Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 54
…en það gengur eitt- hvað erfiðlega að ná í sjónvarpsstjórann… 58 » reykjavíkreykjavík Í kvöld verður útgáfu Of gott … fagnað á Gauki á Stöng. Þetta er þriðja sólóplata Sesars A, en hann gaf síðast út plötuna Gerðu það sjálf- ur árið 2002. Hugmyndafræðin á bak við þá plötu var keyrð út í öfgar við gerð Of gott … „Hugmyndin var að eiga frumkvæði, að bíða ekki eftir öðrum, heldur bara gera hlutina sjálfur. Núna geri ég bókstaflega allt sjálfur, ég er gjaldkerinn, fram- kvæmdastjórinn og skúringakonan í mínu fyrirtæki. Ég fór í rauninni hamförum og get ekki kennt neinum um neitt nema sjálfum mér,“ segir Eyjólfur Eyvindarson, kokkur, kvik- myndagerðarmaður og maðurinn á bak við rapparann Sesar A. Of gott … er ansi seint á ferðinni og Eyjólfur ætlar ekki að blanda sér í jólaplötuslaginn í ár. Eina leiðin til þess að eignast diskinn strax er að mæta á tónleikana í kvöld. „Það hef- ur gengið á ýmsu við að koma henni út og ég tek því sem fyrirboða um að ég eigi að bíða með hana. Hún fylgir með aðgöngumiðanum [í kvöld], en verður ekki dreift meira á þessu ári.“ Hann segir að mikil þróun hafi átt sér stað frá síðustu plötu. „Ég er að vinna tónlistina mína á alveg nýjan hátt, ég fór úr því að vinna aðallega með glefsur eða „sömpl“ yfir í það að spila melódíur sem ég fékk í kollinn og vinna þær frekar með hljóðfæra- leikurum.“ Um upphitun í kvöld sjá Mc Gauti, meginþorri strákanna úr Forgotten Lores og 7Berg. Svo tekur Sesar A við og frumflytur efni af Of gott … Meðal gesta hjá honum verða Dóri DNA, Blazroca og Diva de la Rósa. Kvöldið endar á því að rappbræðing- urinn Fullorðins kemur í fyrsta skipti fram á höfuðborgarsvæðinu. Þar renna XXX Rottweiler, Sesar A og Intró saman og koma fram sem ein heild. Gaukurinn opnar klukkan níu í kvöld og tónleikarnir byrja klukkan hálfellefu. Aðgangur að tónleikunum kostar 1500 krónur og Of gott … fylgir í kaupbæti. Hamfarir Sesars A Morgunblaðið/Golli Rappkokkurinn Sesar A heldur útgáfutónleika í kvöld þar sem gestir fá meðal annars að smakka á rappbræðingnum Fullorðins. Er gjaldkeri, framkvæmdastjóri og skúringakona í einu  Það hefur lík- lega ekki farið framhjá neinum að hinn þekkti söngleikur And- rews Lloyds Web- bers og Tims Rice, Jesus Christ Superstar, verð- ur frumsýndur í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum Morgunblaðs- ins er ásóknin í miða gríðarleg og allt að 250 miðar eru seldir á degi hverjum uppi í Borgarleikhúsi. Fyrstu 10 sýningarnar eru þá upp- seldar sem þýðir að þeir sem eru að vakna úr rotinu í dag verða að bíða fram í miðjan janúar til að geta séð Krumma í Mínus fara með hlutverk frelsarans syngjandi. Viðtal við þá Krumma og Björn Hlyn leikstjóra verður í Reykjavík Reykjavík um helgina. Uppselt á fyrstu 10 sýningarnar  Það er kannski merki um rólega og þægilega tíma þegar aðal- áhyggjumál landsmanna er 60 sek- úndna auglýsingahlé sem á að troða inn í Áramótaskaupið. Sitt sýnist hverjum og Ómar R. Valdi- marsson náði svo sannarlega háu nótunum í Kastljósinu á miðviku- dag. Annar vinsæll álitsgjafi er Eg- ill Helgason sem er á öndverðum meiði við Ómar og segir að Skaupið sé í raun ábyrgt fyrir því að eyði- leggja áramótapartí síðustu 40 ára – hvorki meira né minna. Bendir hann réttilega á að Skaupið hafi orðið til þegar enginn var fyndinn í íslensku sjónvarpi en nú sé öldin önnur, allir séu stöðugt að reyna að vera fyndnir fyrir framan sjón- varpsmyndavélina. 40 ára leiðindi Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Má ég hringja í þig eftir hálftíma í þetta núm- er? Ég er nefnilega á fundi.“ Þannig svarar Árni Beinteinn Árnason fjöllistamaður í símann, ný- orðinn 13 ára. Maður er vanari því að fá slík svör frá framkvæmdastjórum eða annars konar stjórum, en þetta er sjálfsagt lýsandi fyrir Árna. Hann er ekki dæmigerður 13 ára strákur. Árni hefur á árinu sem er að líða leikstýrt og framleitt stuttmynd með fullorðnum atvinnu- leikurum og tökuliði, leikið í fjölda leikrita, ver- ið með stutt viðtöl eða yfirheyrslur í Laug- ardagslögunum og leikið í Duggholufólkinu, svo eitthvað sé nefnt. Árni talar hratt og örugglega, án hikorða og það er engu líkara en blaðamaður sé að ræða við listamann sem er öllu vanur í bransanum og gamall í hettunni. Árni fékk fyrsta hlutverk sitt á tíu ára afmæl- inu, 12. desember 2004, og hefur leikið í hverju leikritinu á fætur öðru upp frá því; Híbýlum vindanna, Annie, Ronju ræningjadóttur, Sitji guðs englum og leikur þessa dagana í Gosa og Skilaboðaskjóðunni. Leikstýrði Sigurði Skúlasyni „Nú er ég eiginlega búinn að klára nánast allt fyrir jólin, er bara núna í jólafríi að fara að vinna að hlutum sem mig hefur langað til að vinna í en ekki getað, klippa mínar eigin stutt- myndir og svoleiðis,“ segir Árni, inntur eftir stöðu verkefna. Hann eigi eftir að klippa „stærstu stuttmyndina sína hingað til“, Flagð undir fögru skinni. Í henni leikstýrði hann at- vinnuleikurunum Sigurði Skúlasyni, Guðjóni Þorsteini Pálmarssyni og Jóhannesi Hauki Jó- hannessyni. Á næsta ári verður frumsýnd kvikmyndin Stóra planið sem Árni leikur í og mun hann áfram leika í Skilaboðaskjóðunni og Gosa. Þá kemur út plata Guðmundar Inga Þorvaldssonar á næsta ári. Árni syngur á henni nokkur lög en af öðrum listamönnum á henni má nefna Bubba Morthens og Selmu Björnsdóttur. „Það verður vonandi sumarplata næsta árs, ef allt gengur að óskum. Rosalega skemmtileg lög og mikið fag- fólk sem stendur að því. Ég var að fá rosalega stórt hlutverk í útvarps- leikriti, aðalhlutverkið, langstærsta hlutverk sem ég hef fengið hingað til í útvarpsleikhúsi og alls staðar annars staðar. Það verða upptökur á því í janúar og Sigrún Edda Björnsdóttir leik- stýrir því, það heitir Engill í vesturbænum,“ segir Árni og blaðamaður þarf að hafa sig allan við að ná þessu öllu saman. Ertu einhvern tíma í fríi? Geturðu farið út í fótbolta, t.d? „Nei, mér finnst leiðinlegt í íþróttum. Ég á náttúrulega frí núna, jólafrí,“ segir Árni. Hann hafi varla tíma til að fara í skólann, nýbúinn að ljúka jólaprófum með einkunnina 10 í öllum! Ekki að spyrja að því. Framtíðarlistamaður Eru ekki allar líkur á því að þú leggir listina fyrir þig í framtíðinni, þegar þú verður fullorð- inn? „Það er náttúrlega stefnan ennþá [...] mér finnst gaman að vera fyrir framan myndavélina og reglulega skemmtilegt að vera fyrir aftan hana. Þetta er bara spurning um hvað maður vill hverju sinni. Stundum er gott að ráða, fá að stjórna öllu, stundum er gott að vera bara leik- ari.“ Ef þú lítur yfir árið 2007, hvað er þá eft- irminnilegast? „Það var náttúrlega geðveikt að taka upp fyrstu atvinnumanna-stuttmyndina sína,“ svarar Árni og einnig að hafa fengið að semja, leik- stýra og klippa kynningarmyndband fyrir Út- varpsleikhúsið sem sýnt var í Sjónvarpinu í sum- ar. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að prófa það.“ Af öðrum hápunktum nefnir Árni frumsýn- ingu á Duggholufólkinu, að fá að afhenda Grímu-verðlaun og skemmta á árshátíð Glitnis með Brynhildi Guðjónsdóttur og síðast en ekki síst að stökkva inn í Skilaboðaskjóðuna með skömmum fyrirvara. Framtíðin er sannarlega björt hjá þessum unga manni. „Ég er nefnilega á fundi“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Árni Beinteinn Árnason marga fjöruna sopið Morgunblaðið/Golli Árni Beinteinn Hefur trúlega meira að gera en flestir aðrir 13 ára gamlir unglingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.