Morgunblaðið - 21.12.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.12.2007, Qupperneq 25
Jólastuð Hringur knúsaði vinkonur sínar Áslaugu leikskólakennara og Önnu Mörtu sem gaf honum líf. |föstudagur|21. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Guðjón Guðmundsson segir ævintýrin sem leynst geta í borðspilum góða leið til að skemmta sér og öðrum. »26 daglegt Að bera hamborgarhrygginn fram með geitaosti og kletta- salati er góð leið til að nýta af- gangana. »28 matur Hátíðarvín frá Hermitage og Bordeaux eiga vel við með jóla- matnum að mati Steingríms Sigurgeirssonar. »30 vín Ísbjörninn Hringur hefur vakið miklalukku meðal barna hér á BarnaspítalaHringsins og koma hans er kærkomintilbreyting fyrir börn sem þurfa að liggja inni á spítala. Hans er beðið með óþreyju í hvert sinn sem hans er vænst. Börnin safnast saman hér á leikstofunni þegar von er á honum og taka honum fagnandi. Hann fer líka stundum á bráðamóttökuna, dagdeild og legudeildir. Hann er með hinar ýmsu uppákomur og hefur skemmt ungum sem öldnum með leik, tali og söng,“ segir Áslaug Jóhannsdóttir, leikskóla- kennari á leikstofunni á Barnaspítala Hrings- ins, en ísbjörninn Hringur hefur komið þangað í heimsókn vikulega allt síðastliðið ár. Á það til að rappa og vera svalur „Við sem störfum hér erum afskaplega ánægð með þetta verkefni og þakklát þeim hjónum Önnu Mörtu og Ingólfi fyrir framtakið,“ segir Áslaug og bætir við að Hringur sé nú yfir- leitt frekar stilltur, enda megi hann ekki hræða börnin. „Hann er stór og sumum börnunum verður hverft við þegar þau sjá ísbjörn hér í fyrsta sinn. En þetta er allt á léttu nótunum og spilað eftir stemningunni hverju sinni. Hann er svo góður og mjúkur og það er gott að knúsa hann. Það eru líka dæmi um að hann hafi gert svolítil kraftaverk. Börn sem hafa kannski ekki viljað fara fram úr rúmi eftir aðgerð, þau hafa braggast við að hitta hann og komið sér af stað. Hann nær góðu sambandi við börn á öllum aldri og er líka duglegur að laga sig að börnunum hverju sinni. Hann á það jafnvel til að rappa fyr- ir unglingana ef stemning er fyrir því.“ Viljum láta Hring lifa áfram Hugmyndin um Hring varð til fyrir tveimur árum þegar Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ing- ólfur Örn Guðmundsson giftu sig og báðu brúð- kaupsgesti sína að leggja andvirði brúðargjafa inn á reikning sem notaður var til að glæða Hring lífi. „Við hjónin erum óendanlega þakklát öllum þeim sem standa að Hring, fyrir að láta ósk okk- ar og fleiri verða að veruleika. En til að verk- efnið lifi um ókomna tíð þá þarf meira fjármagn. Við leggjum því til að vinir okkar og vandamenn láti jólakortakostnað þetta árið renna til Hrings svo hann geti haldið áfram að gleðja börnin sem eiga um sárt að binda á Barnaspítala Hrings- ins.“ Anna Marta og Ingólfur vonast til að al- menningur leggi verkefninu líka lið og að þetta ævintýri verði öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Ísbjörn gleður lítil hjörtu Morgunblaðið/RAX Gaman Hringur lék sér meðal annars við hann Ásgeir Mána og mamma hans Guðrún skemmti sér líka vel. Sumar brúðargjafir geta gætt mjúkan ísbjörn lífi. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti ís- björninn Hring sem heimsótti börnin á Barnaspítala Hrings- ins í gær. Þeir sem vilja styrkja Hring geta lagt inn á reikninginn Vinir Hrings: 515-14-106500, kt. 520207-1470. Fjörutíu prósent norskra karlmanna óska sér 50 tomma flatskjás í jóla- gjöf. Þetta sýnir ný rannsókn sem könnunarfyrirtækið Norstat gerði fyrir raftækjaverslunina Elkjøp þar í landi og vefmiðill Aftenposten greinir frá. Í könnuninni voru 1.000 manns spurðir hvaða raftæki þeir vildu sjá undir jólatrénu í ár og af svörunum má sjá að stærðin skiptir máli. Upplýsingafulltrúa samtaka sölu- og þjónustuaðila raftækja í Noregi kemur ekki á óvart að svo marga karlmenn dreymi um svo stóran flatskjá enda segir hann það í takt við þróunina. „Fólk fær sér stöðugt stærri sjónvarpsskjái,“ segir Erik Andersen. „Reyndar bendir margt til þess að unglingarnir á heimilinu vilji stóra skjái til að spila tölvuleiki við en að pabbi og mamma ráði á endanum stærðinni og útlitshönn- uninni.“ Andersen bætir því við að stór flatskjár sé dæmigerð gjöf „til fjöl- skyldunnar frá fjölskyldunni“. Hann á von á að salan á flatskjám muni verða í kring um 550 þúsund eintök í Noregi í ár. Faxtæki alveg glatað Rannsóknin sýndi líka að þeir sem vilja halda fjölskyldufriðinn um jólin ættu að forðast eins og heitan eldinn að setja faxtæki eða nasaháraklipp- ur í jólapakkana því 96 prósent að- spurðra sögðust engan veginn vilja slíkar græjur í jólagjöf. Átöppunar- vél fyrir bjórflöskur lenti líka neðar- lega á listanum því aðeins sex pró- sent gátu hugsað sér slíka gjöf. Greinilegur munur var á viðhorf- um kynjanna því aðeins 29 prósent kvenna langaði í 50 tomma flatskjá. 39 prósent þeirra gátu þó vel hugsað sér 42 tomma sjónvarp. Karlmenn vilja 50 tomma flatskjá í jólagjöf Morgunblaðið/Golli Flatskjáir Stærðin skiptir víst máli. Fæstir vilja nasaháraklippur Hringur var með tösku fulla af jóla- nammi sem hann gaf börnunum þegar hann leit við í heimsókn í gær á barna- spítalanum. „Fyrst þegar ég kom hingað þá var ég rosalega mikið lasinn og þá var ég á gamla spítalanum. Mamma mín sendi mig hingað af því að læknarnir á Íslandi eru svo góðir en mamma býr á Norðurpólnum. Ég og systir mín búum núna á Íslandi. Ásgeir læknir læknaði mig alveg og ég er búinn að eignast ótrúlega marga vini hér á barnaspít- alanum. En konurnar hérna niðri vilja aldrei gefa mér mat þegar ég kem í heimsókn. Þær segja alltaf að ég þurfi að borga. Fiskur er á óskalistanum mín- um yfir jólagjafir og mig langar líka í fullan kassa af íspinnum og súkkulaði. Svo langar mig líka svolítið til að mamma komi til mín,“ segir ísbjarn- arstrákurinn Hringur sem segist vera sex ára. Langar í fisk og íspinna í jólagjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.