Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 48
Hlutverk rýnisins hlýt- ur að vera að fjalla um og rýna í það verk sem hann upplifði … 53 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HRYLLINGSMYNDIN Dark Floors – The Lordi Motion Picture verður frumsýnd í borginni Oulu í Finnlandi á miðvikudaginn, 6. febr- úar. Þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Ís- lands eru meðframleiðendur mynd- arinnar og verða þeir viðstaddir frumsýninguna. Oulu er heimabær rokksveitarinnar Lordi sem fór með sigur úr býtum í Evróvisjón- söngvakeppninni árið 2006 með lag- inu „Hard Rock Hallelujah“. Hljóm- sveitarmeðlimir leika stór hlutverk í myndinni auk þess sem þeir komu að handritsskrifum, og sáu auðvitað um tónlistina. Um er að ræða hryllingsmynd sem gerist á sjúkrahúsi, og að sögn Júl- íusar er þetta skrímslamynd undir japönskum áhrifum. Þótt myndin sé finnsk eru leikararnir flestir breskir og því er enskt tal í henni. „Við erum rosalega spenntir að sjá lokaútgáfu myndarinnar,“ segir Júlíus, en þeir félagar hafa aðeins séð nokkur brot úr myndinni. „Fólk heldur að þetta tengist Lordi mjög mikið, en þetta er í rauninni bara bíómynd með finnskum skrímslum.“ Ekki verður um neina hefðbundna frumsýningu að ræða á miðvikudag- inn því að sögn Júlíusar fer hún fram í 5.000 manna skautahöll borgar- innar, og strax í kjölfar frumsýning- arinnar mun Lordi halda tónleika í höllinni. Dark Floors – The Lordi Motion Picture verður svo frumsýnd í Sam- bíóunum 29. febrúar. Lordi-myndin loks tilbúin Óhugnaður Myndin segir frá fólki sem lokast inni í óhugnanlegu sjúkra- húsi þar sem morðóð skrímsli vaða uppi. Lordi-menn leika skrímslin. Dark Floors frumsýnd með pomp og prakt í Finnlandi Júlíus Kemp  Meðal þeirra kvikmynda sem taka þátt á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg er Veðramót í leik- stjórn Guðnýjar Halldórsdóttur. Guðný hélt stutta tölu fyrir frumsýningu mynd- arinnar á þriðjudag og minntist m.a. þátttöku sinnar í hátíðinni fyr- ir átta árum þegar Ungfrúin góða og húsið var sýnd en þá voru við- staddir frumsýninguna allir helstu menningarvitar Svíþjóðar og önnur fyrirmenni. Gerðist það þá stuttu áður en hún hafði lokið kynning- unni að hún var stöðvuð af starfs- manni hátíðarinnar og henni til- kynnt að filman af Ungfrúnni hefði ekki enn borist; hún væri föst úti á flugvelli. „Þá var mér allri lokið. Ég varð svo reið að ég hét því að koma aldrei aftur til Gautaborgar. En nú er ég hér komin …“ sagði Guðný við mikinn hlátur viðstaddra. Hét því að koma aldrei aftur til Gautaborgar  Heyrst hefur að þeir félagar Frank Hvam og Casper Christen- sen, sem Íslendingar þekkja ef til vill betur úr þáttunum Klovn, séu á leið hingað til lands um miðjan febrúar. Frank og Casper hafa á undanförnum árum skipað sér í flokk vinsælustu grínista Danmerk- ur og ef að líkum lætur munu þeir troða upp á einhverjum staðnum hér í borg og leiða Íslendinga í all- an sannleikann um danskt grín eins og það gerist best. Enn hvílir dulítil leynd yfir væntanlegri komu þeirra Franks og Caspers en allt ætti að koma í ljós á allra næstu dögum. Trúðar til landsins Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞETTA er fyrst og fremst hrá tónlist, hrjúfur hljómur,“ segir Andreas Constantinou, for- sprakki hljómsveitarinnar Andreas and the Gloryholes, um tónlist sveitarinnar. Sveitin sendi nýverið frá sér lagið „Gloria“ þar sem þungt, blússkotið rokk er ráðandi með háum og djúpum karlmannssöng á víxl. Með Andreas í sveitinni eru þeir Ragnar Ólafs- son og Elvar Atli Ævarsson, þeir eru s.s. „dýrð- arholurnar“ í sveitinni. Andreas segist hafa hlustað mikið á PJ Harvey, Placebo, Tori Amos og Marilyn Manson á unglingsárum og í þá tónlist sæki hann sjálfsagt innblástur. Þetta bland gæti skýrt fyrrnefndar barkasveiflur söngvara í „Gloriu“ en einnig að Andreas hlustaði mikið á Kate Bush á uppvaxtarárum sínum. Andreas and the Gloryholes er með ónefnda plötu í smíðum, 11 eða 12 laga, sem ætti að koma út á árinu. Hrá kynorka – En hvaðan kemur þetta nafn á hljómsveit- inni? „Þar kemur tvennt til. Það er annars vegar háðsádeila í þessu, grín gert að sveitum eins og Antony and the Johnsons, þess háttar hljómsveit- anöfnum. Hins vegar á þetta vel við textagerðina hjá mér, lagatextana. Þeir fjalla mikið um kyn- hvöt, myrkari hliðar lífsins, stundum eða oft vís- að í kynhneigð, falda kynhneigð. Það er mikið af hrárri kynorku í tónlistinni. Þaðan kemur heitið Gloryholes,“ útskýrir Andreas. Áhorfendahópur sveitarinnar er enn smár en vex hratt og vonast Andreas til þess að sveitin nái eyrum Íslendinga. Andreas er margt til lista lagt, hann er lærður dansari og kennir dans í Listahá- skóla Íslands og Klassíska listdansskólanum, hef- ur samið framúrstefnuleg dansverk og sýnt með dansleikhúsflokki sem hann stofnaði með Stein- unni Ketilsdóttur, UglyDuck Productions. „Ég hef samið lög frá unga aldri og ég var í nokkrum hljómsveitum þegar ég bjó í Bretlandi. Þá flutti ég til Íslands og hætti um tíma í tónlistinni til að einbeita mér að leikfélagi sem ég stofnaði, Himherandit.productions,“ segir Andreas. Hann er af grískum ættum, nam dans í New York og London og bjó og starfaði í Asíu á tímabili. Hafsteinn verður með Hinn 7. febrúar nk. treður Andreas upp með „dýrðarholunum“ sínum, þeim Ragnari og Elvari Atla, í húsnæði Samtakanna ’78 í Reykjavík og verður aðgangur ókeypis. Tónleikarnir verða að mestu órafmagnaðir, hugguleg og persónuleg stemning en tónlistin þó hrá og fersk. Þar mun stíga á svið söngvarinn Hafsteinn Þórólfsson, sá hinn sami og vakti mikla athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 þegar hann söng lagið „Þú tryllir mig“ með tilþrifum. Haf- steinn og Andreas eru góðir vinir og segir Andr- eas að Hafsteinn muni syngja raddir í einhverjum lögum á væntanlegri plötu Andreas and the Gloryholes. „Við höfum átt í samstarfi undanfarið eitt og hálft ár, samið saman tónlist, rætt um tónlist en höfum ekki enn komið fram saman á tónleikum. Þetta verður í fyrsta skipti,“ segir Andreas spenntur. Samtökin ’78 eru til húsa á Laugavegi 3 og sem fyrr segir er aðgangur á tónleikana ókeypis. Þeir hefjast kl. 21. Dýrðarholurnar rokka Grískættaður dansari stígur fram á íslenskan tónlistarvöll með nýja hljómsveit Árvakur/Golli Þrír í sófa Andreas Constantinou og Ragnar Ólafsson en á milli þeirra er staðgengill Elvars Atla Ævarssonar sem ekki komst í myndatökuna. Vefsíða hljómsveitarinnar: www.myspace.com/andreasconstantinou
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.