Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 45

Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 45 Föstudagur <til fjár> Barinn Ghozt (Flex Music) og AJ (Bigroom Effect) Prikið DJ Danni Deluxe Players Vítamín Café Oliver DJ Óli Dóri / Gullfoss & Geysir Hressó Public / DJ Maggi Vegamót DJ Símon Sólon DJ Brynjar Már Gaukur á Stöng DJ Lex Intro Laugardagur <til lukku> Vegamót DJ Símon / DJ JBK Organ Ed Banger gleðskapur Café Oliver DJ Haukur / PS Daði Prikið DJ Cold Hands Players Geirmundur Valtýsson Hressó Tepokinn / DJ Maggi Sólon DJ Brynjar Már Gaukur á Stöng DJ Lex Intro Morgunblaðið/Golli Ghozt Spilar ásamt AJ á Barnum í kvöld. ÞETTA HELST UM HELGINA» SAMÞYKKT var á fundi borg- arráðs Reykjavíkur í gær að auka fjárveitingar til Höfuðborg- arstofu um þrjár milljónir á þessu ári, til að kynna kvikmyndaborg- ina Reykjavík í samstarfi við inn- lenda og erlenda aðila. Þá stend- ur til að efla til muna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík og kanna möguleika á að reisa kvikmyndaver eða kvikmynda- þorp í borginni. Í tillögu frá Degi B. Eggerts- syni borgarstjóra, sem var sam- þykkt á fundinum, segir að Höf- uðborgarstofa verði miðstöð í samskiptum Reykjavíkurborgar og kvikmyndagerðarmanna þar sem þeir geta fengið úrlausn er- inda sinna á einum stað. Hlutverk Höfuðborgarstofu verði m.a. að tengja aðrar stofnanir og svið sem hlut eiga að leyfisveitingum og annarri þjónustu við kvik- myndagerð. Samkvæmt tillögunni verður skipulags- og byggingarsviði falið að kanna raunhæfni og hugs- anlegar staðsetningar fjölnota kvikmyndavers eða kvikmynda- þorps í Reykjavík á grundvelli fyrirliggjandi þarfagreiningar og áhuga af hálfu fjölmargra lyk- ilaðila í reykvískri kvikmynda- gerð. Í sérstakri bókun lýsir borg- arráð yfir eindregnum vilja til þess að skapa sem ákjósanlegust skilyrði í borginni fyrir innlenda og alþjóðlega kvikmyndagerð. Skemmst er að minnast fundar sem borgarstjóri átti með þeim Baltasar Kormáki, Quentin Tar- antino og Eli Roth um möguleika Reykjavíkur sem kvikmyndaborg- ar og lítur allt út fyrir að nú muni draumur leikstjóranna um bíóborgina Reykjavík rætast. Kvik- mynda- borgin Reykjavík Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og borgarstjórnarmeirihlutinn vill efla kvikmyndaiðnaðinn í borginni. 101 Reykjavík Bíóvæðing Reykja- víkur heldur áfram, hvenær kemur röðin að Grafarvoginum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.