Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 31 Ferðaskrifstofa Eigum enn nokkur sæti laus. Spennandi áfangastaðir og hreint ótrúlegt verð. FYRIR rúmum áratug mótmæltu Hafnfirðingar harðlega byggingu verslanamiðstöðvar í miðbænum, sem fékk nafnið Fjörður. En þáver- andi meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hlustaði ekki. Næst átti að ráðast í byggingu gríðarlega þétt- rar íbúðabyggðar á svonefndum Norðurbakka, um 50 metrum norðan við miðbæinn, sem er ámóta langt og milli Lækjartorgs og Miðbakka í Reykjavík. Það vakti einnig mikil mótmæli íbúa Hafnarfjarðar. Í það sinn komu kosningar til bjargar, meiri hluti Sjálfstæðisflokksins féll og Samfylkingin tók við stjórn bæj- arins. Eitt helsta kosningaloforð Sam- fylkingarinnar hafði verið að koma í veg fyrir óskapnaðinn á Norð- urbakka, sem átti áreiðanlega drjúg- an þátt í glæsilegum kosningasigri flokksins. Norðurbakkaverkefnið hafði verið lagt í hendur einkafyr- irtækis og það kostaði bæjarfélagið stórfé að kaupa það út úr verkinu. En kjósendur töldu að málið væri leyst og önduðu léttar. En á síðasta ári kom rækilega í ljós að í raun og veru hafði engu verið breytt. Þarna norður á bakkanum er nú risin þvílíkt gettó af íbúðablokk- um að minnir helst á herbúðir. Nei, þessar blokkir standa þéttar en í þeim herbúðum sem Íslendingar flestir þekkja best, á Keflavík- urflugvelli. Frá miðbænum sést að- eins órofa veggur og sé gengið eftir Vesturgötu virðist ekki vera lengra á milli blokkanna en svo að vænt- anlegir íbúar gætu næstum því tekist í hendur yfir sundin. Og þau eru í öskrandi ósamræmi við lágreista og vinalega byggð Vesturbæjarins. Svo átti að halda áfram „uppbygg- ingu“ miðbæjarins og reisa gríð- arlega byggingu við Strandgötu til þess að fylla skarð sem var höggvið í hana fyrir örfáum árum þegar tvö steinhús voru brotin niður með ærn- um tilkostnaði. Það mega skipulags- yfirvöld Hafnarfjarðar eiga að þarna var í fyrstunni ætlunin, samkvæmt deiliskipulagi, að risi hús jafnhátt þeim sem fyrir eru, eða fjórar hæðir. En þá komu peningamenn, verktak- ar, til sögunnar og sögðust vilja tólf hæða hús og bæjaryfirvöld hugðust breyta deiliskipulaginu. En gegn þessu varð þegar mikil andstaða og „turninn“ var lækkaður þannig að heildarhæð hússins yrði „aðeins“ níu hæðir. Enn heyrðust óánægjuraddir, meðal annars á borgarafundi í Hafn- arborg snemma í haust. Það hefur vafalaust átt sinn þátt í að enn var „turninn“ lækkaður, þannig að nú átti húsið að verða sjö hæðir. En það þýðir jafnframt að bæjaryfirvöld höfðu hopað undan ásókn verktak- anna frá gildandi deiliskipulagi um þrjár hæðir. Er slíkum skipulags- yfirvöldum treystandi? Íbúar fengu lögbundinn frest til að segja sitt álit og það gerðu 485 Hafn- firðingar. Þessum athugasemdum var svarað skömmu fyrir jól með bréfi frá skipulagssviði Hafn- arfjarðar. Þar er meðal annars brugðist þannig við athugasemdum margra að væntanlegt hús myndi eyðileggja heildarsvip og ímynd Strandgötunnar og stinga í stúf við þær byggingar við götuna sem fyrir eru: „Byggðin við Strandgötuna milli Lækjargötu og Reykjavíkurvegar er sundurlaus, og þar eru samansafn- aðir margir byggingarstílar. Vart er því hægt að tala þar um neinn ákveð- inn heildarsvip. […] Aðrar byggingar við Strandgötuna eru af mismunandi aldri og stílbrigðum og mjög ósam- stæðar. Hugsanlegt væri að nýbygg- ingin yrði einhvers konar mála- miðlun milli Strandgötu 24 og 32, en hvorug þeirra bygginga hefur telj- andi arkitektóniskt gildi. Þegar um slíkt er að ræða gefst oft betur að ný- byggingin skeri sig frá hinum hvað útlit varðar og hafi sjálfstætt arkitek- tóniskt gildi, en fylgi húsalínum og þakkantshæðum til að tryggja þar samfellu.“ Þegar fullyrt er að enginn heild- arsvipur sé á byggðinni við Strandgötu byggist það á því að aðeins er litið á húsin sjáv- armegin við götuna. En hinum megin við hana er ein heilstæðasta, stærsta og fegursta byggð gamalla húsa á Íslandi. En skipulags- yfirvöld líta sjaldnast á meira en einn bygg- ingareit í einu og mönn- um virðist vera fyr- irmunað að taka tillit til heildaryfirbragðs byggðar. Þetta sjónarmið hefur valdið því að uppbyggingin í miðbæ Hafnarfjarðar und- anfarin ár hefur verið á óheillabraut og leitt til skipulagsslysa og klúð- urs. Nú á að auka enn á glundroðann. Skipu- lagsfræðingar telja ekki að ástæða sé til að gera tilraun til að brúa neitt, beita smekkvísi og tilfinningu fyrir formum og húsagerð- um. Það tókst þó ágæt- lega þegar safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og tónlistarskóli voru tengd við gömlu kirkjuna, og apótekið stækkað og breytt í listasafn, Hafnarborg. Það vantar orðið sárlega alla fag- urfræði í uppbyggingu á höfuðborg- arsvæðinu. Hver steinkassinn rís eft- ir annan, gjörsneyddur öllu sem má kenna við fegurð. Það er kominn tími til að hugað verði að fegurðinni og mennskunni, að hús og skipulag verði miðuð við fólk, ekki einvörð- ungu hagkvæmni og hagnað. Verktakar og fjármagnseigendur byggja til að hagnast, ekki til þess að búa okkur manneskjulegt og fallegt umhverfi. En fagurfræði er algild; þegar við sjáum falleg hús og borg- arumhverfi erum við sammála, þar skiptir smekkur ekki máli. Fegurðin er augljós og fagrar borgir draga að sér fólk og atvinnurekstur, skapa fagurt mannlíf. Þorgrímur Gestsson skrifar um skipulagsmál í Hafnarfirði Þorgrímur Gestsson » Samfylkingin í Hafn- arfirði lofaði að koma í veg fyrir óskapn- að Sjálfstæðisflokksins á Norðurbakka en sveik Hafnfirðinga illa. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Skipulagsslysum í Hafnarfirði verður að linna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.