Morgunblaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
SÝND Í REGNBOGANUM
NÚ VERÐUR ALLT
VITLAUST!
ÓTTINN
BREYTIR
ÖLLU!
“... trúlega besta Stephen King
mynd í tæpan áratug.”
T.V. - Kvikmyndir.is
MISTRIÐSÝND Í REGNBOGANUM
EITTHVAÐ SKELFILEGT
ER Á SVEIMI!
STÆRSTA
JANÚAROPNUN
SÖGUNNAR
Í BANDARÍKJUNUM!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
- Ó.H.T., RÁS 2
- B.S., FBL
- S.V., MBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Nú mætast þau aftur!
Tvö hættulegustu skrímsli
kvikmyndasögunnar
í tvöfalt betri mynd!
Missið ekki af einum
flottasta spennutrylli ársins!!
- HJJ, Mbl
- MMJ, Kvikmyndir.com
FERÐIN TIL DARJEELING
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
- H.J. , MBL
FYRST RAY, SÍÐAN WALK THE LINE...NÚ ER KOMIÐ AÐ DEWEY COX !!
FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR
KNOCKED UP, SUPERBAD OG TALLADEGA NIGHTS
SÝND Í SMÁRABÍÓI
- Kauptu bíómiðann á netinu -
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
Aliens vs. Predator 2 kl. 8 - 10:10 B.i.16 ára
Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 - 6
Walk hard kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára
The Darjeeling Limited kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Brúðguminn kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
The Golden Compass kl. 5:30 - 8 B.i. 10 ára
The Mist kl. 10:30 B.i. 16 ára
Walk hard kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.14 ára
Cloverfield kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.14 ára
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 462 3500 Sími 564 0000
Sími 551 9000
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
DÓRI DNA, DV
- V.I.J., 24 STUNDIR
- S.V, MBL
Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
Atonement kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Cloverfield kl. 6 - 10 B.i. 14 ára
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Þegar öfgarnar ná tökum á mérþá finnst mér myndlist-arheimurinn hreinlega vera
samansafn af hálfvitum. Og ég hef
engan áhuga á því að fá milljónir
manna í röð að skoða þetta dót. Af
hverju ættu þær að gera það? Þetta
kemur þeim lítið sem ekkert við. Að
ætlast til að þetta njóti vinsælda er
ómögulegt. Það er afskaplega lítið í
þessu að hafa fyrir gríðarlegan
fjölda áhorfenda og ég held að sá
fjöldi sé búinn að komast að því.
Hann hefur í raun engan áhuga, flýt-
ur bara með straumnum, með vit-
leysunni.“
Þannig komst breski myndlist-armaðurinn og -rýnirinn Matt-
hew Collings að orði í tímaritinu
3:AM árið 2002, í þýðingu undirrit-
aðs. Þeir sem lesið hafa greinar Coll-
ings um myndlist vita að hann er af-
ar stórorður og gerir jafnvel í því að
fá menn upp á móti sér með tali eins
og þessu. Collings þorir að segja það
sem hugurinn býður honum, þorir
að rugga hinum risastóra báti mynd-
listarheimsins og þeirra fínu herra
sem ráða öllu um borð.
Collings heldur áfram, segir
skipuleggjendur Turner-verð-
launanna, fjölmiðlamenn á bresku
sjónvarpsstöðinni Channel 4 (þar
sem hann var með sjónvarpsþætti
fyrir nokkrum árum) og millistétt-
arfólkið sem skrifi greinar í blöðin,
gera ráð fyrir að hinn venjulegi
maður þurfi að láta útskýra sam-
tímalist fyrir sér. Hvatningin að baki
því sé „algjört kjaftæði“ því allt sé
þetta gert í gróðaskyni, til að færa
einhverjum tekjur, auka áhorf sjón-
varpsstöðva eða lestur dagblaða.
Ég er auðvitað ekki sammála
þessari skoðun Collings, ef ég væri
það gæti ég allt eins sagt starfi mínu
lausu. Ég ætla í það minnsta að vona
að fólk hafi áhuga á samtímalist og
lesi greinar um hana. Vonandi.
Það sem Collings hefur hins vegargert öðru fremur á sínum ferli
er að reyna að einfalda hlutina,
svipta hulu hins heilaga af myndlist-
inni, afhelga hana, útskýra hlutina á
mannamáli. Óbærilegt orðskrúð og
illskiljanlegar langlokur um inni-
hald verka há oft nútímamyndlist og
eiga það jafnvel til að skemma fyrir
áhorfendum hvað varðar upplifun á
verkum. Þá verða menn eins og Coll-
ings nauðsynlegir, menn sem tala
mannamál. „Ég er ekki skrítinn. Ég
tala bara venjulega,“ sagði Collings í
Guardian í fyrra. Góður frasi það.
Gott dæmi um mannamál Collingsí listaumræðu er grein sem
birtist 28. janúar sl. í breska dag-
blaðinu Times. Þar er Collings ekk-
ert að skafa utan af því, frekar en
venjulega, einmitt það sem gerir
skrif hans svo skemmtileg. Greinin
hefst þannig: „Kanntu að meta af-
þreyingu fyrir unglinga? Ertu með
greind unglings? Finnst þér Céz-
anne ofmetinn? Ef þú svaraðir öllum
spurningunum játandi þá veit ég
ekki hvað ég á að gera við þig. Þú
ert barnalegur, menningarsnauður
bókstafsmaður.“
Collings hvetur svo hinn barna-
lega til þess að fara í uppboðshúsið
Bonhams í Lundúnum, þar sem hald-
ið verður í dag uppboð á götulist,
seld verk eftir Banksy, Keith Har-
ing, Jean-Michel Basquiat o.fl. Coll-
ings viðurkennir reyndar að Bas-
quiat hafi haft listræna hæfileika en
bætir við að allir hinir séu hundleið-
inlegir, verk Banksy hafi ekki meira
gildi en brandari.
Þó menn eins og Collings séu eiturí beinum margra þá eru þeir
bráðnauðsynlegir til að hleypa af
stað umræðu og illu blóði í menn, fá
smá roða í kinnarnar. Gaman væri
ef íslenskur Collings stigi fram og
færi að skrifa um listir í blöðin. Hve-
nær sá maður seinast slík skrif í ís-
lensku dagblaði? Hvað ætli Collings
myndi endast lengi í starfi á íslensku
dagblaði? Myndi hann þola blogg-
árásirnar?
Collings minnir mig um margt á
Hannes Hólmstein Gissurarson,
þann ágæta sjálfstæðismann. Þó
maður sé sjaldnast sammála honum í
einu og öllu þá er alltaf gaman að sjá
hann espa menn upp í fjölmiðlum.
Það vantar íslenskan Collings til að
hleypa smá fjöri í listumræðuna.
Íslenskur Collings óskast
» „Ég er ekki skrítinn.Ég tala bara venju-
lega,“ sagði Collings í
Guardian í fyrra.
Umdeildur Collings veit sínu viti um myndlist en það eru sannarlega ekki
allir sammála honum. Hér sést hann á kápu bókar sinnar It Hurts.
helgisnaer@mbl.is
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
BANDARÍSKA táningapopp-
stjarnan Hannah Montana nýtur
gríðarlegra vinsælda í Norður-
Ameríku ef marka má aðsókn á tón-
leikamyndina Hannah Montana &
Miley Cyrus: Best of Both Worlds í
Bandaríkjunum og Kanada.
Myndin er í þrívídd. Montana
heitir réttu nafni Miley Cyrus og er
15 ára gömul en Disney fyrirtækið
framleiðir þættina um Hönnuh
Montana og á því heiðurinn af sköp-
un persónunnar.
Kvikmyndin um táningsstjörnuna
skilaði 29 milljónum dollara í af-
greiðslukassa kvikmyndahúsa í
Norður-Ameríku um liðna helgi, eða
um 1.879 milljónum króna, skv.
gengi gærdagsins.
Hafa ber í huga að miðaverð á
myndina var hærra en á aðrar
myndir út af þrívíddartækninni. Í
öðru sæti er hryllingsmyndin The
Eye, 27 Dresses í því þriðja, Juno í
því fjórða og Meet the Spartans í því
fimmta.
Reuters
Vinsæl Táningastjarnan Miley Cy-
rus, betur þekkt sem persónan
Hannah Montana.
Hannah
Montana á
toppnum