Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína HelgaJónsdóttir fædd- ist á Kirkjubóli í Kollsvík í Rauða- sandshreppi 21. júlí 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 24. jan- úar síðastliðinn. Hún var elst barna hjónanna Jóns Torfasonar útvegs- bónda í Kollsvík í Vatnsdal á Patreks- firði og síðan verka- manns á Patreksfirði, f. 1892, d. 1971, og konu hans, Bergþóru Eg- ilsdóttur húsfreyju í Kollsvík og Vatnsdal og síðan á Patreksfirði, f. 1898, d. 1971. Systkini Jónínu eru Torfi, f. 1927, d. 2005; Valgerður, f. 1929, d. 2002; Lilja, f. 1931; Kristín Fanney, f. 1933; Unnur Laufey, f. 1938; Björgvin Óli, f. 1941. Jónína giftist Poul Leth Ven- delbo Andersen, f. 1920, d. 1963. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín Bergþóra Pálsdóttir, kvik- myndagerðarmaður, bús. í Reykja- vík, f. 1948. Maki Ólafur Harð- arson, stjórnmálafræðingur, f. 1951. Þau slitu samvistir. 2) Jón Christian Vendelbo Andersen, skipstjóri og stýrimaður, bús. á Húsavík, f. 1950. Maki Anna Kirs- ten Brix Andersen húsmóðir, f. 1944. Þau skildu. Börn þeirra a) Nina B. Andersen veitingamaður, f. 1975, bús. í Danmörku. Maki Jeffrey Scott Foster veit- ingamaður. Börn þeirra William og James. b) Katrine Andersen hót- Bergþóru Egilsdóttur. Hún flutti að heiman fimmtán ára gömul og fór að vinna í Reykjavík. Hún flutt- ist til Danmerkur með fyrri manni sínum Poul og þau eignuðust þar þrjú börn. Hún vann m.a. við verk- smiðjur Tuborg í Kaupmannahöfn. Þau skildu og hún flutti heim með börnin árið 1958 eftir tíu ára bú- setu í Danmörku. Eftir að Jónína kom heim vann hún við ýmis störf, samhliða barnauppeldi. Hún kynntist seinni eiginmanni sínum Kristjáni Júlíusi Ólafssyni, sjó- manni og skipstjóra árið 1963 og fluttu þau inn að Túngötu 19, Pat- reksfirði, þar sem þau bjuggu alla sína hjúskapartíð. Þau eignuðust þrjú börn, en misstu elsta barn sitt, dóttur sína, fyrirbura, sama dag og hún fæddist. Jónína starfaði sem handavinnukennari við Grunn- skóla Patreksfjarðar í mörg ár og kenndi jafnt sauma og prjón sem og listir ýmiss konar. Hún var virk- ur meðlimur í slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði og sat í stjórn hennar um tíma. Hún hóf á efri ár- um réttindanám við Kennarahá- skóla Íslands og lauk þaðan kenn- araprófi árið 1992, þá 67 ára gömul. Hún kenndi við Grunnskól- ann á Patreksfirði á meðan aldur leyfði. Jónína var listmálari af Guðs náð, lærði á meðan á Dan- merkurdvöl hennar stóð hjá list- málara og málaði bæði þar og heima fjölmargar myndir sem prýða veggi heimila um allt land og erlendis, ásamt því að búa til mikinn fjölda annarra listmuna af ýmsum gerðum. Jónína var guð- rækin og söngelsk mjög og söng ásamt seinni manni sínum Júlíusi með Kirkjukór Patreksfjarðar í mörg ár. Jónína verður jarðsungin í dag frá Patreksfjarðarkirkju og hefst athöfnin klukkan 16. elstarfsmaður, f. 1978, bús. í Noregi. Börn hennar Irish og Osmo. 3) Jens Ven- delbo Andersen hús- gagnasmiður í Reykjavík, f. 1954. Maki 1 Kolbrún Ámundadóttir, f. 1956, d. 1991. Dóttir þeirra Helga Valdís, f. 1975, bús. í Garði. Maki Elmar Þór Magnússon. Börn þeirra Alex Breki, Aron Máni og Kolbrún Líf. Maki 2 Marita Smith Andersen, f. 1953, bús. í Ástralíu. Börn þeirra, a) Bryndis Elsa, f. í Ástralíu 1986, og Kristijana, f. í Ástralíu 1990. Jónína giftist Kristjáni Júlíusi Ólafssyni skipstjóra, f. í Tálkna- firði 1. apríl 1927, d. 16. nóv. 1993. Þau bjuggu á Patreksfirði frá 1964. Börn þeirra: 1) Stúlka Júl- íusdóttir, f. 22. nóv. 1964, d. sama dag. 2) Aðalsteinn Júlíusson vél- stjóri og lögregluvarðstjóri á Húsavík, f. 1966. Maki Margrét Magnúsdóttir kennari, f. 1965. Börn þeirra Stefán Júlíus, f. 1994, Guðbjörg Helga, f. 1998, og Magn- ús Orri, f. 2001. 3) Unnsteinn Ingi Júlíusson læknir á Húsavík, f. 1969. Maki Anna Kristrún Sigmarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1968. Börn þeirra Þorbjörg Arna, f. 1991, Sig- mar Darri, f. 1994, og Kristján Orri, f. 1997. Jónína ólst upp í Kollsvík í Rauðasandshreppi, elst sjö systk- ina hjónanna Jóns Torfasonar og Mamma er dáin. Ólýsanlega sárt og erfitt og tárin falla. Líðanin er þó betri að vita að hún þjáist ekki meir í veikindum sínum. Það sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég minnist mömmu minnar, er þakklæti. Þakklæti fyrir allt og allt, fyrir „kúlu og kaffi“ eins og Valla heitin og Eyja frænka orðuðu það svo vel í gestabókinni heima á Túngöt- unni. Mamma var alltaf til staðar, það var vel hugsað um strákana og ekki skortur á neinu, hvorki veraldlegu né andlegu fóðri. Saumuð föt á okkur eftir nýmóðins fatablöðum, jólaföt og einu sinni saumaði hún kóngabláa sjóliðsforingjabúninga á strákana sína fyrir öskudaginn, með axlaskúf- um, höttum, útbúin sverð og allt. „Vertu alltaf sannur og heiðarlegur“ er sá boðskapur sem mér fannst skína í gegn um uppeldi okkar bræðra. Að vera sannur og heiðarleg- ur og leita til Guðs ef eitthvað bjátaði á eða þakka Guði bara fyrir það dag- lega. Þegar kallarnir fóru að standa upp úr stígvélunum sínum, fórum við á sjó með pabba. Strákarnir sjóveikir, grænir og gulir, en hörkuðum af okk- ur. Pabbi kenndi okkur að gefast aldrei upp þó að móti blési, kenndi sjómennsku og karlmennsku. Það er líka gott veganesti út í lífið. Minningin er sterk af mömmu í eldhúsinu heima á Túngötunni, fyrir jól að hnoða upp í kökur og við öll að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu. Móða á eldhúsglugganum. Minningin úr eldhúsinu að morgni sumardags: Koma strákunum sínum af stað á sjó- inn, hafragrautur og lýsi, nesti fyrir daginn, koss, faðmlag og blíðlegt strok um kinn, horft niður stigann, af svölunum stundum og síðan veit ég að það var horft í kíkinum í eldhús- glugganum eftir bátnum. Hlustað á radíóið í útvarpinu í stofunni og fylgst með aflabrögðum, korter fyrir níu, korter fyrir tólf o.s.frv. Síðan fylgst með þegar bátarnir fóru að tínast í land einn af öðrum. Hún þekkti sinn bát og alltaf matur þegar heim var komið fyrir þreytta kalla. Mamma hafði lausn á öllum hlut- um, plástur á sár, faðmlag og hugg- un. Það lék allt í höndunum á henni, málverkin á veggjum fjölskyldumeð- lima æði mörg, olíu, pastel, vatnslita, blástur, lopa, þrykk og alls konar gerðir dúka, mynda, og muna af ýms- um gerðum, hvað öðru fallegra og al- úð lögð í allan frágang. Jólagjafir sem aldrei fyrnast. Það veittist henni mjög erfitt síðustu mánuði hvað hún gat lítið gert með höndunum vegna máttleysis og veikinda sinna. Hún reyndi samt, var vongóð fram á síð- asta dag og sagði við mig síðustu stundirnar, þetta lagast allt þegar ég hressist. Þakka þér fyrir öll árin, elsku mamma mín, takk fyrir stundirnar núna síðast. Takk fyrir elsku þína í garð Grétu og barnanna. Ég veit að þú ert komin til pabba og stúlkunnar þinnar og allra sem á undan eru farn- ir. Mig langar að enda þetta á ljóði, en ljóð og kvæði voru þér hugleikin og þið pabbi sömduð ógrynni ljóða og lausavísna og senduð hvort öðru oft vísur og kvæði. Ég bið góðan guð að blessa þig, elsku mamma, og varð- veita á þeim stað þar sem þú ert núna. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim er vini syrgir. Í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund sem þú þeim hafðir hjá í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Og tárin sem þá væta vanga þinn er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin ljúfum draumum í svo ljúft að kuldagust þú finnur eigi, og fyrr en veist þá röðull rís á ný og roðinn lýsir fyrir nýjum degi. (Hannes Hafstein.) Við sjáumst. Þinn sonur, Aðalsteinn. Meira: mbl.is/minningar Elsku mamma, það er gott fyrir lít- inn stubb að smeygja litlum lófa í hlýja hönd þína, sem leiðir mann og fyllir öryggi. Það er gott að mega skríða í öruggt skjól hjá þér þegar manni finnst myrkrið of hættulegt til að geta sofn- að í því einn. Það er gott að koma heim úr skól- anum á köldum eftirmiðdegi og finna kleinulyktina niðri í gangi. Setjast svo og fá heitar kleinur og kalda mjólk, og kannski fá að snúa nokkr- um kleinum með þér áður en þær lenda í pottinum. Það er gott að auka spor við leti þína. Það er gott að sjá ykkur pabba sýna hvort öðru kærleik og hlýju. Það er gott að vera kynntur sem örverpið þitt og heyra stoltið í rödd- inni þinni. Það er gott að vera fyrirgefið þeg- ar maður hefur hagað sér eins og kjáni. Það er gott að geta leitað ráða þeg- ar maður er á krossgötum, fá hjálp til að taka sjálfur réttar ákvarðanir. Það er gott að lesa fallegu ljóðin þín þegar maður hefur náð áfanga, finna innihald ljóðanna lyfta undir vængi, takast svo á við framtíðina með boðskapinn í hjarta. Það er gott að fá í veganesti að í okkur öllum býr jákvæður máttur sem leiðir okkur til góðra verka. Það er gott að sjá að það er ekkert sem þarf að óttast. Það er gott að hafa átt þig fyrir mömmu. Fyrir allt. Þinn Unnsteinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Nú er stundaglasið hennar ömmu minnar tæmt, hún hefur fengið líkn og frið frá lífsins þrautum þessa heims og eftir stend ég með ljúfsárar minningar í hjarta mínu um góða ömmu sem gaf mér svo mikið. Amma mín var glæsileg kona, allt- af svo fín og flott, var með gott hjartalag, alltaf síbrosandi og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom enda báru ættarmótin þess vitni, því orkuboltinn hún amma mín söng og dansaði langt fram á nótt og naut þess að hafa fólkið sitt í kringum sig, hún dró mig á öll ættarmót og var stolt að fá Helgu sína til að hitta ætt- ingjana eins og hún orðaði það. Amma var tengiliður þess að við feðginin næðum saman. Faðir minn hafði búið í Ástralíu til margra ára, en er hann flutti til Íslands fórum við að hafa samband og er það gott í dag enda sagði hún alltaf að við næðum saman. Hún var mikil hannyrðakona og naut þess að vera alltaf með eitthvað í höndunum hvar sem hún kom. Fönd- ur var líka ánægjuefni hjá henni enda naut sköpurnargleðin sín þar. Amma var alltaf tilbúin að hjálpa ef einhver þurfti þess með, enda sást það alveg er hún bauð mér faðm sinn þegar ég átti í vandræðum nokkru eftir fráfall móður minnar. Þá var ég mjög ung að árum. Ég flutti til henn- ar á Patró og naut hennar velvildar um tíma sem seint verður fullþakkað. Við vorum í miklu símasambandi eftir að ég fór og töluðum saman yfirleitt einu sinni í viku. Ég var heppin að hafa fengið að njóta þinna krafta, leiðsagnar og nærveru. Elsku amma mín, þú ert gengin götuna heim til föðurhúsa þar sem faðirinn breiðir út faðm sinn og um- vefur þig elsku sinni og kærleika og veitir þér hvíld eftir erilsaman dag. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Valdís og fjölskylda. Það eru um 20 ár síðan við Ninna hittumst fyrst þegar börnin okkar fóru að draga sig saman. Ég fann þá strax að þarna var traust og góð kona og ég var afar ánægð með tengda- fjölskyldu Önnu minnar. Síðan þá höfum við eignast þrjú sameiginleg barnabörn sem við höfum getað talað um og montað okkur af. Stuttu áður en Júlíus maður Ninnu lést fórum við Skarphéðinn í heimsókn til þeirra á Patreksfjörð. Það var ógleymanleg ferð, yndislegt veður og móttökurnar eftir því. Þegar við renndum í hlað um kvöldmatarleytið beið okkar dekkað borð og maturinn var það sem Unnsteinn tengdasonur hafði svo oft talað um „steiktur steinbítur með brúnni sósu,“ sannarlega mikið hnossgæti. Síðan var tekið til við að skipuleggja ferð morgundagsins. Skarphéðinn keyrði, Júlíus farar- stjórinn og við Ninna í aftursætinu með nestið. Það var farið út á Látra- bjarg, í Breiðavík, Sauðlauksdalinn og margt fleira, alls staðar voru sög- ur og minningar rifjaðar upp. Þetta var okkur svo mikils virði að vera að fara í fyrsta skipti þarna um og fá svona góða leiðsögn. Ninnu var margt til lista lagt, hún var svo lagin í höndunum, saumaði, málaði og gerði marga fallega muni, hún sat aldrei auðum höndum, var alltaf með eitt- hvað í smíðum. Ninna var búin að vera veik um all- langan tíma, fyrst á sjúkrahúsi í Reykjavík, síðan á Húsavík þar sem þrír synir hennar búa, þar var mjög vel hugsað um hana og hún umvafin hlýju. Við hittumst síðast núna fyrir um 2 vikum og kvöddumst þá með þá ósk og von um endurfundi í sumar á Patró, en það verður að bíða. Ég veit að Júlíus hefur tekið vel á móti Ninnu sinni og leiðir hana núna um, kankvís og brosandi. Öllum þeim sem nú syrgja Ninnu sendum við Skarphéðinn okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að vera með ykkur. Sigrún Kristófersdóttir. Jónína mágkona mín eða Ninna eins og hún var ætíð kölluð var elst sjö systkina sem öll fæddust í Kolls- vík í Rauðasandshreppi á fyrri hluta síðustu aldar. Ninna var vel gefin kona, fróð um marga hluti og hafði frá mörgu að segja, meðal annars frá uppvaxtarárum sínum í Kollsvík. Þar þekkti hún öll kennileiti sem oft voru rifjuð upp þegar farið var þangað. Hún var líka stolt af því að vera elst og var alltaf tilbúin að fræða unga fólkið í fjölskyldunni um fyrri tíma svo það þekkti betur uppruna sinn. Þegar ég kem inn í fjölskylduna fyrir næstum fjörutíu árum þá er Ninna ráðsett frú með Júlla sínum á Patreksfirði. Ein af fyrstu minning- um mínum um Ninnu er þegar hún hrærir vandlega og af miklu öryggi sardínusmjör sem nota átti í brauð- tertu. Sardínusmjörið var tvenns konar: smjör og sardínur í olíu og smjör og sardínur í tómatlegi. Hún smurði brauðlengjurnar fagmann- lega og skreytti síðan listilega með eggjum, heilum sardínum og fleiru. Ég held að á þessum tíma hafi vart verið haldin veisla á Patró án þess að Ninna útbyggi sínar frægu brauð- tertur. Í seinni tíð þegar ég kom í heimsókn til hennar á Túngötuna og hún var búin að töfra fram veisluborð spurði ég gjarnan hvort ekki væri sardínusmjör í brauðinu. Þá hló hún og sagðist eiginlega vera hætt því. Alltaf höfðum við jafngaman af að rifja það upp þegar ég borgarbarnið kom vestur á Patró og horfði aðdáun- araugum á mágkonu mína útbúa sardínusmjörið í brauðterturnar. Ninna var góður kokkur, mjög list- ræn og allt lék í höndunum á henni. Eftir hana liggja margir fallegir hlut- ir, málverk, dúkar, töskur, dúkkur og margt fleira. Hún málaði líka nokk- urs konar ættarfána sem ætíð er sett- ur upp þegar systkinin úr Kollsvík og fjölskyldur þeirra hittast annað hvert ár til að treysta fjölskyldu- og vin- áttubönd. Þessi mót eru ómetanleg því þar er mikið og hátt talað, sungið og hlegið og alltaf fá einhverjir að sýna leikræna hæfileika sína. Í júlí á þessu ári verður 16. systkinamótið haldið. Ninna sá samviskusamlega um að sauma í fánann númer hvað hvert systkinamót er. Nú verður ein- hver annar að taka það að sér. Eftir lát tengdaforeldra minna fækkaði ferðunum á Patró, en fyrir nokkrum árum keyptum við Björgvin ásamt Eyju og Sigga æskuheimili systkin- anna á Urðargötunni. Þá fjölgaði ferðunum aftur með tilheyrandi kaffi- eða tedrykkju hjá systkinunum fjórum sem þar bjuggu eða á Urð- argötunni. Nú eru þær bara tvær eft- ir Lilja og Stína. Ninna kom ætíð til okkar, stóð í forstofunni og kallaði hvort einhver væri heima. Þegar við birtumst faðmaði hún okkur og bauð okkur velkomin á Patró. Gleðin og innilegheitin leyndu sér ekki. Ninnu er sárt saknað og söknuðurinn verður enn meiri þegar við förum næst í notalega húsið okkar á Urðargötunni því engin Ninna kemur og faðmar okkur. Ég á þess því miður ekki kost að fylgja mágkonu minni síðasta spöl- inn. Ég þakka henni samfylgdina í tæp fjörutíu ár og bið góðan Guð um að geyma hana og blessa minningu hennar. Esther Guðmundsdóttir. Nú er elskuleg móðursystir mín, Ninna, látin. Alltaf kemur andláts- fregn á óvart og eins var það nú. Við Ninna frænka áttum eftir að gera svo margt, finnst mér, hún var þvílíkur brunnur þekkingar sem mig hefur langað að sækja meira í en ég gerði. Ninna var alltaf tilbúin að taka á móti mér sem og öðru fólki. Hjá henni var kynslóðabil ekki til, hún kom bara til dyranna eins og hún var klædd og tók á móti fólki eins og það var. Ég á margar fallegar minningar um Ninnu frænku sem ég mun geyma og mér finnst ég lánsöm að hafa fengið að vera samferða mann- eskju eins og Ninnu. Hún var lífsglöð manneskja og hafði áhuga á mörgu. Mótlæti lét hún ekki buga sig, sem dæmi um það er ekki langt síðan við Ninna vorum að rifja það upp og hún sagði mér frá því þegar hún var í Kennaraháskólanum, en hún kenndi handavinnu til margra ára í Patreks- skóla og lauk prófi sem handavinnu- kennari 1992 sama árið og hún varð 67 ára. Hún sagði mér frá því að hún hefði viljað fara á ákveðið námskeið í KHÍ en ekki fengið leyfi til þess þar sem hún var ekki kennaramenntuð, heldur einungis leiðbeinandi. Hún lét nú ekki fara svona með sig og skellti sér í skólann og tók hann með trompi eins og flest annað. Enda kölluðu systkini hennar hana trompásinn. Þó að það hafi verið 36 ár á milli okkar áttum við margt sameiginlegt. Við Ninna deildum sama áhugamáli sem er ýmiskonar hannyrðir og handverk. En Ninna trompaði alla þar eins og annars staðar og var mikil listakona hvort sem hún var að Jónína Helga Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.