Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 23 Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sýning Jón Pétur Úlfljótsson danskennari tók virkan þátt í danssýningunni með nemendum sínum. Árnessýsla | Tvær konur fengu viðurkenninguna „Uppsveitabrosið 2007“, þær Steingerður Hreins- dóttir og Sædís Íva Elíasdóttir, ráðgjafar hjá Atvinnuþróun- arfélagi Suðurlands. Upp- sveitabrosið fá þær meðal annars fyrir framúrskarandi samvinnu. Uppsveitabrosið er viðurkenn- ing sem ferðamálafulltrúi upp- sveita Árnessýslu veitir árlega ein- staklingi eða fyrirtæki. Hún táknar þakklæti frá uppsveitum Árnessýslu til þeirra sem hafa lagt ferðaþjónustunni á svæðinu lið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu. Mark- miðið er að senda út jákvæð skila- boð og vekja athygli á því sem vel er gert, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ferðamála- fulltrúanum. Kraftur í konum „Brosið“ er óáþreifanlegt, en því fylgir ávallt hlutur sem hand- verks- eða listamaður í uppsveit- unum býr til hverju sinni. Í ár var það Gréta Gísladóttir, myndlist- arkona í Reykholti, fengin til að gera viðurkenninguna. Hún málaði myndir af sunnlenskum fjöllum, Jarlhettunum og Heklu, sem tákn um kraftinn sem býr í þessum at- hafnakonum. Þetta er í fjórða sinn sem við- urkenningin er veitt, en hug- myndin að henni kviknaði í stefnu- mótunarvinnu í ferðamálum fyrir svæðið. Fengu „Uppsveitabrosið“ fyrir samvinnu Bros Ásborg Arnþórsdóttir afhenti „Uppsveitabrosið 2007“ og stendur hér á milli þeirra Sædísar Ívu Elíasdóttur og Steingerðar Hreinsdóttur. Grímsnes | Nokkrir brottfluttir Grímsnesingar komu nýlega saman til að ræða um það á hvern hátt þeir gætu lagt sveitungunum lið við að rækta menningararf liðinna tíma, kynna hann nýrri kynslóð og eigend- um húsa í frístundabyggðum sveit- arinnar sem og ferðamönnum. Ákveðið var að stofna félagið „Hollvinir Grímsness“ til að styðja menningarstarf í sveitarfélaginu með sérstakri áherslu á uppbygg- ingu aðstöðu fyrir menningartengda þjónustu að Borg. Félagið er opið öllum íbúum sveit- arfélagsins fyrr og síðar. Stofnfélag- ar teljast þeir sem ganga í félagið fyrir 1. júní nk. Er það von aðstand- enda félagsins að tilgangur og verk- efni þess mælist vel fyrir hjá sveit- ungunum er leiði til þess að sem flestir einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki gangi í félagið. Árang- urinn muni þá ekki láta á sér standa, því með samstilltu og kraftmiklu starfi fjöldans, muni starfsemi geta orðið öðrum til fyrirmyndar. Í tilkynningu um stofnun félagsins koma meðal annars fram áhyggjur um áhrif þeirrar röskunar sem orðið hefur á búsetu í sveitum og breyt- ingum á atvinnuháttum og ásýnd sveitanna, meðal annars vegna byggingar frístundahúsa. Stofna félag holl- vina Grímsness Þorlákshöfn | Jóhanna Margrét Hjartardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fyrir ellefta ung- lingalandsmót Ungmennafélags Ís- lands sem fram fer í Þorlákshöfn um verslunnarmannahelgina. Jó- hanna er búsett í Þorlákshöfn og þekkir vel innviði ungmennafélags- hreyfingarinnar þar sem hún hefur starfað í mörg ár. Jóhanna Margrét hefur mikið unnið með börnum og unglingum í tengslum við vinnu sína sem kenn- ari, þjálfari og sem þátttakandi í stjórnunarstarfi íþróttadeilda, að því er fram kemur á vef UMFÍ. Þá hefur hún gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Ráðin verkefnis- stjóri unglinga- landsmóts HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto. FÁANLEGUR MEÐ TDI® DÍSELVÉLINNI EINSTAKUR 4X4 DRIF- BÚNAÐUR Passar Variant 4MOTION® kostar aðeins frá 3.475.000 kr. Eða 39.900 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,19%. Passat Variant sameinar kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU 5 SINNUM GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 6,7 l/100 KM Í fjórhjóladrifinni útfærslu færir Passat Variant þér kraftinn sem gerir allan akstur skemmtilegri og gerir gæfumuninn í erfiðri færð. Innra rýmið í Passat er í algjörum sérflokki, vel búið farþegarýmið setur ný viðmið fyrir þig og þína. Komdu og láttu lúxusinn drífa þig áfram. Fjarlægðarsk ynjarar að fr aman og afta n, 16" álfelgur, hiti í sætum, dökk ar afturrúður , króm- bogar á þaki , leður á stýri og gírstanga rhnúð. Aukahlutapa kki fylgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.