Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Allir velkomnir! Tölum saman Laugardagsfundur í Valhöll MENNTA- OG MENNINGARMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, ræðir um mennta- og menningarmál og horfur í stjórnmálum á laugardags- fundi í Valhöll 2. febrúar. Málfundafélagið Óðinn stendur fyrir fundinum sem hefst kl. 10.30. Fundarstjóri: Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Kaffi og veitingar á boðstólum. „ÞETTA er mjög mikið áhyggjuefni,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um frétt Morgunblaðsins í gær þar sem fram kom að yfirdráttarlán heimilanna jukust um 8,3 milljarða króna á síðasta ári. Greiða heimilin 1,2 milljarða í vexti af slíkum lánum á mánuði. Hún minnir á að þegar bankarnir fóru inn á íbúða- lánamarkaðinn hafi yfirdráttarskuldir snarlækkað. „En síðan hafa þær hækkað og eru jafnvel orðnar enn hærri en þær voru áður en fólk endurfjármagnaði,“ segir Ásta. „Þetta er vísbending um að fólk hafi verið að veð- setja eignir sínar meira og nota mismuninn í neyslu. Það er auðvitað ekki nógu gott.“ Þægileg skammtímalán Hún segist finna fyrir því að yfirdráttarlánin séu þau lán sem hafa aukist hvað mest hjá viðskiptavinum Ráð- gjafarstofunnar. „Yfirdráttarlán eru mjög þægileg skammtímalán, til að brúa bilið. En síðan er þróunin sú að fólk er að nýta þetta til lengri tíma og þá eru þessi lán gífurlega óhagstæð. Vextirnir á þeim eru allt upp í drátt- arvexti, 25%.“ Hún segist oft ráðleggja fólki að breyta yfirdráttarlán- um í hagstæðari lán, langtímalán með lægri vöxtum. Hins vegar segir hún misjafnt hvað henti fjármálum hvers og eins. „Vandamálið er oft að fólk kemur alltof seint til okkar, þegar allt er komið í kalda kol,“ segir Ásta. „Eins og með öll vandamál borgar sig að taka strax á því. Það er mjög dýrt að vera í vanskilum og hvað þá þegar þau eru komin í innheimtu og jafnvel farið að krefj- ast fjárnáms og nauðungarsölu. Við fáum oft fólk til okk- ar þegar nauðungarsalan stendur til daginn eftir. Þá er málið mjög flókið og mun erfiðara að grípa inn í.“ Koma oft þegar allt er komið í kalda kol Segir yfirdráttarlán tekin til lengri tíma gífurlega óhagstæð Morgunblaðið/ÞÖK ALLS seldust 1.432 nýir bílar hér á landi í nýliðn- um janúar samanborið við 968 bíla í janúar 2007, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreina- sambandinu. Er þetta aukning um 47,9% milli ára. Mest seldist af Toyota eða alls 515 bílar, sem er 98,1% aukning í sölu á þeirri teg- und frá í janúar 2007. Þar af seldust 299 Toyota Land Cruiser-jeppar. Í öðru sæti var Nissan með 87 bíla og í þriðja sæti komu Honda og Subaru, en 84 bílar seldust af hvorri tegund. Bílgreinasambandið segir að bú- ast hafi mátt við samdrætti í sölu nýrra bíla í ársbyrjun en það hafi ekki gengið eftir. Hins vegar segi góðar sölutölur ekki að áframhald- andi söluaukning verði á árinu, því margir bílar, sem hafi verið skráðir og afhentir eigendum sínum í jan- úar, hafi verið pantaðir á síðasta ári. Um 98% aukning í sölu Toyota ARNGRÍMUR Jóhannsson, flug- stjóri og athafna- maður, hefur fest kaup á þyrlunni TF-Sif sem hrap- aði í sjóinn utan Straumsvíkur í fyrrasumar, skv. heimildum Morg- unblaðsins, og hyggst afhenda hana Flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu. Viðgerð á þyrlunni stendur yfir, mótorarnir verða lík- lega settir í hana aftur en vélin verð- ur þó tæplega flughæf framar. TF- Sif er af gerðinni Aerospatiale Dauphin SA-365 N. Hún var keypt ný frá Frakklandi árið 1985. TF-Sif til varðveislu á Akureyri TF-Sif á æfingu yf- ir Viðeyjarsundi. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞETTA var allt mjög uppbyggilegt í dag en viðræðurnar eru þó ekki farnar á flug. Ég geri ráð fyrir að fyrri partinn í næstu viku komi í ljós hvort við náum utan um málið eða ekki,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, að loknum kjaraviðræð- um við launþegahreyfingarnar í gær. Forsendurnar að skýrast Fundað var með Starfsgreinasam- bandinu (SGS), Flóabandalögunum og VR í gær. Að sögn Kristjáns G. Gunnarssonar, formanns SGS, var eitthvað byrjað að ræða launamálin efnislega í gærmorgun en hins vegar voru engar launatölur nefndar í þeim samræðum. Gengið er út frá því að samningstíminn verði til þriggja ára en hægt verði að taka samningana upp eftir rúmt ár og meta hvort þá skuli framlengja um tvö ár eða ekki. Það segir Kristján hins vegar allt geta breyst ef efni launaumræðna gefi tilefni til þess. Sigurður Bessa- son, formaður stéttarfélagsins Efl- ingar, tók í sama streng hvað þetta varðaði. SGS og Flóa- bandalögin funda næst með fulltrúum atvinnurekenda eftir hádegið á mánudag og segist Kristján búast við að fundað verði stíft í næstu viku. „Ég sagði mínu fólki í það minnsta að mæta með náttföt og tannbursta enda koma sumir langt að,“ sagði Krist- ján. Aðspurður sagðist Sigurður einn- ig búast við snörpum umræðum í næstu viku. „Það segir sig sjálft að þolinmæðin minnkar þegar umræð- ur hafa staðið svona lengi án þess að mikið hafi þokast.“ Ekki náðist í Gunnar Pál Pálsson, formann VR, í gær. Farnir að takast á um launamál í viðræðum  Fundir í gær á jákvæðum nótum  „Mæta með náttföt“ Kristján G. Gunnarsson Sigurður Bessason Vilhjálmur Egilsson HIN árlega hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema fór fram í Háskólabíói í gær. Sigurliðið að þessu sinni, Dóra og aðstoðarmenn- irnir, var skipað nemendum úr vél- tæknifræði við Háskólann í Reykja- vík, fyrir utan fyrirliðann, Dóru Guðlaugu Árnadóttur, sem er nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, enda er það í reglum keppninnar að í hverju liði þarf að vera nemandi við Háskóla Íslands. Ellefu lið skráðu sig til keppni í ár og fólst þrautin að þessu sinni í því að koma hænueggi heilu og höldnu í körfu við brautarendann, en á leiðinni þurfti að yfirstíga hindranir á borð við brekkur og vatnsföll. Eggið sett í körfuna Árvakur/Valdís Thor Árleg hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema ALLS var 72 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgar- svæðinu í vikunni sem er að líða. Að meðaltali hef- ur 120 kaup- samningum verið þinglýst í hverri viku á síðustu 12 vikum. Heildarveltan var 2.134 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,6 milljónir króna. Að meðaltali hefur vikuvelta verið 4.151 milljón á undanförnum 16 vikum og meðalupphæð á samning verið 34,7 milljónir. Í vikunni var fjórum kaupsamn- ingum þinglýst á Akureyri. Heild- arveltan var 50 milljónir kr. og meðalupphæð á samning 12,6 millj- ónir. Á síðustu 16 vikum hefur að meðaltali 50 samningum verið þinglýst, meðalvikuveltan verið 218 milljónir og meðalverð 22,2 millj- ónir. Færri keyptu fasteign í vikunni Meðalverðið hefur lækkað í 29,6 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.