Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ég get engu lofað, það vantar 4,527 upp á réttu töluna. VEÐUR Talið er að notaðir séu minnst 500milljarðar plastpoka árlega en sú tala gæti verið helmingi hærri. Samkvæmt því eru notaðir milljón plastpokar á mínútu í heiminum.     Plastpokar eru mengunarvaldur.Þeir eru hættulegir dýrum, sem geta kafnað við að gleypa þá. Þeir eyðast ekki í umhverfinu, heldur leysast upp í örsmáar agnir. Þá eru plastpokar, sem feykjast um í vind- inum og blakta í trjá- greinum, ekki beint til feg- urðarauka í borgarlands- laginu.     Plastpokanotkun er mikil á Íslandiog lítil áhersla hefur verið lögð á að draga úr henni. Jafnvel mætti segja að með plastpokasjóðum sé ýtt undir notkunina vegna þess að þá er neytandinn að leggja góðum mál- stað lið með því að kaupa sér poka. Á Írlandi var hins vegar skorin upp herör gegn fyrirbærinu með plast- pokaskatti árið 2002. Jafnframt var lagt í mikla áróðursherferð og á skömmum tíma tókst að draga veru- lega úr notkuninni. Áður en bannið var sett voru notaðir 1,2 milljarðar plastpoka á Írlandi en nú hefur notkunin dregist saman um 90 af hundraði. 18 milljónir lítra af olíu hafa sparast vegna þessa.     Írar fluttu alla sína plastpoka innmeð ærnum tilkostnaði. Nú ganga viðskiptavinir um með eigin skjóður og þeir, sem biðja um plastpoka, eru nánast litnir hornauga.     Ólíklegt er að plastpokaskatturdugi einn og sér til að breyta hegðun Íslendinga. Þegar er lagt gjald á plastpoka án þess að það hafi sýnileg áhrif. Sennilega gerist ekk- ert fyrr en það verður hallærislegt að biðja um plastpoka í verslunum. Þá gæti hins vegar mjög skyndilega orðið brátt um plastpokann. STAKSTEINAR Milljón plastpokar á mínútu SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                      !    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        " #$ " # " #$ $  " #$ " #$     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   &%   % &%  &%   &%   &%   % %                               *$BC '''                     !     " #  $    %        & '  (     #     $   *! $$ B *! (   ) ' ' ' #  * <2 <! <2 <! <2 ( #) "+ ', "!-'.$+"/  D8- E                  <7  )$   #     * !     #    )  !  <     +,'    -  "                *     .    & '  (       /      +   "  1     #    & '                01++' '22 "+'  '3 $ ', "! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Steinn Hafliðason | 4. febrúar 2008 Bolludagurinn … … er einn af fáránleg- ustu dögum ársins. Þá hamast fólk við að setja ofan í sig ógeðslega óhollan mat sem er gerður úr smjörlíki, eggj- um og rjóma. Síðan smjattar fólk á þessum … Ég hef óbeit á svona átdögum. Ég er hvorki með lystarstol né heldur þjá- ist ég af offitu og hef aldrei gert. Hins vegar vekur þetta upp í mér hroll yfir þeirri ofboðslegu ofneyslu sem hinn vestræni heimur þjáist af. Meira: steinnhaf.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversd. | 3. febrúar Ólæknandi útþrá … Fyrir suma eru janúar og febrúar erfiður tími og mörgum finnst best að kúra helst undir sæng alla þessa mán- uði. Persónulega er mér einfaldlega alltaf kalt í janúar og yfir mig leggst óstöðvandi útþrá og í stað þess að leggjast í rúmið ligg ég í tölvunni og skoða heimasíður allra þeirra ferða- apparata sem hafa möguleika á því að flytja mig af landi brott, í sól og sumar … Meira: bryndisisfold.blog.is Kristinn Pétursson | 4. febrúar 2008 Björn Bjarnason góður í Silfri Egils Frammistaða Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra í Silfri Eg- ils í gær var sérlega góð. Björn svaraði öll- um spurningum yfirveg- að. Mér fannst þetta viðtal eins og slík viðtöl gerast best. Að menn svari spurningum án þess að maður fái á tilfinninguna að við- komandi sé að snúa út úr – eða fara undan í flæmingi. … Þetta var viðtal til fyrirmyndar. Meira: kristinnp.blog.is Auður H. Ingólfsdóttir | 3. febrúar 2008 Úps! Í dag upplifði ég skrýtna tilviljun. Ég hlusta oft á íslenska útvarpsþætti í tölvunni um helgar. Helst eru það þættirnir Vikulokin og Gárur á Rás 1 og Endurvinnslan á Rás 2 sem ég hef gaman af að hlusta á um leið og ég sinni hús- verkum. Eftir að hafa hlustað á þessa þrjá þætti í dag langaði mig að hlusta meira og fór að kíkja á þætti síðustu viku. Ég rambaði að lokum á þáttinn Samfélag í nærmynd á Rás 1 og hlustaði á hann til enda. Þar var m.a. viðtal við Baldur Þórhallsson, for- mann stjórnar Alþjóðamálastofnunar. Undir lok viðtalsins minntist Baldur á útgáfumál stofnunarinnar og sagði að á næstu vikum kæmi út bók um utan- ríkisstefnu Íslands frá því eftir Kalda stríðið. Mér eiginlega snarbrá. Ég á nefnilega kafla í umræddri bók, sem var skrifaður fyrir tveimur árum síðan. Það er orðið meira en ár síðan ég hef heyrt nokkuð um þessa bók og ég var þess fullviss að búið væri að slá út- gáfuna út af borðinu. Mér stóð ekki al- veg á sama um að bókin væri enn á dagskrá og væri alveg við það að koma út. Efnið sem ég skrifaði um er stefna Íslands í viðræðum um lofts- lagssamninga og margt hefur gerst bæði alþjóðlega og hérlendis þessi tvö ár síðan ég skrifaði greinina. Ég fór að leita að greininni til að skoða hversu úrelt hún væri orðin en fann hana hvergi í tölvunni minni. Ég var að vinna hana til skiptis í heimatölvu, vinnutölvu og svo úti um allan heim í ýmsum lánstölvum. Mér datt þá það snjallræði í hug að kíkja inn á gamla vinnupóstinn minn, sem ég hef enn aðgang að en nota ekkert, þar sem ég hafði sent síðasta eintakið af grein- inni til ritstjóra úr því netfangi. Þar biðu tveir tölvupóstar frá ritstjóra bók- arinnar, annar frá því á miðvikudag og svo ítrekunarpóstur í dag, þar sem ég var vinsamlegast beðin um að lesa yf- ir síðustu útgáfuna einu sinni enn. Ef ég hefði ekki hlustað á þennan út- varpsþátt hefðu vel getað liðið nokkr- ar vikur þar til mér hefði dottið í hug að kíkja á póstinn í gamla vinnunet- fanginu …!!! En ég eyddi sem sagt deginum í að uppfæra greinina, þann- ig að vonandi er hún boðleg, þó vissu- lega sé aðalfókusinn á tímabilið 1990-2005, og minna fjallað um síð- ustu tvö árin. … Meira: aingolfs.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.