Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 42
vinkonur hennar eru í
eilífri útlitsuppreisn og
ganga flestar eins langt og
þær geta í að sýna lokk af
hári … 49
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
EIN stærsta sumarmynd ársins
mun væntanlega verða Leynd-
ardómar Snæfellsjökuls (Journey to
the Center of the Earth 3D), en í
henni leikur íslenska leikkonan
Anita Briem annað aðalhlutverkið á
móti Brendan Fraser, en Anitu sáu
íslenskir bíógestir síðast í austfirska
hreindýraþrillernum Kaldri slóð.
Myndin er byggð á samnefndri sögu
Jules Verne, þar sem Snæfellsjökull
geymir innganginn að miðju jarðar,
og nú hafa fyrstu myndirnar birst á
vefsíðunni comingsoon.net.
Brendan Fraser leikur vísinda-
manninn Trevor sem heldur til Ís-
lands í leit að týndum bróður sínum
og með honum í för er frændi þeirra
bræðra, hinn ungi Sean (Josh Hutc-
herson). Anita leikur svo íslenska
leiðsögumanninn Hönnu sem leiðir
þá um hálendi landsins, en óvíst er
hvort hún er jafn kunnug jarð-
armiðjunni sem þau enda í, en þar
búa risaeðlur og fleiri fornald-
arskrímsli og hafa ekki hugmynd um
þær kenningar jarðneskra vísinda-
manna um að miðja jarðar sé ein-
ungis grjót og glóandi kvika.
Jarðarmiðja í þrívídd
Það er Erik Brevig sem leikstýrir
myndinni en þetta er frumraun hans
í leikstjórastólnum. Hann hefur hins
vegar unnið tæknibrellur fyrir á
þriðja tug kvikmynda eftir leikstjóra
á borð við Steven Spielberg, James
Cameron, Paul Verhoeven, Brian De
Palma, Roland Emmerich, Michael
Bay og Barry Sonnenfeld.
Það verður væntanlega ekki ónýtt
að hafa brellumeistara í leik-
stjórastólnum fyrst myndin verður
tekin í þrívídd, en Bjólfskviða hin
nýjasta virðist hafa komið þeirri
tækni í tísku aftur – og svo er bara
spurning hvenær fólk byrjar að
ganga með þrívíddargleraugun nið-
ur Laugaveginn til þess að veröldin
utan kvikmyndasalarins verði nú
örugglega í þrívídd líka.
Úr iðrum jarðar
Vasaljós Hanna (Anita Briem) hefur vonandi pakkað nógu mörgum raf-
hlöðum fyrir öll þessi vasaljós, enda lítið um sólarljós í iðrum jarðar.
Fyrstu myndirnar úr Leyndardómum Snæfellsjökuls
Frá því var
sagt á dögunum
að Björk Guð-
mundsdóttir
kæmi fram í hinni
frægu tónleika-
höll Budokan í
Japan. Vonandi lætur Björk verða
af því að hljóðrita tónleikana og
gefa út – þó ekki væri nema fyrir
það að nafn plötunnar yrði hag-
anlega stuðlað fyrir vikið. Björk
mun hins vegar ekki spila á ómerk-
ari stað þegar hún kemur fram í
Sydney, því þá verður hljómleika-
staðurinn forgarður óperuhússins í
Sydney, sem telst ein frægasta
bygging heims og er m.a. á heims-
minjalista UNESCO. Húsið var
hannað af danska arkitektinum
Jørn Utzon í lok fimmta áratugar
síðustu aldar en sagan segir að Ut-
zon hafi sjálfur aldrei stigið fæti
inn í óperuhúsið vegna ósættis sem
skapaðist milli hans og stjórnenda
óperunnar um endanlegt útlit húss-
ins. Tónleikar Bjarkar við óp-
eruhúsið fara fram miðvikudaginn
23. janúar.
Leikur í forgarði óp-
eruhússins í Sydney
Skipuleggjendur væntanlegra
tónleika hér á landi, þar sem
Tommy Lee lemur húðir undir tón-
list plötusnúðs nokkurs – sem færri
virðast hafa áhuga á – láku óska-
lista trommarans í fjölmiðla í fyrra-
dag. Af listanum að dæma virðist
fljótandi fæði vera í miklum metum
hjá trommaranum, en eitt atriði er
þar að finna sem gæti komið heim-
sókn hans í uppnám. Herra Lee fer
nefnilega fram á að honum verði
útveguð forsetasvíta á fimm stjörnu
hóteli.
Hvar skipuleggjendurnir hyggj-
ast finna fimm stjörnu hótel í
Reykjavík verður fróðlegt að sjá.
Babb í bát
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA leggst alveg ótrúlega vel í mig og ég er
alveg ógeðslega spennt,“ segir Fríða Sóley
Hjartardóttir, 17 ára fyrirsæta sem fer til New
York í dag þar sem hún mun taka þátt í keppni
um titilinn Super Model of the World. Fríða sigr-
aði í Ford-keppninni sem var haldin hér á landi í
september og verður því fulltrúi Íslands í Banda-
ríkjunum. Keppnin sjálf verður haldin næsta
miðvikudag, 16. janúar, og því fær Fríða nokkra
daga til að undirbúa sig.
„Við munum fara á gönguæfingar, í mynda-
töku og fleira í þeim dúr til að búa okkur undir
keppnina,“ segir hún. Alls munu 50 stúlkur frá
öllum heimshornum taka þátt í keppninni, en
sigurvegarinn fær 250.000 dollara samning við
Ford Models, sem mun vera ein virtasta umboðs-
skrifstofa heims í þessum geira.
Aðspurð segir Fríða að svona keppni geti
vissulega verið töluvert álag fyrir svo ungar
stúlkur, en hún treystir sér þó fyllilega í hana.
„Ég ræð alveg við þetta, ég get verið í skóla og
er auk þess að æfa ballett, þannig að það er ekki
svo mikið mál,“ segir Fríða, sem er á fyrsta ári í
Kvennaskólanum í Reykjavík.
Ákveðnin skiptir máli
En hvaða möguleika á hún í keppninni? Mun
hún jafnvel bera sigur úr býtum? „Já, já, segjum
það bara,“ segir hún og hlær.
Það var hollenska fyrirsætan Sanne Nijhof
sem sigraði á síðasta ári, en síðan þá hefur hún
starfað sem fyrirsæta bæði í París og Mílanó. Að
minnsta kosti tvær íslenskar fyrirsætur hafa náð
nokkuð langt eftir þátttöku í keppninni, þær
Andrea Brabin og Elísabet Davíðsdóttir.
Fríða segir að undirbúningur hafi staðið yfir
alveg frá því hún sigraði í keppninni hér heima.
„Ég er búin að vera á gönguæfingum og í
myndatökum, en hef líka farið í vax og hand- og
fótsnyrtingu og þannig,“ segir hún, en bætir því
þó við að það sé nægur tími fyrir skólann og ball-
ettinn líka.
Hvað framtíðina varðar segist Fríða vel geta
hugsað sér að leggja fyrirsætustörfin fyrir sig,
þrátt fyrir að ýmsar skrítnar sögur fari af þess-
um bransa. „Þetta hljómar allavega spennandi,
og ég held að það sem skipti mestu máli sé að
vera nógu ákveðin.“
Íslensk fegurð í New York
Fríða Sóley Hjartardóttir er fulltrúi Íslands í keppninni Super Model
of the World „Það sem skiptir mestu máli er að vera nógu ákveðin“
Morgunblaðið/Eggert
Fallegir ferðafélagar Fríða ásamt Bryndísi Jónsdóttur frá Reykjavík Casting, en hún verður Fríðu til
halds og trausts í stórborginni. „Þetta leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Fríða um keppnina.