkjanna, án persónueftirlits á landamærum, frá Tallinn í Eistlandi í norðri, suður til Lissabons í Portúgal, svo dæmi sé tekið. Áfram verður hægt að krefja einstaklinga um persónuskilríki en vegabréfs er ekki krafist. Þýska lögreglan áhyggjufull Þýsku lögreglusamtökin héldu því fram í gær að stækkunin myndi leiða til glæpahrinu í landinu. Einkum væri afnám eftirlits með landamær- um Þýskalands að Póllandi og Tékk- landi „heimboð til glæpamanna“. Inntur eftir því hvort hann deildi áhyggjum þýsku lögreglunnar um vaxandi glæpatíðni hér heima vegna stækkunarinnar sagði Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra „ekki unnt að bera saman stöðuna á Íslandi og Þýskalandi, þegar persónueftirliti er hætt á landamærum Póllands og Þýskalands“. Björn benti einnig á að hinn öflugi gagnabanki sem hefði orðið til í ald- anna rás og ætti eftir að stækka væri í „raun öflugra eftirlitstæki með ein- staklingum heldur en að skoða skil- ríki þeirra á landamærum“. Björn sagði: „Ég er þeirrar skoðunar, að með því að binda hugann við persónueft- irlit á landamærum, þegar hugað er að öryggismálum í tengslum við Schengen sé aðeins verið að horfa á það, sem er augljóst og auðveldar fólki ferðalög, en ekki hitt, sem sést ekki en er hluti af Schengen, en það er miklu öflugra lögreglusamstarf um alla Evrópu en nokkru sinni fyrr. ESB-ríkin eru stöðugt að efla lög- reglusamstarf sitt nú síðast með svo- nefndum Prüm-samningi, sem er til skoðunar hjá mér, en þar er byggt á nánara samstarfi evrópskra lög- regluliða en áður hefur þekkst.“ Spurður um nýja reglugerð um för yfir landamæri, sem gekk í gildi í gær, sagði Björn þau nýmæli hennar er vörðuðu almenning ekki þess eðl- is, að þau breyttu neinu fyrir þá, sem eru að ferðast. „Nýmælin snúa meira að þeim, sem halda uppi landamæra- eftirliti og tekið er af skarið um ein- stök atriði á skýrari hátt en áður hef- ur verið,“ sagði Björn, sem tók dæmi um áhrif stækkunarinnar. „Frá og með 30. mars 2008 þurfa þeir, sem farið hafa í leiguflugi til Tékklands og Slóveníu, svo að dæmi séu tekin, ekki lengur að fara út af Schengen-svæðinu.“ Schengen stækkar  Átta A-Evrópuþjóðir og Malta bætast við Schengen-svæðið  Björn Bjarnason segir gagnabanka hafa eflt eftirlitið Björn Bjarnason Í HNOTSKURN »Ísland hefur verið þátttak-andi í Schengen frá 2001. »Ríkin sem bættust við eruTékkland, Ungverjaland, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía og Slóv- enía. »Fyrir í Schengen voru Ísland,Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Þýskaland, Lúxem- borg, Spánn, Portúgal, Frakk- land, Belgía, Ítalía, Grikkland, Austurríki og Holland. RUDY Giuliani, fyrrverandi borg- arstjóri í New York, sem lengi var talinn líklegastur til að verða for- setaefni repúblikana í kosningunum næsta haust, er nú á hraðri niðurleið í skoðanakönnunum. Ætlar hann ekki að beita sér neitt í forkosninga- baráttunni í fyrstu tveimur ríkj- unum, Iowa og New Hampshire, en vonast til að koma sterkur inn í Florida í febrúar. Horfurnar eru samt svo slæmar, að það er haft eft- ir hans eigin fólki, að það sé borin von að hann verði útnefndur for- setaframbjóðandi flokksins. Giuliani hafði ýmis tromp á hendi er hann ákvað að sækjast eftir því að vera forsetaefni repúblikana. Hann var hetjan frá því í hryðju- verkaárásunum 11. sept. 2001, hafði verið útnefndur „Borgarstjóri Bandaríkjanna“ og „Maður ársins“. Þrátt fyrir það og mikla siglingu framan af var grasrótin í flokknum aldrei almennilega sátt við hann og „vinstrisinnaðar“ skoðanir hans á ýmsum sam- félagsmálum. Fréttaskýrendur segja hins vegar, að það hafi ekki verið skoðanir hans, sem hafi riðið baggamuninn, heldur persónan sjálf. Um það sagði í hinu íhaldssama dagblaði New York Sun: „Hinn óþægilegi sannleikur er sá, að því meira sem hann sýndi sig í New Hampshire, þeim mun minna var fylgið í skoðanakönnunum.“ Með öðrum orðum: Repúblikanar í ríkinu komust að því, að þeim líkaði ekki við Rudy Giuliani. Aðrir benda á tvö mál, sem hafa reynst Giuliani erfið. Í fyrsta lagi vinátta hans við Bernard Kerik, lögreglustjóra í New York, en hann er aftur sakaður um óbein tengsl við mafíuna. Hitt málið er Judith Nathan, sem var hjákona Giulianis í tvö ár en er nú kona hans. Sagt er, að hann hafi alltaf farið á hennar fund í fylgd lög- reglu, sem beið hans á hóteli skammt frá, og reiknað hefur verið út, að hver ástarfundur þeirra hafi kostað skattborgarana nærri 190.000 ísl. kr. Frá þessu máli, sem hefur verið kallað „Sex on the City“, hefur verið sagt í fjölmiðlum og í kjölfarið hefur fylgið hrunið af Giuliani. Sagt er, að repúblikanar í New York séu nú að huga að áætlun B en í henni sé ekki gert ráð fyrir Rudy Giuliani. Giuliani búinn að vera? Sagt er að jafnvel hans eigin stuðningsmenn hafi nú afskrifað hann sem líklegan forsetaframbjóðanda Rudy Giuliani EID-hátíðin meðal múslíma stendur nú sem hæst en þá minnast þeir þess, að Abraham var fús til að fórna syni sínum að boði drottins. Í Írak er ekki minna um að vera en annars staðar þrátt fyrir allt, sem á undan er geng- ið, en þar virðist loksins vera að færast nokkur ró yfir samfélagið. Myndin var tekin í skemmtigarði í austur- hluta Bagdad-borgar og stingur vissulega í stúf við aðrar fréttamyndir frá landinu á síðustu árum. AP Gleði og gaman í skemmtigarði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.