Morgunblaðið - 21.12.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 21.12.2007, Síða 27
u.þ.b. frá kl. 18-20 (verð á aperitivo er yfirleitt á bilinu 4-10 evrur). Um er að ræða allt frá litlum pítsum, snittum og ólífum til veglegra pasta- og hrísgrjónasalata. Órjúfanlegur hluti fordrykkjarins Þegar rætt er um ákjósanlegustu staðina fyrir fordrykkjarserimón- íuna, l’aperitivo, eru þeir hæst á blaði sem bjóða girnilegasta úrvalið af léttum réttum og „stuzzichini“ eða pinnamat. Á þessu gæða gestir sér svo með vínglasinu, sem oftar en ekki er þurrt freyðivín eða freyðivíns- kokteilar (t.d. Mimosa eða Bellini), vermút, hvítvínsglas, Campari soda eða hinir vinsælu óáfengu aperitivo- drykkir eins og Crodino og San Bit- ter. Á Ítalíu er nánast litið á það sem guðlast að drekka vín á fastandi maga enda líta Ítalir á vín sem órjúf- anlegan hluta af máltíðinni og að sama skapi er maturinn órjúfanlegur hluti fordrykkjarins. Orðið aperitivo kemur úr latínu og merkir opna (í þessu samhengi er átt við það sem opnar magann) og hér er vísað til lys- taukandi léttáfengs drykkjar. Matar- og drykkjarmenning Ítala einkennist – ef svo má taka til orðs – af heimilislegri fágun. Þeir eru ekki uppfullir af endalausum siðareglum og serímóníum eins og nágrannar þeirra Frakkar, heldur er eðal- hráefni í mat sem drykk borið fram og látið njóta sín á fágaðan máta og þess svo neytt að sama skapi á fín- legan og hófsaman hátt. Mikið er lagt upp úr því að snittum og öðrum réttum sé raðað fallega á barborðin svo augun verði nú örugglega svöng á undan maganum. Fyrir augu og maga Ítölsk matarorð eru svo ein og sér þekkt fyrir að fanga einstaklega vel eðli hvers hráefnis og réttar. E.t.v. er þetta komið til vegna hinnar miklu matarástar Ítala. Tökum sem dæmin orðin „stuzzichini“ (pinnamatur) og „vino frizzante“ (freyðandi vín). Til- finningin við það eitt að bera fram orðið „stuzzichino“ er ekki ósvipuð því og væri maður að narta í hnetu eða ólífu og svo er einhver sjarm- erandi léttleiki yfir orðinu og við það að bera fram „vino frizzante“ sér maður fyrir sér fjörugar loftbólur í kampavínsglasi sem nýbúið er að hella í köldu freyðivíni. Það er ein- hver sjarmerandi léttleiki yfir orðinu og það sama á við um ítalska bari, sem eru allt í senn: kaffibarir, óhefð- bundnir veitingastaðir, félagsmið- stöðvar, vín- og smáréttabarir. Algengast er að Ítalir innbyrði lystaukapakkann sinn og kaffið við barinn „al banco“, en það er ódýrara og þannig er maður líka í betra tal- sambandi við barþjónana og aðra viðskiptavini. Íslenska þýðingin á orðinu, lystauki, nær fyrirbærinu mun betur en fordrykkur, því það er nákvæmlega það sem aperitivo er ætlað að vera – lystauki. Barahefð Ítala (og þar með lyst- aukahefðin) veitir líka félagsþörfinni útrás í smáskömmtum, en algengt er að menn fari einnig á barinn á morgnana í morgunkaffi, í hádeginu og fái sér léttan hádegisverð, t.d. grillað brauð eða salat og margir koma við í eftirmiðdaginn fyrir „caffè di lavoro“ (vinnukaffibolla) og spjalla þá í leiðinni við vini og kunningja. Félags- og drykkjarþörfum Ítala er því vel fullnægt í smáskömmtum yfir daginn og víndrykkjan er semsagt aldrei ein á báti, heldur alltaf tengd mat. Það skapast því seint þörf fyrir Ítali „að detta í það“ um helgar og fara á „trúnó“, því þeir eru meira og minna á trúnaðarskeiðinu (mismiklu) allan daginn: við barþjóninn, við bak- arísafgreiðslukonuna, skósmiðinn, kunningjana á barnum o.s.frv. Á góðri stundu Lystaukahefðin veitir félagsþörfinni útrás. Lystaukandi Þeir staðir sem bjóða upp á girnilegasta úrvalið af léttum réttum eru vinsælastir þegar kemur að l’aperitivo. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 27 með sinni voldugu rödd. Víkverji hefur séð og heyrt ýmislegt til Kristjáns Jóhanns- sonar, en fátt eins magnað og þennan söng í iðrum jarðar. x x x Nú bylja jólalögin áhlustum, þegar Víkverji opnar fyrir út- varpið. Er nú svo kom- ið að þessi tónlist fer inn um annað eyrað og út um hitt, enda hófst spilavertíðin áður en aðventan gekk í garð. En athygli Víkverja náði jólaplata Ragnars Bjarnasonar þar sem hann syngur lög Gunnars Þórðarsonar. Víkverji er alveg heill- aður og segir að þessi plata verði að vera til á öllum betri heimilum! x x x Þriðja tónlistarviðburðinn verðurVíkverji að lofa, en það er myndbandið REI, REI ekki um jólin – dagur í lífi starfsmanns Orkuveitu Reykjavíkur haustið 2007. Þessi húmor beinlínis yljar í svartasta skammdeginu og gott að sjá fólk, sem tekur sjálft sig ekki of hátíð- lega, en skemmtir sjálfu sér og öðr- um þegar tilefni er til. . Ein er sú bók semVíkverji hvarflar ítrekað til þessa dag- ana; ekki vegna þess að hún sé svo leiðinleg aflestrar, heldur er hún þvert á móti stór- skemmtileg og hafsjór af fróðleik. Þetta er bók Bill Bryson; Stikl- að á stóru um næstum allt. Í inngangi segir höfundur, að hug- myndin með bókinni hafi verið „að athuga hvort ekki væri mögu- legt að skilja og meta - undrast, jafnvel skemmta sér við - und- ur og afrek vísindanna á einhvern þann hátt sem ekki væri of vísinda- legur og krefjandi en heldur ekki of yfirborðslegur.“ Víkverji fær ekki betur séð, en bókin standi undir þessu. x x x Jólatónleikarnir sem verktaka-fyrirtækið Arnarfell bauð starfs- fólki sínu til í Ufsarveitugöngum Kárahnjúkavirkjunar á þriðjudag- inn voru skemmtilegir og hátíðlegir að sögn fréttaritara Morgunblaðs- ins. Víkverji sá í sjónvarpinu um kvöldið, þegar Kristján Jóhannsson lét Hamraborgina „vaða út í bergið“     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Nokkrir ákjósanlegir barir í Mílanó fyrir lystaukaserímóníuna, l’aperi- tivo Gin Rosa, Galleria San Babila 4/B, www.gin-rosa.it Straf-barinn, Via San Raffaele 3, www.straf.it Bar Basso, Via Plinio 39, www.bar- basso.com Cova, Via Montenapoleone 8, www.pasticceriacova.it Victoria Café, Via Clerici 1 (til hlið- ar við Scalaóperuhúsið) Bar Bianco, Parco Sempione, www.barbianco.com (sérstaklega á sumrin) Sheraton Diana Majestic, Viale Piave 42, www.starwoodhotels.com Il Noon, Via Boccaccia 4, www.no- onmilano.com Executive Lounge, Via A. Di Toc- queville 3, www.executivelounge.it Caffè Malafemmena, Via Monte Grappa 9 Visavis á Grand Visconti Palace- hótelinu, Via Isonzo 14, www.grandviscontipalace.com 5. hæð Rinascente-verslunarmið- stöðvarinnar í Corso Vittorio Em- anuele (við Dómkirkjutorgið) Lystaukandi staðir og skemmtilegur markaður, þannig er það líka erlendis, sem er skemmtilegt að kynnast og vinna með.“ Samverustundir fjölskyldunnar – Eru krakkarnir ekki hættir í borðspilum og komnir í tölvurnar? „Nei, þetta er spurning um sam- veru og félagsskap. Og svo vilja for- eldrarnir gjarnan ná þeim úr tölvunum að fjölskylduborðinu.“ – Og hvað er nýja spilið í ár? „Hjá okkur er það Party & Co Extreme. Það er stóra spilið.“ – Hvernig er það frábrugðið Party & Co? „Það er með nýjum þrautum og erfiðari, sem eru allt öðruvísi en hinar og höfða til fólks sem er eldra. Nú teikna keppendur til dæmis með gleraugum, sem valda því að þeir sjá ekki hvað þeir eru að teikna, aðeins samherjarnir. Einnig reynir á hversu vel fólk þekkist inn- byrðis. Svo raular fólk eða hummar lög. Og það reynir einnig á hið óvænta.“ – Hvað fleira? „Svo erum við með barnaspilið Draugastigann, þýskt spil sem hef- ur verið kosið spil ársins í sjö lönd- um. Þar er gengið upp draugalegan stiga og óreiða skapast, sem getur valdið því að keppendur missa sjón- ar á eigin peði.“ – Og svo? „Svo eru það ellefu útgáfur af Top Trumps-spilunum. Þetta eru spil sem koma frá Englandi og selj- ast þar í fleiri milljónum eintaka á hverju ári. Þau hafa verið þýdd og eru fræðandi og skemmtileg, en bjóða líka upp á söfnun. Við byrj- uðum með sex í vor og önnur fimm komu í haust. Það hefur gengið mjög vel. Leikurinn felst í því að tveir eða fleiri spila og sá sem hefur hæsta gildið í einum af fimm flokk- um vinnur umferðina, til dæmis þegar rándýr eru annars vegar, þá er keppt í hæð, þyngd, lengd, hraða og drápseðli. Þannig fær gaupa hundrað fyrir lengd, 46 fyrir hraða og þrjá fyrir drápseðli, en það er á skalanum 1 til 10. Í skýjakljúfum er World Trade Center 929 þúsund fermetrar, 110 hæðir og 417 metrar á hæð. Einnig eru til spil um geim- inn, risaeðlur, Simpsons, Harry Potter, Marvel, Pirate of the Carib- bean 3, náttúruundur veraldar, há- karla og Transformers.“ Töfrateningurinn vinsæll á ný – Er engin knattspyrna? „Ekki fyrr en í vor þegar Evrópukeppnin kemur á spjöldum.“ – Svo er það fatapóker! „Nei, hann er gamall,“ segir Guð- jón með semingi þegar blaðamaður teflir fram stokki sem hann fann á borðinu með þremur tegundum af póker. „Þetta eru þrjár gerðir og leiðbeiningar fylgja, þ.e. fatapóker, fimm teninga póker og póker með 32 eða 33 spilum.“ – Og hér má finna töfrateninginn! „Sá gamli góði,“ segir Guðjón brosandi. „Við hófum innflutning á honum í haust, nokkrum gerðum, líka einfaldari útgáfu fyrir krakka með færri litaflötum. Töfratening- urinn er ennþá afar vinsæll hér heima og erlendis. Heimsmeistara- mótið var til að mynda haldið í Búdapest í október. Þar er keppt blindandi og sá fljótasti var 13 sek- úndur að raða upp litunum. Heims- metið á Ron Van Bruchem, sem var aðeins 9,55 sekúndur að því á hol- lenska meistaramótinu.“ Það vekur athygli blaðamanns að Bruchem bætti metið um 0,22 sek- úndur, en áður átti það samlandi hans, Erik Akkersdijk. Skemmti- legt nafn það. „Kubburinn hefur rokið upp í vinsældum út af myndinni Pursuit of Happiness, en Will Smith var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir hana á síðasta ári,“ segir Guðjón. „Myndin fjallar um fátækan blökkumann og einstæðan föður, sem átti ekki þak yfir höfuðið. Hann fékk vinnu út á það að leysa þrautina [á töfrateningnum] fyrir forstjórann og varð síðar millj- arðamæringur.“ Guðjón horfir íbygginn á blaða- mann: „Á næsta ári kemur nýr töfraten- ingur, Rubiks Revolution, sem talar við notendur á íslensku og allt að sex geta spilað í einu.“ Hann stekkur út í bíl og kemur aftur með kubbinn, opnar umbúð- irnar með búrhníf, og svo byrjar teningurinn að tala. „Þú ert kominn á ljóshraða!“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.