Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 22
Schumann, Bartók og Brahms
Þeir sem vilja nýta helgina til fulls geta
t.a.m. sótt fjórðu tónleika Kammermúsík-
klúbbsins sem verða haldnir í Bústaðakirkju á
sunnudag kl. 20. Á efnisskránni eru verk eftir
Schumann, Bartók og Brahms, sem ættu að
vera dágott veganesti út í nýja vinnuviku.
Franskar ræmur
Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Háskólabíói
um helgina og stendur til 24. janúar. Þar getur
að líta brot af því besta sem verið hefur í
frönskum kvikmyndahúsum undanfarin miss-
eri. Opnunarmyndin á hátíðinni er teikni-
myndin Persepolis.
Létt lipurtá
Dari Dari Dance Company, sem skipað er
dönsurunum Guðrúnu Óskarsdóttur, Ingu
Maren Rúnarsdóttur, Kötlu Þórarinsdóttur og
tónlistarkonunni Lydíu Grétarsdóttur, sýnir
dansverkið Hoppala í Norræna hússinu á laug-
ardag og sunnudag kl. 20.00. Rýmið sem dans-
verkið gerist í er almenningsklósett þar sem
atvikin lifna við en verkið byggir á atvikum úr
daglegu lífi fólks hvarvetna í samfélaginu.
Veggjalist í miðbænum
Sýning Davíðs Arnar Halldórssonar opnar í
Galleríi Ágúst á laugardag. Þar sýnir hann lit-
ríkar myndir sem eru málaðar á vegg og við-
arplötur og unnar með blandaðri tækni. Sýn-
ingin stendur til 23. febrúar.
Bók í bóli
Þeir sem ekki hafa komist í gegnum jóla-
bókaflóðið á náttborðinu hafa nú gott tækifæri
til að kúra í mjúkum sófa með bók í hönd og
framlengja notalegheitin frá því um jólin um
nokkra daga. Heitt te og súkkulaðimoli spilla
ekki fyrir.
Slenið hrist af
Þeir sem eru á djammbuxunum geta sótt op-
inberan Ed Banger-gleðskap á Organ á laug-
ardagskvöld. Aðalplötusnúður kvöldsins verð-
ur Busy P, umboðsmaður Justice, Daft Punk
og Cassius. Búast má við stuði og stemningu
sem betri dansfífl bæjarins vilja varla missa af.
Skundað á skíði
Þeir höfuðborgarbúar sem klæjar orðið mik-
ið í skíðafótinn ættu að fylgjast vel með stöðu
mála í Bláfjöllunum því svo gæti farið að þar
yrði opnað fyrir almenning um helgina. Allt
veltur þó á veðurfari og hvernig starfsmönnum
í fjöllunum gengur að ryðja snjó í brautir.
Upplýsingar um opnun og færð má nálgast á
www.skidasvaedi.is.
mælt með
ferðalög
22 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
sey-skútum á London Boat-
sýningunni í janúar 2006. Til að
gera langa sögu stutta fjárfesti
hann í þremur 45 feta skútum, sem
skírðar voru Íslandssól, Sóllilja og
Ég vissi hvorki hvað sneriaustur né vestur, norðureða niður, þegar égákveð að fara að kynna
mér siglingafræðina. Ég sat við
símsvörun í fyrirtæki hér í borg.
Mér fannst lífið eitthvað svo dap-
urlegt og leiðinlegt svo ég fékk þá
skyndihugdettu haustið 2005 að
skella mér í pungaprófið í Fjöl-
tækniskóla Íslands án þess að ég
hefði hugmynd um hvernig sú
skrýtna ákvörðun myndi gagnast
mér í framtíðinni enda var mark-
miðið með náminu það helst að
drepa tímann á kvöldin.
Ég hafði aldrei siglt eða spáð í
sjávarföllin en óhætt er að segja að
líf mitt hafi tekið algjöra u-beygju
eftir námskeiðið,“ segir Kristín
Guðmundsdóttir, sem nú siglir eins
og ekkert sé við suðurstrendur
Tyrklands og tekur á móti ferða-
mönnum, sem vilja reyna fyrir sér í
skútusiglingum, bæði byrjendum og
lengra komnum í faginu.
Kolféll fyrir skútubransanum
Kristín starfar fyrir íslenska
skútufyrirtækið Seaways-sailing,
sem nú er farið að vinna sér sess á
Tyrklandsmarkaði ekki síður en á
Íslandsmarkaði þaðan sem ferða-
mönnum fjölgar stöðugt enda þykir
sunnanvert Tyrkland einkar áhuga-
vert siglingasvæði fyrir skútu-
áhugamenn.
Íslenska skútufyrirtækið er í eigu
hjónanna Önundar Jóhannssonar
og Sigurveigar Guðmundsdóttur,
sem er systir Kristínar, en þar sem
Sigurveig starfar sem flugfreyja hjá
Lufthansa ákvað Kristín að sigla
suður í Miðjarðarhaf með punga-
prófið upp á vasann og standa
skútuvaktina með Önundi mági sín-
um sem hugðist fara í rólega gírinn
kominn á starfslokasamning eftir
farsæla flugstjóratíð þegar hann
kolféll fyrir Jeanneau Sun Oddys-
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Skútulíf Lífið um borð í skútunum, sem taka allt að tíu manns í einu, er þægilegt. Auðvelt er að sigla á svæðinu og leigjast skúturnar frá apríl til nóvember.
Kristín Guðmunds-
dóttir, sem er 45 ára
gömul og móðir tveggja
uppkominna dætra,
ákvað að venda sínu
kvæði í kross með því
að fylgja bullandi sí-
gaunaeðlinu, sem
blundar í henni. Hún
sagði Jóhönnu Ingv-
arsdóttur af skútulífi
skipstjórans við suður-
strönd Tyrklands undir
tyrkneskum tónum.
Skipstjórinn Kapteinn Kristín Guðmundsdóttir á siglingu um Fethiye-
flóann í Miðjarðarhafinu við suðurströnd Tyrklands.
Mæðgur Kristín er hér ásamt yngri dóttur sinni Sylvíu Mekkín, sem
heimsækir mömmu stundum í sólinni í Tyrklandi.
Tobba trunta, en fyrir átti Önni,
eins og hann er kallaður af vinum og
vandamönnum, hlut ásamt öðrum
Íslendingum í Sölku Völku, 49 feta
skútu, sem er einnig í útleigu ef eig-
endurnir eru ekki að nota hana.
Kristín hefur fengið eldraunina í
siglingabransanum hjá mági sínum
Önundi sem hófst þegar glænýjum
skútunum var hleypt af stokkunum
Skútusiglingar líka dömuferðir