Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 41
"VEL SPUNNINN FARSI"
"...HIN BESTA SKEMMTUN."
HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR
„...EIN SKEMMTILEGASTA
GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ
Í LANGAN TÍMA...“
„...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI
- FRÁBÆR SKEMMTUN!“
HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2
SÝND Í KRINGLUNNI
EITTHVAÐ SKELFILEGT
ER Á SVEIMI!
TOM HANKS, JULIA ROBERTS OG PHILIP SEYMOR HOFFMAN FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI GAMANSÖMU MYND SEM BYGGÐ ER Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM.
TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
- S.V, MBL
DÓRI DNA, DV
- V.I.J., 24 STUNDIR
STÆRSTA
JANÚAROPNUN
SÖGUNNAR
Í BANDARÍKJUNUM!
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI
7TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNABESTAMYND - BESTILEIKARI ÍAÐALHLUTVERKI
SÝND Í KRINGLUNNI
- S.V.
FRÉTTABLAÐIÐ
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Nú mætast þau aftur! ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!
SÝND Á SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI
BRÚÐGUMINN kl. 8 B.i. 7 ára
ALIENS VS. PRETADOR kl. 10:10 B.i. 16 ára
BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 8 B.i. 16 ára
RUN FATBOY RUN kl. 10:10 LEYFÐ
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
SWEENEY TODD kl. 8 - 10:20 B.i.16 ára
DEATH AT A FUNERAL kl. 8 B.i.7 ára
CHARLIE WILSON'S WAR kl.10 B.i.12 ára
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
UNTRACEABLE kl. 8 - 10:10 B.i.16 ára
BRÚÐGUMINN kl. 8 B.i. 7 ára
ALIENS VS. PRETADOR kl. 10:10 B.i.16 ára
„ Charlie Wilson’s War
er stórskemmtileg
og vönduð kvikmynd
- V.J.V., TOPP5.IS
„Myndin er meinfyndin“
„Philip Seymour Hoffman fer
á kostum í frábærri mynd“
- T.S.K. 24 STUNDIR
„Sérlega vel heppnað og
meinfyndið bandarískt
sjálfsháð...“
Ó.H.T., RÚV/Rás 2
02.02.2008
3 7 10 34 36
9 8 1 8 3
1 7 4 8 5
38
30.01.2008
15 21 32 39 46 47
364 38
Eftir Kristínu Bjarnadóttur
kb.lyng@gmail.com
ALÞJÓÐLEGU kvikmyndahátíðinni í Gauta-
borg er lokið. Á hátíðinni sem hófst 25. janúar
hafa alls verið sýndar 450 kvikmyndir frá 67
löndum á um 750 sýningum á þeim tíu dögum
sem hátíðin hefur staðið. Kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur Veðramót var eina íslenska
kvikmyndin sem almennum gestum bauðst að
sjá á hátíðinni í ár, nokkuð sem kann að þykja
athyglisvert í ljósi þess að talað er um að kvik-
myndasumarið sé gengið í garð á Íslandi. Hvað
kemur til? Þegar spurningin er lögð fyrir fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar, Marit Kapla, gefur
hún skýrt í skyn að það sé síður en svo verið að
loka dyrunum á íslenska kvikmyndagerð. „Við
viljum gjarna sýna íslenskar myndir. Málið er
að okkur býðst ekki alltaf að sýna þær myndir
sem við óskum eftir, þar erum við algerlega háð
því hvernig kvikmyndaframleiðendur forgangs-
raða.“
Einstakt tækifæri
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvik-
myndamiðstöðvar, sem sótti hátíðina að vanda,
útskýrir að það kunni að vera aðrar hátíðir sem
valdar séu framyfir, því A-hátíðir taka yfirleitt
ekki á móti myndum sem búið er að sýna utan
heimalandsins. En framleiðendur geta hins-
vegar valið að sýna á lokuðum sýningum innan
Gautaborgarhátíðarinnar, þ.e.a. á Norræna
kvikmyndamarkaðinum (Nordic Film Market),
kynningardeild innan hátíðarinnar. Í þeirri
deild eru bæði kynntar norrænar myndir sem
eru á almennum sýningum hátíðarinnar og aðr-
ar sem eru aðeins á sýningum lokuðum almenn-
ingi og fjölmiðlafólki. Þar mæta ýmsir alþóðleg-
ir aðilar úr kvikmyndaheiminum, ekki síst
fulltrúar annarra hátíða allt frá Argentínu og
Ástralíu til Kanada og Rússlands auk margra
Evrópulanda. Meðal þeirra var Maurizio Di Ri-
enzo fulltrúi kvikmyndahátíðarinnar Locarno í
Swiss, sem kvaðst vera hér í annað sinn, því
þetta væri í rauninni einstakt að ein fimm lönd
sameinuðust um markaðinn. Það væri frábært
að geta komið og kynnt sér myndir Norð-
urlanda á einum og sama staðum.
Líður að Sveitabrúðkaupi
Veðramót sem í allt var sýnd þrisvar sinnum
á hátíðinni, var um leið kynnt í markaðs-
deildinni norrænu, og var Guðný Halldórsdóttir
leikstjóri og handritshöfundur ásamt framleið-
anda, Halldóri Þorgeirssyni, á staðnum. En á
lokuðum sýningum voru Astrópía og heimild-
armyndin Syndir Feðranna kynntar, og fulltrú-
ar frá framleiðslufyrirtækinu Köggull og TC
film voru Bergsteinn Björgúlfsson og Hrönn
Kristinsdóttir. Alls voru því á ferðinni þrjár ís-
lenskar myndir af þeim sjö bíómyndum sem
frumsýndar voru árið 2007. Innan Norræna
markaðarins eru einnig kynnt verk í vinnslu og
var Valdís Óskarsdóttir mætt ásamt fylgdarliði,
að kynna myndina Sveitabrúðkaup, frumraun
sína sem leikstjóri. Sýnt var atriði úr myndinni
og Valdís sagði frá tilurð myndarinnar og vinnu-
aðferðum, meðal annars samvinnu sinni við leik-
hópinn Vesturport. Einnig voru fjórir framleið-
endur myndarinnar á staðnum, Guðrún Edda
Þórhannesdóttir, Hreinn Beck, Árni Filipp-
usson og Davíð Óskar Ólafsson, en myndin
verður frumsýnd 28. ágúst næstkomandi.
Þá eru ónefndar myndir styrktar af Norræna
kvikmyndasjóðnum þar sem Ísland leggur einn-
ig sitt af mörkum. Tvær slíkar heimildarmyndir
var að finna í sænsku deild hátíðarinnar: Det
svider i hjärtat eftir Oscar Hedin, sem frum-
sýnd var í Svíþjóð 19. október s.l., og Motstånd-
are till Längtan eða Andstæðingur dagdrauma,
sem var frumsýnd á hátíðinni og lýsir lífi og
starfi ljósmyndarans og lífslistakonunnar Mari-
anne Greenwood, eftir Titti Johnson og Helga
Felixson.
Að Gautaborg lokinni
Kristín Bjarnadóttir
Hópurinn Aðstandendur myndarinnar Sveitabrúðkaup, á Nordic Film Market: f.v. Guðrún Edda
Þórhannesdóttir, Hreinn Beck, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson og Valdís Óskarsdóttir.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SIR DAVID
Attenborough,
rithöfundur og
sjónvarpsmaður
heimsækir Ísland
í haust, og heldur
hér fyrirlestur.
Bókaútgáfan
Opna hefur geng-
ið frá útgáfusamn-
ingi við Attenbor-
ough um útgáfu á
bók hans Life in
cold blood sem
fjallar um salamöndrur, eðlur, skjald-
bökur, snáka, slöngur og fleiri frænd-
ur þeirra af köldu blóði, en heimsókn
hans verður í tengslum við útgáfu
bókarinnar á íslensku. „David Atten-
borough er sérstaklega stórt nafn á
Íslandi,“ segir Sigurður Svavarsson,
annar eigenda Opnu. „Þegar hann
kom hingað síðast, árið 2003, hélt
hann opinn fyrirlestur, eins og hann
mun gera í haust. Þá sprakk Salurinn
í Kópavogi, það var biðröð kringum
húsið og hundruð manna urðu frá að
hverfa. Fyrir okkur, þetta nýstofnaða
forlag, er þetta því mjög skemmti-
legt.“
Sigurður, sem skipulagði síðustu
heimsókn Attenboroughs hingað,
segir það mikla viðurkenningu á því
hvers hann meti Ísland, að hann komi
hingað 82 ára að aldri og haldi opinn
fyrirlestur. „En við þurfum að finna
stærra húsnæði. Það er alveg ljóst.“
Sigurður segir aðspurður, að
ákveðinn velvilja þurfi til að koma
samningi af þessu tagi um kring, og
heimsókn höfundarins. „Útgefandi
Attenboroughs er Michael Walter.
Hann er gamall félagi minn, fullorð-
inn maður, sem var lengi útgáfustjóri
hjá Collins fyrirtækinu. Hann hefur
síðustu árin rekið eigið útgáfufyr-
irtæki og var einn af þeim sem hvöttu
mig til að stofna mitt eigið forlag.
Hann fylgdi því eftir með því að beita
sér fyrir þessum samningi. Attenbor-
ough var líka mjög ánægður með síð-
ustu heimsókn sína hingað, en vill fá
að ráða ferðalögum sínum sem mest
sjálfur. Nóg þarf hann nú að ferðast.
Þetta er því mjög ánægjulegt,“ segir
Sigurður. David Attenborough var
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við
Háskóla Íslands í júní 2006.
Þörf á stærra húsnæði en síðast
Árvakur/Sverrir
Vinsæll Hundruð manna þurftu frá að hverfa þegar David Attenborough hélt fyrirlestur í síðustu heimsókn sinni
hingað til lands. Röðin sem myndaðist við Salinn í Kópavogi náði næstum kringum húsið.
David Attenborough kemur til landsins í tengslum við útgáfu nýjustu bókar sinnar
á íslensku og heldur hér opinn fyrirlestur
Virtur Sir David
Attenborough er
heiðursdoktor við
Háskóla Íslands.