Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR | KIRKJUSTARF AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Skírnir Garðarsson messar. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson, kór Akureyr- arkirkju syngur, organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu. Súpa og brauð á vægu verði eftir guðsþjónustuna. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Guðmundur Haf- steinsson leikur á trompet, Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur við undirleik Krist- jáns Björns Snorrasonar. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli kl. 11. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Ges- taumsjónarmenn Halla Jónsdóttir og Gunnar Finnbogason. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragn- arsson. Kaffisopi í boði sóknarnefndar eftir messu. Sóknarprestur Áskirkju þjón- ar við guðsþjónustu á Helgafelli á Hrafn- istu kl. 10.30, organisti Magnús Ragn- arsson. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Pre- dikunarefni skírnin og fermingin. Foreldrar hvattir til að koma ásamt fermingarbörn- unum. Barnastarf á sama tíma. Prestur sr. Bára Friðriksdóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guðmundsdóttir og kór Ástjarnarkirkju styður sönginn. Kaffi og ávextir á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Leiðtogar sunnu- dagaskólans, þau Bolli Már, Matthildur, Snædís og Sunna Dóra, stjórna fræðandi starfi. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. BORGARPRESTAKALL | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.30. Messa kl. 14. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breiðholts- kirkju syngur, organisti Julian Isaacs. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Nínu Bjargar, Lindu Rósar og Jóhanns Ax- els. Kaffisopi eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Biskup Íslands ávarpar börnin. Guðsþjón- usta kl. 14. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt pró- fasti, sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni, og sóknarpresti. Eftir messuna er öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í safn- aðarheimilinu. Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digra- neskirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Léttar veitingar að guðsþjónustu lokinni. www digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Þorvald- ur Víðisson prédikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu. EGILSSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn leiðir sönginn undir stjórn Torvalds Gjerde og Sigríðar Lauf- eyjar Sigurjónsdóttur. Börn sem verða fimm ára á árinu verða heiðursgestir. 4. feb. kyrrðarstund kl. 18. EYRARBAKKAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. FELLA- OG Hólakirkja | Guðsþjónusta og altarisganga kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur, félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safn- aðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein- arsdóttur kantors kirkjunnar. Sunnudaga- skóli á sama tíma í umsjá Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Meðhjálpari Kristín Ing- ólfsd. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Frí- kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir pré- dikar. Lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að henni lokinni verður kaffi og samfélag. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Æskulýðsguðs- þjónusta fyrir alla fjölskylduna kl. 14. Ása Björk þjónar og leiðir stundina ásamt Nöndu Maríu. Móeiður guðfræðinemi verður við flygilinn og leiðir tónlistina. Æskulýðsfélagar taka þátt og flytja hug- leiðingu sem samin var í „Sleep-over“ um efnið: „Náunginn og ég.“ FÆREYSKA sjómannaheimilið | Færeysk kvöldvaka 2. febrúar kl. 20. Sjóm- anstrúboði Torleif Johannesen verður með ræðu. Samkoma sunnudag kl. 17. Torleif Johannesen prédikar. Kaffi og spjall á eftir bæði kvöldin. Árvakur/Sverrir Grafarvogskirkja. ORÐ DAGSINS: Skírn Krists. (Matt. 3) Messa í Grafarvogskirkja Messa kl. 11. Prestar eru sr. Vig- fús Þór Árnason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogs- kirkju syngur, organisti er Að- alheiður Þorsteinsdóttir, á fiðlu leikur Hjörleifur Valsson og á kontrabassa Birgir Bragason. Í messunni er fermingarbörnum boðið að ganga til altaris í fylgd með foreldrum sínum. Að lokinni messu er fundur með foreldrum og fermingarbörnum í Folda- og Hamraskóla þar sem fjallað er um fermingardaginn og atriði er lúta að fermingunni. Sunnudagaskóli er á sama tíma kl. 11 í Grafarvogs- kirkju og í Borgarholtsskóla. Aðalfundur Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður mánudaginn 4. febrúar kl. 20, í safnaðarsal kirkjunnar. Þar kennir Ingólfur H. Ingólfsson hjá SPARA.is sparsemi. Hann ræðir um tilgang, uppbygg- ingu og tegundir sparnaðar, hrað- ari eignamyndun í húsnæði, út- skýrir vexti og verðbætur. Kaffiveitingar „bollukaffi“. Alla virka daga föstunnar kl. 18 lesa ráðherrar og alþingismenn passíusálma séra Hallgríms í Graf- arvogskirkju. Geir H. Haarde for- sætisráðherra les fyrsta pass- íusálminn á öskudaginn. Alls er þetta í 31 skipti. Síðasti lesturinn verður miðvikudaginn 19. mars nk. Orgelandagt og messa í Hallgrímskirkju Á kyndilmessu, 2. febrúar, verður orgelandagt kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið og sr. Birgir Ásgeirsson annast ritning- arlestur. Leikin verða verk eftir J.S. Bach og Ch. Widor. Fræðslu- morgunn er á undan messunni á sunnudag kl. 10. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir stjórnmálafræð- ingur og lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, talar um bjart- sýni og von andspænis erfiðleikum undir yfirskriftinni Mót hækkandi sól en árið 2005 kom út samnefnd bók eftir dr. Árelíu. Aðgangur er ókeypis á þessa viðburði. Í mess- unni kl. 11 prédikar sr. Birgir Ás- geirsson og þjónar ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur og hópi messuþjóna. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson og kórsöng annast fé- lagar úr Mótettukórnum. Barna- starfið er á sama tíma í umsjón Magneu Sverrisdóttur djákna. Æskulýðsguðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík Æskulýðsguðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna verður kl. 14. Með- limir Æskulýðsfélagsins flytja hug- leiðingu um efnið „Náunginn og ég“. Eftir að hafa gist í kirkjunni aðfaranótt sunnudagsins, þar sem allt efni guðsþjónustunnar verður undirbúið, s.s. lestrar, bænir, hug- leiðing og tónlistaratriði m.a. prests og unglings, fá kirkjugestir að njóta þess mannauðs sem er til staðar í hópnum. Aðrir unglingar og foreldrar sérstaklega hvattir til að mæta með börnum sínum. Mó- eiður Júníusdóttir verður við flyg- ilinn og leiðir tónlistina. Léttmessa og listsýn- ing í Árbæjarkirkju Fyrsta Léttmessa ársins í kirkjunni verður kl. 20. Gospelkór Árbæj- arkirkju ásamt hljómsveit flytur lög undir stjórn Þóru Gísladóttur. Þá mun Kristín Björnsdóttir kenn- ari og doktorsnemi í fötlunar- fræðum flytja hugvekju. Listanefnd Árbæjarkirkju stend- ur fyrir opnun nýrrar listsýningar í kirkjunni 3. febrúar að lokinni guðsþjónustu. Myndlistarmaðurinn og textílhönnuðurinn Guðrún Gunnarsdóttir mun sýna verk sín í fordyri kirkjunnar. Verkin sem sýnd verða heita Heilög þrenning I. II. III. og Lífsvatnið. Þau eru annars vegar unnin út frá hinni heilögu þrenningu með skírskotun til þyrnikórónunnar og hins vegar verk sem tengist vatni sem er und- irstaða lífsins. Vatnið tengist skírninni og um leið Elliðaánum sem renna í nálægð kirkjunnar. Þess má geta að verkin eru unnin sérstaklega fyrir veggrými Árbæj- arkirkju. Við opnun sýningarinnar gefst tækifæri til að hitta listakon- una og fræðast um verkin. Sýn- ingin mun standa fram í september nk. Biskupinn vísiterar í Bústaðakirkju Nú í vikunni hefur biskupinn yfir Íslandi herra Karl Sigurbjörnsson vísiterað Bústaðasöfnuð. Hann tek- ur þátt í kirkjustarfinu þessa viku og fundar með sóknarnefnd, starfsfólki og sóknarpresti. Þá hef- ur hann heimsótt stofnanir í hverf- inu og félagsmiðstöðina við Hæð- argarð. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup tekur þátt í barnastarfi kirkjunnar kl. 11 og ávarpar börn- in. Í hádeginu verður fundur með starfsfólki og sóknarnefnd. Vísi- tasíunni lýkur síðan með guðsþjón- ustu kl. 14 þar sem biskup mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt prófasti sr. Jóni Dalbú Hróbjarts- syni og sóknarpresti. Eftir mess- una er öllum kirkjugestum boðið í kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Trúfræðsla Laug- arneskirkju Trúarfræðslutímar eru á þriðju- dagskvöldum yfir vetrarmánuðina kl. 20.30. Í næsta trúfræðslutíma mun sr. Bjarni Karlsson sókn- arprestur fjalla um Jesús Krist sem krefst skilyrðislausrar holl- ustu af fylgjendum sínum. Einnig verður fjallað um íslenskt sam- félag. Á undan trúfræðslutímum, kl. 20, er kvöldsöngur í kirkjunni þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Samverur eldri borgara eru haldnar hálfsmánaðarlega í safn- aðarheimili Laugarneskirkju kl. 14. Fimmtudaginn 7. febrúar munu eldri Laugarnesbúar og Álftnes- ingar þekkjast boð Gerðuberg- skórsins að vera með í Vetr- arhátíðardagskrá í Hólabrekkuskóla, þar sem boðið verður upp á kórsöng og danssýn- ingar, kaffiveitingar o.fl. Farið verður kl. 14 og er heimkoma áætluð kl.16. Kostnaður verður 1.000 kr. og er fólk hvatt til að mæta. Morgunblaðið/Einar Falur Eyrarbakkakirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.