Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á ÞRIÐJUDAGINN var því fagnað
að áttatíu ár voru liðinn frá stofnun
Slysavarnafélags Íslands en með
stofnuninni hófst skipulagt björg-
unar- og slysavarnastarf í landinu.
Slysavarnafélagið Landsbjörg gaf
af þessu tilefni Landhelgisgæslu Ís-
lands tvö sett af Barryvox VS 2000
Pro-snjóflóðaleitarbúnaði, sem sér-
útbúinn er til notkunar í þyrlum.
Búnaður þessi er nýr af nálinni og
með því fullkomnasta sem til er í
heiminum í dag. Georg Lárusson,
forstjóri Lanhelgisgæslunnar, tók
við gjöfinni fyrir hönd Gæslunnar
og er hann á myndinni ásamt
Smára Sigurðssyni, varaformanni
Landsbjargar, og Kristni Ólafssyni
framkvæmdastjóra.
Gæslan fær gjöf
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
hvetur nýja meirihlutann í borg-
arstjórn Reykjavíkur til að vinna
hratt og örugglega að uppbygg-
ingu stúdentagarða eins og meiri-
hlutinn hefur lýst yfir að hann
hyggist gera. Í langan tíma hafi
legið fyrir áætlun um uppbyggingu
um 600 íbúða sem Stúdentaráð og
Félagsstofnun stúdenta hafi unnið
að innan starfshóps borgarinnar.
Vegna tíðra meirihlutaskipta í
borginni hafi endanleg ákvarð-
anataka tafist með tilheyrandi
óþægindum fyrir stúdenta.
Borgarráð vísaði áætluninni til
Skipulagsráðs á fundi sínum á
fimmtudag. Það er von Stúd-
entaráðs að borgin samþykki áætl-
unina snögglega og nýti þá breiðu
pólitísku sátt sem um uppbygg-
inguna er.
Stúdentaráð vill
stúdentagarða
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur
styrkt verkefnið Jafnréttiskennitöl-
una, sem unnið er við Háskólann á
Bifröst, um eina milljón. Það miðar
að árlegri birtingu upplýsinga,
einkum um hlutfall kvenna í stjórn-
um og meðal æðstu stjórnenda í fyr-
irtækjum hér á landi. Ráðuneytið
hefur jafnframt ákveðið að styrkja
verkefnið Við segjum já, á vegum
Félags kvenna í atvinnurekstri og
LeiðtogaAuðar. Verkefnið miðar að
því að hvetja konur til að bjóða
fram krafta sína í þágu stjórnunar.
Styrkveiting
STJÓRN Faxaflóahafna sf. tekur
einhuga undir ályktun borgarráðs
varðandi gerð og legu Sundabraut-
ar í göngum og ítrekar vilja sinn til
að koma að framkvæmd verkefn-
isins í samræmi við fyrri sam-
þykktir þar að lútandi. Stjórnin
fagnar áhuga samgönguráðherra,
alþingismanna og sveitarfélaga á
að koma verkefninu sem fyrst til
framkvæmda og því mati að verk-
efnið sé brýnasta verkefnið í sam-
göngumálum á landinu.
Hafnarstjórn samþykkti í gær að
tilnefna formann hafnarstjórnar,
Júlíus Vífil Ingvarsson, í samráðs-
hóp Reykjavíkurborgar um lagn-
ingu Sundabrautar. Hafnarstjóra
var falið að taka saman greinar-
gerð um áhrif þess á önnur svæði
Sundahafnar að lega Sundabrautar
verði ákveðin um Sundagöng.
Sundabrautin
er brýnust
STUTT
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VÍÐIR Hólm Guðbjartsson, bóndi í
Grænuhlíð í Arnarfirði, segist
skelfast tilhugsunina um að olíu-
hreinsunarstöð rísi í landi Hvestu.
Grænahlíð er næsta byggða ból við
Hvestu. Víðir er fjárbóndi og er
með á sjöunda hundrað fjár og æð-
arvarp þar sem eru um sjö hundr-
uð hreiður. Hann óttast að olíu-
hreinsunarstöðin gangi af
æðarvarpinu dauðu og að fáir vilji
kaupa kjöt sem er ræktað í skugga
olíuiðnaðar. Víðir er fæddur og
uppalinn í Feigsdal í Arnarfirði og
nytjar þá jörð einnig fyrir búskap
sinn. Hann bjó lengi hjá afa sínum,
Bjarna Kristóferssyni í Hvestu og
var vinnumaður hjá honum en
keypti Grænuhlíð 1995. Víðir býr
þar nú ásamt konu sinni, Maríu
Bjarnadóttur.
„Þetta er eins og að fá krabba-
mein hér í Ketildalina, það er ekk-
ert flóknara en það,“ segir Víðir
um olíuhreinsunarstöðina. „Ket-
ildalirnir og Arnarfjörðurinn eru
með fallegustu stöðum á landinu ef
ekki í heiminum. Hvesta er einn
alfallegasti og besti staður á land-
inu.“
Nærtækar ráðstafanir
Víðir ber ekki á móti því að
Vestfirðir virðist vera deyjandi
landsvæði. Nú eru fimm bændur í
Arnarfirði, kalkþörungaverksmiðja
og útgerð og þjónusta á Bíldudal
helstu atvinnuvegir í firðinum.
Hann telur þó ekki lausnina vera
fólgna í olíuhreinsunarstöð. Komi
hún sé hætta á að svæðið verði út-
lendinganýlenda. Hann telur aðrar
ráðstafanir mun nærtækari til að
styrkja Vestfirðina í lengd og bráð.
„Þessar byggðir eru gullnámur
að því leyti hvað er gott að vera
hér. Til að bjarga þessu tel ég vera
númer eitt, tvö og þrjú að fá betri
samgöngur. Svo verður að greiða
niður vöruflutninga til að gera
okkur samkeppnishæf við önnur
svæði á landinu. Flutningsgjöldin
nú eru bara glæpur – þau eru svo
há.“
Víðir vill fá betri vegi suður á
land og einnig vegtengingu við
norðurhluta Vestfjarða sem er opin
allt árið. Hann telur mikla vitleysu
að ekki skuli hafa verið gerður
heilsársvegur yfir Trostansfjarð-
arheiði eða göng yfir í Dýrafjörð
frekar en að setja stórfé í veg-
arbætur í Ísafjarðardjúpi. Það
hefði tryggt greiða tengingu allra
Vestfjarða við Vestur- og Suður-
land. Hann nefndi einnig þörfina
fyrir hraðara og tryggara netsam-
band við svæðið. Í því felist ótal
atvinnutækifæri.
Margir á móti
Víðir sagðist vita af mörgum
íbúum í Vesturbyggð sem væru
mótfallnir áformum um olíu-
hreinsunarstöð. Þeir virtust þó
vera feimnir við að sýna andstöðu
sína eða þyrðu ekki að gera það.
Hann sagði að bæjarstjórnin hefð-
iekki staðið fyrir neinum kynning-
arfundum um málið en hann vissi
til þess að forsvarsmenn olíu-
hreinsunarstöðvarinnar hefðu
mætt á fundi, m.a. hjá sauma-
klúbbi, til að kynna málið.
„Einn í bæjarstjórninni sagði
mér að þegar yrði búið að ákveða
þetta ætti að halda kynningarfund.
Eina kynningin sem maður hefur
fengið er: „500 störf“. Fólk á stöð-
um þar sem nánast enga vinnu er
að hafa stekkur á þetta eins og
drukknandi fólk á björgunarhring.
Svo skilst mér raunar að það sé
einfaldlega ekki rétt að störfin hér
verði svona mörg. Vinnubrögðin
eru alveg fáránleg,“ sagði Víðir.
Hann sagði fylgismenn hug-
myndarinnar hamra á því að það
væri bara fólk í póstnúmeri 101
sem væri á móti olíuhreins-
unarstöðinni, en Víðir fullyrti að
margir í póstnúmeri 465 (Bíldudal-
ur) og öðrum póstnúmerum fyrir
vestan væru líka á móti þessum
áformum.
„Þetta er eins og að fá
krabbamein hér í Ketildalina“
Ljósmynd/Jón Þórðarson
Bóndi Víðir Hólm Guðbjartsson er með fjárbú í Grænuhlíð og Feigsdal í Arnarfirði. Honum hugnast ekki að fá
olíuhreinsunarstöð í næsta nágrenni við bæinn sinn og óttast að hún gangi af æðarvarpinu hans dauðu.