Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 41 ✝ Símon Waag-fjörð fæddist í Vestmannaeyjum 1. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 13. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Vigfússon Waag- fjörð málarameist- ari og bakarameist- ari í Vestmanna- eyjum f. 15.10. 1882, d. 2.3. 1969 og Kristín Jónsdóttir húsfreyja frá Jómsborg í Vest- mannaeyjum, f. 7.8. 1890, d. 21.11. 1968. Fjórar systur Símonar létust í barnæsku, en önnur systkini eru: Jón, f. 24.2. 1920, d. 17.9. 2005, Karólína Kristín, f. 19.4. 1923, Jónína Lilja, f. 18.10. 1926, Óskar, f. 19.2. 1929, Auður, f. 19.2. 1929, Vigfús, f. 17.2. 1930 og Anna, f. 2.9. 1934, d. 24.4. 2002. Símon giftist 4.1. 1953 Elínu Jónu Jóhannsdóttur, bankastarfs- manni, f. 13.2. 1926. Foreldrar hennar voru Jóhann Pálsson tré- smiður frá Hrífunesi í Skaftár- tungu f. 6.10. 1887, d. 12.7. 1978 Eiginmaður hennar er Gunnar S. Sigurðsson, viðskiptafræðingur, forstjóri Baugs, f. 9.11. 1969. Börn þeirra eru Friðrik Þór f. 25.5. 1992 og Jakob Þór f. 24.8. 1996. Símon ólst up í Garðhúsum í Vestmannaeyjum. Hann lærði til bakara hjá föður sínum og lauk sveinsprófi árið 1944. Símon vann sem bakari í mörg ár í „Vogabak- aríi“, fyrirtæki foreldra sinna og endurreisti reksturinn síðar í fé- lagi við föður sinn og Jón bróður sinn. Símon lærði til bólstrara og rak um tíma bólstrunarverkstæði með Kristjáni frá Kirkjubóli í Vestmannaeyjum. Hann var til sjós, vann sem verslunarmaður hjá Tanganum og síðar hjá Vél- smiðjunni Magna, þar sem hann starfaði fram að Heimaeyjargos- inu 1973. Þá flutti hann með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur og vann þar í fyrstu við bygginga- vinnu hjá mági sínum Jörundi Kristinssyni, en hóf svo störf í ál- verinu í Straumsvík og starfaði þar fram að eftirlaunaaldri. Á yngri árum stundaði Símon frjáls- íþróttir. Hann var afreksmaður í sleggjukasti og varð tvisvar Ís- landsmeistari í þeirri grein, 1945 og 1947. Útför Símonar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin kl. 13. og Þórunn Sigríður Árnadóttir, hús- freyja frá Pétursey í Mýrdal, f. 17.5. 1893, d. 4.2. 1937. Símon og Elín eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Símon Þór, vél- fræðingur, grunn- skólakennari í Vík í Mýrdal, f. 11.9. 1953. Eiginkona hans er Kolbrún Hjörleifs- dóttir frá Tungufelli í Lundareykjardal, skólastjóri við Grunnskólann í Vík, f. 9.8. 1958. Börn þeirra eru: a) Katrín, íþróttafræðingur, kennari í Vík f. 17.2. 1980. Sambýlismaður hennar er Atli Rafn Hróbjartsson, smiður og bóndi frá Brekkum í Mýrdal, f. 30.12. 1975 og sonur þeirra Egill, f. 21.8. 2006. b) Hjörleifur Þór, framhaldsskólanemi, f. 14.10. 1990. 2) Kristín Sigríður, dr. í jarðeðlisfræði og deildarstjóri á Veðurstofunni, f. 24.4. 1956. 3) Jó- hanna, þjóðhagfræðingur, fram- kvæmdastjóri Haga, f. 13.10. 1958. 4) Jónína, sjúkraþjálfari og heilsu- hagfræðingur, f. 13.10. 1958. Pabbi átti góða og langa ævi. Hann var lífsglaður maður, einn af Vogsunum í Garðhúsum, sem hafði gaman af því að segja sögur af ýms- um uppátækjum og uppákomum frá fyrri árum og dró þá hvergi úr. Oft heyrðum við söguna af því þegar hann, strákpatti í félagi við vini sína, eyddi löngum tíma í að búa til við- arkol í sprengju sem þeir síðan próf- uðu í kjallaranum á símstöðinni, heima hjá einum þeirra, við lítinn fögnuð húsráðenda. Svo hló hann dátt að öllu saman, en pabbi hló hátt, söng mikið og hátt á mannamótum og dansaði þá líka eins og hann ætti lífið að leysa. Sem sagt, dæmigerður Eyjamaður. Pabbi var sterkur og hraustur kall. Hann ólst upp í Eyjum, þegar lífshættir voru þar aðrir en í dag. Hann var mikill íþróttamaður, lærði að synda í sjónum undir Löngu og kenndi mér á klukkutíma að stinga mér í Seljavallalaug; eitthvað sem sundkennaranum í Eyjum hafði ekki tekist á tveimur árum. Alla sjófugla þekkti hann á flugi, háfaði lunda í Eyjum og Papey, snaraði teistu í Papey, rotaði fýl í Mýrdalnum fram á áttæðisaldur, ásamt mér og afa- strákunum Hjörleifi og Friðriki og var svo eldsnöggur að svíða, höggva, reyta og salta. Háfurinn hans er von- andi enn í notkun úti í Papey. Úrræðagóður var hann pabbi með afbrigðum. Á fyrstu dögum Eyja- gossins var hann fastur uppi á landi, eins og aðrir Vestmannaeyingar, á meðan aleigan var að hverfa í ösku. Við bjuggum á Búastaðabraut, stutt frá gossprungunni, svo lítill tími var til stefnu. Við mamma keyrðum hann til Þorlákshafnar, þar sem við biðum á meðan allar kýrnar frá Kirkjubæ, sem ekki hafði verið hægt að bjarga, voru hífðar upp úr lestum Herjólfs. Fólki var bannað að fara til baka og löggan var á vappi á bryggj- unni til að tryggja að enginn færi um borð. Um leið og landfestar höfðu verið leystar og skipið lagði frá bryggju vippaði pabbi sér um borð og komst þar með heim til að bjarga búslóðinni frá eyðileggingu með hjálp Fúsa bróður síns. Fúsi flutti hana síðan með Bergi VE upp á land, alls óskemmda, á meðan húsið okkar fór á bólakaf í öskuna. Síðasta árið hans pabba var hon- um erfitt. Hann var mikið veikur og stundum beygður af afleiðingum sjúkdóms síns. Eftir hvíldarinnlögn á líknardeildinni í Kópavogi síðasta vor náði hann sér þó aftur á strik, og með aðstoð og umönnun hjúkrunar- kvenna hjá Karitas-samtökunum og heimahjúkrun Garðabæjar átti hann marga góða og dýrmæta mánuði heima hjá fjölskyldu sinni, þar sem hann dvaldi alveg fram á síðustu daga. Pabbi var góður maður og góður pabbi, stór og sterkur með stórar og heitar hendur sem lítilli stelpu þótti gott að leiða og geyma í höndina sína í rokinu og rigningunni, sem stund- um var heima í Eyjum. Kristín Sigríður. Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns, Símonar Waagfjörð. Fyrstu kynni mín af hon- um eru mér í fersku minni. Á sum- ardegi árið 1990 var ég kynntur fyrir honum og Elínu konu hans, sem nýr maður í lífi dóttur hans. Ég var ung- ur að árum þarna og var frekar órótt fyrir fund okkar. Mér var auðvitað í mun að þeim líkaði vel við mig og í ljós kom að allar áhyggjur sem ég hafði haft voru með öllu óþarfar. Þennan fyrsta dag kynntist ég hlýju og góðmennsku þeirra hjóna og ekki síst Símonar. Frá þessum degi höfum við hjónin og okkar börn búið að mestu erlendis ef undan eru skilin nokkur ár í byrj- un þessarar aldar. Við hjónin vorum við upphaf sambands okkar í námi og vorum við þá studd með ráðum og dáð af Elínu og Símoni með ýmsum hætti. Þegar yngri sonur okkar fæddist árið 1996, fluttu þau til okk- ar í nokkra mánuði og voru ómet- anleg hjálp og sérstaklega minnis- stætt þegar Símon hjálpaði okkur að mála húsið enda næsta vonlaust að halda aftur af honum. Þegar hann hafði verk að vinna tók hann fast á málum og fátt fékk hann stöðvað. Eftir að við hjónin eignuðumst syni okkar komum við oft í frí til Ís- lands og var Símon þá óþreytandi við að eyða tíma með þeim, fara með þá í labbitúra og upphefja sjálfsímynd þeirra með því að hrósa þeim í há- stert fyrir allt mögulegt og ómögu- legt í hvert sinn sem hann fékk tæki- færi til. Símon var einmitt þeim eiginleikum gæddur að vera laus við öfund í garð annarra og gladdist ein- læglega yfir góðum árangri annarra. Hann var líka afar stoltur af sínu fólki og leyfði okkur stöðugt að heyra þá skoðun sína. Oftast var líka gaman að því að heimsækja þau hjónin því Símon var auðfenginn til rökræðna og gaf hvergi eftir á því sviði enda rökfastur mjög. Síðari ár hafði heyrn hans minnkað svolítið og það gerði honum auðveldar að sigra í rökræðum við mig. Þegar við fluttum til Íslands var það sonum mínum mikil gæfa að fá að verja meira tíma en áður með ömmu sinni og afa og munu þeir búa að því um aldur og ævi. Ég er mjög þakklátur fyrir að þeir fengu að kynnast afa sínum svo náið enda hafa þeir lært af honum góða siði. Símon var ennfremur einstaklega hraustur maður allt sitt líf. Á yngri árum var hann góður íþróttamaður og hafði alla ævi mikinn áhuga á íþróttum. Hann var líka mikill keppnismaður sem sannaðist einu sinni sem oftar þegar hann fór með eldri son minn á fýlaveiðar á Suður- landi, þá orðinn hátt á áttræðisaldri. Sonur minn kom heim frá því æv- intýri fullur aðdáunar á atgangi afa síns þar sem hann hljóp um víðan völl og hoppaði yfir girðingar. Við leiðarlok er mér í huga þakk- læti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst jafn mætum manni og verið velkom- inn í fjölskyldu hans. Þakklæti fyrir þá tíma sem ég eyddi með honum og þakklæti fyrir að synir mínir hefðu tækifæri til að læra af slíkum öðlingsmanni. Í hjarta er söknuður en þó huggun harmi gegn að við vit- um að hann heldur nú til á betri stað og mun vera með okkur ávallt í minningum og anda. Vertu sæll, elsku Símon. Gunnar Sigurðsson. Léttur í lund, heilsteyptur, hreinn og beinn. Þannig var æskufélagi minn Símon Waagfjörð frá Vest- mannaeyjum. Hann var ævintýri að upplagi, endurspeglaði í persónu- leika sínum þá segulmögnun, sem náttúra Eyjanna laðaði fram, frjáls- ræðið, fjaran, sjórinn, klettar og hellar. Endalaus áskorun, atvinnulíf í blóma, bátar og fiskur, fugl við bjarg, allt stóð opið í starfi og leik. Tengsl okkar Símonar urðu nánari þegar foreldrar mínir fluttu á Selfoss 1942, en þá fékk ég risherbergi í Garðhúsum. Jón og Kristín, foreldr- ar Símonar, buðu mig velkominn á sitt stóra heimili með mikilli hjarta- hlýju, en um þessar mundir vorum við Símon að hefja iðnnám, Símon í bakaraiðn, aðalsmerki Voxanna, ég í málun. Hernámið markaði lífið í Eyjum þessa tíma, norskir, enskir og amer- ískir dátar sem marseruðu um götur bæjarins, en margs konar skemmti- legheit fylgdu hernum, því Eyja- mönnum er lagið að gera gott úr öllu. Í Garðhúsum var gamall tveggja tonna Ford-vörubíll. Eitt vorkvöld vorum við Símon óvænt undir stýri, bíllinn vildi keyra. Við ókum inn í Herjólfsdal, en þar sem luktirnar á bílnum voru skröltandi lausar þá blikkuðu ljósin í sífellu. Dátarnir í Dalnum fylgdust grannt með okkur. Daginn eftir vorum við Símon kall- aðir á lögreglustöðina fyrir Kristin Ólafsson fulltrúa og borðalagðan dáta. Þetta var ekki vegna þess að við værum próflausir, heldur vorum við sakaðir um njósnir og taldi fulltrúi hersins að við hefðum verið að gefa morsmerki til kafbáts vestan við Heimaey með blikkandi bílljós- unum. Fulltrúinn sá strax að um misskilning var að ræða, en vegna borðalagða fulltrúans spjallaði hann grafalvarlega við okkur og fór að spyrja Símon um dvöl hans í sveit- inni hjá Erlendi í Hamragörðum skammt frá Glúfrabúa undir Eyja- fjöllum. Þar kynntist Símon mögn- uðum búskap, sjálfsþurftarbúskap dugnaðar og ósérhlífni þar sem heyj- að var í fjallahlíðum og heyböggunum rúllað niður hliðarnar til bæjar. Tök- in sem til þurfti hentuðu Símoni vel. Eitt sinn eftir gönguferð á Klifið hitt- um við Júlla á Hlíðarenda á íþrótta- vellinum þar sem hann var að æfa frjálsar, kringlu og sleggjukast. Hann kenndi okkur handtökin og Símon var fljótur að ná árangri, enda íþróttamaður frá toppi til táar. Næstu þrjú árin voru mörg íþrótta- mótin lögð undir, ferðalög um landið, bæjarkeppni við Hafnarfjörð, meist- aramót á Melavellinum og iðulega var Símon sigurvegari í sínum grein- um. Símon hafði hins vegar lítinn áhuga á dansleikjum og meðfylgjandi íþróttum, fannst stelpurnar trufla sig. Ég taldi víst að hann myndi pipra, en það kom mér síðan skemmtilega á óvart að Símon fann ástina sína og var mjög ástfanginn þegar ég talaði við hann orðinn fjöl- skyldumann í Eyjum. Eftir eldgosið í Heimaey 1973 flutti Símon í Garðabæinn, við tókum aftur upp þráðinn og alltaf lék smitandi hlátur hans stórt hlutverk í lífsleikn- um. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Ég votta Elínu og börnunum innilega samúð með þakklæti fyrir samveru og vináttu. Allt í kringum Símon var létt í lund, hreint og beint. Áki Gränz. Stöku sinnum á lífsleiðinni kynnist maður einstaklingum sem verða manni ógleymanlegir. Einn af þess- um einstaklingum er vinur minn og Oddfellowbróðir Símon Waagfjörð, sem lést 13. desember eftir langvinn og þungbær veikindi, svo ég var viðbúinn kallinu, svo langt sem það nær, því maður er aldrei alveg tilbú- inn kallinu þegar góður vinur fellur frá. Ég kynntist Símoni þegar ég gekk í Oddfellowstúkuna Snorra goða fyrir rúmum fjórtán árum, og með okkur tókst strax góð vinátta. Símon var alltaf hress og kátur, hann hafði einstaka frásagnargáfu og hafði gaman af að segja gamansögur, og lifði sig inn í þær. Þær voru ekki að- eins mæltar af munni fram heldur var líkamstjáning og handahreyfingar þannig að eiginlega var um leikrit að ræða. Þeir voru ófáir fundirnir sem Símon lét okkur veltast um af hlátri, og hann sagði okkur sömu gaman- sögurnar aftur og aftur, og alltaf höfðum við jafn gaman af þeim. Sím- on var öflugur og traustur bróðir í stúkunni okkar og hann var okkur yngri mönnunum góð fyrirmynd með að mæta jafnan á fundi á meðan heilsan leyfði. Þegar haldnar voru skemmtanir eða farið í ferðalög með stúkunni þá vantaði ekki að Símon og Elín tóku þátt í því. Enda sam- hent hjón og félagslynd. Símon var hvers manns hugljúfi, mikill spjallari og skemmtilegur maður, traustur og trúr sínum, og aldrei heyrði ég Sím- on hallmæla nokkrum manni. Enda var Símon vinsæll og vel liðinn hvar sem hann kom. Vert þú ekki að gráta við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð þá vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsd.) Ég þakka þessum öðlingi sam- fylgdina, og sakna hans svo sannar- lega. Ég veit að nú líður honum vel. Guð varðveiti minningu þína kæri vinur. Elínu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Hvíl þú í friði, englar Guðs þig verndi. Ómar Sigurðsson. „Þegar kvöldskuggar læðast um tinda og tjöld“ Hann Símon Waagfjörð hefur kvatt þennan heim. Margs er að minnast frá meira en hálfrar aldar vináttu. Í Vestmannaeyjum á þjóðhátíð löngu fyrir gos. Öll ferðalögin vítt og breitt um landið og til útlanda, að ógleymdum útilegum um helgar, en þær urðu margar. Ein ferð er mér sérstaklega minnisstæð, en hún tók reyndar eina viku, það var þegar við fórum Gæsavatnaleið í Öskju og Kverkfjöll. Þetta var um miðjan júlí 1990. Við vorum þá komnir með Paradíso-fellihýsi. Það var auðvitað ekki gáfulegt að fara með þessa vagna um klungrið á Gæsavatnaleið. Þetta gekk þó allt vel og ferðin er eftirminnileg, en fellihýsin voru ansi þreytt eftir ferðina. Margar urðu ferðirnar í sumarbústaði um helgar á hinum ýmsu stöðum. Þá var alltaf glatt á hjalla og Símon hrókur alls fagnaðar. Ég kveð þig kæri vinur og þakka þér alla skemmtunina. Ellu og fjölskyldunni votta ég samúð mína. Kristinn Sæmundsson. Símon Waagfjörð Með þessum línum vil ég kveðja Símon og senda Ellu og börnunum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég vel þér kveðju, sem virði ég mest, von, sem í hjarta geymi. Annist þig drottins englar best í öðrum og sælli heimi. (Valdimar Jónsson frá Hemru) Magnea. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Heiðargerði 17, Vogum, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Kálfatjarnarkirkju. Guðmundur Í. Ágústsson, Þórunn K. Guðmundsdóttir, John Hill, Lilja J. Guðmundsdóttir, Jón Ögmundur Þormóðsson, Andrés Ágúst Guðmundsson, Sædís Guðmundsdóttir, Þórður K. Guðmundsson, María Gunnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFLIÐI JÓNSSON, fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, andaðist á Elliheimilinu Grund miðvikudaginn 19. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hafsteinn Hafliðason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.