Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FULLTRÚAR HB Granda og Vinnumálastofnunar ætla að hitt- ast aftur á mánudag vegna upp- sagna starfs- fólks HB Granda á Akra- nesi. Síðastlið- inn miðvikudag boðaði Vinnu- málastofnun fulltrúa HB Granda til fund- ar og þar var ákveðið að gera sameiginlega áætlun um end- urmenntun og ráðgjöf þeim til handa sem missa vinnu hjá HB Granda á Akranesi. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, sagði félagið vera að vinna með Vinnumála- stofnun að sem bestri framkvæmd þessara uppsagna. Í gærmorgun var haldinn fundur með trúnaðar- mönnum HB Granda og gerði Eggert ráð fyrir fundi HB Granda með Vinnumálastofnun og trúnað- armönnunum á mánudaginn kem- ur. Á fundi HB Granda og Vinnu- málastofnunar sl. miðvikudag var ákveðið að veita þeim sem missa vinnu á Akranesi aðstoð við at- vinnuleit, aðgengi að námskeiðum, gerð ferilskrár og greiningu áhugasviða. „HB Grandi mun greiða kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiða- hald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum,“ að því er fram kem- ur í frétt á heimasíðu HB Granda. Faxaflóahafnir til í viðræður Stjórn Faxaflóahafna sf. brást í gær við áskorun bæjarstjórnar Akraness til Faxaflóahafna og HB Granda. Í ályktun kemur fram að stjórn Faxaflóahafna sf. taki undir áhyggjur af stöðu mála varðandi fiskvinnslu og útgerð á Akranesi og muni áfram vinna að því að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn. Þar er m.a. vísað til hugmynda um þróun hafnarinnar sem kynnt var fulltrú- um Akraneskaupstaðar nýverið. Þá segir að formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. og hafnarstjóri hafi þegar átt fund með forstjóra HB Granda varðandi starfsstöðvar félagsins á Akranesi og í Reykjavík og hugmyndir HB Granda um breytingar og endurbætur á þeim. Ákveði HB Grandi að leggja áherslu á framtíðaruppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi „lýsir stjórn Faxaflóahafna sf. sig reiðu- búna til þess að hefja þegar í stað viðræður og samvinnu við félagið um það hvernig það megi verða á sem farsælastan máta“. Eggert, forstjóri HB Granda, sagði að ef nýir möguleikar leynd- ust í þeim hugmyndum sem Faxa- flóahafnir eru nú að skoða varðandi Akraneshöfn yrðu þær að sjálf- sögðu skoðaðar. Sameiginleg áætlun vegna uppsagna hjá HB Granda Eggert Benedikt Guðmundsson SÖFNUNIN Börn hjálpa börnum 2008 hófst í gær á Bessastöðum er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, lét framlag sitt í söfn- unarbauk í viðurvist 24 barna úr 4. bekk Rimaskóla. Um er að ræða árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar sem var fyrst sett af stað fyrir 10 árum. Á síðari árum hafa að jafnaði um 3.000 börn í um 100 grunn- skólum tekið þátt í söfnuninni. Í fyrra söfnuðu börnin rúmum 7 milljónum og fyrir það fé var byggð heimavist í Úganda fyrir 200 stúlkur, auk þess sem húsbún- aður var keyptur til að setja upp heimavistaraðstöðu fyrir börn í Pakistan, þar sem eru 360 börn á heimavistum ABC, og á barna- heimili ABC í Kenýa þar sem eru um 200 börn. Í lok þeirrar söfn- unar bætti utanríkisráðuneytið við 12 milljónum króna til að kaupa land undir frekari upp- byggingu skólastarfs ABC í Pak- istan, en núna eru átta ABC- skólar með samtals 1.800 börnum starfræktir. Fyrir féð sem safnast í ár er ætlunin að byggja heimavist og skóla á nýja landinu í Pakistan auk heimilis fyrir götubörn í Ken- ýa, en munaðarlausum og heim- ilislausum börnum hefur stór- fjölgað vegna styrjaldarástands í kjölfar forsetakosninganna. Börn munu í febrúar ganga í hús með merkta og númeraða söfnunarbauka. Bankareikningur söfnunarinnar er nr. 515-14-110 000, kt. 690688-1589. Safnað fyrir börn í Kenýa Söfnunin Börn hjálpa börnum hófst í gær á Bessastöðum Árvakur/Golli Gjöf Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var fyrstur til að setja framlag í bauk í söfnun ABC. SKILANEFND Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga vonast eftir að í lok þessa mánaðar liggi fyrir hverjir eiga rétt á að lýsa kröfum um hlutafjáreign í fjárfesting- arfélaginu Gift, en um mitt síðasta ár var tekin ákvörðun um að slíta félaginu og færa eignirnar yfir í Gift. Þegar ákvörðun um slitin var tekin var talið að verðmæti eigna félagsins næmi um 30 milljörðum. Verðmæti eignanna hækkaði þegar leið á sumarið, en síðustu mánuðina hefur verðmætið lækkað eins og í öðrum félögum. Gift er meðal stærstu eigenda Kaupþings. Ekki hefur verið tekið saman hversu mikið eignirnar hafa rýrn- að. Kristinn Hallgrímsson, formaður skila- nefndar, segir að þessa dagana sé verið að fara yfir lista yfir viðskiptamenn VÍS og fjalla um síðustu álitamálin. Hann vonast eftir að í lok febrúar verði þessi listi tilbú- inn og hægt verði að senda út bréf til eig- endanna. Jafnframt verði þeim gefinn frestur til að gera athugasemdir. Kristinn sagðist telja raunhæft að eftir páska yrði búið að greiða út úr félaginu. Listinn í Gift tilbúinn í lok mánaðarins SKÝRSLU um vist barna á Breiðavík- urheimilinu verður skilað til forsætisráð- herra á næstu dögum. Ekki er reiknað með að hún verði gerð opinber í næstu viku, en að öllum líkindum verður það gert í vikunni þar á eftir. Nefndin, sem kallast „nefnd um könnun á vist- og meðferðarheimilum á árunum 1950-1980“, var skipuð af forsætisráð- herra síðastliðið vor. Hefur nefndin þegar rætt við rúmlega 100 einstaklinga, fyrrum vistmenn og starfsmenn og aðra sem nefndin hefur talið að geti varpað ljósi á starfsemi Breiðavíkurheimilisins. Verkefni nefndarinnar eru bundin ákvörðun forsætisráðherra og var Breiða- vík eina heimilið sem henni var falið að kanna í þetta sinn. Auk þess að skila skýrslu um Breið- arvíkurheimilið muni nefndin gera tillögur um hvort framhald verði á sambærilegum rannsóknum á öðrum vistheimilum og jafnframt leggja til hvaða heimili frá þessu tímabili verði skoðuð. Skýrsla um Breiðavíkur- heimilið tilbúin FRAMSÓKNARFLOKKURINN mældist með um 7,6% fylgi á lands- vísu í nýjustu símakönnun Capacent Gallup og hefur aldrei mælst með minna fylgi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með um 15% fylgi og Frjáls- lyndi flokkurinn rúmlega 4% fylgi. Samkvæmt könnuninni nýtur rík- isstjórnin stuðnings um 76% svar- enda og minnkar fylgið lítillega ann- an mánuðinn í röð. Fylgi Sjálfstæðisflokks er rúmlega 41% og fylgi Samfylkingar um 31%. Tæplega 17% svarenda taka ekki afstöðu eða gefa hana ekki upp og um 6% segjast skila auðu eða ekki kjósa væri kosið nú. Könnunin fór fram 2.-29. janúar. Svarhlutfall var tæplega 61%, úr- taksstærð 5.057 manns og vikmörk 0,5-2%. 62% óánægð með nýja meirihlutann í Reykjavík Um 62% borgarbúa sögðust vera óánægð með nýja meirihlutann í Reykjavík en um 27% voru ánægð með hann. Um 64% borgarbúa eru óánægð með nýja borgarstjórann og um 16% ánægð með hann. Í báðum tilfellum eru konur mun óánægðari en karlar. Um 46% svarenda bera traust til borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um 41% til fulltrúa VG, um 33% til fulltrúa Sjálfstæðisflokks, innan við 10% til borgarfulltrúa Frjáls- lyndra og óháðra og 4% til fulltrúa Framsóknar. Við meirihlutaskiptin í Reykja- vík dalaði fylgi Sjálfstæðisflokks- ins um 4 prósentustig og mældist nú um 38%. Fylgi Samfylkingar mældist um 41%, fylgi VG um 17% og fylgi Framsóknar og Frjáls- lyndra og óháðra um 2%. Niðurstöðurnar eru úr síma- könnun 22.-29. janúar og úr net- könnun 23.-31. janúar. Svarhlutfall í símakönnuninni var um 61% og úrstaksstærð 1.443 manns. Í net- könnuninni var svarhlutfall um 67% og úrtaksstærð 1.267 manns. Fylgi Framsóknar aldrei mælst minna LÁTINN er á 75. ald- ursári Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld. Gunnar Reynir var í hópi þekktustu tón- skálda landsins og var upphafsmaður kammerdjasstónlist- ar hér á landi þar sem mætast straumar úr djassi og klassískri tónlist. Gunnar Reyn- ir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1933 og nam tónsmíðar við Tónlist- arskólann í Reykjavík hjá Jóni Þórarinssyni á árunum 1955-1961. Hann stund- aði síðan framhaldsnám við Tón- listarskólann í Amsterdam og Rík- isháskólann í Utrecht í Hollandi. Gunnar Reynir var afburða víbrafónleikari og lék m.a. með hinum heimsþekkta fiðluleikara Stephan Grappelli í Frakklandi á árum áður og var einn heiðursfélaga Jazzvakningar. Hann var einnig af- kastamikið tónskáld og var mestur hluti verka hans ein- söngslög, kórverk og orgelverk. Hann samdi einnig kamm- erverk, einleiksverk og tónlist með djassívafi, auk tón- listar við fjölmörg leikrit og kvikmynd- ir. Af verkum hans má nefna sönglaga- flokkana Úr söngbók Garðars Hólm og Undanhald samkvæmt áætlun. Þá samdi hann kammer- djasstónverkið Samstæður sem flutt var á fyrstu Listahátíð í Reykjavík árið 1970. Gunnar Reynir lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. Gunnar Reynir Sveinsson Andlát GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að boðað hafi verið til fundar með forsvarsmönnum HB Granda og Samtaka atvinnulífsins að frum- kvæði Vinnumálastofnunar vegna þeirra ávirðinga, sem HB Grandi hf. hafði orðið fyrir varðandi meint lögbrot á lögunum um hóp- uppsagnir. Komið hafi upp sá mis- skilningur hjá HB Granda að til fundarins hafi verið boðað að kröfu ASÍ en svo hafi ekki verið. Í tilkynningu frá Vinnu- málastofnun í gær segir Gissur að upplýsingar sem fram komu á fundinum hafi ekki gefið tilefni til að ætla að lögin hafi verið brotin að því er varðar tilkynninga- skyldu fyrirtækisins til Vinnu- málastofnunar um uppsagnirnar. Ekki haldinn að kröfu ASÍ „ÞAU tóku okkur mjög vel og við fórum yfir þá svakalegu holskeflu af uppsögnum sem hefur dunið á fiskvinnslufólki að undanförnu,“ segir Kristján G. Gunn- arsson, formaður Starfsgreinasambands- ins. Fulltrúar þess funduðu með forsætis-, utanríkis- og sjávarútvegsráðherra um málefni fiskvinnslufólks í gær. Starfsgreinasambandið setti fram til- lögur til úrbóta, svo sem að setja þurfi reglur um samfélagslega ábyrgð kvóta- hafa til að koma í veg fyrir fyrirvara- lausar hópuppsagnir. Einnig að mótvæg- isaðgerðir vegna kvótaniðurskurðar miðist meira við svæði þar sem fólk miss- ir vinnuna og kvaðir verði settar um að vinna skuli afla innanlands til að skapa atvinnu. Þá mæltist Starfsgreina- sambandið til að stutt yrði við nýsköpun í fiskvinnslu og verðmætamyndun sjávaraf- urða, og endurmenntun fyrir fisk- vinnslufólk yrði aukin, til að auðvelda því að hefja önnur störf. Funduðu um fiskvinnsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.