Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉFAMARKAÐIR vestan-
hafs tóku kipp upp á við þegar líða tók
á daginn í kjölfar ummæla Ben Bern-
anke, seðlabankastjóra Bandaríkj-
anna, þess efnis að efnahagshorfur
fyrir árið hefðu versnað og því gæti
verið nauðsynlegt að lækka vexti frek-
ar. Þegar upp var staðið höfðu helstu
vísitölur vestanhafs hækkað, Dow
Jones um 0,9% og Nasdaq um 0,6%.
Í Evrópu var stemningin öllu daprari
og varð lækkun á öllum helstu mörk-
uðum álfunnar. FTSE-vísitalan lækk-
aði um 0,8% og DAX um 0,9%. Nor-
ræna vísitalan, OMXN40, lækkaði
um 0,8%.
Bernanke til bjargar
● HVORKI Eng-
landsbanki né
Seðlabanki Evr-
ópu sáu ástæðu
til þess að breyta
stýrivöxtum sín-
um í gær og eru
stýrivextir í Bret-
landi því 5,5% og
á evrusvæðinu
eru þeir 4%. Jean-
Claude Trichet,
bankastjóri ECB, sagði á blaða-
mannafundi í gær að stjórn bankans
hefði ákveðið að breyta ekki vöxtum
en senda markaðnum engu að síður
hörð skilaboð. Varað er við því að
hleypa launaskriði af stað, fari svo
verði vextir hækkaðir.
Stýrivextir óbreyttir
í Bretlandi og Evrópu
Jean-Claude
Trichet
● NOVATOR, fjárfestingarfélag Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, hefur
ákveðið að fresta tillögum sínum um
skipulagsbreytingar á finnska síma-
félaginu Elísu. Eftir sem áður sækist
Novator eftir tveimur stjórnarsætum í
félaginu. Boðað hefur verið til hlut-
hafafundar að ósk Novators þann 21.
janúar næstkomandi. Tillögur Nova-
tors gengu m.a. út á að skipta Elísu í
tvennt; í eignarhaldsfélag og rekstrar-
félag. Andstaða hefur verið við það
hjá öðrum hluthöfum.
Novator frestar til-
lögum um breytingar
TRYGGINGAÁLAG á skuldabréf
íslensku bankanna hækkaði umtals-
vert í gær samkvæmt Reuters. Þar
segir að áhyggjur fjárfesta af efna-
hagsreikningum bankanna séu
ástæðan, bankarnir séu mjög skuld-
settir og áhyggjur af því að þeim
stafi hætta af lánaþurrðinni á al-
þjóðamarkaði hafi fengið byr undir
báða vængi í kjölfar hremminga ís-
lenskra fjárfestingarfélaga að und-
anförnu og er Gnúpur nefndur sér-
staklega í því samhengi.
Skuldatryggingaálag íslenska
ríkisins hækkaði töluvert í fyrradag
og segir í Morgunkorni Glitnis að
fréttir af Gnúpi spili þar einnig inn
í. „Óvissan varðandi fjármálafyrir-
tækin tengist stöðu ríkissjóðs sem
að hefur það hlutverk að grípa inn í
sem lánveitandi til þrautarvara til
að verja stærstu fjármálafyrirtæk-
in greiðslufalli,“ segir í Morgun-
korni. Álagið á bréf ríkisins var
126,7 punktar við lokun markaða í
fyrradag og er bent á í Vegvísi
Landsbankans að þar með jafnist
það á við það sem gerist hjá þjóðum
á borð við Búlgaríu, S-Afríku og
Rússland.
Guðni N. Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup-
þings, segir einnig að fréttirnar af
Gnúpi hafi nokkur áhrif auk þess
sem margir séu að kaupa trygg-
ingar á bréf íslensku bankanna í að-
draganda fyrirhugaðrar skulda-
bréfaútgáfu Glitnis. Þá ríki mikil
óvissa á mörkuðum og það hafi
einnig áhrif á íslenska útgefendur.
Álag á bréf Kaupþings var 375
punktar við lokun markaða í gær og
hækkaði það um 45 punkta, álagið á
Glitni var 280 punktar – 31 punkts
hækkun – og álagið á Landsbank-
ann var 235 punktar sem er hækk-
un um 58 punkta. Álagið á bréf rík-
isins lækkaði um 6,7 punkta í gær.
Tryggingaálag á bréf
banka og ríkis hækkar
skuldatryggingaálagi íslensku bank-
anna átt sinn þátt í að draga mesta
móðinn úr fjárfestum í gær. Mest var
sveiflan á bréfum Existu sem virðast
vera mjög næm fyrir breytingum.
Mest hækkun í gær varð á bréfum
Spron, þau hækkuðu um 4,04% og
næst mest varð hún á bréfum Ice-
landair, sem hækkuðu um 2,67%.
Mikil viðskipti voru í kauphöllinni í
gær og nam heildarvelta tæpum 63
milljörðum króna. Hið sama var uppi
á teningnum og undanfarna daga, þ.e.
skuldabréfavelta var mjög mikil, um
48,2 milljarðar.
Fyrsti græni dagur
ársins í kauphöllinni
Tilkynning frá Existu eyddi óvissu Spron hækkaði mest
Morgunblaðið/Kristinn
Exista Hlutabréf félagsins virðast vera mjög næm fyrir öllum breytingum
á markaði. Í gær hækkuðu þau skarpt í upphafi en döluðu svo.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ÚRVALSVÍSITALA kauphallar
OMX á Íslandi sneri við í gær, a.m.k.
tímabundið, og hækkaði um 1,18% frá
deginum áður. Þetta var fyrsti hækk-
unardagur ársins en eins og fram hef-
ur komið einkenndi töluverður drungi
hlutabréfaviðskipti hérlendis. Leiða
má líkur að því að tilkynning sú er
barst frá Gnúpi í fyrradag hafi dregið
úr óvissu á markaðnum, auk þess sem
Exista sendi frá sér tilkynningu
stuttu fyrir opnun markaðar í gær.
Þar kom fram að Exista hafði um
áramót „tryggt lausafé sem svarar til
endurfjármögnunarþarfar félagsins
til næstu 50 vikna, og til næstu 42
vikna ef öll skuldbinding félagsins í
fyrirhuguðu forgangsréttarútboði
Kaupþings banka (35 milljónir hluta)
er meðtalin.“ Einhverjar efasemdir
voru á markaði um að félaginu tækist
að fjármagna skuldbindingu sína
varðandi fjármögnun Kaupþings á
kaupunum á hollenska bankanum
NIBC en þeim hefur nú verið eytt.
Í kjölfar tilkynningar Existu hækk-
aði gengi félagsins skarpt, fór hæst í
16,2 krónur á hlut innandags, en
lækkaði þegar líða tók á daginn og við
lok viðskipta nam hækkunin 0,33%.
Hið sama á við um úrvalsvísitöluna,
hún hækkaði um ríflega 4% snemma
dags en dalaði síðan. Ekki er auðvelt
að benda á nákvæma ástæðu þess en
eflaust hafa fregnir af hækkandi
Í HNOTSKURN
» Kauphöllinni í Osló barstí gær tilkynning frá
Existu þess efnis að félagið
væri búið að endurfjár-
magna 3,7% hlutafjár í
Storebrand, sem er rúmur
þriðjungur eignar Existu í
félaginu.
» Lokagildi úrvalsvísitöl-unnar í gær var 5.533,32
stig og hefur hún því lækkað
um 12,42% frá áramótum.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
INNLENDIR hlutabréfasjóðir
bankanna endurspegla nú þær
lækkanir sem hafa átt sér stað á ís-
lenskum hlutabréfum síðastliðið
hálft ár. Gengislækkun tveggja vin-
sælustu sjóða Landsbankans og
Glitnis með íslenskum bréfum nem-
ur um og yfir 60% síðasta hálfa ár-
ið. Sambærileg lækkun sjóða Kaup-
þings er heldur minni, eða tæp 35%.
Dæmi eru um fólk sem fjárfesti í
hlutabréfasjóði fyrir sjö milljónir
króna í september sl. en sú eign
hefur rýrnað um tvær milljónir.
Áhætta sem fylgir sjóðum með
innlendum hlutabréfum þykir vera í
meira lagi, samkvæmt stigagjöf við-
skiptabankanna þriggja. Áhættu-
stig nefndra sjóða eru sex af sjö
mögulegum hjá Kaupþingi og
Landsbankanum, en fjögur og
fimm af sjö hjá tveimur sjóðum
Glitnis.
Hlutabréf til lengri tíma
„Markmið fjárfesta eru helstu
viðmiðin þegar kemur að ráðgjöf
við hlutabréfakaup,“ segir Tómas
Möller, forstöðumaður verðbréfa-
og lífeyrissviðs Landsbankans.
„Hvort fjárfestingin á að vera til
lengri eða skemmri tíma skiptir
höfuðmáli. Ef menn ætla að kaupa
hlutabréf verða þeir að geta beðið
af sér nokkrar sveiflur á markaðn-
um.“
Tómas bendir á að fjárfestingar í
hlutabréfum og hlutabréfasjóðum
séu almennt hugsaðar til lengri
tíma, fimm ára eða svo.
Helena Jónsdóttir, forstöðumað-
ur eignastýringar Glitnis, tekur í
sama streng.
„Markaðsaðstæður hafa alltaf
áhrif á ráðgjöf, ásamt öðrum þátt-
um. Þegar lækkanir á hlutabréfa-
mörkuðum byrjuðu í haust bjóst
enginn við þeirri stöðu sem við
sjáum í dag. Við áttum von á erf-
iðum vikum eða mánuðum. Fjár-
festum var á þeim tíma auðvitað
gerð grein fyrir þáverandi stöðu og
því að enginn vissi nákvæmlega
hvert stefndi.“
Hlutabréfasjóðir lækkað um 60%
„Þegar lækkanir byrjuðu í haust bjóst enginn við þeirri stöðu sem við sjáum í dag“
! "# $
%&' &' (
(
(
!(
! (
! "(
GNÚPUR fjárfestingarfélag á, eftir
breytingar miðvikudagsins, enn eft-
ir ríflega 334 milljónir hluta í FL
Group – 2,46% hlut í félaginu. Einn-
ig má gera ráð fyrir að félagið eigi
enn einhvern hlut í Kaupþingi þar
sem engin viðskipti með bréf bank-
ans hafa numið nærri því jafnmiklu
og eign Gnúps.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær var 8,65% hlutur
Gnúps í FL Group seldur í tveimur
skömmtum, þann stærri keypti
Fons, en ekki hefur komið fram
hver keypti minni skammtinn. Fyrir
opnun markaðar í gær voru stór
viðskipti með hlutabréf í FL Group
en ekki hefur komið fram hverjir
áttu þar hlut að máli. Þar var um að
ræða um það bil jafnstóran hlut í fé-
laginu og Gnúpur seldi í minni
skammtinum en gera má ráð fyrir
að einhver lánardrottna félagsins
hafi keypt þann hlut og síðan selt
áfram.
Aðspurður vildi Þórður Már Jó-
hannesson, forstjóri Gnúps, ekkert
tjá sig um það í gær hvort fyrir-
tækið hygðist halda eftirstandandi
eign sinni í Kaupþingi og FL Group.
Í gær barst kauphöllinni leiðrétting
á flöggun Fons vegna eignarhalds
félagsins í FL Group. Þar kemur
fram að Fons eigi 12,21% hlut í FL
Group en ekki 10,76% eins og fram
kom í flöggun í fyrradag.
Þá barst leiðrétting frá Gnúpi þar
sem m.a. kemur fram að Birkir
Kristinsson sé einn hluthafa félags-
ins.
Gnúpur á
enn hluti í
FL Group og
Kaupþingi
!"
# $ %&
&
$
)*+* ,
-++* ,
./,
0* ,
+,
1
.&+
$!
234 * ,
$- +,
+! ,
54,
6789
& "- '0'
,
:4;&,
< ,
'
()
=#,
)
43,
) 3)>;
) 364*4 &6?0
.+- +
0$* ,
0@*;- +
234 3* ,
9A,4,
:;$$ $& ,
,
#
* (+
,
B4 ;) & &B*
1- ,
1& ,
-
./
&
$
:
**+ $ # DEE #F=
#FF FE =
#D EG# G#
% GEG FD EF
D F=G G%=
% F% E=
F ## %
# GF DD =F
=#E F F%
# %#
E EE %
FGE #% %
GD # #D
%D =F# F=
F FG %E
= = %=
= # GF
# G# E#
F DF D
%G=
# DE %G
F E GE
"
"
"
% EG
GDE G
"
EHG%
#HE
#H%
HG#
%H#
=%HG
%HF#
DG#H
=%H
H#
DHEE
=H
#HDG
EH
HEE
HF
EFH#
D%
GF%H
HF
#DH
GHG
%=H%
"
"
= G
H
"
EH#
#%H=
#H=
H#
%H%
=%HD#
%DH
D#H
=%H#
%H
FH#
=HD
#HDE
EHD
%H
HE
%H
D#%
GE#H
HF%
%H
GHG
"
"
"
= F
H
H
0
%
GG
FF
%
F%
GG
E
#F
%%
D
%
F
=%
E
%
E
"
"
"
D
"
I$4 $
+ 4
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
%F
E %F
% %D
%% F %D
%F
%F
% %D
85J0
85J1
(
(
85J2
3-J
(
(
I*>K* 4
9 L
(
(
0: .
I)J
(
(
85J4#
85J*G
(
(
● ÁLRISINN Alcoa, sem starfrækir
álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um
2,6 milljarða dollara á síðasta ári,
jafnvirði um 164 milljarða króna.
Þetta er aukning um 14% milli ára og
hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri í
sögu félagsins. Þá námu tekjurnar
30,7 milljörðum dollara árið 2007,
eða nærri tvö þúsund milljörðum
króna. Ef aðeins er tekinn síðasti
ársfjórðungur ársins þá jókst hagn-
aður Alcoa á því tímabili um 76%
miðað við sama fjórðung árið 2006.
Tekjur drógust þó saman á þeim
fjórðungi miðað við árið áður.
Methagnaður og af-
koma 2007 hjá Alcoa