Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Skaftahlíð 12 - 5 herb. íbúð
Opið hús í dag frá kl. 15-16
Falleg og vel skipulögð 112 fm
íbúð á 2. hæð í þessu eftirsótta
fjölbýli, teiknað af Sigvalda Thor-
darsyni. Íbúðin er mjög björt og vel
skipulögð og skiptist í rúmgott hol,
samliggjandi bjartar stofur, eldhús,
3 herbergi og baðherbergi. Tvenn-
ar svalir til suðurs og austurs. Út-
sýni til Perlunnar og Hallgrímskirkju
úr stofu og eldhúsi. Hús nýviðgert
og málað að utan og gluggar og
gler nýtt.
Ein íbúð á hæð. Verð 32,9 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17
Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag,
frá kl. 15-16. Verið velkomin.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
Á FÖSTUDAGINN? OG ÞÚ
BORGAR?... HLJÓMAR VEL
LÍSA VAR AÐ BJÓÐA
MÉR ÚT AÐ BORÐA...
MÁ
ÞAÐ?
ÞÚ ÆTTIR AÐ KÍKJA
Í LEIÐARVÍSINN
HÚN TRÚIR ÞVÍ EKKI AÐ
Á ÖSKUDAGINN KOMI
GRASKERIÐ UPP ÚR AKRINUM
OG GEFI ÖLLUM BÖRNUM Í
HEIMINUM GJAFIR
ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ
HÚN GETUR VERIÐ BARNALEG
TRÚIR LÍSA
ÞVÍ EKKI?
LÍSA
TRÚIR EKKI
Á GRASKERIÐ
MIKLA
NEI
FLUGEÐLAN KEMUR SÉR
FYRIR Á BRÚNINNI...
ÞEGAR HÚN ER TILBÚIN STEYPIR HÚN SÉR
OFAN AF BJARGINU OG BREIÐIR ÚT VÆNGINA.
HÚN SVÍFUR TIGNARLEGA YFIR DALINN
HUGSAÐU
JÁKVÆÐAR
HUGSANIR!
VIÐ HEFÐUM
KANNSKI ÁTT
AÐ VELJA
MINNA BJARG!
ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI
OG EIGNAST ÞITT
EIGIÐ HEIMILI ÞÁ
VERÐUR ÞÚ ALLTAF AÐ
VERA Á VERÐI, ÞVÍ
ÞARNA ÚTI LEYNAST
ÓVINIR...
ÞEIR EIGA EFTIR AÐ KOMA HEIM TIL ÞÍN
ÓBOÐNIR. ÞEIR EIGA EFTIR AÐ ÉTA OG
DREKKA ÞAÐ SEM TIL ER OG TAKA SÍÐAN
VERALDLEGAR EIGNIR ÞÍNAR SEM SÍNAR
EIGIN. ÞÚ VERÐUR AÐ PASSA
VEL UPP Á HEIMILI ÞITT EF
ÞETTA Á EKKI AÐ GERAST
PABBI,
HVAÐA FÓLK
ER ÞETTA?
TENGDA-
FORELDRAR
ÞÍNIR
STUNDUM FINNST
MÉR EINS OG ÞAÐ
SÉ EINHVER ÞARNA
ÚTI SEM ER AÐ LEIKA
SÉR AÐ OKKUR
ÉG ER BÚINN AÐ LEITA AÐ HÖGNA Í
ALLT KVÖLD OG ÉG ÞORI EKKI AÐ
FARA HEIM FYRR EN ÉG FINN HANN
EKKI LÁTA NEITT SLÆMT
KOMA FYRIR HÖGNA. ÉG
SKAL VINNA TUTTUGU
TÍMA Í SJÁLFBOÐAVINNU
FYRIR KATTHOLT...
ÞARNA ERTU! ERTU BÚINN
AÐ VERA FASTUR Í SKÚRNUM
ALLAN
ÞENNAN
TÍMA
ÆTLI ÉG GETI
EKKI BARA SENT
KATTHOLTI PENING
HÚGÓ! EKKI
DREPA KÓNGULÓ-
ARMANNINN!
ENGAR
ÁHYGGJUR ELSKAN.
RÖÐIN KEMUR AÐ
ÞÉR EFTIR SMÁ
STUND
ÞESSAR KEÐJUR SJÁ TIL
ÞESS AÐ ÞÚ SÖKKVIR BEINA
LEIÐ Á BOTNINN
KEÐJUR?
ÁTTU
VIÐ ÞESSAR
KEÐJUR?
ÞÚ...
ÞÚ ERT
LAUS!
dagbók|velvakandi
Gömul og fúin hús meira
virði en börnin okkar?
Þessa dagana snýst allt um nýjustu
fréttir af borgarstjórn í höfuðborg
bananalýðveldis á eyju einni í
Norður-Atlantshafi. Svo koma
fréttir um að borgin ætli að kaupa
tvö stykki hús á eitthvað um 550
milljónir kr. Þá spyr ég, hvað um
manneklu í leikskólum borg-
arinnar? Það er ekki til peningur
til að borga starfsmönnum al-
mennileg laun fyrir að sjá um
börnin okkar á meðan við vinnum
fyrir þessum húsakaupum. Eða eru
það ekki skattpeningarnir okkar
sem fara í Laugaveg 4 og 6?
Í leikskólanum mínum í Grafar-
vogi á yngstu deild eru 6 af 20
plássum ónýtt vegna manneklu og
mun síðasti faglærði leikskólakenn-
arinn á þessari deild yfirgefa hana
um mánaðamótin. Eftir eru leið-
beinendur á lágum launum sem
reyna að halda deildinni og þar
með samfélaginu gangandi. Hvern-
ig væri nú að taka bara örlitla upp-
hæð af húsakaupunum miklu til að
borga þessum starfsmönnum al-
mennilegt kaup fyrir ómetanlegt
starf?
Stefanie Scheidgen,
tölvunarfræðingur og móðir.
Aldurstakmark á Reykjalundi
Vegna tíðra innlagna vegna
hjartabilunar, síðast nú um helgina
með vatn í lungum, vonaðist ég til
að komast enn einu sinni í
endurhæfingu á hjartasviði á
Reykjalundi. Heimilislæknirinn
minn hafði sent inn beiðni fyrir
mig, ég var þar síðast fyrir tæpum
2 árum, þá að verða 61 árs.
En hvað nú? Magnús yfirlæknir
hringdi til mín í gær og tjáði mér
að það væri útilokað að ég kæmist
þangað, ég væri orðin ,,of gömul“.
Hvað er að gerast í endurhæf-
ingarmálum á Reykjalundi? Ekki
valdi ég mér það hlutskipti í lífinu
að vera sjúklingur frá barnsaldri
og fæðast með hjartagalla.
Á árunum 1965-1967 dvaldi ég í
tvö ár á Reykjalundi vegna ,,gigt-
sóttar“, þá dvaldi þar margt fólk
komið langt fram yfir sextugt. Það
voru aðrir sem stjórnuðu, þá voru
það kærleiksmennirnir Oddur
Ólafsson og Haukur Þórðarson.
Ég er ekki sátt við þetta, nú
þegar lífaldur fólks er orðin svo
hár sem raun ber vitni, vonast ég
til að fá u.þ.b. 20 ár í viðbót hér
með mínu fólki. Það er langlífi í
minni fjölskyldu, bæði amma mín
og ömmusystir hafa náð meira en
100 árum.
En aldurstakmarkið á Reykja-
lundi er ég ekki sátt við. Hvað
finnst ykkur um það?
Svanfríður Guðrún Gísladóttir.
Útburður Fréttablaðsins
Lesandi hringdi og vildi benda á að
oft væri misbrestur á því að
Fréttablaðið væri borið heim til
hans um helgar, en hann býr í Selj-
arhverfi. Hann segist furða sig á
þessu og finnst að þeir ættu að
geta sinnt útburði betur og komið
blaðinu til skila til lesenda.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
KYNDILMESSA er í dag, 40 dögum eftir jól. Samkvæmt þjóðtrú má ráða í
veður á kyndilmessu, og er eftirfarandi vísa mörgum kunn: Ef í heiði sólin
sest/ á sjálfa kyndilmessu,/ vænta snjóa máttu mest/ maður upp frá þessu.
Árvakur/Golli
Veðurspá á kyndilmessu