Morgunblaðið - 21.12.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.12.2007, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ER MARKAÐURINN AÐ NÁ ÞROSKA? Þegar regluleg fjölmiðlaumfjöll-un um viðskiptalífið hófst fyrirmeira en tveimur áratugum með útgáfu Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins voru fimmtudagar (útkomu- dagar blaðsins) erfiðir á ritstjórn Morgunblaðsins vegna þess, að for- ráðamenn fyrirtækja, sem ekki var getið í fréttum viðskiptablaðsins en hins vegar keppinauta þeirra töldu, að Morgunblaðið væri að draga taum keppinautanna. Þessi misskilningur hvarf smátt og smátt. Hins vegar hefur tekið lengri tíma fyrir helztu þátttakendur á fjármála- markaðnum að ná áttum um tilgang og eðli frétta af þeim markaði. Undir lok árs 2005 og fram á vor 2006 birti Morgunblaðið nokkuð reglulega fréttir af álitum greiningadeilda er- lendra fjármálafyrirtækja á íslenzka bankakerfinu. Það var auðvitað sjálf- sagt að birta þessar fréttir. Engu að síður töldu sumir af forsvarsmönnum íslenzka bankakerfisins, að birting þessara frétta væri til marks um óvinsamlega afstöðu Morgunblaðsins til fjármálageirans og eitt fyrirtækj- anna á þessum markaði gekk svo langt að hætta að auglýsa í Morgun- blaðinu um skeið í mótmælaskyni! Hvað getur verið rangt við það, að al- menningur á Íslandi fái að fylgjast með því, sem sagt er um Íslendinga og íslenzk fyrirtæki í öðrum löndum? Þetta haust hefur verið erfitt á fjármálamörkuðum í ríkjum beggja vegna Atlantshafsins og fall hluta- bréfa hefur verið mikið. Það hefur gerzt hér eins og annars staðar. Í helztu dagblöðum í nágrannalöndum okkar hefur ítarlega verið fjallað um þessa þróun. Morgunblaðið hefur fjallað rækilega um hana frá því að hún hófst snemma í ágústmánuði. Fall hlutabréfa á markaðnum hér hefur að sjálfsögðu valdið mörgum þungum búsifjum. Þá bregður svo að raddir heyrast hér og þar um að þessi fréttaflutn- ingur Morgunblaðsins hafi verið til þess fallinn að „tala niður“ verð hlutabréfa. Það er auðvitað barnaskapur að tala á þennan veg og í nágrannalönd- um okkar, sem náð hafa meiri þroska í þessum umræðum, dettur engum í hug að halda því fram í alvöru, að fréttaflutningur fjölmiðla geti haft slík áhrif á verð hlutabréfa. Það eru auðvitað aðstæður á mörkuðunum, sem leiða til hækkunar eða lækkunar. Ef gagnrýna á Morgunblaðið og raunar aðra fjölmiðla hér fyrir eitt- hvað í þessu sambandi er það frekar að hafa ekki lagt meiri áherzlu á að upplýsa fólk um framvindu mála á markaðnum og stöðu einstakra fyr- irtækja. Hlutabréfamarkaðurinn hér er að ganga í gegnum eldskírn. Vonandi verður sú lífsreynsla til þess að aðilar að markaðnum nái meiri þroska og skilningi. HUGSJÓNIR OG HAGSMUNIR Eigi árangur að nást í að draga úrútblæstri gróðurhúsaloftteg- unda er gagngerra aðgerða þörf. Þær aðgerðir kalla á hugarfarsbreytingu, ekki síst á Vesturlöndum. Það er auð- velt að taka almenna afstöðu með að- gerðum, en þegar kemur að því að skil- greina þær nánar getur málið vandast og dregið úr viljanum til verka. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur tekið frumkvæði í um- ræðunni um umhverfismál í þýskri pólitík og sett þar bæði sósíaldemó- krata, samstarfsmenn sína í stjórn- inni, og græningja í vandræði. Merkel hefur meðal annars þrýst á Banda- ríkjastjórn að taka sig taki í umhverf- ismálum og nú hafa sósíaldemókratar gengið skrefi lengra og lagt til að lagð- ur verði sérstakur skattur á tæki, sem flutt eru inn frá Bandaríkjunum og nota mikla orku sýni Bandaríkjamenn ekki meiri vilja til aðgerða í umhverf- ismálum. Ætlunin er að nota þetta sem svipu á Bandaríkjamenn til að þeir standi ekki í vegi fyrir samkomu- lagi, sem á að taka við af Kyoto-sátt- málanum. En hugsjónir og hagsmunir fara sjaldnast saman. Það skýtur skökku við að á sama tíma og Merkel vegur að Bandaríkjamönnum á hún sjálf í út- blástursstríði við Evrópusambandið. ESB ráðgerir nú að setja mörk á leyfi- legt magn gróðurhúsalofttegunda í út- blæstri bíla og miðar við að losun verði að meðaltali 130 grömm af CO2 á km í stað 160 gramma nú. Stefnt er að því að sekta þá, sem fara yfir mörkin, frá og með árinu 2012. Evrópskir bílaframleiðendur hafa rekið upp ramakvein, segja að mörkin séu hamlandi og sektirnar ekki í neinu samræmi við mat á verðmæti koldíox- íðs í öðrum geirum. Framleiðendum þýskra bíla á borð við Audi, BMW og Porsche líst ekki á blikuna og nú hefur Merkel lagst á sveif með þeim. Hún hefur lagst gegn áætlunum Evrópusambandsins, segir að þær yrðu efnahagslífinu óhagstæð- ar og myndu íþyngja þýskum bíla- framleiðendum meira en öðrum. Þetta eru nákvæmlega sömu rök og Bandaríkjastjórn hefur notað þegar hún hefur rökstutt þá ákvörðun að staðfesta ekki Kyoto-sáttmálann. Það myndi leiða til bakslags í bandarísku efnahagslífi. Það mun kosta fórnir að bregðast við loftslagsbreytingum og það gefur auga leið að þær fórnir verða mestar fyrir þá, sem eiga mestan hag af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Eini þrýst- ingurinn, sem þeir þekkja kemur frá neytendum og þar til hann gerir vart við sig fyrir alvöru munu hin grónu hagsmunaöfl berjast um á hæl og hnakka. Þrýstingur neytenda mun hins vegar koma fyrr eða síðar og þá verða þeir í bestri stöðu, sem hefjast strax handa við að laga sig að breytt- um aðstæðum, en þeir sem þybbast við sitja eftir. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ÁFlókagötu 29 í Reykjavíkdundu hamarshöggin ogvinnuvélar hömuðust fyr-ir utan þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra undirritaði í gær samkomulag við Brynju, hússjóð Öryrkjabandalags- ins, um kaup á 15 íbúðum í Reykja- vík sem notaðar verða í þágu geð- fatlaðra. Jafnframt undirritaði félagsmálaráðherra samninga við tvenn sjálfstæð félagasamtök, Klúbbinn Geysi og Geðhjálp. Heild- arfjárhæð þeirra samninga er 10 milljónir króna á tveimur árum. Markmið þeirra er að styrkja dag- þjónustu sem veitt er á vegum fé- laganna. Notendur þjónustunnar fá stuðning við að ná tökum á eigin lífi með þátttöku í daglegum verk- efnum og leiðsögn við að setja sér markmið um að ná ákveðinni virkni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, er verkefnisstjóri Straumhvarfa, átaksverkefnis félagsmálaráðu- neytisins, sem miðar að því að efla þjónustu við geðfatlaða, en kaup íbúðanna 15 eru liður í því átaki. Verkefnið nær til 160 einstaklinga á landinu öllu sem þurfa búsetu á vegum svæðisskrifstofu eða fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. Mark- miðið er að bjóða fólki búsetu í einstaklingsíbúðum utan stofnana og styrkja þjónustu sem eflir virkni fólks sem býr við geðfötlun, eykur lífsgæði, skapar tækifæri til hvers konar endurhæfingar, þátttöku á vinnumarkaði og jafnvel mennt- unar. Ásta Ragnheiður lýsti í upp- hafi blaðamannafundar mark- miðum átaksverkefnisins og því hvernig nafnið Straumhvörf hefði komið til á þá leið að bætt búsetu- úrræði yllu straumhvörfum í lífi geðfatlaðra einstaklinga. Staðsetn- ing fundarins var táknræn en nú er unnið á fullu við að breyta húsnæð- inu á Flókagötu úr herbergja- samfélagi í einstaklingsíbúðir. „Eins og formaður átaksverkefn- isins lýsti eru það þrír atburðir sem við erum að fara yfir hér,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra þegar hún lýsti því hvað skrifa ætti undir á fundinum. „Við erum að taka stöðuna á þessu átaki [Straumhvörfum] sem hóf tveimur árum. Við erum h því verkefni. Hugmyndin, þetta fór af stað, var að þa leysa búsetu fyrir 160 geð einstaklinga. Staðan er nú 80 hafa fengið búsetu út ú átaki.“ Undirskriftina í gæ Jóhanna til marks um að n gera stórátak á höfuðborg inu, ekki síst í Reykjavík. Verja á einum og hálfum arði í átakið, þar af er einn arður hluti af peningunum fengust fyrir sölu Símans tíma. Hálfur milljarður ke Framkvæmdasjóði fatlaðr Straumhvörf fy Félagsmálaráðherra undirritaði í gær sam- komulag við Brynju, hússjóð Öryrkjabanda- lagsins, um kaup á 15 íbúðum í Reykjavík. Sigrún Ásmundsdóttir var viðstödd undirrit- unina. Undirritun Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Klúbbsins Geys hússjóðs ÖBÍ, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Egg Morgu Einstaklingsíbúðir Framkvæmdir eru í fullum gangi á Flókagö Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, lítur ekki svo á að stofn- un Suðurlinda gangi gegn hags- munum Hitaveitu Suðurnesja (HS) og telur ekki að starfsemi félagsins stangist á við viljayfirlýsingu um sam- starf helstu hluthafa í HS frá því í sumar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í Morg- unblaðinu í gær að skýra yrði betur tilgang Suðurlinda og gæta yrði að því að félagið myndi ekki ganga gegn hagsmunum HS. Árni vísaði m.a. til viljayfirlýsingar um samstarf helstu hluthafa í HS frá því í sumar en í því er kveðið á um að hluthafar, þ. á m. Hafnarfjörður muni vinna að vexti og viðgangi HS á öllu starfssvæðinu og eftir atvikum víðar. Aðspurður hvort starfsemi Suð- urlinda gengi gegn hagsmunum HS eða væri í andstöðu við viljayfirlýs- inguna, sagði Lúðvík að hann hefði ekki séð málið í þessu samhengi. Aðspurður sagði Júlíus að ekkert hefði verið rætt um að veita öðru fé- lagi virkjanaleyfi á svæðinu. „Það eru hins vegar í gangi viðræður milli Hitaveitunnar og til að mynda Hafn- arfjarðarbæjar varðandi Krýsuvík og þeim viðræðum hefur hvorki verið slitið né hefur þeim verið lokið,“ sagði hann. Virkjanaréttur liggur ekki fyrir Ein helsta von virkjunarmanna á Reykjanesi er einmitt Krýsuvík- ursvæðið og þar hefur HS verið út- hlutað rannsóknarleyfi frá iðn- aðarráðuneytinu. Lúðvík minnti á að Hafnarfjörður ætti Krýsuvík og allan rétt til jarðhita þar. Hluti jarðarinnar væri á hinn bóginn innan lögsagn- arumdæmis Grindavíkur og þar af leiðandi væri skipulagsvaldið hjá báð- um sveitarfélögunum. Svipað væri uppi á teningnum við Trölladyngju en þar mættist land Krýsvíkur og land sem teldist til Voga og til Grindavík- ur. Þessi mikla skörun á lögsagn- arumdæmum sýndi að sveitarfélögin þrjú yrðu að vinna saman varðandi framtíðarnýtingu auðlinda á svæðinu. „Menn verða að gera sér grein fyrir því, vegna þess að mér finnst ákveð- inn misskilningur hafa verið í gangi, og maður hefur lesið það í blöðum og heyrt haft eftir mönnum, að það liggi fyrir einhver virkjanaréttur Hitaveitu Suðurnesja á svæðunum, eins og til dæmis í Krýsuvík. Það er mikill mis- skilningur,“ sagði Lúðvík. Stangast ekki á við yfirlýsingu Auðlind Krýsuvík er Suðurlindum ekki stefnt gegn HS SAMKEPPNISEFTI næstunni taka til ath huguð kaup Orkuve allt að tæplega 15% fjarðar í Hitaveitu S hyggst skoða hvort m brotið gegn samkep Páll Gunnar Pálss keppniseftirlitsins, s fremst yrðu eignate nautanna tveggja, þ Suðurnesja og Orku ur, skoðuð og gengið um hvort kaupin yrð eiginleg yfirráð myn um tveimur félögum skoðað hvort í eigna Athuga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.