Morgunblaðið - 21.12.2007, Page 22

Morgunblaðið - 21.12.2007, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Álftanes | „Í raun og veru erum við, með þessari framkvæmd, að ljúka byggingu íþróttamiðstöðvar og inni- og útisundlaugar,“ segir Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness. Í vikunni var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri sundlaug Álftnesinga sem Sigurður segir að verði í raun gjörbylting á allri að- stöðu til íþróttaiðkunar fyrir íbúana. Álftnesingar fagni því mjög að fá ný sundlaugarmannvirki eftir um það bil ár. „Nýr afgreiðslusalur verður byggður á milli sundlaugarinnar og íþróttahússins, þar á að gera huggulegt svæði þar sem fólk getur staldrað við og tyllt sér niður. Þar geta foreldrar beðið eftir börnum á meðan þau eru í sundi eða stunda aðrar íþróttir og fengið sér kaffi- sopa á meðan,“ segir Sigurður. Miðrýmið verður gluggarými þann- ig að fólk getur séð úr því inn í íþróttahúsið og sundlaugina og þannig fylgst með því sem í gangi er. Fyrsta öldulaug landsins „Neðri hæðin undir afgreiðslu- salnum verður tækjasalur og nýir íþróttasalir fyrir aðrar íþróttir en boltaíþróttir; ballett, fimleika, júdó og slíkt,“ segir Sigurður og bætir við að slíka sali hafi vantað á svæð- ið. Sundlaugarmannvirkin sam- anstanda af 25 metra útisundlaug og 12,5 metra innisundlaug auk þess sem þar verður vaðlaug fyrir börn, rennibrautarkerfi og steyptir pottar. „Og síðast en ekki síst fyrsta öldulaugin á Íslandi,“ segir Sigurður. Tengd við Kvenfélagsgarðinn Ætlunin er í framtíðinni að tengja við sundlaugarsvæðið garð sem er við skólamannvirkin. Hann hefur verið kallaður Kvenfélags- garðurinn, en kvenfélagið á staðn- um gerði hann á sínum tíma. „Við sjáum fyrir okkur að hann fái nýtt og endurnýjað hlutverk sem nokk- urs konar sundlaugargarður,“ segir Sigurður. Í dag er engin sundlaug á Álfta- nesi en að sögn Sigurðar var sú gamla rifin nýlega. „Hún var orðin ónýt, var bara útilaug. Hún var al- veg búin að ganga sér til húðar og hennar tími var liðinn.“ Hann segir að bæjaryfirvöld hafi staðið frammi fyrir því að þurfa að fara í þessa framkvæmd og vel hafi mátt hugsa sér að láta útilaug duga. „En okkur fannst mikilvægt að stíga stærra skref og hafa þarna líka innilaug fyrir eldri borgara, við erum að taka dálítið utan um þeirra málefni, fjölga búsetuúrræðum fyrir eldra fólk og fyrir það fólk hentar að hafa innilaug. Svo náttúrlega vildum við hafa aðstöðu fyrir ungbarnasund inni,“ segir Sigurður. „Við vildum geta boðið upp á alla kosti í þessu.“ Bæjarfélagið er ört stækkandi, núna eru íbúar um 2.400 en Sig- urður segir að áætlað sé að á næstu þremur árum fjölgi íbúum um 1.000. Sigurður segir að Álftnesingar hafi löngum þurft að sækja sér ýmsa þjónustu í nágrannasveit- arfélög en markmiðið sé að menn geti verið meira sjálfum sér nógir. „Við ætlum okkur með þessari upp- byggingu í miðbænum að eignast matvörubúð, við höfum aldrei átt slíka,“ segir hann og hún sé á teikningum sem verið er að kynna. „Vonandi fara framkvæmdir í gang við hana í vor.“ Verklok við sundlaugina voru upphaflega áætluð í desember 2008. Sigurður segir þó að upphaf fram- kvæmdanna hafi tafist um tvo mán- uði. „Ég vil þess vegna ekki alveg lofa að áætluð verklok standist. Svona laug er byggð á 12-14 mán- uðum og verklok gætu þess vegna færst yfir áramótin 2009.“ Íslenskir aðalverktakar sjá um framkvæmdina og Sigurður er bjartsýnn. „Það getur vel verið að þeim takist að vinna upp þessa töf.“ Gjörbylting á allri aðstöðu til íþróttaiðkunar Fyrsta skóflustungan Forseti bæjarstjórnar, Kristján Sveinbjörnsson, hóf á táknrænan hátt framkvæmdirnar. Fjölmargir fylgdust með, m.a. Sigurður Magnússon bæjarstjóri, sem er fremstur á myndinni. Góð aðstaða Nýja útisundlaugin verður 25 metrar, innilaugin 12,5 metr- ar, auk þess sem vaðlaug, öldulaug og rennibrautarkerfi verða úti. Fyrsta skóflustungan tekin að nýju sundlaugarmannvirki á Álftanesi ALLS brautskráðust 95 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri í gær, af hinum ýmsu náms- sviðum og -brautum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, sagði í ávarpi við það tækifæri að nú þeg- ar byggingarsögu skólans væri formlega lokið ætti skólahúsið ekki sinn líka hér á landi og aðstaðan jafnaðist raunar á við það besta sem gerist í heiminum. Um 1.350 nemendur hófu nám í VMA í haust auk 700 í fjarnámi. „Nú sem hin síðari ár hefur nem- endum fjölgað jafnt og þétt. Við reiknum ekki með að þeim geti fjölgað öllu meira – enda er það svo að húsnæði skólans rúmar ekki umfangsmeiri starfsemi en þá sem fyrir er og má segja að við höfum teflt á tæpasta vað í haust og að lengra verði ekki gengið að óbreyttu,“ sagði Hjalti Jón í gær. Byggingarsaga VMA spannar 26 ár en framkvæmdum við nýj- asta hlutann lauk á þessu ári og hann var tekinn í notkun síðla árs. „Svo mikið er víst,“ sagði Hjalti Jón, „að nú höfum við í höndunum fullbúið 14.000 fermetra skólahús sem ekki á sinn líka hér á landi og jafnast á við það besta sem gerist á heiminum.“ En þó svo að síðasti byggingar- áfanginn, samkvæmt samningum milli Héraðsnefndar Eyjafjarðar og menntamálaráðuneytisins, sé nú að baki, þarf samt að byggja meira, að sögn Hjalta Jóns. „Verið er að undirbúa byggingu 400 fer- metra húsnæðis sem sérstaklega verður hannað með þarfir fatlaðra nemenda í huga; en á starfsbraut fatlaðra við Verkmenntaskólann á Akureyri hefur nemendum fjölgað mjög á síðustu árum og mun þeim fjölga enn frekar á næstunni. Þar á meðal eru mjög fatlaðir einstak- lingar, sem nauðsynlegt er að huga sérstaklega að. Eru nemendur brautarinnar nú 34 en voru teljandi á fingrum sér fyrir örfáum árum.“ Skólameistari sagði það einn meginstyrkleika starfsbrautar VMA að hún leggur áherslu á að nemendur hennar sitji við sama borð og aðrir nemendur skólans á sem flestum sviðum og því sé starf- semi hennar sjálfsagður þáttur í skólahaldinu; og nemendur hennar hafi aðgang að allri þjónustu skól- ans og félagslífi með samnemend- um eins og þeir vilja og treysta sér til. „Það er líka ánægjulegt að fylgjast með því hversu vel þessir einstaklingar hafa verið búnir und- ir að takast á við lífið að loknu sínu fjögurra ára námi, meðal annars með starfsþjálfun í fjölmörgum fyrirtækjum á Akureyri, sem hafa sýnt okkur einstakan velvilja – enda er það raunin að nemendur sem lokið hafa hér námi eru lang- flestir í starfi bæði úti á hinum al- menna vinnumarkaði eða á vernd- uðum vinnustöðum.“ Hjalti Jón er ánægður með frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem liggja fyir Alþingi. „Mörg tækifæri munu felast í nýjum lögum, ekki síst fyrir framhaldsskólana. Frelsi þeirra til að laga hinar ýmsu náms- brautir að sérstöðu sinni og um- hverfi verður aukið til muna þó að vissulega muni skólarnir þurfa að sníða sér stakk eftir umsömdum fjárframlögum hverju sinni og við- miðunarnámskrá sem mennta- málaráðuneytið mun gefa út. Engu að síður mun þetta fyrirkomulag bjóða upp á margvísleg tækifæri.“ Byggingarsögu VMA er loksins formlega lokið „Aðstaðan jafnast á við það sem best gerist í heiminum“ Ljósmynd/Guðjón Ólafsson Útskrift Sigríður Huld Jónsdóttir aðstoðarskólameistari, Eva Ösp Örn- ólfsdóttir sem í gær fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúd- entsprófi að þessu sinni og Hjalti Jón Sveinsson skólameistari. Í HNOTSKURN »Alls útskrifuðust 37 stúd-entar frá VMA í gær, 14 sjúkraliðar, 28 rafvirkjar, fimm húsasmiðir, einn 4. stigs vélstjóri, einn blikk- smiður, tveir matartæknar og átta iðnmeistarar. »Hjalti Jón skólameistarinefndi að á næsta ári muni rísa aflþynnuverksmiðja sem veita mun um 100 manns atvinnu og þar af eru mörg hátæknistörf. „Tveir kenn- arar okkar ásamt kennslu- stjóra tæknisviðs fóru í heim- sókn í móðurverksmiðju Becromal í Mílanó á Ítalíu í síðustu viku – og allt bendir til að til verksmiðjunnar í Krossanesi verði ráðnir bæði rafvirkjar og vélstjórar,“ sagði hann. BALDVIN H. Sigurðsson, oddviti Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs í bæjar- stjórn, vill að bæjarfélagið marki sér stefnu um hvaða framtíðarsýn það hafi til íþrótta almennt. Á fundi bæjarráðs sagði Baldvin að vegna 80 ára afmælis Knatt- spyrnufélags Akureyrar 8. janúar nk. fari hann fram á að bæjarstjórn Akureyrar heiðri félagið „með einhverjum hætti á þessum merku tímamótum í sögu þess, til dæmis með málþingi um íþróttir á Akur- eyri fyrr og nú og að bæjarstjórn komi að mótun og marki sér stefnu fyrir bæjar- félagið um hvaða framtíðarsýn við höfum til íþrótta almennt, gildi þeirra fyrir börn og fullorðna, fjölskyldur og samfélagið í heild.“ Vill heiðra KA með málþingi FJÓRIR Akureyringar voru í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér með ólöglegum hætti kerfisvillu í gjald- eyrisviðskiptakerfi Glitnis, sem var til komin vegna forritunarmistaka banka- starfsmanna. Sá sem þyngstan dóm hlaut fékk 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en hinir eins til þriggja mánaða fangelsi. Fólkið notaði netbanka til að kaupa doll- ara fyrir evrur og seldi síðan strax aftur fyrir evrur. Kerfisvillan gerði það að verk- um að mennirnir fengu í sinn hlut álags- greiðslur, sem áttu að renna til bankans. Fjórmenningarnir högnuðust um alls 30 milljónir kr., frá tveimur og hálfri til 24 milljóna króna hver. Þeir endurgreiddu bankanum allt féð og lýstu yfir sakleysi fyrir dómi. Þorsteinn Hjaltason, lögmaður, sem er einn sakborninganna, og hlaut þriggja mánaða dóm, sagði við Morgunblaðið að málið væri bull og vitleysa frá upphafi til enda og dómurinn í samræmi við það. Sagði hann dónaskap bankans ótrúlegan en málið hefði allt til orðið vegna klúðurs bankans. Fjögur í skilorðs- bundið fangelsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.