Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 8
8 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Þú vilt góða yfirsýn.
Þess vegna er Vöxtur fyrir þig.
Vöxtur er Vildarþjónusta Kaupþings
ÍS
LE
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
55
13
0
4/
09
Kynntu þér málið á www.kaupthing.is
FRAMSÓKN
framsokn.is
RÉTT
LÆTI
FYRIR
OKKUR
ÖLL
Leiðréttum skuldir
heimilanna
Endurreisum
SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti þeirra
sem tóku þátt í skoðanakönnun
Fréttablaðsins, alls 58 prósent,
vill banna nektardans með lögum.
Fleiri konur en karlar vilja banna
dansinn, og vinstrimenn vilja
frekar bann en hægrimenn.
Alls vildu 73,8 prósent kvenna
banna nektardans, en 42,7 prósent
karla. Lítill munur var á afstöðu
fólks eftir búsetu, en heldur fleiri
íbúar á landsbyggðinni voru
hlynntir banni á nektardansi.
Talsverður munur var á afstöðu
fólks eftir því hvaða flokk það
myndi kjósa ef gengið yrði til
þingkosninga nú. Mikill meiri-
hluti stuðningsfólks Samfylking-
ar og Vinstri grænna, tæplega
sjötíu prósent, vill banna nektar-
dansinn.
Um helmingi lægra hlutfall
stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins, um 36 prósent, styður
bann. Tæplega 56 prósent stuðn-
ingsmanna Framsóknarflokks
styðja bann við nektardansi.
Hringt var í 800 manns þriðju-
daginn 7. apríl og skiptust svar-
endur jafnt eftir kyni og hlutfalls-
lega eftir búsetu. Spurt var: Á að
banna nektardans með lögum?
Alls tóku 89,3 prósent afstöðu til
spurningarinnar. - bj
Mikill munur á afstöðu kynjanna til nektardans:
Meirihlutinn vill
banna nektardans
NEKTARDANS Mikill meirihluti vill banna nektardans samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins. Fleiri vinstrimenn og fleiri konur vilja banna hann.
1. Hvaða tónlistarmaður
syngur um Bubba Morthens á
nýju plötunni sinni?
2. Hvað heitir framleiðandi
heimildarmyndarinnar
Draumalandið?
3. Frá hvaða landi eru sjó-
ræningjarnir sem hafa verið í
fréttum síðustu daga?
SVÖR Á SÍÐU 34
Karlar Konur
Já
Nei
Á AÐ BANNA NEKTAR-
DANS MEÐ LÖGUM?
SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 7. APRÍL
100
80
60
40
20
0%
SRÍ LANKA, AP Norðmenn sjá ekki
lengur um að miðla málum í deilu
stjórnvalda og tamíla á Srí Lanka.
Ólíklegt er þó að það breyti miklu,
því friðarviðræðurnar, sem Norð-
menn höfðu milligöngu um, hafa
legið niðri um langa hríð.
Stjórnin á Srí Lanka sagðist
ekki lengur vilja þiggja aðstoð
Noregs eftir að hópur tamíla
gerði árás á sendiráð Srí Lanka í
Ósló á sunnudag. Norska stjórnin
hefði greinilega brugðist því hlut-
verki sínu að verja sendiráðið.
Bæði stjórnarherinn og tamíl-
tígrar gerðu í gær og í dag hlé á
átökum. Stjórnvöld hvöttu íbúa
átakasvæðanna til að nota vopna-
hléið til að forða sér á friðsælli
slóðir.
Fáir virtust þó fara að þessum
ráðum. Herinn segir það hugsan-
lega stafa af því, að uppreisnar-
menn hafi bannað fólki að fara
burt.
Sameinuðu þjóðirnar telja að
um 100 þúsund almennir borg-
arar séu innikróaðir ásamt upp-
reisnarsveitum tamíla á tuttugu
ferkílómetra svæði. Stjórnar-
herinn segist láta þetta svæði í
friði, en bæði uppreisnarmenn og
mannréttindasamtök fullyrða að
stjórnaherinn hafi gert árásir þar
og tugir manna hafi látist.
- gb
Fáir íbúar á Srí Lanka fóru að ráðum stjórnar landsins um að notatveggja daga vopnahlé til að forða sér:
Norðmenn ekki lengur milligöngumenn
SENDIRÁÐIÐ Í ÓSLÓ Esala Ruwan Weerakon, sendiherra Srí Lanka í Noregi, skoðar
skemmdirnar. NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?