Morgunblaðið - 21.12.2007, Page 36

Morgunblaðið - 21.12.2007, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐVARANDI viðleitni nor- rænu ríkjanna til að fyrirbyggja vandamál í þróunarríkjunum styrkir fátæk ríki og skilar mun betri árangri en aðgerðir þjóðland- anna hvers fyrir sig. Brýnt er að styrkja enn frekar aðgerðir til að hindra umhverfisslys í þróunarríkj- unum. Ráðherrar sem bera ábyrgð á þróunaraðstoð vilja leggja niður Norræna þróunarsjóðinn (NDF) sem hingað til hefur unnið á skil- virkan hátt. Því á samkvæmt áætl- un að vera lokið fyrir 2013, en stefnt er að því að ljúka þeim verkefnum sem þegar eru hafin. Um þessar mundir eru þróun- arríkin að endurgreiða lán sem þau hafa fengið hjá sjóðnum. Markmið hans var að stuðla að efnahagslegri og félagslegri upp- byggingu með lán- veitingum á hag- stæðum kjörum. Ráðherrarnir gátu ekki náð sam- komulagi um að leggja fram aukið fjármagn til sjóðsins og kusu þess í stað að hætta að fjár- magna rekstur hans. Þetta er athyglisvert, því þörfin fyrir stuðning eykst í þró- unarríkjunum, ekki síst stuðning til þess að fyr- irbyggja umhverfisvanda sem tengist hlýnun jarðar. Þróun- arríkin skortir fármagn til þess. Áhyggjur fara vaxandi af því að loftslagsbreytingarnar séu mun ör- ari en spáð var og með mun alvar- legri afleiðingum fyrir fátæk ríki sem standa höllum fæti í umhverf- ismálum. Með samstöðu stjórn- málamanna á Norðurlöndum er hægt að koma í veg fyrir umhverf- isslys, m.a. af völdum loftslags- breytinga sem ekki síst þróun- arlöndin standa andspænis. Þekking norrænna stofnana á sviði umhverfismála og fjármagns- streymi frá Norræna þróunarsjóðnum geta verið nauðsynleg und- irstaða í slíkum aðgerð- um. Þær myndu einnig styrkja norrænt sam- starf og því væri miður ef við Norðurlandabúar misstum af því tæki- færi til að vera braut- ryðjendur og sýna um- heiminum hvers við erum megnug. Sú þróunarhjálp sem þegar hefur verið veitt er þeim skilyrðum háð að þróunarríkin verði að end- urgreiða lánin, alls um einn millj- arð evra. Þetta fjármagn ætti að verða eftir í þessum fátæku ríkj- um, til þess að koma í veg fyrir frekari umhverfisvanda sem fylgir loftslagsbreytingum. Breytingar sem að mestu leyti eru af völdum iðnríkjanna grafa undan hags- munum fátækra ríkja og til lengri Þekking Norðurlanda getur hjálpað þróunarlöndunum Jan-Erik Enestam skrifar um Norræna þróunarsjóðinn Jan-Erik Enestam FÁKEPPNI einkennir íslenskt viðskiptalíf. Keppinautar læra rétta hegðun, samráð er óþarft og neyt- endur borga. Sú regla virkra mark- aða, að seljendur birti verð sitt og neytendur meti tilboð þeirra, þjón- ustu og gæði, virkar þá varla. Lánamark- aður er engin und- antekning. Breytingar á kjörum eldri íbúða- lána minna á það því vextir þess fjár sem aflað var til þessara lána hafa ekki hækkað. Bankar hafa veitt íbúðalán sín langt um- fram skynsamleg hlut- föll, oft án þess að lán- taki stæði í íbúðakaupum. Slíkt er í raun úttekt eigin fjár til eyðslu, vegna auðsáhrifa. Afleið- ing af græðgi banka er ofmat eigna og of miklar skuldir heimilanna. Sérkenni íslenskra banka er tvö- falt kerfi óverðtryggðra og verð- tryggðra skuldbindinga. Þetta veldur sveiflum á vaxtakostnaði í verðbólgu, fremur en við breyt- ingar á framboði og eftirspurn. Sveiflnanna gætir síðan í fjárhag heimila og fyrirtækja. Vextir óverðtryggðra lána fylgja stýri- vöxtum Seðlabankans en vextir verðtryggðra lána vöxtum á verð- bréfamarkaði. Helstu vextir fylgja þannig ólíkum grunnvöxtum. Þegar almenn verðtrygging var tekin upp 1979 hafði vaxtafrelsi ekki komist á. Vextir verðtryggðra lána voru því ákveðnir af Seðlabankanum eins og aðrir vextir. Þeir voru al- mennt breytanlegir og var það einnig látið gilda um verðtryggð lán. Breytanleiki vaxta hélst þegar vaxtafrelsið tók við. Árið 1989 var Seðlabankanum veitt heimild til að ákveða að vextir verðtryggðra lána skyldu vera fastir, en sú heimild var ekki nýtt. Vextir markaðs- verðbréfa eru þó almennt fastir, s.s. vextir spariskírteina og hús- bréfa. Með húsbréfum buðust heimilum í fyrsta sinn lán með föstum markaðsvöxtum. Í nálægum löndum eru vextir langtímalána ýmist fastir eða breytanlegir. Í Bretlandi eru breytanlegir vextir af húsnæðislánum mjög algengir en aftur á móti óalgengari í Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Óþarft er að vextir af verðtryggðum lánum séu breytanlegir, því verðtrygg- ingin eyðir óvissu vegna verðbólgu. Ástæða er til að fara með gát því verðtrygging endurreisti sparnað. En það hvernig verð- tryggingu er beitt má endurmeta. Hún leiðir til þess að lántakandi tekur einn á sig alla verðbólguáhættu en lánveitandi er alveg laus við hana. Lán- veitendur áskilja sér líka rétt til einhliða vaxtabreytinga, sem ekki er þörf á. Loks gilda gjaldskrár þeirra einhliða um tengd gjöld. Hinir voldugu bankar ætla sér einhliða allan rétt. Breytanlegir vextir verðtryggðra lána leiða til þess að lántakandi getur ekki áætl- að vexti sína og séð hvort hann getur greitt þá. Þetta er því alvar- legra sem lánstíminn er lengri, en löng lán í krónum eru einmitt verð- tryggð. Stjórnvöld komu verð- tryggingu á og bera ábyrgð á þró- un hennar. Þar sem hömlur hafa verið afnumdar og innlendur lána- markaður tengst erlendum má þrengja reglur um verðtryggingu, þótt ekki sé ástæða til að banna hana. Nú er tímabært að einungis verði leyfðir fastir vextir af verð- tryggðum lánum. Eins má lengja lágmarkslánstíma þeirra. Eft- irspurn eftir verðtryggðum lánum mun dvína og meira mun stuðst við gengisbundin lán í framtíðinni. Gengi krónunnar mun brátt taka leiðréttingum og verður þá kjörið að breyta eldri verðtryggðum lán- um í gengisbundin. Vaxtahækkanir hafa áhrif á af- komu flestra heimila. Félagsleg áhrif breytanlegra vaxta íbúðalána eru mikil. Ekki er gott að stórir hópar verði fyrir eins sveiflum á sama tíma. Betra er að vextir hald- ist óbreyttir frá upphafi, enda ein forsenda fjárfestinga. Breska leið- in, að hafa íbúðalán með breyt- anlegum vöxtum, veldur því hins vegar að stýrivextir Englands- banka eru sálarlausustu stýrivextir veraldar og þeir svínvirka. Ekki hefur yfirstéttin áhyggjur af því. Ég vara við félagslegum afleið- ingum þess að fara þá leið hér á landi. En hún mundi svínvirka og öðru hvoru kollvarpa fjárhag fjölda heimila á sama tíma. Bankastjórar sýna henni áhuga því það má þá hagræða vöxtunum eftir þörfum í fákeppninni. Það er líka ókostur að með óverðtryggðum vöxtum eru verðbætur greiddar á allan höf- uðstólinn jafnóðum. Kostur verð- tryggðra lána er hins vegar sá að verðbæturnar gjaldfalla með af- borgunum. Ísland hefur lengi verið hávaxtaland og ekki verður breyt- ing á því í bráð. Einstaklingar sem hallmæla verðtryggingu ættu að hugleiða þetta vel. Hún er síður en svo til óþurftar. Bankastjórar ættu öðru hvoru að líta í spegil. Ekki er nóg að setja bæði á sig belti og axlabönd, menn þurfa líka að fara í buxur. Vilji bankar njóta trausts á íbúða- lánamarkaði þurfa þeir að sjá sig sjálfa eins og aðrir sjá þá. Einhliða skilmálar endurspegla fákeppni og græðgi stjórnenda, sem hvattir eru með óhóflegum kaupréttarsamn- ingum og sjá venjulegar fjöl- skyldur sem gróðatækifæri en ekki viðskiptavini. Íbúðalánasjóður hef- ur hlutverki að gegna á meðan. Framundan eru viðsjárverðir tímar. Óvissa mun skapast um verðmæti kauprétta eins og annað. Munu bankar þá velta útlánatöpum yfir á hina skilvísu með einhliða gjaldskrám og vaxtahækkunum? Og dugi það ekki, munu þeir þá vænta aðstoðar úr sameiginlegum sjóðum þeirra sem síðustu misserin hafa í raun borgað kauprétti þeirra? Verðtrygging, kaupréttir og velferð Ragnar Önundarson skrifar um vexti og verðtryggingu »Ekki er gott að stórirhópar verði fyrir eins sveiflum á sama tíma. Betra er að vextir haldist óbreyttir frá upphafi, enda ein for- senda fjárfestinga Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og bankamaður. smáauglýsingar mbl.is Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Æskilegt er að setja reglur um kerti og kertaskreytingar á vinnustöðum og að þær séu öllum starfsmönnum vel kynntar. Aldrei má skilja eftir logandi kerti eða kertaskreytingu í mannlausu herbergi s.s. í fundarherbergi eða á kaffistofu vinnustaðar. Munið að slökkva á kertunum i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.