Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 41
Frumkvöðlar F.v. Magnús Már Einarsson, Innovit, Lóa Dagbjört Kristjáns- dóttir, HR, Kristinn Leifsson, Bifröst, Sigríður Pétursdóttir, HÍ, Eva Björk Guðmundsdóttir, HR, Þór Elíasson, Bifröst, Stefanía Sigurðardóttir, Innovit. Á myndina vantar Sólveigu Dagmar Þórisdóttur, HÍ. FYRSTA áfanga af þremur í Frum- kvöðlakeppni Innovit 2008 fyrir ís- lenska háskólanema og nýútskrifaða lauk á miðnætti 30. janúar síðastlið- inn. Alls bárust yfir eitt hundrað við- skiptahugmyndir í keppnina og fór þátttaka fram úr björtustu vonum aðstandenda, segir í fréttatilkynn- ingu. Þátttakendur að baki við- skiptahugmyndunum eru á þriðja hundrað og bárust viðskipta- hugmyndir úr öllum háskólum lands- ins og að auki frá Íslendingum í nokkrum erlendum háskólum. Keppnin er haldin að fyrirmynd sambærilegrar keppni við MIT- háskóla í Bandaríkjunum, MIT $100K Entrepreneurship Competi- tion. Í þessum fyrsta hluta keppninnar verða 10 framsæknustu viðskipta- hugmyndirnar verðlaunaðar með peningastyrk að upphæð 20.000 krónur. Í síðari hluta keppninnar er svo keppt um bestu viðskiptaáætl- unina og hlýtur verðlauna- hugmyndin Gulleggið 2008 ásamt 1.500.000 krónum í peningaverðlaun og ráðgjöf hjá sérfræðingum Innovit að verðmæti 500.000 krónur. Í fyrsta áfanga keppninnar þurftu keppendur að skrá sig til leiks og skila inn tveggja blaðsíðna yfirlits- ágripi um viðskiptahugmyndina sína. Í öðrum áfanga keppninnar þurfa keppendur að skila inn fullmótaðri viðskiptaáætlun, fyrir 25. mars næst- komandi. Einungis 10 viðskipta- hugmyndir komast í þriðja og úr- slitaáfanga keppninnar, þar sem keppendur þurfa að kynna við- skiptahugmynd sína fyrir dómnefnd sem samanstendur af fjárfestum og fagaðilum. Samhliða keppninni stendur Innovit fyrir námskeiðinu „Við- skiptatækifæri, fólk og leiðtogar“ þar sem farið verður í stofnun og rekstur sprotafyrirtækja, leið- togaþjálfun og gerð viðskiptaáætl- ana. Yfir 100 hugmyndir í frumkvöðlakeppni GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr Friðrik J. Hjartar, Nanna Guðrún djákni og djáknanemar þjóna. Kórfélagar leiða sönginn undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar organista. Barn borið til skírnar og gjöf til kirkjunnar afhent. Rúta fer frá Ví- dalínsk. kl. 13.30 með viðkomu í Jóns- húsi kl. 13.35 og Hleinum kl. 13.45. GRAFARHOLTSSÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í Ingunnarskóla, Þorgeir og Anna El- ísa sjá um stundina. Messa í Þórðarsveig 3 kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmars- dóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kór Grafarholtssóknar syngur. Bolludagskaffi eftir messu. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Fundur með foreldrum og ferming- arbörnum úr Folda- og Hamraskóla. Prest- ar: sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Fiðla Hjörleifur Valsson, kontrabassi Birgir Bragason, organisti Hörður Braga- son. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undirleikari Stefán Birki- sson. Öskudagsmessa verður 6. febrúar kl. 20 í umsjá áhugahóps um helgisiði. Séra Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari. Borgarholtsskóli | Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son. Umsjón hefur Gunnar og Dagný, barnakórinn syngur. Stjórnandi Svava Kristín Ingólfsdóttir, undirleikari Guð- laugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10- 10.40. Bænastund kl. 10.15, barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga, samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, org- anisti Árni Arinbjarnarson, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarh.| Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson, prestur sr. Hreinn S. Hákonarson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjón- usta í Hásölum kl. 11. Prestur sr. Gunn- þór Þ. Ingason, kantor Guðmundur Sig- urðsson, kór Barbörukórinn í Hafnarfirði. Sunnudagaskóli í Strandbergi og Hvaleyr- arskóla á sama tíma. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Mót hækkandi sól: Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir flytur erindi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og hópi messuþjóna. Org- anisti Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir djákni. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón barnag. Erla Guð- rún og Páll Ágúst. Prestur Tómas Sveins- son, organisti Douglas A. Brotchie. Léttar veitingar eftir messu. HJALLAKIRKJA | Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, Þor- valdur Halldórsson tónlistarmaður leikur undir sönginn. Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Samkoma kl. 17. Dögg Harðardóttir talar. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón hefur Anne Marie Reinholdtsen. Heim- ilasamband fyrir konur mánudag kl. 15, trúboðsfórn verður tekin. Kvöldvaka með happdrætti og veitingum fimmtudag kl. 20. Opið hús kl. 16-17.30 daglega nema mánudaga. HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 10.30 í samkomusalnum Helgafelli. Org- anisti Magnús Ragnarsson, félagar úr kirkjukór Áskirkju syngja ásamt kór Hrafn- istu. Ritningarlestra lesa Edda Jóhann- esdóttir og Elísabet Eyþórsdóttir, prestur sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur í Ás- kirkju. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Bible studies for English speaking at 12.30 in the main hall. Eve- ryone is welcome. Almenn samkoma. kl. 16.30. Ræðum. Vörður Leví Traustason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldurs- skipt barnakirkja, börn 1-13 ára velkomin. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fulloðrna á sama tíma. Kristleifur Kristjánsson læknir talar um: Trúvörn – hvernig færum við rök fyrir trú okkar? Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Edda M. Swan predikar. Heilög kvöldmáltíð. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10 (á latínu). Laugardaga er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20 KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Leiðtogar í barnastarfinu og sr. Sigfús Baldvin Ingvason stjórna samkomunni. Að guðsþjónustu lokinni er samvera fermingarbarna í safnaðarheiml- inu. KFUM og KFUK | Lofgjörðarvaka á Holta- vegi 28. Fyrirbæn. Guðlaugur Gunnarsson flytur hugleiðingu. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Um- sjón hafa Lilja Dögg Bjarnadóttir og María Rut Baldursdóttir. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta kl. 10.30, á þriðju hæð. Prestur Ingileif Malmberg, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Kór kórskóla Langholtskirkju syngur undir stjórn Bryndísar Baldvins- dóttur. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Rut og Steinunni. Kaffisopi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 og sunnudagaskóli. Kór Laugarnes- kirkju syngur við stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Sr. Hildur Eir Bolla- dóttir þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara, sunnudagaskólakennurum og hópi sjálfboðaliða. Messukaffi. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Þorsteinsson, kirkju- kór Lágafellssóknar, organisti Jónas Þór- ir. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Um- sjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keiths Reeds. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur, organisti Stein- grímur Þórhallsson, sr. Haukur Ingi Jón- asson sálgreinir prédikar, sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safn- aðarheimilið. Umsjón Sigurvin, Björk og Ari. Kaffi, súpa og brauð á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJAk Innri-Njarðvík | Sunnudagskóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, Dagmar Kunakova og Jenný Þórkatla Magn- úsdóttir. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tóm- asdóttir og Rannveig Ásgeirsdóttir sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Átakið 40 tilgangsríkir dagar hefst. „Til hvers í ósköpunum er ég hérna?“ Ræðu- maður Kjartan Jónsson. Gospelkór Reykjavíkur syngur. Fyrirbæn. Barnastarf. Eftir samkomu gefst tækifæri til að skrá sig í átakið og kaupa bókina Tilgangsríkt líf á niðursettu verði. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Barna- samkoma kl. 11.15. Léttur hádegisverður að lokinni athöfninni. Sr. Gunnar Björns- son. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga og mynd. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar, kirkjukórinn leiðir sönginn, org- anisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir tón- listarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Sunnu- dagaskólinn er á sama tíma. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, organisti Glúmur Gylfason. TORFASTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, org- anisti Glúmur Gylfason, félagar úr Skál- holtskórnum leiða sönginn. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar og Ár- mann Gunnarsson djákni þjóna ásamt leiðtogum sunnudagaskólans. Nemendur úr Flataskóla syngja undir stjórn Hjördísar Ástráðsdóttur. Kórfélagar kirkjunnar leiða lofsönginn með Jóhanni Baldvinssyni org- anista. Hressing eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í fjöl- skylduhátíð. Stúlknakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. VÍKURKIRKJA í Mýrdal | Guðsþjónusta sunnudaginn 3. febrúar kl. 14. Kórar Vík- ur- og Skeiðflatarkirkna syngja undir stjórn Kitty Kovács organista. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Kjartan Jóns- son héraðsprestur. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Gunnhildar Höllu Bald- ursdóttur. Meðhjálpari Ástríður Helga Sig- urðardóttir. Sunnudagskóli kl. 11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálmsdóttir og María Rut Baldursdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 41 FRÉTTIR GEÐHEILSA - SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Straumhvörf - efling þjónustu við geðfatlaða á vegum félags- og tryggingamála- ráðuneytisins og Samtök atvinnulífsins standa fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 5. febrúar 2008 kl. 8.00-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Markmið fundarins er að kynna félagsleg fyrirtæki og hvaða hag íslenskt samfélag gæti haft af rekstri þeirra. Málþinginu er einnig ætlað að vekja áhuga atvinnurekenda og almennings á þeim ónýtta mannauði sem býr í geðfötluðum. DAGSKRÁ • Léttur morgunverður í boði Straumhvarfa eflingar þjónustu við geðfatlaða. • Straumhvörf í lífi geðfatlaðra. Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar Straumhvarfa. • Viðskiptalífið og mannauður sem býr í geðfötluðum. Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr. • Tækifæri - sjónarmið notanda. Nanna Þórisdóttir, starfsmaður AE starfsendurhæfingar. • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja - hagur allra. Páll Ásgeir Davíðsson, sérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. • Umræður. • Samantekt. Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins. • Fundarstjóri: Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Málþingið er opið öllum og er ókeypis Straumhvörf - efling þjónustu við geðfatlaða SAMTÖK ATVINNULÍFSINS HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára karlmann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir lík- amsárás, þjófnaði, umferðarlaga- brot, fíkniefnabrot og brot á nátt- úruverndarlögum. Maðurinn var í júní sl. dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi og því er um hegningarauka að ræða. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum til tveggja ára. Í ákæru kemur fram að mað- urinn hafi m.a. ráðist að karlmanni á sextugsaldri í afgreiðslu trygg- ingarfélags, en þar sem fyrir lá játning kemur ekki fram í dóm- inum hvaða ástæður lágu að baki árásinni. Hann játaði auk þess að hafa stolið nokkrum DVD-diskum úr verslun Hagkaupa, m.a. seríu af Law & Order og kvikmyndinni The Alibi. Þá var hann nokkrum sinnum tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, í eitt skipti við fjöruborðið við Gróttu á Seltjarn- arnesi en það er friðlýst svæði. Við annan mann stal hann svo átján tveggja lítra flöskum af gosi úr verslun Krónunnar. Samverka- maðurinn var einnig dæmdur til refsingar, og hlaut 30 daga fang- elsi. Héraðsdómarinn Pétur Guð- geirsson kvað upp dóminn og Dag- mar Ösp Vésteinsdóttir flutti mál- ið af hálfu ákæruvaldsins. Hegningarauki fyrir afbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.