Morgunblaðið - 21.12.2007, Side 53

Morgunblaðið - 21.12.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 53 Krossgáta Lárétt | 1 hvassviðri, 4 vitur, 7 tré, 8 glyrna, 9 duft, 11 þráður, 13 skjót- ur, 14 kvenmannsnafn, 15 bráðin tólg, 17 ófríð, 20 óhreinka, 22 er til, 23 kvendýrið, 24 færa úr skorðum, 25 hamingja. Lóðrétt | 1 dáin, 2 fuglar, 3 laupur, 4 jó, 5 tuskan, 6 ástfólgnar, 10 sjaldgæft, 12 veiðarfæri, 13 her- bergi, 15 ljósleitur, 16 amboðið, 18 viðurkennt, 19 áma, 20 siga, 21 skyn- færi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hljóðlátt, 8 rósum, 9 týnir, 10 una, 11 fiður, 13 nárum, 15 hadds, 18 salla, 21 tík, 22 svera, 23 úfinn, 24 skyldulið. Lóðrétt: 2 losið, 3 ólmur, 4 lútan, 5 tínir, 6 hróf, 7 hrum, 12 und, 14 ála, 15 hæsi, 16 drekk, 17 stagl, 18 skútu, 19 leifi, 20 agna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert góður í að safna fólki sam- an. Hringdu, skrifaðu og notaðu öll áhrif. Í kvöld passar hugurinn upp á hjartað. Nú er ekki rétti tíminn fyrir rómantík. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ástvinir þínir elska klikkaðar hug- myndir eins og þú. Engar efasemdir! Styddu allt sem þeim dettur í hug, líka þær hugmyndir sem þú skilur ekki alveg. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Til að fá góða þjónustu verður þú líka að þjóna öðrum vel. Og til að gera áskorunina stærri, þá færðu ekki við- urkenningu fyrr en að nokkrum vikum liðnum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Staða stjarnanna þinna ýtir undir góð netsamskipti. Þú getur kynnst fólk án nokkurrar fyrirhafnar. Engan hroka! Fólk getur vel lesið á milli línanna. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Gömul þrætuefni koma upp á yf- irborðið í annað sinn. Þú finnur áhuga- verða aðferð til að ná yfirhöndinni. Láttu nýleg afrek tala fyrir sig sjálf. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það sem þú færð stendur ekki undir væntingum. Þetta er tækifæri fyrir persónulegan þroska. Prófaðu að knúsa þegar þig langar til að gagnrýna. Hvað gerist? (23. sept. - 22. okt.)  Vog Láttu ekkert trufla þig, ekki einu sinni fólk sem gleypir allt súrefnið í her- berginu með sífelldu blaðri. Farðu á frið- samlegan stað og skipuleggðu fallega helgi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er ekki erfitt að fatta hvar þú passar inn í, þótt þú fílir ekki hlutverkið sem þú tókst að þér. Þú mátt segja nei við því sem þú játaðir áður. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú skiptir skapi auðveldlega: ert opinn í stuði eina mínútuna og einfari þá næstu. Í kvöld skaltu reyna að taka eftir hver hjálpar þér að vaxa og hver ekki. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekki endilega gaman að vita að þú sért miðja heimsins hjá ein- hverjum. Það felur í sér mikla ábyrgð! Hlustaðu vel á merkin sem þú færð. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hvergiland býður þig velkom- inn í dag. Erfiðast er að bíða – notaðu tím- ann og gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig. Ferskt loft getur gert kraftaverk. Opnaðu dyrnar og farðu út. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ertu enn að bíða eftir sendingu eins og lofað var? Það er þess virði að bíða, því aðferðir þessarar manneskju munu auðvelda þér lífið. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3 Bb7 9. d3 d6 10. a3 Ra5 11. Ba2 c5 12. Rbd2 Rc6 13. Rf1 Bc8 14. Re3 Be6 15. Rd5 Bxd5 16. exd5 Rd4 17. Rd2 Rf5 18. Re4 Rd7 19. b4 cxb4 20. axb4 a5 21. bxa5 Dxa5 22. Bd2 Dc7 23. c3 Rh4 24. g3 Rg6 25. h4 f5 26. Rg5 Bxg5 27. hxg5 Rc5 28. Dc2 e4 29. dxe4 fxe4 30. Be3 Re5 31. Kg2 Rcd3 32. He2 Df7 33. Bd4 Df3+ 34. Kg1 Dh5 35. Kg2 Staðan kom upp á heimsbikarmótinu í skák sem er nýlokið í Khanty– Mansiysk í Rússlandi. Fyrrverandi heimsmeistari FIDE, Rustam Ka- simdzhanov (2.690) frá Úsbekistan, hafði svart í hraðskák gegn indverska stórmeistaranum G.N. Gopal (2.520). 35. … Rf4+! 36. gxf4 Dg4+ 37. Kf1 Dh3+ 38. Ke1 Rf3+ og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Ófyrirleitni. Norður ♠64 ♥752 ♦G86 ♣D10943 Vestur Austur ♠10832 ♠9 ♥DG6 ♥ÁK10983 ♦D1073 ♦K54 ♣G7 ♣K82 Suður ♠ÁKDG75 ♥4 ♦Á92 ♣Á65 Suður spilar 4♠. Austur hóf sagnir með opnun á einu hjarta og þar kemur vestur út. Sagn- hafi trompar hjarta í öðrum slag og tekur fjórum sinnum tromp. En hvern- ig á hann að komast hjá því að gefa tvo slagi á tígul og einn á lauf? Sagnhafi gerir austri tilboð sem ekki er hægt að þiggja – spilar litlu laufi á tíuna í borði. Ef austur drepur með kóng, þá rennur laufið og sagnhafi fær yfirslag. Svo austur neyðist til að dúkka. Þá kemur svívirðan: laufgosi vesturs er gleyptur með drottningunni og svínað fyrir kónginn. Þannig fást þrír slagir á lauf og tíu í allt. Tígulliturinn er læstur, þannig að vörnin gat ekki bjargað deginum með því að skipta yfir í tígul í öðrum slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Samskip íhuga málsókn á grunvelli niðurstaðnaSamkeppniseftirlits. Hver er forstjóri Samskipa? 2 Álftagerðisbræður fagna afmæli um þessar mundir.Hvað er langt síðan þeir hófu að syngja saman form- lega? 3 Tvær íslenskar skáldsögur tróna í tveimur efstu sæt-um íslenska bóksölulistans. Önnur er Harðskafi Arn- aldar en hver er hin? 4 Hvar er íslenska karlalandsliðið í handknattleik ástyrkleikalista Evrópska handknattleikssambands- ins? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók þátt í umræðum á heimsrás einnar helstu sjón- varpsstöðvar veraldar. Hvaða stöð? Svar: CNN. 2. Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni erlendis. Hvar? Svar: Í Danmörku. 3. Nýr forsætisráðherra hefur verið kjör- inn í Úkraínu. Hver er hann? Svar: Júlía Tímósjenkó. 4. Hvern var Eiður Smári með efstan á blaði í kjöri á besta knattspyrnumanni heims? Svar: Lionel Messi. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR hæfingu og nýjungum í heilbrigðisþjónustu, lyfjatækni og þróun matvæla;  efla rannsóknir á auðlindum lands og sjávar og hvernig nýta megi náttúrulegar auðlindir betur með sjálfbærum hætti;  efla rannsóknir á líklegum og afdrifaríkum breyt- ingum lofts, láðs og lagar með öflugri þátttöku at- vinnulífsins og fræðimanna úr fjölmörgum greinum;  efla rannsóknir sem snúa að innviðum íslensks sam- félags, sérstöðu þess og séreinkennum;  efla skapandi greinar þar sem nýsköpun, öflug upp- lýsingatækni, menningarstarfsemi, afþreying og fjár- festar mætast og ný starfsemi vex fram. Formaður ráðsins er Geir H. Haarde forsætisráð- herra en auk hans sitja í ráðinu menntamálaráðherra, iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra og umhverfisráðherra, ásamt 16 einstakling- um úr atvinnulífi, háskólum og rannsóknarstofnunum. Á vegum ráðsins starfa tvær nefndir sem í eiga sæti ráðsmenn, aðrir en ráðherrar. Vísindanefnd starfar undir formennsku Guðrúnar Nordal prófessors og tækninefnd undir formennsku Hallgríms Jónassonar forstjóra. Nánari upplýsingar um hlutverk og starfsemi Vís- inda- og tækniráðs er að finna á vefslóðinni www.vt.is. Á FUNDI Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum á þriðjudag, voru samþykktar áskoranir og áherslur í vísindum, tækniþróun og ný- sköpun á næstu árum. Vísinda- og tækniráð horfir til þeirra sviða þar sem Íslendingar hafa burði til að ná sérstökum árangri á alþjóðlegum vettvangi og þar sem starfsemi fyrir- tækja, háskóla, rannsóknastofnana, opinberra aðila og einstakra þjóðfélagshópa getur fléttast saman og skil- að þjóðinni enn meiri ávinningi. Vísinda- og tækniráð sér nú sérstök tækifæri í að…  efla rannsóknir á menntun og kennslu til að þróa menntakerfið svo það standi betur undir sívaxandi kröfum um þekkingu, virkni, sköpunarkraft, frum- kvæði og sveigjanleika;  gera nýsköpunarstarfsemi að álitlegum fjárfesting- arkosti og hvetja innlenda og erlenda fjárfesta og samkeppnissjóði til að veita sprota- og nýsköpunar- fyrirtækjum öflugan stuðning;  efla rannsóknir á íslenskum menningararfi, hand- rita- og bókmenningu, tungu og samtímamenningu, samhliða þeirri áherslu sem nú er lögð á útrás og al- þjóðlega ímynd landsins;  efla rannsóknir sem beinast að árangursríkum for- vörnum og heilsueflingu, bættri heilsuvernd, endur- Vísinda- og tækniráð samþykkir áherslur fyrir næstu ár KEA-hangikjötstvímenningurSíðasta spilakvöld Bridsfélags Ak- ureyrar fyrir jól var að venju eins kvölds tvímenningur með KEA- hangikjöt og reyktan magál í verð- laun. Í upphafi var afmælissöngur- inn sunginn af krafti fyrir Frímann Stefánsson sem bauð upp á jólasmá- brauð í tilefni dagsins. Ekki fékk af- mælisbarnið þó nógu marga toppa í staðinn til að hreppa kjötmeti. Röð efstu para var þessi þegar upp var staðið: Pétur Guðjónsson – Jónas Róbertsson 42 Hermann Huijbens – Stefán Vilhjálmss. 16 Jón Sverrisson – Ragnheiður Haraldsd. 14 Árni Bjarnason – Ævar Ármannsson 12 Frímann Stefánsson – Reynir Helgason 12 Bridsfélag Akureyrar sendir öll- um bridsspilurum bestu jóla- og ný- ársóskir. Minnt er á Glitnismótið sem fer fram laugardaginn 29. des. á Hótel KEA og hefst kl. 10. Spilaður verður Monrad-tvímenningur. Glæsileg flugeldaverðlaun fyrir efstu sætin og einnig dregið um verðlaun. Nánari upplýsingar veitir Víðir, gsm 897 7628. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.