Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 23
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sýning Jón Pétur Úlfljótsson danskennari tók virkan þátt í danssýningunni með nemendum sínum.
Árnessýsla | Tvær konur fengu
viðurkenninguna „Uppsveitabrosið
2007“, þær Steingerður Hreins-
dóttir og Sædís Íva Elíasdóttir,
ráðgjafar hjá Atvinnuþróun-
arfélagi Suðurlands. Upp-
sveitabrosið fá þær meðal annars
fyrir framúrskarandi samvinnu.
Uppsveitabrosið er viðurkenn-
ing sem ferðamálafulltrúi upp-
sveita Árnessýslu veitir árlega ein-
staklingi eða fyrirtæki. Hún
táknar þakklæti frá uppsveitum
Árnessýslu til þeirra sem hafa lagt
ferðaþjónustunni á svæðinu lið á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt
og stuðlað að samvinnu. Mark-
miðið er að senda út jákvæð skila-
boð og vekja athygli á því sem vel
er gert, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá ferðamála-
fulltrúanum.
Kraftur í konum
„Brosið“ er óáþreifanlegt, en því
fylgir ávallt hlutur sem hand-
verks- eða listamaður í uppsveit-
unum býr til hverju sinni. Í ár var
það Gréta Gísladóttir, myndlist-
arkona í Reykholti, fengin til að
gera viðurkenninguna. Hún málaði
myndir af sunnlenskum fjöllum,
Jarlhettunum og Heklu, sem tákn
um kraftinn sem býr í þessum at-
hafnakonum.
Þetta er í fjórða sinn sem við-
urkenningin er veitt, en hug-
myndin að henni kviknaði í stefnu-
mótunarvinnu í ferðamálum fyrir
svæðið.
Fengu „Uppsveitabrosið“ fyrir samvinnu
Bros Ásborg Arnþórsdóttir afhenti „Uppsveitabrosið 2007“ og stendur hér
á milli þeirra Sædísar Ívu Elíasdóttur og Steingerðar Hreinsdóttur.
Grímsnes | Nokkrir brottfluttir
Grímsnesingar komu nýlega saman
til að ræða um það á hvern hátt þeir
gætu lagt sveitungunum lið við að
rækta menningararf liðinna tíma,
kynna hann nýrri kynslóð og eigend-
um húsa í frístundabyggðum sveit-
arinnar sem og ferðamönnum.
Ákveðið var að stofna félagið
„Hollvinir Grímsness“ til að styðja
menningarstarf í sveitarfélaginu
með sérstakri áherslu á uppbygg-
ingu aðstöðu fyrir menningartengda
þjónustu að Borg.
Félagið er opið öllum íbúum sveit-
arfélagsins fyrr og síðar. Stofnfélag-
ar teljast þeir sem ganga í félagið
fyrir 1. júní nk. Er það von aðstand-
enda félagsins að tilgangur og verk-
efni þess mælist vel fyrir hjá sveit-
ungunum er leiði til þess að sem
flestir einstaklingar, félagasamtök
og fyrirtæki gangi í félagið. Árang-
urinn muni þá ekki láta á sér standa,
því með samstilltu og kraftmiklu
starfi fjöldans, muni starfsemi geta
orðið öðrum til fyrirmyndar.
Í tilkynningu um stofnun félagsins
koma meðal annars fram áhyggjur
um áhrif þeirrar röskunar sem orðið
hefur á búsetu í sveitum og breyt-
ingum á atvinnuháttum og ásýnd
sveitanna, meðal annars vegna
byggingar frístundahúsa.
Stofna félag holl-
vina Grímsness
Þorlákshöfn | Jóhanna Margrét
Hjartardóttir hefur verið ráðin
verkefnastjóri fyrir ellefta ung-
lingalandsmót Ungmennafélags Ís-
lands sem fram fer í Þorlákshöfn
um verslunnarmannahelgina. Jó-
hanna er búsett í Þorlákshöfn og
þekkir vel innviði ungmennafélags-
hreyfingarinnar þar sem hún hefur
starfað í mörg ár.
Jóhanna Margrét hefur mikið
unnið með börnum og unglingum í
tengslum við vinnu sína sem kenn-
ari, þjálfari og sem þátttakandi í
stjórnunarstarfi íþróttadeilda, að
því er fram kemur á vef UMFÍ. Þá
hefur hún gegnt trúnaðarstörfum
fyrir Sveitarfélagið Ölfus.
Ráðin verkefnis-
stjóri unglinga-
landsmóts
HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
Das Auto.
FÁANLEGUR
MEÐ TDI®
DÍSELVÉLINNI
EINSTAKUR
4X4 DRIF-
BÚNAÐUR
Passar Variant 4MOTION® kostar aðeins frá
3.475.000 kr.
Eða 39.900 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til
84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,19%.
Passat Variant sameinar kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun
DÚXAÐI Á
EURO NCAP
PRÓFINU
5 SINNUM
GULLNA
STÝRIÐ
SVEIGJAN-
LEGIR
SÖLUMENN
KOLEFNIS-
JAFNAÐUR
Í EITT ÁR
EYÐIR
AÐEINS FRÁ
6,7 l/100 KM
Í fjórhjóladrifinni útfærslu færir Passat Variant þér kraftinn sem gerir allan akstur skemmtilegri og
gerir gæfumuninn í erfiðri færð. Innra rýmið í Passat er í algjörum sérflokki, vel búið farþegarýmið
setur ný viðmið fyrir þig og þína. Komdu og láttu lúxusinn drífa þig áfram.
Fjarlægðarsk
ynjarar að fr
aman og afta
n, 16"
álfelgur, hiti í
sætum, dökk
ar afturrúður
, króm-
bogar á þaki
, leður á stýri
og gírstanga
rhnúð.
Aukahlutapa
kki fylgir