Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 29
sítrónusafanum, sýran í sítrónu- safanum kemur í veg fyrir að epl- in verði brún. Rúsínurnar eru bestar þegar þær eru hitaðar. Setjið rúsínurnar í skál og hellið heitu vatni yfir þær og látið standa í nokkrar mínútur á meðan þær draga í sig vatnið og mýkjast. Þurrkið þær vel, setjið allt hráefn- ið í skál og blandið vel saman með sykrinum og majónesinu (eða sýrða rjómanum). Salatið er þá klárt, það er einn- ig gott að kæla það yfir nótt og nota það daginn eftir. Geitaostur og hamborgarhryggur á klettasalati með trönuberjasultu Hamborgarhryggurinn er skorinn í þunnar sneiðar og geitaosturinn skorinn í bita. Sneiðarnar eru síðan vafðar utan um ostinn og þræddar á pinna og settar inn í ofn á 160°C í um þrjár mínútur. Klettasalatið er kryddað með salti og pipar og msk. af olíu í lokin. Sneiðarnar eru settar ofan á sal- atið og ein skeið af trönuberja- sultu borin fram með þeim. Trönuberja- og fíkjusulta Hentar vel með kalkún eða ham- borgarhrygg 3 msk. sykur safi úr tveimur appelsínum og börkur af annarri þeirra ½ laukur fínt saxaður ¼ b rúsínur ¼ b ristaðar pistasíur (má sleppa) 250 g trönuber (1 dós) 8 fíkjur gróft saxaðar (mega vera þurrkaðar) 3 msk. fínt saxaður engifer 1 kanilstöng 1 tsk. cayenne-pipar 1 msk. Dijon-sinnep salt og hvítur pipar, eftir smekk Laukurinn er rétt hitaður í potti með matskeið af olíu og síðan er allt sett í pott og eldað á lágum hita og hrært reglulega þar til sykurinn leysist upp. Þá er hitinn hækkaður og látið sjóða þangað til trönuberin springa eða í um það bil þrjár mínútur. Setjið sultuna þá í skál og kælið. Gott er að geyma sultuna í krukku eða í plastíláti með góðu loki. Mauksoðin önd og hangikjötsolíusósa með malt- og appelsín-sírópi Önd frá deginum áður garðablóðberg og rósmarín (má vera þurrkað) 2 lárviðarlauf 1 negulnagli ½ hvítlaukur gulrætur og laukur eða annað grænmeti (sellerí eða fennel t.d.) 3 dl ólífuolía ½ l vatn salt pipar Öndin er sett í pott ofan í gott kryddsoð og elduð í mauk á lágum hita í þrjá tíma. Kryddið soðið eft- ir smekk. Þegar öndin er mauk- soðin sigtið þá soðið, hreinsið frá grænmeti og kjötið af beinunum og setjið í skál. Bætið smásoði út í skálina með kjötinu. Ef vill má salta meira og pipra. Setjið í form og kælið. Þeg- ar öndin er orðin köld og stíf má skera hana niður í sneiðar. Hangikjötsolíusósa 2 b hangikjöt skorið í litla bita 1 b rauðrófur gróft saxaðar (má vera úr krukkunni) ½ b rauðlaukur fínt saxaður 1½ b extra virgin-olía ½ steinselja, söxuð ½ b balsamedik, hvítt eða svart Blandið öllu saman í olíuna og kælið. Malt- og appelsín-síróp 1 malt í gleri 1 appelsín í gleri 100 g sykur Soðið niður í síróp. Köld gæsabringa með sætkartöfluteningum og rauðkálsmauki Gæsin er skorin í þunnar sneiðar og það er best ef hún er ennþá rauð. Ristaðir sætkartöflu- teningar Sætu kartöflurnar eru skornar í teninga og steiktar á pönnu með salti og pipar, krömdu hvítlauks- rifi og nokkrum rósmarínnálum. Þegar búið er að brúna teningana og „rista“ eru þeir settir í eldfast mót og inn í 140° heitan ofn í um 20 mínútur. Miðað er við að ten- ingarnir séu 2 x 2 sm. Rauðkálsmauk 300 g rauðkál 50 g smjör 100 ml rjómi niðursoðinn Hitið rauðkálið og setjið í mat- vinnsluvél að því loknu. Maukið aðeins og bætið niðursoðnum rjóma út í smám saman. Í lokin er smjöri bætt saman við. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 29 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                            Þvottavél verð frá kr.: 99.900 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þvottavél W1714 172.286 128.464 1400sn/mín/6 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.