Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 26
úr bæjarlífinu
26 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fræðslukvöld
um gönguskíði
Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.00 í
FÍ salnum Mörkinni 6.
• Ferðalög á skiðum – búnaður – fatnaður –
öryggisbúnaður – skíðapúlkur – tjald – svefn-
poki – skíðaferðir FÍ.
• Sporganga – líkamsrækt – keppni – tegundir
skíða – skíðaáburður – að leggja spor – göngu-
svæði á höfuðborgarsvæðinu – Íslandsgangan.
Að lokinni fræðslu verður boðið upp á kaffi og
sýnt myndband frá Vasagöngu.
Þátttaka er ókeypis
og allir velkominir
www.fi.is, fi@fi.is
sími: 568-2533, m
bl
9
66
73
3
Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands
É
g er í ljónsmerkinu en
veit ekki hvort það hef-
ur nokkuð með það að
gera hvað ég er hrifin
af ljónum. Ég er mikil
dýramanneskja og langaði alltaf að
eiga dýr en þar sem sumir eru með
ofnæmi á mínu heimili var það aldrei
hægt,“ segir Una Jóhannesdóttir
sem hefur dreymt um að komast til
Afríku frá því hún var lítil stúlka.
„Ég flaug út í ágúst til þessarar lang-
þráðu heimsálfu og lenti á tvítugs-
afmælisdeginum mínum alein úti í
Harare, höfuðborg Simbabve. Þaðan
lagði ég upp í rúmlega sjö vikna
trukkaferðalag. Þeir sem voru í
ferðalaginu voru frá öllum heims-
hornum og á öllum aldri og við gist-
um alltaf í tjöldum. Við komumst
heldur ekki alltaf í sturtu eða á kló-
sett, heldur þurftum að grafa holur
úti í eyðimörkinni, enda er svona
trukkaferð ekki stíluð inn á nein
þægindi. Ég endaði svo trukkaferð-
ina í Jóhannesarborg, en þaðan kom
ég mér sjálf í ljónagarðinn Antelope
Park þar sem ég hafði ráðið mig í
tveggja mánaða sjálfboðavinnu. Það
vildi svo heppilega til að þrír ljón-
sungar fæddust daginn sem ég kom.“
Veiðar og sjúkdómar
herja á ljónastofninn
Una segir sögu garðsins nokkuð
merkilega. „Maðurinn sem á hann
keypti þetta svæði fyrir um tuttugu
árum og með því fylgdu nokkrir
munaðarlausir ljónsungar sem hann
tók að sér. Þarna er í raun verið að
rækta ljón og reynt að koma upp
sterkum stofni, því afrísk ljón eru á
válista. Á síðustu tuttugu árum hefur
þeim fækkað í Afríku allri úr 200.000
ljónum niður í 15.000 ljón, vegna
veiða og sjúkdóma. Ferðamenn geta
farið þarna um til að skoða ljónin og
önnur dýr, farið á fílsbak og fleira.
Þarna eru auk ljóna og fíla til dæmis
gíraffar, antilópur og mjög blómlegt
fuglalíf. En þetta er líka uppeldisstöð
fyrir ljón og verndarstaður fyrir
þau.“
Una vann með yngstu ljónin, frá
þriggja vikna ungum til 18 mánaða,
en á því stigi eru þeir mjög hændir að
manninum. „Á öðru stigi eru þeir
vandir af mönnum en á þriðja stigi
para ljónin sig og eignast unga úti í
náttúrunni. Sterku ungarnir eru svo
seldir út um alla Afríku til að efla
ljónastofninn.“
Leit að veiðiþjófum
Hún segir vinnuna hafa verið fjöl-
breytta og skemmtilega. „Við byrj-
uðum að vinna um hálfsjö á morgn-
ana og fórum með ljónsungana út í
göngu til að láta þá æfa sig í að veiða
og kynnast umhverfinu. Ljón eru
nefnilega ótrúlega miklir hræðslu-
púkar, sérstaklega þegar þau sjá eitt-
hvað nýtt í fyrsta sinn, hvort sem það
er tré eða sebrahestur. Þessar stóru
skepnur eru með ósköp lítið hjarta.
Ljón eru hópdýr og litu á okkur
mennina sem hluta af hópnum en við
urðum að passa að sýna þeim að við
hefðum yfirráðin.“
Starfsmenn þurftu m.a. að þrífa
umhverfi ljónanna. „Eins sáum við
um að brytja kjöt í þau og stundum
fengum við heila kýrskrokka frá
bændum í nágrenninu. Girðing-
arvinna var hluti af starfinu því veiði-
þjófar gera göt á girðingar og setja
upp snörur í garðinum til að veiða hin
ýmsu dýr, bæði til að ná sér í kjöt og
skinn. Í okkar verkahring var líka að
hjálpa til með fílana, sem voru fjórir.
Eigandinn hafði tekið þá að sér eftir
sinubruna en við hann urðu þeir við-
skila við hjörðina. Fílarnir unnu fyrir
sér með því að ferðast með túrista á
sínu fílsbaki, ýmist til göngu eða
sunds. Einu sinni í viku fórum við svo
á munaðarleysingjaheimili til að leika
við börnin.“
Afríkuöskur Ljón hafa stóran kjaft, jafnvel þó þau séu ekki fullvaxin og þessar tennur eiga eftir að verða vígalegri.
Brytjaði belju-
skrokka í ljónin sín
Klappaðu mér! Hinn ársgamli Masai lætur Unu klóra sér.
Ljón eru bestu skinn
og með músarhjörtu,
eftir því sem Una
Jóhannesdóttir segir,
en hún fór alla leið til
Afríku til að starfa við
umönnun ljóna í tvo
mánuði. Kristín Heiða
Kristinsdóttir hitti
ljónastelpuna sem fór
líka í trukkaferð.
Við Sandgerðingar þekkjum vel
þær aðfarir sem Akurnesingar
kvarta nú sáran undan eftir að HB
Grandi ákvað að hætta að mestu
leyti starfsemi sinni á Akranesi.
Miðnes hf. var rekið í Sandgerði í
56 ár og var alla tíð stærsti at-
vinnurekandinn á staðnum. Fjöldi
fólks vann hjá fyrirtækinu í ára-
tugi. Svo kom að því að Miðnes hf.
var sameinað Haraldi Böðvarssyni
hf. á Akranesi. Sameiningin þótti
ekki lofa góðu en forráðamenn HB
komu til fundar í Sandgerði og
sögðu frá áætlunum um áframhald-
andi starfsemi og endurnýjun á
skipum fyrirtækisins í Sandgerði,
eflingu starfseminnar og að starfs-
fólki yrði ekki fækkað. Það var lítið
að marka fögur orð forráðamanna
HB því að lokum var öllum starfs-
mönnum sagt upp, jafnt sjómönn-
um sem starfsfólki í landi, alls um
áttatíu manns, og skip og kvóti
flutt upp á Akranes.
Eftir stóð í Sandgerði fjöldi
tómra bygginga sem áður höfðu ið-
að af mannlífi. Öll þessi hús hafa
nú komist í hendur nýrra eigenda
og þar er nú fjölbreytt starfsemi.
Útgerðarfyrirtæki hafa víða sam-
einast á síðustu árum. Sums staðar
hefur vel tekist til en á allt of
mörgum stöðum hafa hinir stóru
farið burt með kvótann sem í flest-
um tilvikum er feiti bitinn í við-
komandi fyrirtæki. Eftir standa
verðlausar húseignir og óánægðir
íbúar bæjarfélaga. Því eru Ak-
urnesingar nú að kynnast. Vonandi
tekst þeim að vinna úr stöðunni og
finna aðra starfsemi í húsin enda
eru þeir þekktir fyrir það á öðrum
vettvangi að snúa vörn í sókn.
Árið 2008 er merkilegt afmælisár
í slysavarnasögu Íslendinga. 25.
febrúar 1928 strandaði togarinn
Jón forseti við Stafnes og fjöldi sjó-
manna fórst. Slysið varð til þess að
kraftur var settur í að stofna
Slysavarnafélag Íslands sem lagði
áherslu á sjóbjörgun við strendur
landsins. Fyrsta slysavarnasveitin á
landinu var stofnuð 1928 í Sand-
gerði og er það Slysavarnasveitin
Sigurvon sem í 80 ár hefur verið
virk og öflug. Nú á afmælisárinu
verður tekin í notkun ný björg-
unarstöð á hafnarsvæðinu og eru
framkvæmdir þegar hafnar.
Félagar í Sigurvon hafa haft nóg
að gera að undanförnu í hinu rysj-
ótta veðurfari sem hér hefur verið
og hefur sannast hversu mikilvægt
er að hafa öfluga björgunarsveit í
hverju bæjarfélagi.
Veðurguðirnir hafa minnt vel á sig
það sem af er ári. Lægðirnar hafa
komið eins og á færibandi með til-
heyrandi tilbrigðum í veðri. Hér
hefur kyngt niður meiri snjó en
sést hefur um árabil þótt ekki hafi
hlotist mikil vandræði af.
Sandgerðisbær fjárfesti í tveimur
öflugum dráttarvélum með snjó-
tönnum í byrjun vetrar. Segja má
að vélarnar hafi haft nóg að gera
við að halda götum bæjarins hrein-
um og eiga starfsmenn áhaldahúss-
ins heiður skilinn fyrir vel hreins-
aðar götur. Þá hefur þurft að bæta
við vélum frá verktökum á mestu
álagstímum.
SANDGERÐI
Reynir Sveinsson
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Björgun Framkvæmdir eru hafnar við nýja björgunarstöð Sigurvonar.
daglegt líf