Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
GÓÐTEMPLARAREGLAN á Akur-
eyri afhenti Sjúkrahúsinu á Akureyri
(FSA) í gær 50 milljónir króna að gjöf
til stofnunar á sérstökum sjóði sem
varið verður til kaupa á tækjum og
búnaði til greiningar og meðferðar
hjartasjúkdóma á stofnuninni. Að
sögn forsvarsmanna FSA er hér um
að ræða einhverja alstærstu gjöf sem
FSA hefur fengið frá upphafi.
Fulltrúar Góðtemplarareglunnar á
Akureyri afhentu gjöfina; Árni Valur
Viggósson, formaður, Gunnar Lór-
enzson gjaldkeri og Guðmundur
Magnússon ritari. Það var Halldór
Jónsson, forstjóri Sjúkrahússins á
Akureyri, sem veitti gjöfinni viðtöku
fyrir hönd sjúkrahússins.
Forvarna- og mannúðarstarf
„Þessi gjöf hefur gríðarlega mikla
þýðingu fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri
og þá starfsemi sem hér fer fram, því
hún stóreykur möguleika okkar á að
greina, rannsaka og fást við hjarta-
sjúkdóma. Við erum Góðtemplara-
reglunni á Akureyri mjög þakklát fyr-
ir þessa höfðinglegu gjöf. Hún kemur
í góðar þarfir,“ segir Halldór Jónsson
í gær.
Jón Þór Sverrisson, forstöðulæknir
lyflækningadeilda, var himinlifandi
með gjöfina og sagði fjárupphæðina
duga stofnuninni í nokkur ár til
tækjakaupa vegna hjartasjúkdóma.
Jón Þór sagði fé til tækjakaupa oft af
skornum skammti og því væri það
stofnun eins og FSA geysilega mik-
ilvægt að eiga slíkan sjóð.
Halldór Jónsson sagði gjöf Góð-
templarareglunnar á Akureyri ein-
staka og kvaðst í gær vonast til þess
að þetta glæsileg framtak reglunnar
yrði öðrum hvatning „Til að segja full-
um fetum að þetta sé stærsta gjöfin
frá upphafi þyrfti að framreikna verð-
mæti stórra gjafa frá fyrri árum og
áratugum. Þó það hafi ekki verið gert,
get ég hiklaust fullyrt að þetta er ein-
hver alstærsta einstaka gjöf sem
sjúkrahúsinu hefur borist frá upp-
hafi,“ segir Halldór.
Stúkustarf á Akureyri var með
miklum blóma á annað hundrað ár og
var það undirstaða forvarna- og
mannúðarstarfs sem og menningar-
og listastarfsemi í bæjarfélaginu um
langt árabil.
Til að standa straum af umfangs-
miklu starfi sínu stofnuðu stúkurnar
til ýmiss konar fyrirtækjareksturs og
byggðu stórhýsi undir starfsemina.
Þau setja enn þann dag í dag sterkan
svip á bæjarmyndina og má þar nefna
Samkomuhúsið, Skjaldborg og Borg-
arbíó. Þá áttu og ráku stúkurnar einn-
ig Hótel Varðborg um langt skeið.
„En allt hefur sinn tíma og nýjar
leiðir og áherslur ráða nú ferðinni á
því sviði sem Góðtemplarareglan
starfaði. Fyrirtæki hennar og hús
hafa nú verið seld og hluti andvirðis
þeirra verið notaður til að gera upp
Friðbjarnarhús í Aðalstræti 46. Þar
hafa stúkurnar komið upp safni yfir
hið merkilega starf sitt og er nú verið
að leggja lokahönd á enduruppbygg-
ingu þess. Þeir fjármunir, sem eftir
eru af tæplega 125 ára starfi Góð-
templarareglunnar á Akureyri, hafa
nú verið afhentir Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri,“ segir í frétt frá Góðtemplara-
reglunni.
„Starfið mun lifa áfram“
„Gjöf okkar til Sjúkrahússins á Ak-
ureyri fylgir sú einlæga ósk og von að
hún komi að sem bestum notum fyrir
fólkið sem þangað leitar, en margt af
því hefur efalaust tekið þátt í stúku-
starfi á sínum yngri árum,“ sagði Árni
Valur Viggósson, stjórnarformaður
Góðtemplarareglunnar á Akureyri í
gær.
Árni Valur segir að með gjöfinni
megi heita að hinu heilladrjúga starfi,
sem stúkurnar lögðu fram til farsæll-
ar lífsgöngu Akureyringa, sé lokið.
„Saga hins merka félags-, menningar-
og mannúðarstarfs, sem góðtemplar-
ar á Akureyri inntu af hendi, mun
hins vegar lifa áfram í þessari gjöf
sem og í safninu Friðbjarnarhúsi,“
segir Árni Valur.
Góðtemplarar gefa 50 milljónir
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
Höfðinglegt Fremst fyrir miðju standa fulltrúar Góðtemplarareglunnar á Akureyri; Gunnar Lórenzson, Árni Val-
ur Viggósson og Guðmundur Magnússon. Aðrir eru, f.v.: Jón Þór Sverrisson, forstöðulæknir Lyflækningadeilda,
Ólína Torfadóttir, framkv.stj. hjúkrunar, Þorvaldur Ingvarsson, frkv.stj. lækninga, Gunnar Þór Gunnarsson, yf-
irlæknir hjartalækninga, Halldór Jónsson, forstjóri FSA og Vignir Sveinsson, frkv.stj. fjármála- og reksturs.
Safn Enduruppbyggingu Friðbjarnarhúss er að ljúka. Þar var Góðtempl-
arareglan á Íslandi stofnuð og í húsinu verður safn um starfsemi hennar.
Dugar til tækja-
kaupa í nokkur ár
Í HNOTSKURN
»Góðtemplarareglan á Íslandivar stofnuð hinn 10. janúar
1884, á heimili Friðbjarnar
Steinssonar bóksala, Aðalstræti
46 á Akureyri. Þar verður nú
safn um starfsemina á Akureyri.
AUSTURLAND
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
VETUR konungur sýndi Austfirð-
ingum í tvo heimana í gærdag. Færð
var víða erfið og fjallvegir ófærir.
Vegfarendur í á fjórða tug bíla sátu
m.a. fastir á Fagradal, milli Fljóts-
dalshéraðs og Reyðarfjarðar um mið-
bik dagsins, í lausamjöll og 20 m/sek.
vindi. Snjóflóð féllu á vegi og ökutæki.
Björgunarsveitir af Fljótsdalshér-
aði, Reyðarfirði, Eskifirði og Fá-
skrúðsfirði aðstoðuðu ökumenn frá
því í gærmorgun og fram eftir degi
við að komast af Fagradal, en þar var
fjöldi bíla fastur í mislangan tíma.
Vegagerðin hafði lokað veginum um
morguninn, eftir að blindhríð brast á,
en einhverjir ökumannanna höfðu
virt það að vettugi og lagt á dalinn
eigi að síður. Björgunarsveitarmenn
sem Morgunblaðið hitti á Fagradal í
gær sögðu mikið bílakraðak hafa ver-
ið á dalnum, ökumenn greinilega ekk-
ert séð hvert þeir voru að fara og
sumir því ekið út af veginum. Aðrir
sátu fastir í sköflum. Um tíma voru
snjóruðningstæki Vegagerðarinnar
föst í þvögunni. Björgunarsveit-
armenn voru óhressir með að beita
þurfti suma vegfarendur fortölum til
að fá þá til að snúa við þrátt fyrir
snarvitlaust veður. Snjóbíll ferjaði
fólk og ruddi bílunum sem hægt var
að losa braut til byggða.
Færð var erfið á vegum um allt
Austurland fram eftir gærdeginum,
en um kl. þrjú slotaði og datt í dúna-
logn með þoku. Mátti þá víða sjá fólk
berjast við að moka sig út úr húsum
og bifreiðar sínar úr sköflum.
Vanbúnir torvelda mokstur
Vegagerðin beitir öllum tiltækum
ráðum til að halda vegum líkt og þeim
um Fagradal opnum, þrátt fyrir
slæmt veður. Skiptir það verulegu
máli þar sem umferð er drjúg milli
fjarða og Héraðs, m.a. er töluverður
hópur fólks af Héraði sem vinnur í ál-
veri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
„Vissulega er slæmt að vegurinn um
Fagradal skuli lokast. Við þurfum
bara jarðgöng,“ sagði Magnús Jó-
hannsson hjá Vegagerðinni á Egils-
stöðum í gær og segir ekki hafa verið
stórviðri í gær eins og þau geti orðið.
„Þetta lokast fyrst og fremst af því að
vanbúnir bílar eru á ferðinni. Það
kemur í veg fyrir að snjómokstursbíl-
arnir geti gengið. Þegar dimmir og
menn sjá ekki þurfa þeir að stoppa og
þá komast þeir ekki af stað aftur.“
Þetta er í annað skiptið í vetur sem
Vegagerðin lokar veginum vegna
ófærðar.
Töluvert hefur snjóað á Austur-
landi frá því sl. föstudag. Starfsmaður
við Kárahnjúkavirkjun, sem ætlaði
um 500 metra vegalengd milli húsa á
laugardag, varð t.d. að grafa sig í fönn
vegna veðurhams. Vinnufélagar
mannsins tóku að undrast um hann og
fundu hann eftir rúmar þrjár klukku-
stundir og var hann þá orðinn mjög
kaldur. Maðurinn dvelur nú á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem
gert er að slæmum kalsárum á hönd-
um.
Björgunarsveitir í stappi við ökumenn
Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir
Pikkfastur innanbæjar Það var víðar en á Fagradal sem snjóruðningstæki sátu föst því þessi ruðningsbíll Vega-
gerðarinnar sat klossfastur í snjóskafli á Egilsstöðum, við gatnamót Eiðavegar og Fagradals.
Til bjargar Jón Guðmundsson og Brynjólfur Gunnarsson í björgunarsveit-
inni Héraði sögðu bíla vera fasta þvers og kruss á veginum um Fagradal.
Fólk leggur á fjallvegi
þrátt fyrir að Vegagerð-
in hafi auglýst þá lok-
aða. Ökumenn vanbú-
inna bíla orsaka að
snjóruðningstæki kom-
ast ekki leiðar sinnar.
Snjóflóð féll í Mjósundum, á veg-
inn milli Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvarfjarðar, um hádegisbilið.
Var snjóflóðið um 60 m breitt og
lenti á 20 tonna vörubíl með snjó-
tönn og henti honum þversum á
veginn. Þykir mildi að flóðið hreif
hann ekki tugi metra ofan í stór-
grýtta fjöru neðan vegarins. Öku-
mann sakaði ekki en vörubíllinn
skemmdist nokkuð. Þá féll snjó-
flóð á svipuðum tíma úr Græna-
felli ofan þjóðvegarins í Reyð-
arfirði en það var minni háttar.
Snjóflóð á þessum stað eru frem-
ur tíð.
Flóð sneri vöru-
bíl í hálfhring