Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 32. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Ivanov >> 49
Allir í leikhús
Leikhúsin í landinu
STEFNIR Á ÓL 2014
EIN EFNILEGASTA SKÍÐAKONA LANDSINS
LJÓMAR AF KEPPNISSKAPI >> BÖRN
LANDSMENN fundu fyrir mestu
gaddhörku vetrarins í gær og
kólnaði eftir því sem leið á daginn.
Veðurstofan gerði ráð fyrir að
kuldakastið næði hámarki í nótt
sem leið og árla dags í dag. Frost-
ið færi víða niður fyrir 20 stig inn
til landsins sunnan- og vest-
anlands, en síðan færi að hlýna á
ný.
Í gær gekk á með éljum á Norð-
ur- og Austurlandi en annars stað-
ar var léttskýjað. Haraldur Eiríks-
son, veðurfræðingur á Veður-
stofunni, sagði að áfram yrði
éljagangur fyrir norðan og sums
staðar mætti búast við stanslausri
snjókomu en seinni partinn færi að
draga úr frostinu. Spáin fyrir nótt-
ina og morguninn var frá um 10
stiga frosti úti við sjóinn og niður
fyrir 20 stig í innsveitum. | 6 Árvakur/Árni Sæberg
Mesta
kuldakastið
Gengur á með éljum og frostið niður fyrir 20 stig í innsveitum landsins
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VILHJÁLMUR Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, varpaði þeirri hugmynd
fram á fundi Landssambands kúa-
bænda um framtíð mjólkurfram-
leiðslu að næsti samningur sem
ríkið gerði við kúabændur yrði síð-
asti búvörusamningurinn. Samn-
ingurinn fæli í sér að ríkið keypti
allt greiðslumark af bændum.
Vilhjálmur sagðist setja þessa
hugmynd fram til umræðu, m.a.
vegna þess að það kynni að vera að
pólitískur stuðningur við greiðslu-
markið myndi dvína á næstu árum.
Hann sagði einnig að kostnaður
bænda við að kaupa greiðslumark
væri mikill og hefði óhjákvæmilega
veruleg áhrif á afkomu í greininni.
Hugmynd Vilhjálms byggðist á
því að ríkið gerði samning við
bændur um að kaupa allan mjólk-
urkvóta. Hann sagði að það væri
hægt að reikna út hvað þyrfti að
borga mikið árlega fyrir greiðslu-
markið. Hann sagðist ekki vera
viss um að þetta væri svo óskap-
lega há upphæð. Ríkið gæti gefið
út skuldabréf sem bændur réðu
hvað þeir gerðu við. Bændur gætu
átt það eða selt. Þeir gætu líka not-
að fjármunina til að greiða skuldir.
„Það sem ynnist við þetta er að
við sætum eftir með miklu lægri
kostnað fyrir alla greinina og miklu
heilbrigðari möguleika til að hag-
ræða og fjárfesta í framleiðslu-
tækjum. Við myndum líka vera í
miklu betri stöðu til að takast á við
samkeppni sem mun koma að utan
og í betri stöðu til að lækka verð,“
sagði Vilhjálmur.
Ríkið kaupi kvótann
Í HNOTSKURN
»Greiðslumark eða kvóti erákveðinn af ríkinu. Kvótinn
var upphaflega settur á vegna
þess að framleiðslan var of
mikil. Undanfarin misseri hef-
ur hins vegar frekar skort
mjólk en hitt.
»Hugmynd Vilhjálms fékkþokkalegar viðtökur á
fundinum. Þeir sem tjáðu sig
sögðu sjálfsagt að skoða þessa
tillögu vandlega.
Gerður verði samningur við bændur sem verði síðasti búvörusamningurinn
Tillögu varpað fram um að ríkið hætti beinum stuðningi við kúabændur
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
GENGISBUNDIN lán heimila námu
138 milljörðum króna í desember sl.
og eru í sögulegu hámarki, sam-
kvæmt tölum frá Seðlabankanum.
Voru þau um 73 milljarðar í
desember 2006 og hækkuðu því um
90% á tólf mánaða tímabili. Á sama
tíma er gengi krónunnar nánast
óbreytt og felst aukningin því fyrst
og fremst í því að sífellt fleiri taka slík
lán.
Lán í erlendri mynt, svokölluð
myntkörfulán, hafa lengi staðið bíla-
kaupendum til boða. Styttra er síðan
slík íbúðalán fóru að bjóðast. Íbúða-
lán í erlendri mynt námu um áramót-
in 35,9 milljörðum króna eða um 26%
af öllum slíkum lánum og höfðu
hækkað um 13,2 milljarða á síðari
helmingi ársins.
16% af heildarskuldum heimila
Í lok síðasta árs skulduðu heimilin
samtals 838,2 milljarða hjá banka-
kerfinu en það er aukning um rúm-
lega 130 milljarða á einu ári. Jukust
skuldirnar um tæpa fjórtán milljarða
í desember einum. Hlutdeild erlendra
skulda heimila hefur farið vaxandi á
síðustu mánuðum og þau eru nú rúm-
lega 16% af heildarskuldum heimila.
Breytingar á gengi krónunnar hafa
áhrif á greiðslubyrði gengisbundinna
lána og þannig eykst greiðslubyrði
heimila þegar krónan veikist og að
sama skapi minnkar greiðslubyrðin
þegar krónan styrkist. Ástæða þess
að fólk kýs að taka lán í erlendri mynt
felst í því að vextir eru mun hærri hér
á landi en víða annars staðar. Hér
greiðir fólk 14% vexti af láni sem það
tekur í íslenskum krónum, en 4,75%
af samskonar láni í evrum, 5,73% í
dollurum og um 1% í japönskum jen-
um, svo dæmi séu tekin.
„Það er tiltölulega nýtilkomið að
heimili séu að taka erlend lán, en við
sjáum á meðal viðskiptavina okkar að
þessi lán eru að sækja á,“ segir Ásta
Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður
Ráðgjafarstofu um fjármál heim-
ilanna. Hún telur að fólk geri sér ekki
alltaf grein fyrir þeim sveiflum sem
orðið geta á greiðslubyrði lánanna.
Það horfi fyrst og fremst til lágra
vaxta og að lánin séu óverðtryggð.
„Þetta varð nokkurs konar tísku-
fyrirbrigði í upphafi árs í fyrra, að
taka erlend lán til fasteignakaupa,“
segir Björn Rúnar Guðmundsson hjá
greiningardeild Landsbankans. Þá
hafi krónan verið frekar veik og líf fór
að færast á ný í fasteignamarkaðinn
eftir ákveðna stöðnun á árinu 2006. Í
kjölfarið jókst sókn fólks í erlend
íbúðalán. „Auðvitað felst í þessu
ákveðin gengisáhætta fyrir heimilin,“
segir Björn Rúnar.
90% aukning á erlendum lánum
Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir sveiflum sem orðið geta á greiðslubyrði
lánanna, segir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
!"# $
!"# Washington. AP. | Geimrannsóknastofnun
Bandaríkjanna, NASA, hyggst senda út
Bítlalagið „Across the Universe“ þvert yf-
ir alheiminn til Pólstjörnunnar.
Er þetta í fyrsta skipti sem geimrann-
sóknastofnunin sendir lag út í geiminn. Út-
sendingin var ákveðin í tilefni af 50 ára af-
mæli NASA og 40 ára afmæli lagsins sem
er eftir Paul McCartney og John Lennon.
Gert er ráð fyrir því að lagið verði kom-
ið til Pólstjörnunnar eftir 431 ár.
Lagið verður sent út stafrænt sem MP3-
skrá frá fjarskiptastöð NASA á Spáni á
miðnætti aðfaranótt mánudags.
Bítlalag sent til
Pólstjörnunnar
John Lennon Paul McCartney
SPÆNSKA lögreglan hefur handtekið ís-
lenskan mann á fertugsaldri eftir að tæpt
kíló af meintum fíkniefnum fannst í bifreið
sem hann ók.
Lögreglan stöðvaði för mannsins
skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstu-
dagsins í sumarhúsahverfinu La Marina á
Costa Blanca-ströndinni.
Samkvæmt spænska vefmiðlinum In-
formation fundust tveir pokar með tæpu
kílói af hvítu dufti sem talið er að sé amfeta-
mín er lögreglan stöðvaði Íslendinginn á
Helsinkigötu í La Marina.
Íslendingur
handtekinn
á Costa Blanca
Fundu tæpt kíló af
meintu amfetamíni
♦♦♦